Tíminn - 03.08.1991, Síða 8

Tíminn - 03.08.1991, Síða 8
T 8 Tíminn Laugardagur 3. ágúst 1991 Laugardagur 3. ágúst 1991 Tíminn 21 ■■■................ ..—..—— ..........- .■.— - ...............; Árni Bergmann, ritstjóri Þjóðviljans, segir að hann hafi aðeins verið kommúnisti á menntaskólaárunum og sendir þeim, sem kalla hann kommúnista, tóninn: Kallaöu mig bara komma ef þú vilt Ámi Bergmann, ritstjóri Þjóðviljans, og Bjöm Bjamason, alþingismaður og fyrmrn aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, hafa upp á síðkastið verið að kýta um það á síðum málgagna sinna hvort og hverskonar kommúnisti sá íyrrnefridi sé eða hafi verið. Þessi ritdeila hefur komið mönnum spánskt fyrir sjónir og lá því nokkuð beint við að leita skýringa á henni. Ámi Berg- mann er í helgarviðtali. - Hvemig stendur á því að nú er verið að ræða um það hvort þú sért kommúnisti? Ég get ekki stjórnað því sem öðrum dett- ur í hug. Mönnum er velkomið að kalla mig komma eða hvað sem þeim sýnist. Málið er að kommar em kallaðir þeir sem em óþekkir í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Hér er hins vegar um það að ræða hvort að það, sem ég kalla frekjudeild Morgunblaðs- ins, fái í friði að ráða því hvað menn hugsa og hafi hugsað. Ég get tekið annað dæmi, sem er hliðstætt, úr Evrópuumræðunni. Þeir, sem em mestir Evrópusinnar, em að reyna að búa til þá fmynd með orðanotkun og fleira, að þeir sem em á móti samning- um um EES séu afdalamenn, íhaldsmenn og þröngsýnir, meðan þeir sjálfir em hinir framsýnu og framfarasinnuðu. Málið er að Morgunblaðið og þessi deild, sem ég kalla frekjudeild og Björn Bjama- son er andlegur faðir hennar eins og er, hefur aldrei viljað sætta sig við að það geti verið til vinstri menn, rótæklingar eða sósíalistar, sem em um leið mjög gagnrýn- ir á ýmis gmndvallaratriði í hinu sovéska skipulagi. Þeir hafa aldrei viljað viður- kenna að þetta gæti verið til. Þetta er að sumu leyti endurspeglun á aðstæðum kalda stríðsins og þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri. Þetta mynstur, sem er í gangi í þessum umræddu skrifum, er að sá sem er ekki með mér, hann er með andskotanum. Sá, sem hefur t.d. verið gagnrýninn á utanrík- isstefnu íslendinga, herstöðvapólitíkina eða hvað það heitir, á samkvæmt því að vera hliðhollur Rússum, hvað sem hann annars segir um þeirra þjóðfélag. Þetta er mjög gamalt og hefur alltaf verið svona. Þegar ís- lendingar gengu í Nato 1949 þá mótmælti því stór hópur, sem samanstóð m.a. af lítt flokksbundnum menntamönnum. Þama voru margir framsóknarmenn, einhverjir alþýðuflokksmenn og fleiri sem vom líka á móti Nato. Þeir stofnuðu með sér Þjóðvam- arfélag. Það var tekinn alveg harður kúrs á það, sérstaklega í Morgunblaðinu, að þessir menn mættu ekki vera neitt annað en handbendi kommúnista. Þessir þjóðemis- sinnuðu menntamenn máttu ekki hafa áhyggjur af menningu og hlutleysi og öðm slíku á eigin forsendum. Séra Sigurbjöm Einarsson, síðar biskup, var kallaður í Morgunblaðinu Hinn smurði Moskvuag- ent. Það tístir í hinum smurða Moskvuag- ent, sagði í blaðinu. Þetta er hefð, sem hef- ur aldrei rofnað, og Bjöm Bjamason er nú fulltrúi hennar. - Þú sagðir að menn mættu vel kalla þig kommúnista, en ertu kommúnisti? Það er orð sem hefúr ekki mikla merkingu núorðið. Ég var kommúnisti þegar ég var í menntaskóla, en strax og ég kom til Sovét- ríkjanna og fór að læra þar, komust skóla- bræður mínir fljótlega að því að það væri eitthvað málum blandið. Þeir vorkenndu mér aðallega fyrir hvað ég væri vitlaus í fræðunum og sögðu að ég væri miklu frek- ar aðeins bleikur. Þetta er líka spuming um orðanotkun í pólitík á hverjum tíma og ekki síður hvar í heiminum þú ert fæddur. Ekki spuming um að sakna eða ekki - Virki sósíalismans er hmnið um alla Austur-Evrópu og Sovétríkin virðast vera að leysast upp. Saknarðu þessarar heims- myndar? Fyrir mig er þetta ekki spuming um að sakna eða ekki. Um 1960, þegar ég var úti í Sovétríkjunum, þá var ég ekki að hugsa um þau sem fyrirmynd eða eitthvað þess háttar. Þetta var fyrirbæri sem hafði þróast út frá vissum aðstæðum. Afstaða mín, þegar ég hafði verið þama um tíma f námi, var sú að ég hafði samstöðu með þessu fólki sem ég þekkti, vinum, fjölskyldu og kunningjum. Maður tók mið af þeirra óskum og vonum. Árið 1960 var mikið í gangi í Sovétríkjun- um. Þá var Khrústsjov við völd og tími Sta- líns heyrði sögunni til. Búið var að hleypa fjölda fólks út úr fangelsum og mikil áaetl- un var í gangi í húsnæðismálum, sem var alstærsta málið sem snerti fólkið. Á þessum tíma stóðu Sovétmenn Ameríkönum fram- ar í geimferðum, sem gerði þá síðamefndu verulega áhyggjufulla um að Sovétmenn væru þeim fremri á ýmsum öðrum sviðum. Þegar þessi umskipti voru að gerast, þá gerðist það með mína skólafélaga að þeir fóru að ganga í kommúnistaflokkinn, sem kom ekki til greina nokkrum árum áður. Þá sögðu þeir að flokkurinn væri aðeins fyrir þá sem vildu koma sér áfram í þjóðfélaginu og kaupa sér gott veður. Þeir sögðu hins vegar sem svo að kynslóð foreldra þeirra hefði klúðrað þessu og nú ætluðu þeir að ganga í þennan flokk og breyta einhverju innan frá. Tveimur, þremur árum seinna kom í ljós að þeir ráku sig á ýmislegt sem ekki gekk upp. Tími Khrústsjovs var einnig þverstæðu- fullur og umbætumar hálfvolgar, gætum við sagt. En síðan var honum sparkað og þá hófst bein hnignun. Ég varð fyrir vonbrigðum fyrst þegar ég kom til Sovétríkjanna. Þegar sveitamaður frá íslandi kemur í allt annan heim, er hann ár að ná áttum. Hann hefur enga við- miðun og spyr sjálfan sig: Hefur þetta allt- af verið svona í Rússlandi eða er þetta eitt- hvað nýtt? Um það bil sem ég hafði verið þarna í ár, þá fannst mér ég vera lentur í ömurlegri blindgötu. En á þessum tíma, um 1956, er þetta 20. flokksþing og þá er haldin þessi fræga Stalínræða. Þá fer svo mikið af stað og menn fóm að hugsa: Nú kannski gerist eitthvað. Það tímabil hélt áfram eitthvað fram yfir 1960. Marx-lenínismi mjög sérstakt fyrirbæri - Ekki minni menn en Gorbatsjov hafa lýst því yfir að marx- lenínisminn sé gjaldþrota, en sú stefna hefur verið gmndvöllur margra vinstri flokka og róttækra hreyfinga á þessari öld. Em þessir menn ekki í lausu lofti nú? Þú verður að athuga það að marx- lenín- isminn er mjög sérstakt fyrirbæri og ég held að flokkar eins og Alþýðubandalagið og Sósíalistaflokkurinn, þó hann hafi að sumu leyti verið mjög hallur undir Sovét- ríkin, hafi aldrei verið marx-lenínískir flokkar. Lenínisminn í þessu sambandi er mikilvæg viðbót. í marx-lenínisma er verið að tala um tvennt. Annars vegar um altæk- an áætlunarbúskap, sem gengur út á að allt eigi að skipuleggja úr einni miðstöð, bæði hvað er framleitt, hvemig og hvað það á að kosta, hvert það á að fara og hvað menn eigi að fá í kaup. Þessi áætlunarbúskapur er það sem mjög margir vom skotnir í, ekki bara sósíalistar heldur margir aðrir. í þessu er mikil freisting fyrir menntamenn sérstak- lega, sem vona að hægt sé að finna skyn- samlega formúlu til þess að raða forgangs- verkefnunum rétt í þjóðfélaginu. Þessi áætlunarbúskapur skilaði töluverðum ár- angri og drjúgum hagvexti. Hann er einfalt að nota þegar leysa á einföld verkefrii. En þegar spurt er um flóknar þarfir og breyti- legar, þá er ekkert í þessu kerfi sem svarar því og smám saman fer krafturinn úr þessu kerfi. Það, sem skilaði hagvexti, verður að stöðnun, sem gerðist endanlega á milli 1970 og 1980 í Sovétríkjunum. Annað með hagvöxtinn, sem blekkti marga, er að menn áttuðu sig ekki á því að hagvöxturinn var að sumu leyti fenginn með rányrkju á landi og auðlindum. Rjóminn var fleyttur ofan af, en það kom að því að hann var búinn. Hinn parturinn, sem er algjörleg rússnesk uppfinning og kemur Karli Marx lítið við, er alræði flokksins. Það er þessi kenning, sem er framhald af einhverri vísindahjátrú sem Rússar voru mikið fyrir á 19. öld, að byltingarflokkurinn geri alla pólitík óþarfa. Opinber kenning hins sovéska marx-lenín- isma er sú að pólitík með mörgum flokkum sé fyrirbæri sem eigi heima á vissu tíma- skeiði í sögunni. Flokkamir séu talsmenn ákveðinna stétta sem takist á, og þess vegna séu þeir eðlilegir. Þegar svo öreigabyltingin kemur, þá setur hún punkt aftan við þetta skeið og við tekur nýtt skeið þar sem allir kraftar eiga að vera samstilltir undir forystu flokks sem hefúr fengið í hendur vfsinda- legan sannleik um þjófélagið. Þetta er hægt að kalla lenínisma og það er þetta sem er sérstaklega hættulegt, vegna þess að þú ert búinn að lýsa því yfir að pólitíkin sé afnum- in og í staðinn komi „sönn vísindi" sem em í höndum sérfræðinga sem em í flokknum. Af því leiðir að hver sá, s^m andmælir því, er annaðhvort heimskur eða glæpamaður. Þessi alræðisfreisting kom við sögu hjá vinstri mönnum í Evrópu meira eða minna, ekki síst hjá kommúnistaflokkunum sem urðu til á kreppuárunum. Menn réttlættu þetta með því að lýðræðið væri að hverfa yf- irleitt. í Evrópu millistríðsáranna tekur hver einræðisstjórnin við af annarri, á ítal- íu, Þýskalandi, Rúmeníu, Ungverjalandi o.s.ffv. Það varð því mikil freisting fyrir menn að líta svo á að þetta væri óumflýjan- legt í bili. Ég held að það megi segja að evr- ópskir vinstrimenn hafi losað sig við þessa alræðisfreistingu mismunandi hratt. Það gerðist aðallega á tímabilinu 1956 til 1968. - Alþýðubandalagið hefur verið sakað um að gera ekki upp við fortíðina. Er það að hluta til kergja, vegna þess að það vill ekki gefa pólitískum andstæðingum höggstað á sér? Ég held að þær ásakanir að Alþýðubanda- lagið vilji ekki gera upp við fortíðina séu rangar. Þú verður að athuga það að Alþýðu- bandalagið er stofnað 1966 og Sósíalista- flokkurinn þá lagður niður. Alþýðubanda- lagið hefur ekki neinar syndir á herðunum í þessum efnum. Það hefur ekki í stefnuskrá eða samþykktum tekið undir hugmyndina um alræði öreiganna og það hefúr ekki tek- ið undir íhlutun Sovétríkjanna í Tékkóslóv- akíu og Afganistan, þvert á móti. Menn hafa í þessum flokki alltaf gagnrýnt mannrétt- indabrot í Sovétríkjunum. Hættulegt að líta á herinn sem sjálfsagðan hlut - Þú og fleiri vinstrimenn hafa gagnrýnt Morgunblaðið fyrir að viðhalda kalda stríð- inu með skrifum sínum, en nú hamast Þjóðviljinn á heræfingunum og f sambandi við umhverfismál reynið þið að finna hem- um allt til foráttu. Eruð þið ekki að kasta steinum úr glerhúsi? Að þvf er varðar heræfingar, þá finnst mönnum óeðlilegt þegar þessar miklu and- stæður, sem hafa verið taldar réttlæta hem- aðarbandalögin, eru gufaðar upp og vígvél- um er fækkað með samningum, að þá komi framkvæmdastjóri Nato og segi að ísland hafi aldrei verið mikilvægara og menn taka mjög undir það í Morgunblaðinu. Ég hef alltaf álitið að það væri siðferðileg nauðsyn að hafa hom í síðu þessarar her- stöðvar, vegna þess að það er hættulegt að líta á herinn sem sjálfsagðan hlut eða eitt- hvað sem menn geta haft gott upp úr eða grætt á. Til að útskýra hvað ég á við þá sagði einn kunningi minn við mig fyrir nokkmm ámm að það færi ekkert á milli mála að það versta, sem hefði komið fyrir þetta land, væri að þessi ameríski her kom hingað, því hann hefur gert okkur að algjömm aum- ingjum. Svo bætti hann við: Fyrst hann er hér þá eigum við að græða á honum, og staðfesti þannig það fyrra sem hann sagði. - Þú hefur verið sakaður um að skipta mönnum í bókmenntum niður í flokka eft- ir pólitískum skoðunum. Skipta pólitískar skoðanir máli í bókmenntum? Það er misskilningur að ég skipti mönnum niður í flokka. Það er ekki hægt að segja í eitt skipti fyrir öll hvort pólitík skipti máli í lífi bókmenntanna. Það er til fullt af skáld- um sem vinna þannig að það skiptir svo sem engu máli. Svo em til höfundar sem em mjög pólitískir í skrifum sínum. Þeir leggja eitthvert mat á þjóðfélagið sem er mjög pólitískt og kemur fram í þeirra verk- um. Þegar ég les slíkt verk, ekki síst skáld- sögu, þá finnst mér alveg sjálfsagt að ræða þá hlið málsins. Ekki vegna þess að ég vilji endilega fordæma manninn af því að hann hefur einhverjar aðrar skoðanir en ég hef, heldur er hans sjónarmið til umræðu eins og hvað annað. Mér finnst það mjög nátt- úrulaust þegar menn sleppa því, sem höf- undamir meina þegar þeir skrifa, og tala aðeins mjög abstrakt um listræna eigin- leika. - Heimsmynd sósíalista er að breytast, en hver var árangurinn af þessari baráttu, hvað stendur eftir? Það, sem mætti kalla einu nafni sósíalismi, er mjög víðtækt fyrirbæri og hefur á hundr- að ámm breytt mjög miklu í lífi þeirra sem ekki em fæddir með silfurskeið í munni. Byltingin f Rússlandi gerði fyrst og fremst það gagn að hún gerði borgarastéttir hræddar við að aðrir fæm að reyna eitthvað slíkt hið sama. Þess vegna hafði hún þau áhrif á Vesturlöndum að hún auðveldaði verkalýðsstéttinni umbótastarf. Aðal árang- ur sósíalistahreyfinganna em þessar félags- legu umbætur sem gerðu það, sem áður var óviss ölmusa, að mannréttindum. Það, sem menn hafa lært af byltingarþjóð- félögum, er fyrst og fremst að bylting þró- ast einatt upp í andstæðu sína. Þú steypir einhverri yfirstétt og heldur henni og and- stæðingum þínum niðri með ofbeldi og lögregluvaldi, sem á að vera til bráðabirgða, en verður fastapunktur í tilvemnni. Síðan skapast ný valdaeinokun sem fer af stað með nýrri spillingu o.s.frv. Þessi stóm stökk, sem menn ætla að taka í byltingum, verða ekki tekin. Þú verður að vinna í áföngum að skárra mannlífi. Stefán Eiríksson ----^..^.................-.....—... ~........... Tímamynd; PJetur

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.