Tíminn - 03.08.1991, Page 14

Tíminn - 03.08.1991, Page 14
26 Tíminn Laugardagur 3. ágúst 1991 Stefán Kristjánsson Fæddur 4. ágúst 1949 Dáinn26.júlí 1990 í dag verður jarðsunginn frá Akur- eyrarkirkju Sigurbergur Stefán Kristjánsson, bóndi og verkamaður í Yzta-Koti í V-Landeyjum. Hann lést í vinnuslysi við steypustöðina á Hvolsvelli föstudaginn 26. júlí síð- astliðinn. Þessa frænda míns og vin- ar ætla ég nú að minnast með nokkrum orðum. Stefán Kristjánsson fæddist í Yzta- Koti þann 4. ágúst 1949, sonur Margrétar Stefánsdóttir (f. 1918) þar og Kristjáns Péturssonar (f. 1921) frá Stóru-Hildisey í A- Landeyjum, kunns byggingarmeistara í Reykja- vík. Foreldrar Margrétar voru Stefán Jónsson (1875-1923) frá Butru í A- Landeyjum, bóndi í Yzta-Koti frá 1917 til dauðadags, og Sigurbjörg Gísladóttir (1887-1973), húsfreyja í Yzta-Koti. Stefán Jónsson var fæddur í A- Landeyjum, sonur hjónanna í Butru, Jóns Þorleifssonar (1845- 1906) og Margrétar Hjaltadóttur (1841-1895). Jón var ættaður úr Rangárvallasýslu en Margrét úr V- Skaftafellssýslu. Sigurbjörg Gísladóttir var fædd á Seljavöllum undir A-Eyjafjöllum, dóttir hjónanna þar, Gísla Guð- mundssonar (1852-1890) frá Selja- völlum og Margrétar Sigurðardótt- ur (1857-1949) frá Hvammi undir Eyjafjöllum. Gísli fórst í lendingu við Austurfjallasand vorið 1890. Margrét bjó nokkur ár eftir það áfram á Seljavöllum með seinni manni sínum Hjörleifi Jónssyni (1872-1931) úr Eyvindarhólasókn en frá 1901 í Stóru-Hildisey. Sigurbjörg bjó ekkja í hálfa öld með börnum sínum, kunn af dugn- aði og mannkærleika. Heimili henn- ar var rómað fyrir hreinlæti og myndarskap og þaðan fór enginn svangur. Lengi var þar til heimilis mágkona Sigurbjargar, Jóhanna Sigríður Jónsdóttir (1878-1967) frá Butru, lausakona, öllum samferða- mönnum sínum ógleymanleg fyrir ósérhlífni og mikið vinnuþrek. Börn Sigurbjargar og Stefáns í Yzta-Koti auk Margrétar eru Gísli Júlíus (f. 1915) bóndi íYzta-Koti og Marta (f. 1921), nú sjúklingur á Ljósheimum á Selfossi. Stefán Kristjánsson ólst fyrstu tíu ár ævi sinnar með móður sinni heima í Yzta-Koti en frá 1960 í Stóru-Hildisey. Þangað flutti hann ásamt móður sinni þegar hún giftist Guðmundi Péturssyni (1915-1982) bónda þar. Guðmundur Pétursson og Kristján Pétursson, sem áður var nefndur, voru bræður, synir Péturs Guð- mundssonar (1893-1959) og Soffíu Guðmundsdóttur (1892-1976). Pét- ur og Soffía voru lengi búandi í A- Landeyjum, fyrst í Selshjáleigu en síðan lengi í Stóru-Hildisey. Þau voru bæði ættuð úr A-Landeyjum. Hálfbróðir Stefáns er Pétur Guð- mundsson (f. 1960), bóndi í Stóru- Hildisey. Stefán varð snemma bráðþroska, stór og sterkur, mikill verkmaður, hvort sem var við sveitastörf eða vetrarvertíð í Þorlákshöfn. Skap- lyndi Stefáns var ljúft og jafnt. Hann var ávarpsgóður og mikill vinur vina sinna. Á yngri árum keppti hann í frjáls- um íþróttum fyrir Ungmennafélagið Dagsbrún og Héraðssambandið Skarphéðin. Sérstakt dálæti hafði hann á spretthlaupum. Mörgum jafnöldrum hans er minnisstætt hversu góðum tíma þessi stóri og þungi maður náði í 100 metra hlaupi, að því er virtist fyrirhafnar- laust. Stefán náði að hlaupa 100 metrana á 11,3 sek. á íþróttamóti við Gunnarshólma í A-Landeyjum þann 13. ágúst 1967. Það var þá fjórði besti tími sem félagsmaður í Héraðssambandinu Skarphéðni hafði náð í keppni. Eiginkona Stefáns var Sigrún Ad- olfsdóttir (f. 1954) frá Önundar- horni undir Eyjafjöllum. Þau bjuggu fyrst í Ytri-Njarðvík en síðan fáein ár á önundarhomi í sambýli við foreldra Sigrúnar. Börn þeirra eru Ólafur Guðni (f. 1973) og Sigur- björg (f. 1975). Stefán og Sigrún slitu samvistir. Sambýliskona Stefán síðustu árin var Valgerður Sigurjónsdóttir (f. 1955) frá Galtalæk í Landssveit. Val- gerður var ekkja með tvö börn þegar hún og Stefán tóku saman. Þau heita Guðmunur Páll (f. 1976) og Sigríður Anný (f. 1978). Börn Stef- áns og Valgerðar heita Kristján Gísli (f. 1984) og Grétar (f. 1990). Stefán og Valgerður bjuggu fyrst á Hellu en síðan í félagsbúi með Pétri bróður hans í Stóru-Hildisey og loks í Yzta-Koti frá 1987. Ásamt búskap þar með kindur, hross og nautgripi stundaði Stefán vinnu utan heimil- is. Fyrst við afleysingar á búum í A- Landeyjum en síðan við steypustöð- ina á Hvolsvelli. Við frændurnir vorum búnir að þekkjast frá blautu bamsbeini. Margs er að minnast. Við lékum okkur saman smádrengir heima í Yzta-Koti, tókum ófermdir guttar í hátíðarhöldunum í Reykjavík í ág- ust 1961 þegar haldið var upp á 175 ára afmæli kaupstaðarréttindanna og ókum ungir menn á kraftmiklum bílum um malarvegi Suðurlands- undirlendisins. Skipti þá ekki máli hvort þurfti að aka úr Landeyjunum vestur í Þjórsárveg í Villingaholts- hreppi eða aðeins austur undir Eyja- fjöll til þess að komast á sveitabalí. Við fráfall Stefáns er mikill harmur kveðinn að fjölskyldu hans. Vinir og frændur sakna hans sárt. Ég sendi sambýliskonu og börnum hans öll- um innilegar samúðarkveðjur og sömuleiðis öldruðum foreldrum og öðrum vandamönnum. Þorgils Jónasson JJáinn, horfinn. “ Harmafregn. Hvílíkt orð mig dynur yfir. En ég veit að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. Hvað væri annars guðleggjöf, geimur heims og lífið þjóða? Hvað væri sigurmn sonarins góða? lllur draumur, opin gröf. (Jónas Hallgrímsson.) í dag kveðjum við í hinsta sinn vin og vinnufélaga, Stefán Kristjánsson. Það er ætíð sárt að sjá á bak góðum vini og traustum félaga. Þungbærast er þó þegar vinur á besta aldri er fyr- irvaralaust kvaddur héðan. Það tek- ur sinn tíma að átta sig á slíkum for- lögum og að sætta sig við þau. Stefán fæddist í Ysta-Koti í Vestur- Landeyjum 4. ágúst 1949. Foreldrar hans eru Margrét Stefánsdóttir og Kristján Pétursson. Okkur langar með þessum fátæk- legu línum að rifja upp kynni okkar af Stefáni sem voru á þann veg að þar bar aldrei skugga á. Hann var búinn að vera starfsmað- ur steypustöðvarinnar á Hvolsvelli nær samfellt frá hausti 1988 og áður alltaf af og til, bæði hjá fyrrverandi og núverandi eigendum steypu- stöðvarinnar. Hann hafði því lengst- an starfsaldur þeirra sem þar starfa nú. Það var sama hvaða störf hann gekk í, hvort það var akstur, viðgerð- ir eða vinna við blöndun í stöð. Öll þessi störf leysti hann af hendi af mikilli samviskusemi og trú- mennsku sem hann átti í svo ríkum mæli. Hans framkoma í starfi sem leik einkenndist af hógværð og glettni og að finna spaugilegu hlið- arnar á hlutunum, ekki síst ef eitt- hvað blés á móti. Hann var einstak- lega hjálpsamur og fljótur að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda. Það þurfti sjaldnast að kalla eftir hjálp ef Stefán var einhvers staðar í nálægð. Hann var alltaf kominn, svo vel var hann vakandi í starfi og meðvitandi hvers eðlis viðfangsefnið var hverju sinni. Hann gekk ávallt fumlaust til verka og var mjög gætinn. Því finnst okk- ur ótrúlegt að einmitt hann skyldi verða fyrir þessu hörmulega slysi. En enginn má sköpum renna og sýnir okkur að enginn er óhultur í henni veröld þar sem hættur geta reynst á hverju strái. Fátækleg orð duga skammt þegar sorgin kveður dyra, en þau eru samt það fyrsta sem hægt er að grípa til. Minningin um hann getur aldrei orðið að kulnuðum gæðum, heldur ljósberi sem heldur hátt á lofti kyndli minninganna. Leiðir skilur að sinni. Móðir Jörð hefur búið hon- um hinstu hvflu í skauti sínu. Við sem þekktum Stefán syrgjum nú góðan dreng, en mest er þó sorg sambýliskonu hans, bama og ann- arra ættingja. Megi Guð gefa ykkur styrk til að horfa fram á við og minnast fortíðarinnar með gleði yfir þeim árum sem þið áttuð með Stef- áni. Farþúifriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Vinnufélagar Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa Helga Sigurgeirssonar Stafni, Reykjadal Jófríður Stefánsdóttir María Kristín Helgadóttir Ólöf Helgadóttir Ingibjörg Helgadóttir Ásgerður Helgadóttir Guðrún Helgadóttir Hallur Jósefsson Kristján Jósefsson Guðlaugur Valdimarsson Jón Hannesson Gunnar Jakobsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Systir okkar Elín Ástmarsdóttir verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miövikudaginn 7. ágúst kl. 13.30. María Ástmarsdóttir Ingólfur Ástmarsson V. r Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför Hrafnhildar Helgadóttur frá Vopnaflrðl Jörgen K. Sigmarsson og fjölskylda t Elskulegur eiginmaður minn Pétur Jónsson bóndi, Egllsstöðum lést á Sjúkrahúsinu I Neskaupstaö 1. ágúst. Elín Stephensen "\ Gestur Ólafur Þórólfsson Þann 27. júlí s.l. var Gestur Ólafur Þórólfsson kvaddur hinstu kveðju í Flugumýrarkirkju í Skagafirði. Það var eins og allt héraðið drúpti höfði þennan dag, þokubakkar í hlíðum og Mælifellshnúkur hulinn sjónum. Athöfnin í fallega guðs- húsinu á Flugumýri var einstaklega hugljúf þar sem undurfagur orgel- leikur og söngur Heimismanna og nærfærin kveðjuorð sóknarprests- ins, Döllu Þórðardóttur, snertu við- kvæmustu strengi í brjóstum við- staddra. Á slíkum stundum finnur manneskjan best vanmátt sinn gagnvart almættinu og hversu við, dauðlegar verur, eigum langt í land með að skilja hvað fyrir almættinu vakir. Þó áttum við okkur flest á því að til að þekkja gleðina, þurfum við að þekkja sorgina. Við stöldrum þó við, þegar okkur finnst að sumir fái úthlutað stærri skammti af sorg og erfiðleikum en margur annar. Gestur var einn af fimm systkin- um sem öll misstu móður sína á unga aldri. Fjögur þeirra ólust síð- an upp í skjóli ömmu og afa í Skagafirði ásamt föður sínum sem Hjaltastöðum vann hörðum höndum fyrir fjöl- skyldu sinni. Yngsta systkinið var f fóstri á næsta bæ og ólst þar upp við skilning og ástríki og í nánum tengslum við systkini sín og föður. Þessi systkinahópur, sem ég var svo lánsöm að kynnast á uppvaxtarár- um þeirra og lánsöm að fá að fylgj- ast með atorku þeirra og mann- kostum æ síðan, þessi hópur þarf nú að sætta sig aftur við skyndilegt fráfall náins ástvinar. Gestur var náttúrubam í besta skilningi þess orðs, hestamaður eins og forfeður hans langt aftur í ættir og hafði gaman af söng eins og sannur Skagfirðingur. Hann var fljóthuga og lifði hratt. Hann verður samferðamönnum sínum minnisstæðastur fyrir kraft- inn og léttlyndið. En nú er þetta allt horfið. Við finnum aðeins fyrir gustinum sem af honum stóð, en eigum hvert og eitt, sem þekktum hann, minningar sem enginn fær frá okkur teknar. Sjálfur valdi hann sér á fullorðins- ámm athvarf hjá ömmu sinni og afa í nálægð Glóðafeykis og með út- sýni yfir eitt fegursta hérað íslands, þar sem hann hafði ungur komið og drukkið í sig viðhorf bóndans til landsins sem við byggjum, landsins sem er bæði gjöfult og harðbýlt og stælir íslendinginn til átaka og kennir honum að láta engan bilbug á sér finna. í Flugumýrarkirkju var saman kominn mikill mannfjöldi að kveðja góðan dreng. Þar í hópnum var ung móðir með litla hrokkin- hærða stúlku sem var að kveðja föður sinn. Kynni þeirra voru stutt. Það fannst okkur hinum líka sem stóðum hnípin í kirkjugarðinum, þegar síðustu ómamir dóu út í söng kórmannanna er þeir fluttu „Skín við sólu Skagafjörður". Á svona stundum finnur maður áþreifanlegast fyrir vanmætti sín- um þegar maður vill hughreysta og Iétta byrðar þeirra sem manni þyk- ir vænt um. Innilegustu samúðarkveðjur sendi ég Sigga, Siggu Steinu, Heiðu og Hafdísi. Helga Þorsteinsdóttir

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.