Tíminn - 08.08.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.08.1991, Blaðsíða 2
,2 Tíminn * ‘ 'Fimmtudagur8: ágúst'1991 Samband veitinga- og gistihúsa og Félag íslenskra ferðaskrifstofa hafa gert með sér starfsreglur sem nú liggja fyrir til samþykktar: Frumskógarlögmálin ganga ekki lengur Samningur um starfsreglur milli Sambands veitinga- og gistihúsa og Félags íslenskra ferðaskrifstofa ligg- ur nú fyrir til samþykktar eftir meira en árs viðræður. Þessi langi samningstími stafar ekki af því að samningarnir séu það flóknir og umfangsmiklir, heldur tók það tíma að skapa traust og skilning á milli samningsaðila. Þetta kemur fram í grein sem Wilhelm Wessman, for- maður SVG, ritar í fréttabréf SVG. Ljóst er að gerð þessara starfs- reglna var nauðsynleg því samskipti þessara tveggja félaga voru ekki með sem besta móti. „Þau frumskógarlögmál sem gilt hafa manna á meðal í ferðaþjónustu ganga ekki lengur. Við getum ekki búist við að á okkur sé litið sem ábyrga aðila og álitlegan kost sem gjaldeyrisskapandi atvinnugrein ef við getu mekki komið okkur saman um starfsreglur sem fyrirbyggja auð gistiherbergi, mannlausa ráðstefnu- sali og tóm flugsæti vegna ofbókana, margbókana á sömu hópum og að heilu tímabilin séu lokuð meir en ár Yfirlæknisstaðan á Sogni: Leysum það bara öðruvísi! Ef engin umsókn berst leysum við það mál bara öðruvísi," sagði Sig- hvatur Björgvinsson heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra í gær. Hann var inntur eftir því hvað hann hygðist fyrir þar sem nú er liðinn umsóknarfrestur um yfirlæknis- stöðuna við fyrirhugaða réttargeð- deild á Sogni og hefur engin um- sókn borist. Sighvatur vildi ekkert segja um hvað fælist í því að leysa málin með öðruvísi hætti en sagðist eiga marg- ar aðferðir en vildi ekki gefa dæmi um þær. -HÞ Heimsmeistaramótiö í bridge 1991: Dregið í riðla tslenska landsliðið ( bridge komst sem kunnugt er f úrslit heimsmeistarakeppninar í bridge, sena haldin verður í Yokohama í Japan á komandi hausti. Nú er orðið Ijóst hvaða þjóðir taka þátt í mótinu og dregið hefur verið í riðla, en fyrsta umferöin í mótinu verð- ur spiluð í tveim riðlum. ísúnd lendir f riðU með USA 1, Argentmu, Bretlandi, Eg- yptalandi, Venezuela, Japan og Astralíu. í hinum riðlinum eru Brasilía, USA 2, Svíþjóð, Pól- land, Pakistan, Surinam, Hong Kong og Kanada. Heimsmeistaramótið í bridge hefst mánudaginn 30. septem- ber nk. og fyrstu umferö lýkur fostudaginn 4. október. -js fram í tímann, en standa svo tóm þegar upp er staðið. Staðreyndin er að erlendum ferðaskrifstofum er oft á tíðum hampað með lægri verðum en þeim innlendu, og gerir það þessa samherja okkar oft hlálega þar sem þeir eru að bjóða hærra verð á sömu þjónustu í sínu eigin landi en erlendi aðilinn gerir. Við skulum gera okkur grein fyrir því að í nánast öllum tilfellum er erlendi aðilinn að fleyta rjómann af besta tímabilinu en stendur ekki með okkur í mark- aðssetningu í jaðarmánuðunum eða þegar illar árar“, segir í grein Wil- helms. Ennfremur segir að það sem ávinn- ist með þessum samningi sé í fyrsta lagi að aðilar verði ábyrgari fyrir þeim pöntunum sem þeir gera, en með honum er tryggt að afþöntun- argjald komi fyrir hópa. Hvað varði ráðstefnur þá sé það stór áfangi að ná fram 25% óendurkræfu gjaldi af gistingu sem greiða skuli með átta vikna fyrirvara. í þriðja lagi sé gert ráð fyrir að á samningstímanum verði unnið að því að lengja afpönt- unartíma úr fjórum vikum. „Allt eru þetta stórmál sem skipta rekstraraf- komu fyrirtækja miklu. Á móti telj- um við eðlilegt að íslenskar ferða- skrifstofur fái ekki lakari kjör en þær erlendu", segir í greininni. Að mati Wilhelms eru þessir samn- ingar spor í átt að raunhæfri upp- byggingu í ferðaþjónustu og Ferða- málasamtök íslands séu hugsanlega í sjónmáli. Þegar hafi farið fram óformlegar viðræður milli for- manna SVG og FÍF, ásamt fulltrúa Flugleiða um samstarfsgrundvöll sem leiða myndi til faglegri vinnu- bragða og aukinna tekna fyrir ferða- þjónustuna heild sinni. —SE Vegna óvenju góðrar tíðar í sumar hafa íslendingar fengið tækifæri til að kynnast meira magni skordýra og hvers kyns padda en oftast áður. Einum lesenda blaðsins var þó nóg boðið þegar hann hugðist útbúa sér forláta makkarónurétt á dögunum og keypti til þess úrvals ítalskar makkarónur. Sú matargerð fór fyrir lítiö þegar uppgvötvuðust litlar dauöar flugur eða pöddur sem lagst höfðu til hinstu hvílu inni í makkarónunum. Að sögn skordýrafræðinga hefur þó ekki orðið vart við að pöddum í pakka- eða þurrmat hafi fjölgað hér vegna góða veðursins, enda trú- legt að makkarónuflugurnar hafi verið dauðar lengi áður en þær komi í hina íslensku sumar- blíöu. Tímamynd Pjetur Akureyri: '*> r gp *m ■. m ummmmm áranna útí í nóvember næstkomandi verður gefin út bók eftir Jón ffjaltason sagnfræðing, sem fjallar um sögu stríösánmna á Akureyri og í Eyja- firði. í striðsárasögunni verður dregin upp tnynd af dvalarstöðum hemámsliðsins í Eyjaftrði, sam- skiptum þess rið Eyfiröinga og viðbúnaði tfl að taka á mótf Þjóð- verjum. í fréttatilkynningu frá útgefenda segir að Akureyri sé í brenni- punkti frásagnarinnar, enda voru höfðuðstöðvar hersins á Norður- iandf þar. Sögusviðíð nær þó alit tnnan fiá Melgerðismelum, þar sem var flugvöfiur setuhðsins, og út á Sighines og Siglufjörð. Farið verður um Öxnadal, Hörgárdal, Dagverðareyri, Hjalteyri, Árskógs- strönd, Dalvfk, OlafsQörð og end- aó á Sighifiröi. Grenivík kemur einnlg við sögu, en þar hlustaði Iítil hcrsveit Breta eflir kaibátum óvtnanna. í bókinnl er víða komið við, og mju fjallað um viðkvæm mál svo sem naslsma, bretavinnu og ástandið. Sagt er frá eina Ey- firðingnum sem var handtekinn af setuliðinu og sendur utan í her- fangabúðir, árásum Þjóðveija á ísland og ýmsum skondnum at- vikum er uróu til vegna tortryggni Breta í garð Eyfírðinga. MUdU fiöldi tnynda mun prýða bókina og hafa margar þetrra bvergi birst áðun ófáar myndanna eru í einkaeign breskia og banda- rískra hermanna, aðrar koma úr söfnum f Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum. Þá hafa tslenskir einstaklingat veríð mjÖg liðlegfar við að lána myndir. Enn má þó blómum við bæta, og vfija útgef- endur bókarinnar biðja þá sem kynnu að eiga Ijósmyndir frá þess- um árum og tengjast firðinum hafa samband við höfund í síma 96-22515. gáfan Hólar. Höfundur er Jón Hjaltason sagnfræðingur, sem m.a. hefur ritað bækumar „f landi Eyrarlands og Nausta“ og „Saga Akureyrarí* lJtindL hiá-akureyri. Ingi Hans Jónsson, framkvæmdastjóri rokkhátíðarinnar í Húnaveri, segir að reglur, sem nefnd á vegum dómsmálaráðuneytisins gerði um útihátíðir, hafi eingöngu verið beint gegn þeim: Fulltrúar hins opinbera settu fyrir okkur fótinn Aðsóknin að rokkhátíðinni í Húnaveri var mun minni en forsvars- menn hátíðarinnar höfðu gert ráð fyrir. Á þriðja þúsund manns mættu á svæðið sem er lítið miðað við tvö síðustu ár. Að sögn Inga Hans Jónssonar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, lætur nærri að fjárhagslega standi hátíðin á sléttu. Ingi sagði að vissulega væru þeir búnir að velta því vel fyrir sér hver væri skýringin á þessari dræmu að- sókn. Þeir hefðu lagt sitt af mörkum til að gera aðbúnað og aðstæður sem bestar fyrir fólkið, m.a. hefði verið komið upp munavörslu og mötuneyti sem opið var allan sólarhringinn. „Það er spuming hvort útisamkomur af þessari gerð séu tímaskekkja. Nefnd á vegum dómsmálaráðuneytis- ins hefur verið að ýta ungmennum frá svona skipulögðum samkomum og sent þau eitthvað á eigin vegum. Ég veit ekki hvað dómsmálaráðuneytinu gengur til með að mæla með útihá- tíðum sem ekki hafa örugga gæslu, læknisþjónustu og annað sem var í Húnaveri. Mun stærri vandamál skapast á öðrum stöðum á landinu, eins og t.d. nú í Búðum á Snæfells- nesi, þar sem menn eru ekki undir það búnir að taka við þvílíkum fjölda af fólki," sagði Ingi. Aðspurður sagði Ingi að rót vandans mætti m.a. leita til þess að Ólafur Oddsson, læknir á Akureyri, koma á fyrstu Húnavershátíðina sem haldin var 1989. Þá hafi komiö þangað 6000 manns þegar mótshaldarar bjuggust við helmingi færri og því hafi allt far- ið úr böndunum. „Það er eins og þessi maður hafi ætlað sér að ganga af þess- ari hátíð dauðri eftir þetta, en hann hefur ekki gert svo lítið að láta sjá sig þar síðan. Því miður hefur honum og hans kollegum í þessari nefnd, þar með töldum Árna Johnsen, að stimpla þennan stað illilega. í niður- stöðum nefhdarinnar kemur það skýrt í ljós að ailar þessar reglur eru settar beint gegn Húnaveri. Hátíðin í Galtalæk er fjölskylduhátíð og regl- umar eiga því ekki nema takmarkað við þar. Þjóðhátíðin í Eyjum er hlið- stæð Húnavershátíðinni og öðrum útihátíðum, en einhverra hluta vegna tekur nefndin það fram að þessar reglur geti ekki átt við í Vestmanna- eyjum, sökum þeirrar hefðar að fjöl- margar fiölskyldur í Eyjum flytja upp í Herjólfsdal um þessa helgi. Þá er ekki hægt að hafa aldurstakmark eða vínleit, eins og þeir vilja láta gilda í Húnaveri. Ég segi það alveg hreint og klárt að opinberir aðilar hafi þama sett fyrir okkur fótinn, reyndar með dyggum stuðningi ríkisútvarpsins, bæði útvarps og sjónvarps," sagði Ingi Hans Jónsson. —SE Samtök herstöðvaandstæðinga á Borgarfirði eystra: Styðjum kröfur landeigenda Mánudaginn 5. ágúst sl. var eftir- farandi ályktun samþykkt á fundi Samtaka herstöðvaandstæðinga á Borgarfirði eystra: „Um leið og bandaríski herinn flæðir yfir landið við heræfingar er afhjúpað stórhneyksli í sambandi við mengun af völdum bandarísku ratsjárstöðvanna á Heiðarfjalli. Fundurinn lýsir yfir stuðningi við kröfur landeigenda um að svæðið verði rannsakað og hreinsað á kostnað bandaríska hersins. Fund- urinn krefst opinberrar rannsókn- ar á afsali íslenskra stjómvalda á skaðabótarétti í málinu. Loks hvetur fundurinn til eflingar baráttunni gegn hersetunni og mikillar þátttöku í Keflavíkur- göngu 10. ágúst." -js

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.