Tíminn - 08.08.1991, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 8. ágúst 1991
Tíminn 7
Gríska flugfélagið Olympic Airways hefur áhuga á að auka umsvif sín hér
á landi og komu tveir fulltrúar frá félaginu hingað til lands fyrir skömmu:
GRIKKLAND HEFUR UPP
Á MARGT AÐ BJÓÐA
Emst von Staffeldt til vinstri og
fiugfélaginu Olympic Airways.
ways væri í náinni samvinnu við
fyrirtæki sem sæi um að útvega
þeirra farþegum hótelgistingu á
bestu hótelunum alls staðar í
Crikkklandi, auk þess sem það
skipulegði og útvegaði skoðunar-
ferðir og allt annað sem tengdist
ferðalögum í landinu.
Ákveðnir hópar
hafa mikinn áhuga
Aðspurður hvort Grikkir hefðu
einhvern áhuga á íslandi sagði Nic-
os Kyriakopoulos að ákveðnir hóp-
ar hefðu mikinn áhuga á landinu.
Meðal annars veiðimenn sem hefðu
áhuga á að koma til landsins til að
veiða lax. En það væri ekki bara
skemmtun sem Grikkir hefðu
áhuga á hér á landi. Kyriakopoulos
sagði að aukin áhersla væri nú lögð
á fjárfestingu einkaaðila í atvinnu-
vegunum í Grikklandi, en Grikkir
ættu margt eftir ólært sem þeir
gætu sótt til íslendinga, t.d. í sam-
bandi við fiskveiðar og vinnslu og
gróðurhúsræktun. Á sumum stöð-
um í Grikklandi kæmi heitt vatn
upp úr jörðu og Grikkir gætu ef-
laust margt lært af íslendingum í
sambandi við virkjun þeirrar auð-
lindar.
Fulltrúarnir frá Olympic Airways
ræddu við Flugleiðir meðan á dvöl
þeirra hér á landi stóð, ásamt því að
tala við fulltrúa frá nokkrum ferða-
skrifstofum. Þeir sögðu að við-
brögðin hefðu verið góð, en mikið
verk ætti eftir að vinna áður en
málin kæmust á fullan skrið.
Margt líkt með
íslendingum
og Grikkjum
Kyriakopoulos sagði að hann og
Ernst von Staffeldt hefðu verið að
tala um það sín á milli hversu
margt væri líkt með íslendingum
og Grikkjum. Fólk hér væri vina-
legt og gestrisið, líkt og í Grikk-
landi. Hann sagði að þetta væri
fyrsta ferð þeirra til íslands, en ör-
ugglega ekki sú síðasta. Þeim hefði
ekki gefist mikill tími til að ferðast
um landið nú, en það sem þeir
hefðu séð hefði þeim líkað ákaflega
Nicos Kyriakopoulos frá gríska
Tlmamynd: Pjetur
vel við. Maturinn hefði einnig verið
ákaflega góður, sérstaklega fiskur-
inn og lambakjötið, og þjónustan á
veitingahúsunum hefði verið
hreint frábær. Ég verð bara að óska
ykkur til hamingju með þessa frá-
bæru þjónustu, sérstaklega á veit-
ingahúsunum, sagði Nicos Kyria-
kopoulos.
Menningararfleið
Grikkja á sér
ekki hliðstæðu
í Grikklandi er að finna fjölmörg
söfn og merkar fornminjar sem
ekki eiga sér hliðstæðu í heimin-
um. í Grikklandi var grunnurinn að
lýðræði og vestrænni menningu
lagður og þangað má rekja upphaf
að heimspeki Vesturlanda. í Grikk-
landi til forna, á 8.-1. öld fyrir Krist,
stuðluðu Grikkir að miklum fram-
förum í vísindum. Pýþagóras lagði
sitt af mörkum til stærðfræðinnar,
Arkímedes til eðlisfræðinnar og
Hippókrates til læknisfræðinnar,
svo einhverjir séu nefndir. Heim-
spekingarnir Plató og Aristóteles
eru enn þann dag í dag í fullu gildi,
og hin miklu söguljóð Illíonskviða
og Odysseifskviða, sem kennd eru
við Hómer, voru rituð á 8. öld fyrir
Krist og eru elstu sígildu bók-
menntir Vesturlanda.
Höfuðborg Grikklands er Aþena. í
borginni miðri stendur hin foma
háborg Akrópólis, en hún er helguð
Pallas Aþenu, vemdargyðju borgar-
innar. Þar er að finna miklar forn-
minjar, m.a. Meyjarhofið sem reist
var til dýrðar Aþenu, Parþenos,
Níkuhofið og Erekþeionhofið.
Meðal merkra rústa frá tímum
Forn- Grikkja má einnig nefna Her-
ódesar- og Díonýsosarleikhúsin,
Ólympshof Seifs, Hefestoshofið, og
Agoratorg, sem að hluta hefur verið
grafið upp, og skammt frá þvf er
borgarhliðið Dipýlon.
Grikkland er þvf ekki aðeins kjör-
inn staður til að sóla sig á og njóta
lífsins, heldur einnig tilvalinn
staður fyrir þá sem vilja fræðast
og kynna sér staðinn þar sem vest-
ræn siðmenning sleit barnsskón-
um.
—SE
Fyrír stuttu voru staddir hér á landi Nicos Kyría-
kopoulos, umboðsmaður gríska flugfélagsins Olymp-
ic Airwaya á Norðurlöndum, og Ernst von Staffeldt,
sölustjórí sama flugfélags. Blaðamanni Tímans gafst
kostur á að spjalla við þá og spyrja þá hver værí til-
gangurínn með for þeirra hingað til lands.
Nicos Kyriakopoulos varð fyrir
svömm og sagði hann að þeir væm
að kanna áhuga íslendinga á ferð-
um til Grikklands, því þeir væm
þeirrar skoðunar að hægt væri að fá
fleiri ferðamenn frá íslandi til að
heimsækja Grikkland. Þeir væm
forsvarsmenn flugfélagsins og
markmiðið væri því ekki einungis
að koma Grikklandi á framfæri, þó
það væri mikilvægt, heldur einnig
að víkka út starfssvið flugfélagsins.
Flugfélagið væri alþjóðlegt og flygi
til fimm heimsálfa, m.a. til borg-
anna Tokyo, Singapore, Bangkok
og til Ástralíu og Bandaríkjanna.
Kyriakopoulos sagði að þar sem
þeir héldu að hér væm auknir
möguleikar, þá yrðu fyrstu skref
þeirra að koma sér upp fulltrúa hér
á landi, byrja á því að kanna mark-
aðinn og sjá hverjar væm þarfir
hans. Aðspurður sagði hann að þeir
væm ekki farnir að íhuga að fljúga
hingað, þetta væri ennþá á byrjun-
arstigi, en ef það komi í ljós í fram-
tíðinni að nauðsynlegt sé fyrir þá
að fljúga hingað, þá verði það at-
hugað.
16. september nk. kemur hingað
flugvéi frá Olympic Airways með
250 manna hóp frá Grikklandi. Um
er að ræða grísku meistarana í fót-
bolta, Panathinaikos, og áhangend-
ur þeirra, en liðið etur kappi við ís-
landsmeistara Fram í Evrópu-
keppni meistaraliða 18. september.
Fulltrúar frá gríska liðinu vom hér
á dögunum til að njósna um and-
stæðinga sína, og horfðu m.a. á leik
Fram og Stjörnunnar, sem fram fór
fyrir nokkm.
Fjölbreyttir
möguleikar
Aðspurður sagði Kyriakopoulos að
Grikkland hefði upp á ótal margt að
bjóða fyrir ferðamenn sem og aðra.
Grísku eyjamar væm t.d. einstakar
í sinni röð. Hvergi væri hægt að
finna slíkar eyjar annars staðar.
Ferðamannaþjónustan á Grikk-
landi væri líka í háum gæðaflokki
því árlega tækju þeir á móti 8 til 10
milljónum ferðamanna. Þeir væm
því tilbúnir og hefðu allar aðstæður
til að bjóða ferðamönnum upp á þá
þjónustu sem þeir þyrftu á sann-
gjörnu verði.
Hann sagði að í Grikklandi gætu
allir fundið eitthvað við sitt hæfi.
Sumar eyjumar, eins og t.d. Rhód-
os, væm meira fyrir ungt fólk sem
vildi skemmta sér og lifa heims-
borgaralegu lífi. Aðrar væm fyrir
fjölskyldufólk og aðra sem vildu
slappa af á þægilegum stöðum þar
sem ekki væri of mikið af fólki.
Ernst von Staffeldt sagði að hann
hefði tekið eftir að áhugi hér á landi
á því að spila golf væri vaxandi.
Hann sagði að þeir gætu boðið ís-
lenskum golfáhugamönnum upp á
góða aðstöðu til að spila golf, t.d.
norðarlega í Grikklandi og á eyjun-
um Rhódos og Korfú.
Kyriakopoulos sagði að í Grikk-
landi gætu menn einnig farið á
skíði. Á eynni Krít t.d. gætu menn í
maí eða nóvember svamlað í heit-
um sjónum og ef þeim yrði litið
upp til fjallanna sæju þeir til skíða-
manna á skíðum.
Fyrir fjölskyldufólk væri Grikk-
land líka kjörinn áfangastaður.
Einn kostur sem fólki væri boðinn
upp á og væri kjörinn fyrir fjöl-
skyldur, væri að eyða sumarfríinu í
bát. Hægt væri að leigja bát sem
tæki allt að 12 manns, og sigla milli
eyjanna. Kostnaðurinn við það er
ekki mikill, t.d. er ódýrara að leigja
bát en að dvelja á hóteli. Kosturinn
við það að eyða fríinu f bát er sá að
menn geta farið hvert sem þeir vilja
og stoppað hvar sem er til að synda
eða skoða sig um.
Staðan batnar
með degi hverjum
Aðspurður um stöðuna hjá
Olympic Airways sagði Nicos Kyria-
kopoulos að almennt séð stæðu
flugfélög ekki vel eftir stríðið við
Persaflóa. Fyrstu mánuðir ársins
voru ekki nógu góðir en þegar
nálgaðist mitt árið batnaði ástandið
og júnf og júlí hefðu verið mjög
góðir mánuðir. Staðan nú væri því
góð og færi batnandi með hverjum
degi.
Ernst von Staffeldt sagði að hægt
væri að fljúga frá öllum helstu
borgum Evrópu til Grikklands.
Kostirnir við að fara með Olympic
Airways til Grikklands væru þeir að
allt þeirra flug færi í gegnum sömu
flugstöðina í Grikklandi. Ef ætlun-
in væri að heimsækja einhverja af
grísku eyjunum væri mjög auðvelt
að skipta um flugvél og fyrirhöfnin
væri miklu minni en ef farið væri
með öðrum flugfélögum. Kyria-
kopoulos bætti við að Olympic Air-
Meysúlnasalurinn, forsalur Erekþeionshofsins á Akrópólishæð í Aþenu.