Tíminn - 10.09.1991, Page 3
Þriðjudagur 10. september 1991
Tíminn 3
Forystumenn samtaka innan VMSÍ ævareiðir Karli Steinari Guðnasyni. Halldór Björnsson,
varaformaður Dagsbrúnar:
FLOKKAPOLITIKIN ER
HJÁ KARLI STEINARI
„Það sér hver heilvita maður að eftir því sem fleira kemur í Ijós af
ákvörðunum stjórnvalda, þá verður erfiðara að standa við ákvæði
þjóðarsáttarsamninga um aukinn kaupmátt á næsta samningstíma-
bili. Með þessari tillögu erum við fyrst og fremst að benda á það. Ég
mótmæli því harðlega að með henni sé um einhveijar pólitískar of-
sóknir að ræða. Það er einfaldlega misskilningur hjá Karli Steinari
Guðnasyni,“ segir Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkalýðsfé-
lagsins Jökuls á Höfn.
Bjöm vísar á bug ummælum Karls
Steinars Guðnasonar, starfandi for-
manns Verkamannasambandsins,
um að samþykkt ályktunar fram-
kvæmdastjómar VMSf í Borgamesi
um helgina sé pólitísk stjómarand-
stöðuaðgerð til að koma höggi á Al-
þýðuflokksmenn í framkvæmda-
stjóminni.
Tillagan, sem styrinn stendur um,
er þessi:
„Fundur framkvæmdastjómar
Verkamannasambandsins, haldinn í
Borgamesi 8. september, mótmælir
harðlega áformum ríkisstjómarinn-
ar sem fram komu í fréttatíma ríkis-
útvarpsins í gær um auknar álögur
og hækkun á þjónustugjöldum
ásamt því að niðurgreiðslur land-
búnaðarvaraverði lækkaðar.
Öll þessi áform munu gera samn-
ingsgerð erfiðari og rýra möguleika
til þess að hægt verði að gera kjara-
samning sem byggi á þeim grunni
sem síðasti kjarasamningur lagði.
Verkamannasambandið varar við al-
varlegum afleiðingum þeirra áforma
sem lýsa sér í hugmyndum ríkis-
stjómarinnar um næstu fjárlaga-
gerð, þar sem gjaldtaka á almenning
erverulegaaukin."
Ályktunin hefur valdið titringi inn-
an VMSÍ, en Karl Steinar Guðnason,
starfandi formaður VMSÍ í veikinda-
forföllum Guðmundar J. Guðmunds-
sonar, segir að samþykkt hennar sé
flokkspólitísk stjómarandstöðuað-
gerð. Hún hafi komið fram í lok
fundarins. Hún sé unnin samkvæmt
vinnubrögðum sem tíðkuðust í
hreyfingunni fyrir áratugum. Með
þessu sé komið aftan að ýmsum í
framkvæmdastjóminni og það mis-
líki honum. Hins vegar skilji hann
þær tilfinningar sem fram komi í til-
lögunni. En hvað segir flutnings-
maður tillögunnar, Bjöm Grétar
Sveinsson, formaður Jökuls á Höfh?
„Fundurinn var vinnufundur, en
ályktunartillagan var gerð í kjölfar
útvarpsfrétta af áformum stjómvalda
um gjaldtökur og minni niður-
greiðslur landbúnaðarafurða, o.fl.“
Bjöm sagði að ályktunin væri fylli-
lega í samræmi við það sem VMSÍ
hefur verið að gera á þjóðarsáttar-
tfmabilinu. Verkamannasambandið
hefði verið í fararbroddi með að halda
málum í því horfi sem um var samið,
bæði í tíð fyrrverandi og núverandi
ríkisstjómar.
,J>að er rétt að fomaður fjárhags-
nefndar Alþingis er ekki sáttur við
ályktunina. Við emm hins vegar ekk-
ert að gera neitt annað með þessari
tíllögu en við höfum verið að gera allt
þjóðarsáttartímabilið. Nú emm við
að undirbúa kjarasamninga og höf-
um bent á að næsta skref skuli vera,
eins og kveðið er á um í þjóðarsáttar-
samningunum, að auka kaupmátt og
millifæra ákveðna ftármuni í þjóðfé-
laginu," segir Bjöm Grétar.
Iframkvæmdastjóm VMSÍ sitja níu
manns og af þeim em tveir flokks-
bundnir í Alþýðuflokki, þau Guðríð-
Karl Steinar Guðnason.
ur Elíasdóttir og Karítas Pálsdóttir,
en að sögn eins af stjómarmönnum í
framkvæmdastjóminni studdu þær
báðar tillöguna í orði og greiddu
henni atkvæði.
Bjöm Grétar sagðist í gær ekki sjá
hvemig Karl Steinar gæti verið með
fullyrðingar um pólitískar aðgerðir
stjómarandstæðinga í þessu sam-
bandi og sagði: „Eg vænti þess að
Karl Steinar skýri sjálfur frá því
hvemig atkvæðagreiðslan fór, fyrst
hann leggur málin upp með þessum
hætti. Eg vil einnig mótmæla þess-
um Ieiða misskilningi Karls Stein-
ars.
„Sex stjómarmenn greiddu atkvæði
með tillögunni. Enginn var á móti og
þrír sátu hjá. Það segir sína sögu,“
segir Halldór Bjömsson, varaformað-
ur Dagsbrúnar.
Halldór harmar að málið skyldi hafa
þróast með þessum hætti. Hann seg-
ir að það hefði litið ansi ankannalega
út í augum félagsmanna verkalýðs-
hreyfingarinnar ef framkvæmda-
stjómin hefði ekkert ályktað um fyr-
irætlanir stjómvalda, sem ályktunin
Halldór Björnsson.
tekur á. „Ég man ekki betur en ffarn-
kvæmdastjóm VMSÍ hafi ályktað
varðandi þjóðarsáttarsamninga þeg-
ar henni fannst fara úr böndum það
sem þar var lofað. Þá minntist eng-
inn á flokkspólitík. í sjálfu sér veit ég
ekki hvemig menn hugsa, en í spor-
um Karls Steinars hefði ég látið duga
að lýsa yfir því að ég tæki ekki þátt í
afgreiðslu málsins.
Allir þeir, sem taka alvarlega sitt
starf í forystusveit launþegahreyfing-
arinnar, hljóta að hrökkva við þegar á
að draga úr framlögum til landbún-
aðarins upp á 1900 milljónir króna.
Hvaðan á að taka það fé nema af neyt-
endum vörunnar?“ sagði Halldór.
Halldór sagði að þessi uppákoma af
hálfu Karls Steinars væri ódrengileg
gagnvart félögum hans í fram-
kvæmdastjóm. Engum hefði til hug-
ar komið að leggja til Karls Steinars
með tillögunni. Verkalýðshreyfing-
unni lægi nú á að standa sameinuð
þegar samningar væru að losna.
„Maður er fyrst og fremst sár og reið-
ur vegna þessarar framkomu Karls
Steinars. Við hljótum að þurfa að
Bjöm Grótar Sveinsson.
fylgjast með aðgerðum stjómvalda.
Manni sýnist hlutimir ekki vera í
heppilegum farvegi fyrir launafólk.
Nú síðast lét forsætisráðherra í veðri
vaka að litlu skipti þótt tugir sjávar-
útvegsfyrirtækja færu á hausinn.
Ég á von á því að fyrir dymm standi
mjög erfiðir samningar og að hreyf-
ingin þurfi að vera mjög samhuga.
Einstakir forystumenn virðast ekki
ætla að vera alveg samstíga við hina
sem eru að vinna að bættum kjörum
fólks. Sé hægt að saka einhvem um
flokkspólitíska afstöðu í þessu máli
þá er það Karl Steinar. Afstaða hans,
sem þama kom fram var flokkspólit-
ísk, en ekki stéttarlega fagleg."
Bjöm Grétar Sveinsson sagði að
framkvæmdastjóm VMSÍ væri aðeins
að vinna þau verk sem verkafólk í
Iandinu hefði falið henni. Þetta dæmi
nú sýndi að menn gætu lent í hags-
munaátökum við sjálfa sig. Það gæti
verið erfitt fyrir formann fjárhags-
nefndar Alþingis, sem verður sem
stjómarþingmaður að koma ákveðn-
um tölum á blað og fó stuðning við
það á þingi.
Mannbjörg varð
er trilla sökk
Mannbjörg varð þegar tæplega sex
tonna bátur, Hornstrendingur HF
117, sökk 3-4 mílum norður af
Dritvíkurtöngum á Snæfellsnesi í
gærmorgun. Báturínn hafði siglt á
eitthvað rekald, svo mikill leki kom
að honum og sökk báturinn á u.þ.b.
hálftíma.
Einn maður var um borð, Kristján
Albertsson, en hann gat ekki sent út
neyðarkall vegna rafmagnsleysis, en
rafgeymarnir fóru á kaf í sjó, og setti
Kristján strax út gúmmíbjörgunar-
bát og skaut upp neyðarblysi um sex-
leytið. Kristján geymdi sér hins veg-
ar annað blys, sem hann var með,
þar sem enginn virtist vera í ná-
grenni við hann. Upp úr kl. níu í
gærmorgun sá hann til ferða Auð-
bjargar SH 197 frá Ólafsvík og skaut
þá upp neyðarblysinu. Á Auðbjörg-
inni sáu menn blysið og komu Krist-
jáni til hjálpar, sem þá hafði verið á
fjórða tíma í gúmbátnum. Auðbjörg-
in fór síðan með Kristján til Ólafsvík-
ur og kom þangað um hádegisbilið.
Homstrendingur var á leið frá Bol-
ungavík til Hafnarfjarðar og hafði
lagt af stað um kl 16:00 á sunnudag.
Sjópróf munu fara fram í Hafnar-
firði, heimahöfn Homstrendings,
sem var í eigu Kristjáns og félaga
hans. - BG
Rækjuvinnslur á ísafiröi að samelnast:
RÍKIÐ KAUPI
HÚS ÍSVERS
Góðar Hkur eru nú á að þrjár kennslu Menntaskólans á ísa-
stærstu rækjuvinnslumar á fsa- firði.
flrfti, ísver, Rækjustöftin og Samningar um sameiningu hafa
Rækjuvinnslan, sameinist í eina. staftift yflr um nokkra hríð. Nokk-
Forsenda þess er þó aft takast urt bakslag kom í þá á vormánuft-
megi aft selja einhveijar af elgn- um, ckki varft séft hverju samein-
um þeirra. Til þess sýnast miklar ing stti aft skila þegar eignir
líkur nú. Rækjuverkendur hafa stóftu aUar óseldar. Vindutinn
fengift viiyrfti fyrir því aft ríkift kom svo aftur meft vilyrfti ríkisins
kaupi hús ísvers undir verk- um kaup á húsi ísvers. -aá.
Eldur kom upp í Bylgjunni VE í Skipalyftunni í Eyjum:
Bókmenntasjóftur og Stofnun
Sigurftar Nordal gangast fyrir
þýðendaþingi í Norræna húsinu
dagana 18.-20. september.
Þingið sitja á annan tug þýftenda
íslenskra bókmennta í Evrópu-
löndum. Megintilgangur þings-
ins er aö efla samskipti þýftenda
og rithöfunda og efla gfldi þýft-
ingastarfsins.
TUGMILLJONA TJON
Gífuriegt tjón varft á vélbátnum
Bylgjunni VE 75 þegar eldur kom
upp í bátnum þar sem hann stóð í
Skipalyftunni í Vestmannaeyjum á
sunnudag. Talift er aft kviknað hafl í
út frá frystikistu.
Eldsins varð vart um kl. 11 á
sunnudagsmorgun og gaus upp
mikill reykur frá bátnum. Enginn
maður var í bátnum og þrátt fyrir
erfiðar aðstæður gekk slökkvistarf
vel eftír atvikum. Eldur virðist hafa
verið mestur í vistarverum áhafnar
stjómborðsmegin á millidekki, en
talið er að öll stjórntæki í brú séu
ónýt af völdum reyks. Vélarrúm
slapp þó að mestu.
Tálið er að tjón á bátnum nemi tug-
um milljóna króna. Eldsupptök hafa
ekki verið endanlega staðfest, en
flest bendir til að kviknað hafi í út frá
frystikistu í gangi á millidekki, en
engar vélar vom í gangi um borð og
straumur var á frá streng úr landi.