Tíminn - 10.09.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.09.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 10. september 1991 Gorbatsjov sendir menn út af örkinni til að koma í veg fyrir matvælaskort: Fara til Þýskalands og sex Miðausturlanda Mikhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, ætlar að senda tvo hátt- setta sendifulltrúa tíl Þýskalands og Miðausturianda tíl að leita eft- ir efnahagshjálp. Þetta þykir sýna beriega að ráðamenn í Kreml ótt- ast matvælaskort f vetur. Vitaly Churkin, talsmaður utanrík- isráðuneytisins, skýrði frá því í gær að Alexander Jakovlev færi til Þýska- lands, en Jevgeny Prímakov færi til sex landa í miðaustri. „Markmið heimsóknanna er að at- huga hvað hægt er að gera til hjálp- ar efnahag Sovétríkjanna," segir Churkin. „Við viljum tryggja að allt sé gert sem hægt er til að koma f veg fyrir hungursneyð, en við sjáum fram á erfiðan vetur." Á laugardag var neyðarnefnd sett á laggimar sem á að reyna að koma í veg fyrir að hörmungarástand myndist í Sovétríkjunum í vetur og sjá um að helstu lffsnauðsynjar verði fáanlegar fyrir fólk. Formaður nefndarinnar segir að svo mikill skortur sé á nauðsynjavörum, að Moskvubúar eigi ekki einu sinni kost á að borða kartöflur í vetur. Churkin neitaði því að sendifull- trúamir fæm í betliför, og sagði að samvinna væri nauðsynleg vegna matvæladreifingar og eins væri með lyf. Mörg vestræn ríki sendu matvæli til Sovétríkjanna í fyrravetur til að koma í veg fyrir hungursneyð. Þeim aðgerðum stjórnuðu Þjóðverjar. Það mun ekki reynast Jakovlev auðvelt að fá Þjóðverja til að opna budduna. Þjóðverjar fjármagna brottflutning sovéskra hersveita frá austurhluta Þýskalands. Þjóðverjar hafa þegar látið 35 milljarða dollara af hendi rakna til hjálpar Sovétríkj- unum síðan árið 1989 og háttsettir menn í Þýskalandi hafa sagt að þeir séu ekki aflögufærir með meira að sinni. Nema þá í litlum mæli og hafa beðið vestrænar þjóðir um að opna budduna Ifka. Táss-fréttastofan hefur áður sagt að Prímakov, sem var samningamaður í Persaflóastríðinu, leggi af stað til Egyptalands í dag og þaðan fari hann til Saudi-Arabíu, Sameinuðu furstadæmanna, Kúveit, írans og Týrklands. Churkin sagði einnig að heimsókn- in væri ekki í neinu sambandi við friðarráðstefnu um málefni Mið- austurlanda, sem haldin verður í næsta mánuði. Hann sagði ekki til um hvenær Jakovlev feri til Bonn. Reuter-SIS Mikil hætta er á að Sovétmenn þurfl að þola hungur og örbirgð I vetur ef Vesturiönd bregðast ekki skjótt við. Diplómatar og vísindamenn funda: Vilja styrkja bann við framleiðslu og notkun sýklavopna Makedóníumenn kjósa um sjálfstæði frá Júgóslavíu: Mikill meirihluti vill fá sjálfstæði I gær fógnuðu íbúar Makedónfu úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði frá Júgóslavíu. Yfír- gnæfandi meirihluti þjóðarinnar kaus að landið yrði lýst sjálfstætt frá júgóslavneska ríkjasamband- inu. Makedónía er þriðja ríkið af þeim sex, sem í ríkjasambandinu eru, sem kýs frekar sjálfstæði. Þessi úr- slit eru mikið áfall fyrir Júgóslavíu og hefur ríkjasambandið aldrei ver- ið nær falli en nú. Leiðtogar Makedóníu sögðu eftir afkvæðagreiðsluna að ef Júgóslavíu yrði ekki breytt og það gert öllu frjálslegra myndi Makedónía segja sig formlega úr því. Urslit atkvæðagreiðslunnar voru á þá leið að 74% þjóðarinnar studdu sjálfstæði frá Júgóslavíu. Alls tóku 1,3 milljón manns þátt í kosning- unni, en í Makedóníu búa 2,1 millj- ón manns. Búist er við að þingið lýsi yfir sjálfstæði landsins innan tíðar. Nikola Kljusev, forsætisráðherra Makedóníu, sagði að áfram yrði tengslum við Júgóslavíu haldið í þeirri von að stofnað yrði nýtt ríkjasamband, þar sem lýðveldin innan þess væru fullvalda. „Við munum reyna að opna landamær- in í auknum mæli, hætta að gefa út vegabréfsáritanir og gera Make- dóníu að hlutlausu ríki sem stjórn- ar sjálft sinni framtíð,“ segir Kljusev. Hann sagði einnig að forðast ætti þjóðernisdeilur á borð við þær sem eiga sér stað á milli Serba og Kró- ata. Makadóníumenn munu taka ut- anríkismál í sínar hendur sjálfir, en verða áfram í samráði við Júgóslav- íu vegna fjármála. Þó er ætlunin að það verði aðeins tímabundið. Makedónía var eitt af stórveldum heimsins fyrir rúmlega 2.000 ár- um, eftir landvinninga Alexanders mikla. í dag er Makedónía fátækt ríki þar sem fjórðungur þjóðarinn- ar er án atvinnu. Nágrannarnir eru miður vinsamlegir, en þeir eru Grikkir, Búlgarar og Rúmenar. Þá eru ýmis þjóðarbrot sem landið byggja, svo sem Albanir, TVrkir, Serbar, múslímar og fleiri. Albanir hafa sagt að þeir harmi þessi úrslit, því það sé ekki ætlun stjórnvalda að sjá til þess að jafnrétti á milli þjóðarbrota ríki í landinu. Þá er líklegt að Makedónía hljóti seint viðurkenningu á alþjóðavett- vangi sem sjálfstætt ríki. Reuter-SIS Æ fleiri ríki innan Sovétríkjanna lýsa yfir sjálfstæði: Tadsjikistan bæst við Diplómatar og vísindamenn frá rúm- lega hundrað löndum áttu fúnd í Genf í gær til þess að reyna að stykja bann, sem sett var árið 1972 við framleiðslu og notkun sýklavopna. Margir fundarmanna lýstu áhyggjum sínum útaf því að Vesturveldin eru ekki einhuga um framtíð bannsins og því lítil von um árangur. Tálið er að allt að tólf ríki ráði yfir, eða séu að þróa, tækjum til að skjóta sýklavopnum með eldflaugum. Eitt þeirra er írak sem þó hefúr undirritað sáttmálann um bann við þróun sýklavopna. Emb- ættismenn á Vesturlöndum segjast ætla að 11 ríki séu nú við það að koma sér upp sýklavopnum. I þeim hópi nefha þeir bæði Ubýu og Norður-Kór- eu. Formaður bresku sendinefhdarinnar, Tessa Solesby, segir að í sáttmálanum, sem 118 ríki hafa undirritað, séu ekki nein ákvæði um eftirlit með fram- leiðslu sýklavopna og því sé nauðsyn- legt að herða á samningnum. Hún sagðist vona að á þessum þriðja fundi, sem haldinn er frá því sáttmálinn var undirritaður, mætti takast að ná sam- komulagi um að koma á haldbærri stjóm þessara mála. Diplómatar segja að Bandaríkja- mönnum þyki lítils til unnið að herða á sáttmálanum. Þeir vilji frekar aukna samvinnu til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu sýklavopna. Ástæðuna segja Bandaríkjamenn vera hversu auðvelt er að fela tilraunir með sýkla- vopn. Og þeir benda á árangurslausar tilraunir sendinefhdar Sameinuðu þjóðanna til að sanna það sem allir vita, að írakar eigi sýklavopn. Sáttmálinn er afkvæmi batnandi samskipta vesturs og austurs á fyrstu árum áttunda áratugarins. Ríkin, sem að honum standa, skuldbinda sig til að þróa ekki sýklavopn og að koma sér ekki upp slíku vopnabúri. í honum gleymdist þó að skilgreina hvað er sýklavopn, í honum er ekkert bann við tilraunum og samkvæmt honum mega aðildarríki eiga óákveðið magn af sýklum til friðsamlegra nota, eða sem vöm við öðrum verri. Bandaríkja- menn halda því fram að það sé nauð- synlegt vegna tilrauna á mótefnum og bóluefnum til vamar bæði hermönn- um og óbreyttum borgurum ef til árásar kæmi. Aðrir segja þetta viðhorf aðeins ala á sýklavopnakapphlaupi. Forseti ráðstefnunnar til takmörkun- ar á sýklavopnum, Argentínumaður- inn Roberto Garcia Moritan, sagði við opnunarathöfnina að nú skyldi reynt að auka traust milli manna með því að skiptast á upplýsingum og heimsókn- um sérfræðinga, eins og boðað var á síðustu ráðstefnu. Tálið er að aðeins einn þriðji hluti þeirra ríkja, sem aðild eiga að sáttmálanum, hafi tekið þátt í því traustsátaki. Reuter-SIS Miðasíulýðveldið Tádsjikistan lýsti yfir sjálfstæði í gær. Þá eru 12 lýðveldi inn- an Sovétríkjanna búin að lýsa yfir sjálf- stæði sínu. Níu þeirra hafa lýst yfir sjálfstæði frá því valdarán var reynt í Kreml. í Tádsjikistan búa 4,8 milljón manns. Þar af eru 60% Tádsjikar, 27% Úzbekar, 10% Rússar og 3% aðrir. Hér á eftir fer listi yfir þau lýðveldi í sovéska ríkjasambandinu, sem hafa lýst yfir sjálfstæði: Tádsjikistan, 9. september. Úzbekistan, 31. ágúsL Kirgizía, 31. ágúst. Azerbajdzhan, 30. ágúst Moldóva, 27. ágúsL Hvíta-Rússland, 25. ágúsL Úkraína, 24. ágúsL Lettland, 21. ágúsL Eistland, 20. ágúsL Georgía, 9. ágúst. Litháen, 11. mars. Armenía hefur tilkynnt að það hyggist segja sig formlega úr Sovétríkjunum. Þau lýðveldi, sem eftir eru, eru Rúss- land, Kazakhstan og Túrkmenistaa Reuter-SIS Fréttayfirlit MANILA - Þlngmenrt í Filipps- eyjum greiddu atkvæöi á móti samþykkt nýs samnlngs vfö Bandarikjamenn, um áfram- haldandi veru herstöðvar á eyj- unum. Forsetinn haföl áður ver- lö búinn að samþykkja samn- JERÚSALEM - YltzhakSham- lr, forsaatisráöhorra seglraöef ekkl veröl genglð að kröfum Israela um sendlfulltrúa Palestínumanna á friðarráö- etefnunnl um málefrii Míöaust- urlanda, munl fsraelar ekki taka þátt f henni. George Bush Bandaríkjaforseti seglr að ekkl megl stefrta ráöstefnunnl f nelna hættu og að hún verði að farafram. BEIRÚT - franskir embættis- menn hafa sakað Bandaríkja- menn og ísraela um aö hafa ekkl áhuga á að ieysa endan- en segja aö það sá von þelrra að það máf leyslst sem fyrst MEXÍKÓ - Breytingar í Mexíkó undanfaríð eru alveg jafn sögu- legar og byitingfn sem vofði yf- ir f Sovétríkjunum, að sögn James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. JÓHANNESARBORG - Aö minnsta kosti 57 manns létu iff- Ið í átökum milfi hvítra og svartra f Suöur-Afríku um helg- Ína. Desmond Tutu erkibiskup hefur beöið fólk um að halda friðlnn. BELGRAD - Miklir bardagar milli Króata og Serba blossuðu upp um helgina. Vopnahlé, sem Evrópubandalagíö kom á í Júgóslavíu, hefur ekkl reynst sem skyldf, og hafa átök átt sér stað frá fyrstu mínútu vopna- hlésins. BUENOS AIRES * Carios Menem, forseti Argentfnu, áætl- ar aö hraöa breytíngum á efna- hagskerfi landsins. Hann ætlar að taka upp opnara markaös- kerfl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.