Tíminn - 10.09.1991, Qupperneq 6

Tíminn - 10.09.1991, Qupperneq 6
6 Tíminn Þriðjudagur 10. september 1991 Tíminrt MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aöstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavlk. Slml: 686300. Auglýsingaslml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Á rústum Sovétríkja Fulltrúaþing Sovétríkjanna samþykkti fyrir helgi þings- ályktun sem markar skýr tímamót í sögu samtímans, en er þó fyrst og fremst staðfesting á ástandi sem stjómmála- þróunin hafði leitt til stig af stigi. Þingsályktunin fjallar að meginefni um að setja verði ríkjasambandi því, sem í senn má kenna við Rússaveldi og Sovétsamveldið, nýja stjómarskrá, forma nýtt stjóm- skipulag sem hæfi þeirri þróun, sem lýðræðisbyltingin hefur fætt af sér á fimm til sex ámm. Með réttu hefur verið sagt að þessi þingsályktun marki hrun Sovétríkjanna. Hún er staðfesting á því að ríkjasam- bandið, sem stofnað var eftir bolsévikabyltinguna á rúst- um keisaraveldisins og stækkaði á valdatímum Stalíns með hervaldi og innlimunarpólitík af allri gerð, er óstarf- hæft, það lætur ekki að stjóm. Það er mál út af fyrir sig að rekja ástæður þess að svo er komið. En meginástæðan er sú að þjóðernisvitund og þrá til þjóðfrelsis hefur orðið sterkasta hreyfiaflið í sovéskum stjómmálum eftir að los- að var um hömlur á málfrelsi. Sovétskipulagið var kúgun- artæki gagnvart þjóðum og þjóðemi, ein hin grimmasta útfærsla á miðríkisvaldi sem sögur fara af, en á sér hlið- stæður í allri sögu Rússaveldis. Þegar til kom vom innvið- ir heimsveldisins svo veikir að þeir þoldu síst af öllu óhindraða umræðu um þjóðfrelsi. Þótt þjóðfrelsisumr- æðan meðal sovétþjóða og minnihlutahópa sé og hafi ver- ið breytileg — því að sjálfstæðis- og fullveldiskröfur em ekki allar eins — féll straumur þjóðfrelsisbaráttu sovét- þjóða samt að einum ósi: Að miðríkisvaldið yrði leyst upp. Þótt í fýrstu hafi Mikael Gorbatsjov síst búist við að umbótahreyfingin leiddi aðallega til þjóðfrelsisbaráttu í innanríkismálum, hefur hann eigi að síður orðið að við- urkenna að svo hefur farið. Undanfarna mánuði hefur hann gert sér Ijóst að skipulag Sovétsamveldisins yrði að stokka upp. Hann hefur verið að vinna að þessari upp- stokkun í allt sumar. Vert er að minnast þess að í júlímánuði lá fyrir af hans hendi fullmótaður samningur um nýtt ríkjasamband. Samningur þessi (eða samningsdrög) fól í sér gerbyltingu á sovétsamfélaginu, gerði ráð fyrir mikilli valddreifingu og fjölgun sérmála lýðveldanna. Samningur þessi var málamiðlunarplagg og sætti andstöðu, annars vegar þeirra lýðvelda sem lengst gengu í sjálfstæðiskröfum og hinsvegar harðlínumanna sovétkerfisins. Boris Jeltsín var aftur á móti yfirlýstur stuðningsmaður málamiðlunar- samnings Gorbatsjovs. Það var þessi samningur sem var aðalorsök valdaráns- tilraunarinnar 19. ágúst. Hún fór út um þúfur, en gerði það enn nauðsynlegra en áður að sæst yrði á nýtt sam- bandsskipulag lýðveldanna. Hvað sem líður því að auka frelsi og sjálfstæði sovétþjóðanna er óhugsandi annað en að þær hafi með sér stjórntækt ríkjasamband af einu eða öðru tagi. Enn á ný kom það í hlut Gorbatsjovs að hafa forgöngu um að myndað yrði nýtt ríkjasamband. Þegar til átti að taka var hann einn fær um forystuhiutverkið. Boris Jelt- sín hafði hvorki traust né valdastöðu til að hlaupa þar í skarðið, en hefur stutt tillögur og málsmeðferð Gorbat- sjovs fyrir æðsta ráði og á fulltrúaþingi. Ályktun fulltrúaþingsins felur í sér bráðabirgðalausn, en er eigi að síður ávísun á nýtt stjómskipulag sem mark- ar hrun sovétskipulagsins. Miklir atburðir hafa gerst. En samþykkt varanlegrar stjómarskrár bíður síns tíma. Hinn fjölþætti efnahagsvandi er óleystur eftir sem áður. WMM Sagt er a5 fólk lifi hundalífi ef þaö lendir í miklu basli eða hrekst fyr- ir veörum á víðavangi. Þá hefur Veríð gerð kvikmyndin Löggulíf, en það var einskonar úttekt á gleðillfi. í gamla daga var um að ræða tvennskonar mcridstímabil í hundalífi í sveitinni. Annað var að einn daginn voru atlir hundar horfnir og fundust hvergi. Þeir hlupu yfirleitt í burtu að nóttu til og höfðu fundið á sér að úti við sjóndeildarhringinn var tík lóða. Enginn vissi með hvaða hætti hundar fengu veður af þessu, því ekki höfðu þeir teiefón. Var jafnvet svo að efdd höfðu allir bæhr tele- fón, þótt ta væri fyrirbæri sem hét símaklukka. Hún var með réttan og löggiltan tfma. Bændur höfðu klukku sína um tveimur tímum á undan símaklukku vegna vinnu- kergju. Þó spurðu þeir stundum hvað símaklukka væri. Séra Tryggvi Kvaran geröi vægt grín að þessu símaklukkustandi. Hann orti: Hné ttl viðar himinfrú, hún sem gerir lukhu. Dmttinn hjálpi drengjum nú, dimmt er á símaklukku. var hér mikill vágestur. Jón Magn- ússon, bróðir Áma Magnússonar, varð fyrstur manna hér á landi til að skera til sulls. Missti hann suma, en aðra ekki. Fyrst og fremst skar hann til sulls á „quid- inn“ eins og hann ritaði það. Réð úrslitum að væri sullurinn gróinn við magálinn bjargaðist sjúkling- uríon. Annars ekki. Jón gerði sér enga grein fyrir þessu og vissi aldrei af hverju sumt af sjúkling- um hans dó eftir aðgerö. Hann var kvenhollur sagöur og lét huggast við konur, hvort sem þær voru með sull eða ekki. Nú er hundahald aftur orðið al* mennt, en sullaveiki hefur ekki vaxið að sama skapí. Reykjavík er orðinn mikill hundabær og gengur áýmsu um hreinsun þeirra. Borg- in skattleggur hundaeigendur og þurfa þeir að borga átta þúsund krónur á ári fyrir hundinn. Þetta er mikUI „þungaskattur** fyrir ekkí stærri skepnu. Fráþessum hunda- skatti er eflaust runnin andvana- fædd hugmynd um skatt af hross- um. Þau eru að vfsu ekki gæludýr að sama martó og hundar. En það mátti reyna, nú þegar borgarbúar eru sestir vjð sijómvöi landsins. Skoríð til sulls Tryggð og undirgefni Hitt atriðið var hundahreinsunin og var ætið sérstakur maður kos- inn af hreppsnefnd tíl að sjá um hreinsuniua. Þettavoru samvisku- samir menn. Sérstakt jarðhús var haft undir hundana. Þeim var gef- fnn skammtur og síðan var þeim varpað í jaröhúsið. Þetta voru hröslulegar aðfarir, en menn ótt- uðust mjög sullaveíki, sem lengi Erfitt er eftir langar og strangar smaiamennskur og mikinn rekst- ur úr slægjulöndum að hugsa sér hundinn sem gæludýr. Hann íá á veggjum á miUi úthlaupa og tók heröimannlega á móti gestum. Hann leiðbeindl húsbændum sín- um í hriðum og dimmviðri og var alla tíð óaðskiljanlegur partur af bóndanum og liöi hans. Þrátt fyrir það varð hann ektó gæludýr í þelrri mertóngu sem kjölturakkar hafa. Og nú er komið i Ijós, að hunda- cigendur í Reykjavík láta enn sem um nytjaskepnu sé að ræða. Þeir veigra sér margir hveijir viö að greiða hundaskattinn og finnst hann eflaust óþarfi. Óinnheimtur hundaskattur nálgast nú tvær og hálfa milljón króna. Það sýnbr að hlaupinn er hundur í hundaeig- endur. Þeir þverskaliast við að borga. Að hinu gæta þeir ekki sem skyldi, að þeir sem vita til hvers hundar eru notaöir, undrast þá mitóu hundaeign, sem er í Reykja- vik og víðar á þéttbýiisstöðum, þar sem ekkert er með hunda að gera. Ættí að fylgja þessu út í æsar mætti hugsa sér að fyrir utan tjóðraða hunda í hverjum húsa- garði fyrirfyndist hestur og kýr og kannski tvær pútur, sem yrðu að vera haughænur, eins og i sveit- inni í gamla daga. Einn hundur í fjölskyldu endurvekur ekki fortíð- ina. Það er jafnvel dkkert fallegt við það að parraka hund inni á heimdi í borg, eða toga hann með sér í bandi hvenær sem þarf að viðra hann. Slíkt er með vissum hættí ill meðferð á hundum. En þessar skepnur eru þannig að geðsiagi, að þær verða kærar cig- endum sínum. Það gerir tryggö þeirra og undirgefni. Og eigandinn er ekkert of góður til að borga átta þúsund krónur fyrir svoauðveldan félaga, hafi hann á annað borð þörf fyrir að honum sé sýnd undirgefni vegna þess að honum er ekki sýnd hún af öðrum fjölskyÍdumeöUm- um. Skdjanieg eru svo not hunda, sem vandir eru við veiðar. Þar er haglabyssan ekki fjarri. Garri VÍTT OG BREITT Hverjir sátu hvaöa fund? Guðmundur Árni Stefánsson, samnefnari Alþýðuflokksins í Hafnarfirði og handhafi meiri- hlutavalds í bæjarstjórn, kallaði saman flokksstjórnarfund Alþýðu- flokksins s.l. föstudag. Markmið fundarins var að segja ráðherrum flokksins fyrir verkum og semja fyrir þá fjárlög handa Friðriki að leggja fram í fyllingu tímans. Miklar fréttir voru af fundi þess- um áður en hann var haldinn og leiftraði gjörvallur ljósvakinn af grundvallaratriðum Alþýðuflokks- ins, heilögum málum jafnaðar- stefnunnar, undirstöðum velferð- arþjóðfélagsins, jafnréttishugsjón- um sósíaldemókratísins og yfirleitt öllum þeim orðaleppum sem toppkrötum er svo lagið að vefja orðaflaum sinn í þegar þeim liggur mikið á hjarta. Skólagjöld og sjúklingaskattur komu mjög við sögu og þeir Guð- mundur Árni og Jón Baldvin fóru á kostum í útleggingum sínum á sölu aðgangs að spítölum og skól- um og hvernig sú sölumennska vegur að dýpstu rótum jafnaðar- stefnunnar, nú, eða kemur hún ekkert við. Hvað var samþykkt? Alla vikuna var verið að spá upp- gjöri í Alþýðuflokknum og jafnvel stjórnarslitum og forsætisráð- herra var kallaður til að svara því hvort allt væri komið upp í loft í stjórnarsamstarfinu og hann lagði það eitt til mála, að eitthvert rugl væri á krötum, og þótti fáum það fréttnæmt, og kæmi sér ekkert við hvaða skoðanir þeir hefðu á fjár- lagagerð. Eftir því sem nær dró að fundar- tíma æstist fjölmiðlaleikurinn og Guðmundur Jón var engu líkara en uppgjörið um yfirráð í Alþýðuflokknum væri að komast á Kremlarstig og þorði enginn að spá hvor mundi standa yfir höfuðsverði hins að leiksiok- um. Svo var haldinn flokksstjórnar- fundur og grundvallaratriði jafn- aðarmennskunnar reifuö og reynt að komast að niðurstöðu um hvort sala á aðgangi að spítölum og skól- um væru meðal þeirra eða ekki. Að fundi loknum voru þeir Guð- mundur Árni og Jón Baldvin komnir á sína staði í ljósvakanum að útlista hvað skeð hafði á flokks- stjórnarfundi Alþýðuflokksins á föstudagskvöld. í Ijós kom að flokksformaðurinn og atkvæðasegullinn mikli í Hafn- arfirði höfðu ekki setið á sama fundinum. Guðmundur Árni segir berum orðum, að Jón Baldvin hafi verið á öðrum fundi en hann sjálfur á föstudagskvöldið og Jón Baldvin dregur enga dul á það, að Guð- mundur Árni hafi alls ekki verið á 130 manna fundi flokksstjórnar Alþýðuflokksins. Var fundur? Þessar dularfullu fjarverur rök- styðja toppkratarnir með því að ásaka hvorn annan með því að hafa ekki heyrt séð eða skilið neitt af því sem fram fór á fundinum. Þetta er þeim mun undarlegra þar sem þeir fóru báðir með aðalhlut- verkin á fundinum og hleyptu varla öðrum að, enda ekki ástæða til. Jón Baldvin segir hiklaust að fundurinn hafi samþykkt einróma stuðning við formann og aðra ráð- herra og lýst yfir sérstöku trausti á frammistöðu þeirra við fjárlaga- gerðina. Þeir, sem haldi öðru fram, hafi alls ekki verið á fundinum. Guðmundur Árni er jafnviss um að fundurinn hafi samþykkt skýr skilaboð til ráðherranna um hvernig þeir eiga að standa að fjár- lagagerðinni og að það sé flokks- stjórnin sem ráði stefnumótun og úrvinnslu þeirra fjárlaga sem ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar á að leggja fram og samþykkja. Þeir, sem halda öðru fram, hafa alls ekki verið á sama fundi, segir leiðtogi jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Enn hefur ekki heyrst hósti eða stuna frá hinum 128 eða 129 flokksstjórnarmönnum Alþýðu- flokksins, sem samkvæmt fundar- gerð sátu fundinn, enda alls ekki víst hvort þeir voru allir á sama fundi eða einhverjum öðrum fund- um. Það eina, sem er nokkurn veg- inn ljóst, er að Jón Baldvin og Guðmundur Árni voru ekki á sama fundi og eru þeir sjálfir órækur vitnisburður um það. Nú er spurningin hvort flokks- stjórnarfundurinn, sem hefur ver- ið svo mikið í fréttum, hafi yfirleitt nokkru sinni verið haidinn og ef svo er hverjir sátu hann og hvað var samþykkt? Og hvað er yfirleitt að marka krata? OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.