Tíminn - 10.09.1991, Qupperneq 7
Þriðjudagur 10. september 1991
Tíminn 7
Eysteinn Sigurðsson:
Háskólinn og íslenskan
Undanfamar vikur hefur íslenskukennsla í framhaldsskólum
landsins verið nokkuð í umræðu hér í fjölmiðlunum. Astæðan er
sú að yfirstjórn Háskóla íslands sendi á dögunum öllum rektor-
um og skólameisturum framhaldsskólanna í landinu bréf, þar
sem farið var fram á að staðið væri traustlega að íslenskukennslu
í skólum þeirra. Ástæðan var sú, ef ég man orðalagið rétt, að
kennurum Háskólans þætti kunnáttu stúdenta í stafsetningu og
meðferð móðurmálsins vera orðið ábótavant
Ég er einn í hópi þeirra sem hljóta
að taka þessa aðfinnslu til sín. Ég er
íslenskukennari við framhaldsskóla,
nánar til tekið Stýrimannaskólann í
Reykjavík, og hef verið síðustu 'tvö
árin. Áminning Háskólans hlýtur að
eiga við það að menn eins og ég
sinni störfum sínum ekki eins og
skyldi.
Ósmekkleg aðdróttun
Þess er að gæta að ekki fer hjá því
að þessi athugasemd Háskólans
verði að teljast heldur ósmekkleg að-
dróttun í garð okkar íslenskukenn-
ara. Hún er algjörlega órökstudd;
henni fylgja engar röksemdir, sem
akademískir lærifeður vita þó
manna best að heyra til þegar slííoi
og þvílíku er slegið fram.
Líka er mér fullkunnugt um að
innan veggja framhaldsskólanna er
Qöldinn allur af ágætum kennurum
sem leggja sig fram við að inna störf
sín sem best af höndum. Þar á með-
al eru margir íslenskukennarar, sem
vinna vandasöm störf sín af alúð og
ná oft ágætum árangri við erfiðar
aðstæður. Þetta fólk á eiginlega allt
annað skilið en órökstuddan áburð
um illa unnin störf.
Þá má heldur ekki gleyma hinu að
stafsetning og ambögulaus fram-
setning móðurmálsins eru síður en
svo eins vandasöm og stundum er af
látið. Um stafsetningu gilda tiltölu-
lega einfaldar reglur, og lendi menn
á vafaatriðum er galdurinn ekki
annar en að leita til handbóka sem
nóg er til af. Ég hef oft notað þá sam-
líkingu, sem ég held að sé rétt, að
það kosti svipaða fyrirhöfn að ná
valdi á stafsetningu og að ná tökum
á því að aka bíl. í báðum tilvikum
þarf fólk að læra ákveðnar reglur og
fara eftir þeim. í hvorugu tilvikinu
eru reglumar flóknari en svo að allt
venjulegt fólk á að ráða við þær með
tiltölulega lítilli fyrirhöfn.
Einfaldar reglur
Hitt er svo annað mál að alltaf eru
til einstaklingar sem af einhveijum
orsökum hirða ekki um að tileinka
sér þessar reglur. Þar er þá á ferðinni
svipað og á við um það fólk sem ekki
fer að settum reglum í umferðinni
og flestir þekkja dæmi um. Þar er á
ferðinni vankunnátta sem engin af-
sökun er fyrir og við henni er ekki
nema eitt ráð. Það er að fella við-
komandi á prófum eða að neita að
viðurkenna skólaverkefni þeirra þar
til úr hefur verið bætt.
Og séu kennarar Háskólans í vand-
ræðum með kæruleysi nemenda
sinna um stafsetningu eða málfar á
skriflegum verkefnum þá get ég
kennt þeim ósköp einfalt ráð við því.
í Stýrimannaskólanum í Reykjavík
þurfa nemendur á námsferli sínum
að skila allmörgum skriflegum
greinargerðum og ritgerðum. Þar
gilda þær reglur að ætlast er til að
stafsetning og málfar á þessum verk-
um séu með boðlegum hætti. Að
öðrum kosti er dregið af í einkunna-
gjöf eða heimtuð betri skil ef út af
keyrir.
Þetta vita nemendur þar. Þeir eru
sjómenn og hafa vanist á nauðsyn
þess að vera bæði verkglöggir og
fljótir að átta sig á því hvemig vinna
eigi verk sín. Arangurinn er sá aö
frágangur á skriflegum verkefnum
er þar í heildina skoðað býsna góður.
Sömu aðferð gætu kennarar Há-
skólans sem best tekið upp í kennslu
sinni. Þeir gætu gert nemendum
grein fyrir því að til þess væri ætlast
að þeir skiluðu verkefnum sínum
með sómasamlegum hætti að því er
þennan þátt frágangsins varðar. Við-
urlög myndu verða lækkuð einkunn
eða að verkefninu yrði skilað aftur
með ósk um endurvinnslu með
vandaðri vinnubrögðum.
Þau atriði, sem hér um ræðir, eru
ekki flóknari en svo að þetta ætti að
duga til að leysa þennan vanda há-
skólakennara. Það er í rauninni fyrir
neðan virðingu háskóla að heimta af
nemendum sínum að þeir byiji nám
sitt þar á upprifjunamámskeiði í
stafsetningu og tileinki sér þar regl-
ur sem þeir eiga fyrir löngu að vera
búnir að læra. Hafi þeir ekki þegar
lært þessar reglur er þeim síður en
svo vorkunn að bæta úr því sjálfir.
Þeir þurfa í rauninni ekki annað að
gera en að setjast niður með
Kennslubók í stafsetningu, eftir þá
Áma Þórðarson og Gunnar Guð-
mundsson, eða einhveija álíka bók,
og læra í henni reglumar. Geti þeir
það ekki er augljóst að þeir hafa ekk-
ert í háskólanám að gera.
Hlutverk íslensku-
kennara
En sé svo, að eitthvað alvarlegt sé
að í kennslu í íslensku í framhalds-
skólunum þá er að leita rótanna. Að
því er að gæta að hér áður fyrr var
það nokkuð föst regla að íslensku-
kennarar menntaskóla þyrftu að
hafa lokið cand. mag. prófi, eða á að
giska 5-7 ára háskólanámi, áður en
þeir tækju við embættum sínum.
Nú í dag er mér hins vegar tjáð að
nóg sé að hafa BA próf, 34 ára nám í
Háskóla íslands, til að fé slíka stöðu.
Þar er að því að gæta að góður
framhaldsskólakennari í íslensku
þarf að kunna býsna margt til að
geta sinnt starfi sínu svo að vel sé.
Hann þarf fyrir það fyrsta að vera vel
kunnugur íslenskum bókmenntum
bæði að fomu og nýju. Hann þarf að
þekkja eddukvæði, konungasögur,
Islendingasögur, fomaldarsögur og
riddarasögur. Hann þarf að þekkja
rímur, helgikvæði og sálmakveðskap
siðaskiptamanna. Hann þarf líka að
þekkja til allra helstu skáida frá siða-
skiptum fram í nýrómantík og verka
þeirra. Loks þarf hann að fylgjast vel
með því sem verið er að yrkja og
skrifa hér í landinu af núlifandi kyn-
slóðum. Er því þá ógleymt að brag-
fræði þarf hann að kunna til hlítar.
Og sögu og tímabilaskiptingu allra
þessara skáldverka þarf hann að hafa
vel á valdi sínu. Jafnframt þarf hann
að kunna töluvert fyrir sér í al-
mennri bókmenntafræði og hafa
þroskað með sér þá þekkingu á
skáldskap að hann geti lagt sjálfstætt
mat á verk, fom og ný, og sett fram
rökstutt álit sitt á því hvort verkin
hafi eitthvað bitastætt fram að færa
eða ekki.
Þá þarf hann líka að þekkja hina
hliðina, íslenskt mál. Hann þarf að
kunna vel alla íslenska nútímamál-
fræði, bæði hljóðfræði, beyginga-
fræði og setningafræði. Hann þarf
að kunna stílfræði og merkingar-
fræði, vita skil á líkingum af öllum
gerðum og einnig orðtökum og
málsháttum. Þá þarf hann að þekkja
talsvert til fomrar germanskrar mál-
fræði, kunna skil á gotnesku og
sömuleiðis að þekkja vel hljóðkerfi
íslensku við upphaf byggðar í land-
inu. Svo þarf hann að þekkja allar
helstu breytingar sem síðain hafa
orðið á hljóðkerfinu og vita hvemig
það hefur þróast til þess framburðar
sem við notum í dag.
Allt þetta, og reyndar meira til, þarf
íslenskukennarinn að kunna meira
eða minna út í æsar ef hann á að
geta gegnt því hlutverki sínu að
mennta ungt fólk til að uppfylla þær
kröfur sem gerðar eru í framhalds-
skólunum. Og þessa menntun til
starfa sinna fá verðandi íslensku-
kennarar nú í Háskóla íslands.
Ég viðurkenni að vísu að ég er ekki
nákunnugur námsskrá í íslensku til
BA prófs hér við Háskólann. En það
liggur í augum uppi að þar verður að
halda býsna vel á spöðunum ef tak-
ast á að kenna fólki alla þessa hluti á
þeim 3-4 árum sem almennt mun
að slíkt nám taki. Áður en forráða-
menn Háskólans senda mönnum á
borð við mig skeyti eins og það sem
er tilefni þessara skrifa, þá ættu þeir
eiginlega að líta í eigin barm og
ganga úr skugga um að þeir séu ör-
ugglega ekki að kasta steinum úr
glerhúsi.
Hlutverk Háskólans
Og fleira kann líka að vera að-
finnsluvert að því er Háskólann
varðar ef vel er að gáð. Sjálfur er ég
íslenskuffæðingur með gamla lag-
inu, menntaður jöfnum höndum í
íslenskum bókmenntum, íslenskri
málfræði og íslandssögu. Sérsvið
mitt er þó bókmenntimar, einkum
bókmenntir eftir siðaskipti og fram
yfir síðustu aldamót Skiljanlega tel
ég það sky1:’; mma að fylgjast sem
best ég kai ;ieð öllu því sem kem-
Háskóli íslands.
ur nýtt fram í þessum fræðum, þar á
meðal skrifum ffæðimanna um þau
og nýjum rannsóknaniðurstöðum.
Við Háskólann og stofnanir hans
starfar töluvert stór hópur fólks að
vísindalegum rannsóknum og
kennslu á þessum sviðum öllum
saman. Þegar ég fer yfir það í hugan-
um og f bókahillum mínum hvað
hafi komið þaðan á síðustu árum af
nýjungum, sem beinlínis notist mér
í kennarastarfi mínu, þá verður að
segjast eins og er að feitir drættir eru
þar töluvert færri en ég vildi að þeir
væru. Á ég þar jöfnum höndum við
verk, sem ég get sjálfur haft beint
gagn af í kennslu minni, og önnur,
sem notast geta nemendum við
vinnu sína, t.d. ritgerðasmíð.
Þar er að því að gæta að framhalds-
skólakennarar eru að vinna með lif-
andi fólki, sem upp til hópa er sjálft
virkir þátttakendur í samfélaginu,
svona rétt eins og það gengur fyrir
sig héma hjá okkur ffá degi til dags.
Allir kennarar vita að slíku fólki þýð-
ir ekki að bjóða aðra fræðslu en þá
sem á einn eða annan hátt kemur
því að gagni í daglegu lífi eða tengist
í það minnsta samfélagsraunveru-
leika þess nægilega mikið til að
kveikja hjá því áhuga.
Að því er íslenskar bókmenntir og
sögu þeirra varðar, þá er svo
skemmst af að segja að frá Háskólan-
um hafa undanfarin ár verið allt of
áberandi skrif og rannsóknir á því-
líku plani að engin leið er að tengja
við áhugamál eða félagslegan raun-
veruleika venjulegs ungs fólks á ís-
landi. Þar er þá um að ræða rann-
sóknir og niðurstöður sem gjaman
em byggðar á þröngri hugmynda-
ffæði, oftar en ekki sóttri í skrif ein-
hverra útlendinga sem eru í engum
tengslum við þjóðfélag okkar hér
heima. Slík ffæði em þá þess eðlis að
kennari í framhaldsskóla myndi ein-
ungis gera sig aö athlægi ef hann
bæri þau á borð fyrir nemendur
sína. Þeir myndu í skásta falli taka
þeim með kurteisi, en ömgglega
hlæja að þeim.
Þetta em máski hörð orð, en því
miður væri allt of auðvelt að rök-
styðja þau með áþreifanlegum dæm-
um ef þörf krefði. Þess skal þó getið
að varðandi málfræðina sýnist mér
ástandið vera ívið betra. Til dæmis
vil ég nefna tímaritið íslenskt mál,
sem gefið er út í tengslum við Há-
skólann og starfsemi hans. Þar man
ég í fljótu bragði eftir nokkmm góð-
um greinum um nútímamálfræði
sem notast kennumm.
Útnárar og öfgar
Það sem málið snýst um er sú bein-
harða staðreynd að óskastaðan væri
vitaskuld sú að Háskóli íslands væri
í öllum greinum traustur bakhjarl
þess fólks sem vinnur við það á öðr-
um stöðum í skólakerfinu að við-
halda þekkingu þjóðarinnar á máli
sínu, bókmenntum og menningu.
Ég sé það fyrir mér að frá Háskóla ís-
lands væri samfelldur straumur
nýrra íslenskukennara, sem kæmu
þaðan með kjamgóðan undirbúning
og trausta menntun, og væm þar af
leiðandi brennandi í andanum eftir
að takast á við það þarfa verkefni að
vinna að viðhaldi íslenskrar menn-
ingar meðal þjóðarinnar.
Sfðan væri þessu fólki annars vegar
gefinn kostur á að viðhalda mennt-
un sinni og bæta við hana með end-
urmenntunamámskeiðum við
þennan sama Háskóla, og hins vegar
bæmst því reglubundið gagnlegar
niðurstöður af þeim blómlegu rann-
sóknum sem þar væm stundaðar
innan veggja.
Með slíku móti myndi ekki hvarfla
að neinum að þörf væri á að yfirvöld
Háskólans væm að skrifa skóla-
meistumm bréf í líkingu við það um
daginn. En það innifeeli vitaskuld
einnig að rannsóknastefna Háskól-
ans í íslensku mætti ekki beinast í
umtalsverðum mæli að skönkum
eða útnámm þessara fræða, svo
smávægilegum að engan mann af
holdi og blóði skipti máli. Og sömu-
leiðis ætti þá ekki að þekkjast að frá
þessum sama Háskóla bærust niður-
stöður rannsókna sem væm svo
mengaðar af einhverjum féfengileg-
um útlendum kennisetningum, sem
engan skipta máli á íslandi, að hvert
bam sæi í gegnum þær.
Þvert á móti myndu yfirvöld Há-
skólans þá sjá um að marka ákveðna
og skýra rannsóknastefnu innan
stofnunar sinnar. Ef þarfir fram-
haldsskólanna væm þar settar á
oddinn þá væri þess vitaskuld gætt
að þessar rannsóknir beindust að því
sem þar kæmi að gagni, væm með
öðmm orðum hagnýtar.
Þegar öllu er á botninn hvolft er
málefnum íslenskra fræða nefnilega
þannig háttað að Háskóli íslands
getur engan veginn skotið sér undan
því að hann ber töluvert mikla
ábyrgð á því hvemig til tekst um all-
an framgang íslenskukennslu í
framhaldsskólum landsins. Þaðan
koma kennaramir og þaðan eiga líka
að koma þær rannsóknir sem geti
orðið undirstaða framfara í þvf mik-
ilvæga starfi sem íslenskukennslan
þar vissulega er. Skoðað í því ljósi
var þetta bréf frá Háskólanum eigin-
lega ekki tímabært. Kannski hefði
verið alveg jafn mikið tileftii til þess
fyrir skólameistarana að taka sig
saman og skrifa Háskólanum bréf.