Tíminn - 10.09.1991, Síða 8

Tíminn - 10.09.1991, Síða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 10. september 1991 Þriðjudagur 10. september 1991 Tíminn 9 Samgöngubót, sem skipti sköpum fyrir heilan landshluta, hefur þjónað dyggilega í hundrað ár: OLFUSA MINNST MEÐ VIÐHOFN 100 ára afmæli Ölfusárbrúar við Selfoss var haldið hátíðlegt sl. sunnudag, en undanfama viku héldu Selfyssingar og raunar þeir, sem notið hafa brúarinnar sl. öld, hátíð. Sú hátíð náði hámarki á sunnudag og var margt sem fólk gat haft ofan af fyrir sér með. En sl. sunnudag var 100 ára afmæli Ölfusár- brúar. Dagskráin hófst með guðsþjónustu í Selfosskirkju kl. 10.30 og kl. 13 lagði skrúð- ganga af stað frá Hótel Selfoss við brúarsporð- inn. Skrúðgangan gekk Kirkjuveg, Engjaveg, Reynivelli og Austurveg að áfangastað, sem var á planinu við brúna. Þar fór fram sérstök dagskrá um brúna: Leik- félag Selfoss flutti þar þátt úr Brúarleikriti eft- ir Jón Hjartarson leikstjóra, en leikritið fjallar um aðdraganda að smíði brúarinnar og þau áhrif sem hún svo hafði á umhverfi sitt, byggð á Suðurlandi og Selfossi ekki hvað síst. Leikrit þetta verður íyrsta verkefni Leikfélags Selfoss Eftir Sigurö Boga Sævarsson og Stefán Ásgrímsson á því leikári sem nú er að hefjast. Það atriði, sem sýnt var á brúartorginu á Sel- fossi á sunnudag, sýndi vígslu brúarinnar fyr- ir einni öld og til þess var tekið hve Árni Valdi- marsson, sem leikur TVyggva Gunnarsson, yar líkur fyrirmyndinni. Samgönguráðherra, Halldór Blöndal, flutti ávarp og Stórkór Sel- foss söng brúardrápu þá sem flutt var við vígsluna fyrir öld síðan, þann 8. september 1891. Að loknum söngnum ávarpaði forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir, viðstadda. TVjáplöntun í vinalundi Að þessari dagskrá við brúarsporðinn lokinni var gengið yfir Ölfusárbrú og forseti íslands og gestir vinabæja Selfoss gróðursettu tré í sérstökum lundi skammt austan við norður- enda brúarinnar. Dagskrá á tröppum hins nýja safnahúss Sel- foss — fyrrverandi aðalbyggingu Kaupfélags Árnesinga — hófst kl. 15.00. Þar lék m.a. Lúðrasveit Selfoss fyrst, en að því búnu af- henti byggingarnefnd safnahússins safnastjór- um og bæjarbúum það formlega. Við það tækifæri flutti Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra ávarp. Sama gerðu fulltrúar safnanna og að lokum blessaði sr. Sigurður Sigurðarson húsið og starfsemi þess. Að dag- skrá lokinni var safnahúsið opið og til sýnis al- menningi. Á leiksvæðinu við Sigtún höfðu skátar létta dagskrá fyrir yngri kynslóðina, en auk þess var kvikmynd um sögu Selfoss frumsýnd. Myndin er eftir Martein Sigurgeirsson, kennara á Sel- fossi. Sex fermetra terta og mysa með í tilefni afmælisins var að sjálfsögðu bökuð terta. Tertan þakti rúmlega sex fermetra svæði og sýndi hún Ölfusárbrú og nánasta umhverfi. Tertuna bakaði Guðni Andreassen, bakara- meistari á Selfossi, og það voru bæjarstjómar- menn sem skáru tertuna niður og skenktu gestum. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadótt- ir, fékk fyrstu sneiðina. Hún var tekin af eftir- mynd þess staðar sem forseti hafði áður plant- að tré. Til að skola niður Ölfusárbrú Guðna Andreassen hafði Mjólkurbú Flóamanna blandað sérstakan brúardrykk, sem í var m.a. mysa. Sérstök dagskrá hófst í íþróttahúsinu kl. 18.00. Þar lék Lúðrasveit Selfoss, Leikfélag Selfoss flutti þátt úr brúarleikriti Jóns Hjart- arsonar og Olafur Þórarinsson hljómlistar- maður í Glóm flutti nokkur lög ásamt hljóm- sveit sinni, Stórkór Selfoss söng auk fleiri dag- skráratriða. Um kvöldið var hátíðarkvöldverð- ur bæjarstjórnar í Hótel Selfoss fyrir boðsgesti. Dagskránni lauk síðan með veg- legri flugeldasýningu um kl. 11.30. Á fyrstu myndinni gengur æskulýður Seifossbæjar fylktu liði yfir Ölfusárbrú undir stjórn Hafsteins Þorvaldssonar. Hinir eldri ganga á eftir og í baksýn sést brúin og hinum megin við hana hið nýja safnahús sem fyrr hýsti Kaupfélag Árnesinga og starfsemi þess. Sr. Sigurður Sigurðarson fiutti blessunarorð og ámaði safnahúsinu og starfsemi þess allra heilla. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, fékk sér bita af brúartertu Guðna Andreassens bakarameistara. Meðlimir bæjarstjórnar Selfoss skám síðan tertuna niður handa gestum og til vinstri á myndinni stendur einn þeirra, Bjöm Gíslason rakari. Honum á vinstri hönd sést i Ólaf G. Einarsson menntamálaráðherra og Bryndísi Brynjólfsdóttur, forseta bæjarstjórnar, fyrir fram- an Ólaf. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, plantaði tré í nýjan skógarlund við norðurenda Ölfusárbrúar. Sama gerðu fulltrúar vinabæja Selfoss. Loks sjáum við Bryndísi Brynjólfsdóttur, forseta bæjarstjórnar Selfoss, sýna forseta islands og Sigríði Jónsdóttur, félagsfræðingi og starfsmanni forsetaembættisins, mjólkurbíls- dekkið sem Jón I. Guðmundsson, yfirlögregluþjónn en þáverandi mjólkurbílstjóri, bjargaðist á til lands, eftir að gamla Ölfusárbrúin brast undan mjólkurbíl hans og féll í ána þar sem hún er dýpst. Timamyndir gtk

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.