Tíminn - 10.09.1991, Qupperneq 16

Tíminn - 10.09.1991, Qupperneq 16
AUGL.YSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NITTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhusinu v Tryggvogotu _____3? 28822 Áskriftarsími Tímans er 686300 — - . mnmmsm mm —,1 r*F j £rp> Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga /7 iVft/7 SIMI //7J / j 91-676-444 Z———/ Tíminn ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPT. 1991 Fjárlagarammi rfkisstjórnarinnar frágenginn: BUVORUSAMNIWGIRIFT OG HEIMILISTEKJUR RYRÐAR Ríkisstjómin hefur gengið frá fjárlagarammanum. Ætla má að tekjur heimilanna skerðist um 3 milljarða, eða 1%, vegna þjón- ustugjalda sem ríkisstjórnin ætlar að taka upp. Auk þess sem þjónustugjöldin hækka verðlag um 1%. Einstakir þættir fjár- lagarammans eru nú að koma í ijós. Þeir vekja að vonum mis- mikla athygli og skulu þeir helstu raktir hér. Samkvæmt fjárlagarammanum á landbúnaðarráðherra að skerða framlag ríkisins til Framleiðni- sjóðs um helming, 350 milljónir. Minnka greiðslur til sláturleyfis- hafa vegna geymslu á kindakjöti um helming, aðrar 300 milljónir. Draga úr niðurgreiðslum á verði landbúnaðarafurða og lækka út- flutningsbætur. Með öllu þessu á að spara tvo milljarða, en sú spurning vaknar hvort ráðherra ætli, þvert ofan í fyrri yfirlýsingar, að rifta búvöru- samning við bændur. í samtali við Tímann vildi lanbúnaðarráðherra, Halldór Blöndal, ekki staðfesta að nokkuð af því, sem hér var talið upp, ætti að koma til framkvæmda utan skert framlag til Framleiðni- sjóðs. Annað sagði hann að kæmi í Ijós á Alþingi í haust. Hins vegar yrðu menn að hafa í huga þau tímamót, sem nú væru í landbún- aði er tvö ólík kerfi mættust. Hann sagði að á næsta ári yrði ekki tek- inn milljarður að láni hjá Seðla- banka, eins og venjulega, til að greiða niður búvöruverð. Einnig yrði reynt að flytja eins mikið og hægt er af kindakjöti út eins fljótt og auðið yrði við hagstæðu verði. Það kæmi öllum til góða. Ekki náðist í Hauk Halldórsson, for- mann Stéttarsambands bænda, en þess má geta að sambandið hefur þegar lýst því yfir að það telur skerðingu á framlagi í Framleiðni- sjóð brot á búvörusamningi. Samgönguráðherra hyggst ná inn um 400 milljónum með bætt- um hag Pósts og síma. Heilbrigðisráðherra ætlar að krefja 500 krónur af hverjum þeim sem nýtir sér þjónustu heilsu- gæslustöðva og auka þannig tekj- ur ráðuneytisins um 400 milljónir. Þá ætlar hann að hækka gjald sem sjúklingum er gert að greiða fyrir að heimsækja sérfræðinga úr 900 krónum í 1.500 krónur. Sama hækkun verður á gjaldi sem sjúk- Iingur greiðir fyrir þjónustu á göngudeildum. Hlutur barna og eldra fólks í kostnaði vegna tann- lækninga verður aukinn og ríkinu sparaðar 300 milljónir. Þá skal enn gert átak til að minnka kostnað vegna lyfjaáts og lyfsölu og spara þannig um 800 milljónir. Ekki liggur enn fyrir hvernig það verð- ur gert, en lyfjahópur ráðherra hefur fleygt þeirri hugmynd að Iyf- sala verði gefin ffjáls og einkaleyfi apótekara afnumið. Akveðið er að tekjutengja allar greiðslur al- mannatrygginga nema fæðingar- orlofið. Þannig skal spara um 400 milljónir. Félagsmálaráðherra ætlar að spara í húsnæðiskerfinu, senni- lega bæði með því að hækka vexti og lækka lán. Ráðherra hefur viðr- að þá hugmynd sína að beina eigi lánþegum í minni íbúðir, meðal annars með því að lána aðeins vegna kaupa á íbúðum í fjölbýlis- húsum. Þá skal sérstakt ábyrgðar- gjald á launum, sem ráðuneyti fé- lagsmála fer með, skila ríkinu um 250 milljónum. Menntamálaráðherra ætlar að draga úr útgjöldum með því með- al annars að samræma heimtur framhalds- og háskóla á innritun- argjöldum, setja á þær þak eins það heitir. Þannig mega fram- haldsskólar heimta 8.000 krónur af hverjum nemanda og háskólar 17.000 krónur. Um leið eru fjár- veitingar til skólanna frystar, þannig að vilji þeir auka starf sitt, þó ekki væri nema til að halda í við verðbólguna, er þeim nauðugur einn sá kostur að leggja þetta gjald á nemendur. Með þessu skal lækka útgjöld ráðuneytisins um 250 milljónir. Þá leggur menntamálaráðherra til að framlag til Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna verði skert um einn milljarð. Dómsmálaráðherra ætlar að hækka stórlega öll svokölluð dómsgjöld, það eru gjöld vegna þinglýsinga, veðbókarvottorða og fleira. Þannig hyggst hann ná inn um 100 milljónum. Samtals má svo gera ráð fyrir að þetta kosti heimilin í landinum um 3 milljarða, lækki tekjur þeirra um 1% og hækki verðlag um 1%. Við þetta má bæta að flokksstjórn Alþýðuflokksins varð sammála um það á föstudagskvöldið að hún styddi forystu flokksins einhuga. Menn bjuggust við stormasömum fundi og um hríð voru umræður allsnarpar, en allt fór þó ffam í mestu vinsemd. Skilningur manna svona eftir á er þó misjafn. Guðmundur Arni Stefánsson, bæj- arstjóri og foringi vinstrimanna í Alþýðuflokknum, segir að forystan hafi verið minnt rækilega á grund- vallarstefnu flokksins. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður flokks- ins, segir stuðning flokksstjómar ótvíræðan. -aá. Islenskur skáksigur í Kaupmannahöfn Sveit Æfingaskóla KHÍ varð í efsta sæti á Norðurlandameistaramóti bamaskólasveita í skák, sem lauk í Kaupmannahöfn í fyrradag. Sveitin keppti fyrir hönd íslands á mótinu. Allar Norðurlandaþjóðimar áttu eina sveit á mótinu, utan Danir sem áttu tvær. Úrslit urðu þessi: ísland 13,5 vinn- ingar, Svíþjóð 12,5 vinningar, Nor- egur 12 vinningar, Danmörk I 11 vinningar, Danmörk II 6,5 vinningar og Finnland 4,5 vinningar. íslenska sveitin var þannig skipuð: 1. borð: Arnar E. Gunnarsson. Hann hlaut 3,5 vinninga af 5. 2. borð: Bragi Þorfinnsson. Bragi fékk 4 vinninga af 5. 3. borð: Björn Þor- finnsson. Björn fékk 3 vinninga af 5. 4. borð: Freyr Karlsson. Freyr fékk 3 vinninga af 5. Varamaður var Oddur Ingimarsson. Hann tefldi enga skák. íslenska sveitin hlaut alls, sem fyrr segir, 13,5 vinninga í 20 skákum. Fararstjóri og fyrirliði íslensku skáksveitarinnar var Ólafur Guð- mundsson, kennari í Æfingaskólan- um. Þetta er í annað sinn sem Norð- urlandamót í skák fyrir sveitir grunnskóla er haldið, en í fyrra var mótið haldið í Noregi. Þá báru Svíar sigur úr býtum. —sá SILFURLAX HF. í RANGÁRNAR? Þreifingar em nú uppi milli félags landeigenda við Rangár og Silfurlax hf. um að Silfurlax taki vatnavæðið á leigu næstu 10 árin. Stjórn landeigendafélagsins mun halda fund í vikunni þar sem afstaða verður tekin til slíks leigusamnings, en fleiri aðilar munu einnig hafa lýst áhuga á að taka árnar á leigu. Þá hef- ur ekki verið endanlega útilokaður sá möguleiki að landeigendur sjálfir verði með árnar. Það verður síðan endanleg ákvörðun félagsfundar í landeigendafélaginu hvort slíkur samningur við Silfurlax verður gerður. Búfiskur, sem haft hefur árnar á leigu undanfarin ár og séð um slepp- ingar í þær, er gjaldþrota og mun þrotabúið skila af sér ánum þegar veiðitímabilinu lýkur þann 20. sept. nk. Silfurlax, sem er ein þeirra fiskeld- isstöðva sem fékk opinbera fyrir- greiðslu í sumar, er að stórum hluta í eigu sænskra aðila, ASEA o.fl., en erlend áhrif í stangveiði á íslandi er viðkvæmt mál meðal íslenskra stangveiðimanna. Engu að síður er Silfurlax íslenskt fyrirtæki sem lýtur íslenskum lögum. Tilraunir með sleppingar í Rang- ámar þykja hafa gefið nokkuð góða raun og þó ekki hafi gengið nægjan- lega vel þar í sumar telja menn að rekja megi ástæðuna til minni sleppinga þar í fyrra en áður. Landeigendur hafa ekki fengið í sinn vasa miklar leigutekjur frá Bú- fiski, en leigutekjurnar hafa fyrst og fremst farið í að byggja upp svæðið, t.d. með smíði laxastiga o.fl. Vinningstölur iaugardaginn 7. sept. 1991 l v.NNiNrim FJ0LDI UPPHÆÐ Á HVERN VÍNNIINlaAM VINNINGSHAFA VINNINGSHAFA 1. 5af5 | 3 2. 4a"íf jgjf 11 5.207.323 3. 430 137.081 6.049 4. 3af5 14.242 426 Heildarvinningsupphæð þessa viku: kr. 25.798.022 upplysingar SIMSVARI91 -681511 lukkulina991002

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.