Tíminn - 24.09.1991, Page 2
2 Tíminn
Þriðjudagur 24. september 1991
Aldraðir skora á sveitarfélög:
Takið á húsnæðis-
málum aldraðra
Landssamband aldraðra sfcorar á
sveitarfélög að taka á húsnæðis-
málum aldraðra. Einkum og sér-
flagi þurfl að byggja fleiri leigu-
íbúöir fyrir þá sem ekki hafi átt
þess kost að koma sér upp eigin
ibúð. Það hafl svo gott sem lagst
af síðustu ár með því svo margar
söiuíbúðir fyrir eftirlaunafólk hafl
verið byggðar. Sambandið byggir
álit sitt á skýrslu sem nefnd á veg-
um félagsmálaráðherra hefur gert
um málið.
í ályktun frá Landssambandi aldr-
aðra segir: „Mikið hefur verið
byggt á síðustu árum af smáíbúð-
um sem seldar hafa verið eftir-
launafólki á markaðsverði. Er sú
starfsemi mjög jákvæð, einkum
þar sem íbúðirnar eru byggðar í
tengslum við þjónustustofnanir á
vegum sveitarfélaganna. Slíkar
íbúðir leysa vanda þeirra sem búa í
of stórum eða óhentugum íbúðum
og auka möguleika þeirra til að
búa áfram á eigin heimilum.
Hins vegar kemur í ljós að á sama
tíma og mikill vöxtur er í uppbygg-
ingu söluíbúða á markaðsverði
hafa byggingar leiguíbúða fyrir
aldraða dregist saman eða lagst
niður í mörgum sveitarfélögum.
Hin mikla uppbygging smáíbúða
sem seldar eru á markaðsverði
kemur aðeins þeim að notum sem
eiga íbúðir eða aðrar eignir til að
selja.
í fyrmefndri skýrslu starfsnefnd-
ar félagsmálaráðherra kemur fram
að 24.8% eftirlaunafólks eiga ekki
íbúð. Fyrir þann hóp þarf að
byggja leiguíbúðir eða íbúðir með
eignarhlutdeild leigutaka. En til
þess að leiguíbúðir verði byggðar
þarf frumkvæði sveitarfélaga og
fyrirgreiðslu Byggingarsjóðs
verkamanna.
Sveitarstjórnir hafa ótvíræðar
skyldur við þá sem ekki hafa átt
þess kost að tryggja sér húsnæði á
sinni starfsævi eða hafa orðið fyrir
áföllum á því sviði. Sveitarfélög og
stofnanir á þeirra vegum eiga óv-
íræðan rétt til lána úr Byggingar-
sjóði verkamanna til að byggja
íbúðir fyrir það eftirlaunafólk sem
ekki á íbúðir fyrir.
Að lokum skulu sveitarstjómir og
heilbrigðisyfirvöld alvarlega
minnt á brýna þörf fyrir fleiri
hjúkrunardeildir eða endurhæf-
ingarstöðvar í þeim sveitarfélög-
um þar sem þeirri þörf hefur enn
ekki verið fullnægt. Fátt er ömur-
legra í heilbrigðiskerfinu en þegar
aldrað fólk er sent af sjúkrahúsum
á heimili sitt eftir aðgerð eða veik-
indi, þó að enginn sé á heimilinu
til aðstoðar eða heilsulítill maki
sem litla aðstoð getur veitt. í slík-
um málum bera öll stjómvöld
ábyrgð, hver sem greiðir reikninga
samkvæmt reglum um verkaskipt-
ingu í kerfinu."
-aá.
„Köttur á heitu blikkþaki" í fyrsta sinn á íslandi:
Afmælisár hjá Leik-
félagi Sauðárkróks
Frá Guttormi Oskarssynl,
fróttarítara Tímans á Sauöárkróki:
Um þessar mundir eru liðin 50 ár
frá stofnun Leikfélags Sauðár-
króks, enda þótt leikstarfsemi hafl
verið stunduð hér á Sauðárkróki
síðan fyrir aldamót.
Að sögn Skúla Björns Gunnarsson-
ar, varaformanns Leikfélagsins, hef-
ur verið ákveðið að taka nú til sýn-
ingar á afmælisárinu leikritið „Cat
on a hot tin roof', eftir Tennessee
Williams, í þýðingu Örnólfs Árna-
sonar.
Leikstjóri verður Andrés Sigur-
vinsson. Sautján manns koma fram
í verkinu sem nefnist á íslensku
„Köttur á heitu blikkþaki“. Þessi
sýning Leikfélags Sauðárkróks á
leikritinu „Köttur á heitu blikk-
þaki“ er frumsýning á verkinu hér á
landi.
Kattholt:
20 KETTIR I
VANSKILUM
Frá því að Kattholt, hús Kattavina-
félags íslands, var tekið í notkun í
lok júlí sl. hefur verið tekið á móti
tugum vanskilakatta og þeim komið
til réttra eigenda. Auk þess hafa 18
kettir, sem fundist hafa á víðavangi,
fengið samastað hjá góðu fólki.
Þessa dagana eru í Kattholti um 20
óskilakettir, sem ekki hefur tekist að
koma heim til sín. Þessir kettir hafa
fundist á ólíklegustu stöðum innan
og utan borgarmarkanna, en sam-
kvæmt upplýsingum frá Kattholti
eru þetta allt saman hreinlegir kett-
ir og blíðir og flestir þeirra ungir.
Það er því ástæða fyrir þá, sem glat-
að hafa ketti, til að líta við í Kattholti
og kanna hvort kötturinn sé þar,
jafnvel þó hann hafi glatast fýrir
löngu síðan.
Nýtt fyrirtæki stofnað um kvótasölu:
Uppboð á
aflakvóta
Fyrsta opinbera uppboðið á aflakvótum mun fara fram á mánudag-
inn eftir viku. Uppboðið verður í Átthagasal Hótel Sögu, og er hug-
myndin að framvegis verði haldin opinber kvótauppboð á mánudög-
um kl. 10:00.
Það er nýtt fyrirtæki, Kvótamark-
aðurinn hf., sem stendur að þessu
uppboði og er fyrirtækið stofnað
gagngert í þessu augnamiði.
A blaðamannafundi í gær kynntu
aðstandendur Kvótamarkaðarins
fyrirhugaða starfsemi og þar kom
fram að þeir telja að fyrirtækið muni
skapa vettvang fyrir kaupendur og
seljendur að fiskikvótum þar sem
þeir geti átt eðlileg og greið við-
skipti sín á milli. Að sögn þeirra
Kvótamarkaðsmanna vinnst ýmis-
legt með uppboði á fiskikvótum sem
ekki hefur áður verið til staðar í
kvótaviðskiptum. Þannig fái kaup-
endur og seljendur aðgang að mikil-
vægum upplýsingum á einum og
sama staðnum. Kaupendur fái upp-
lýsingar um það magn af hverri
fiskitegund sem í boði er og aðgang
að þeim kvóta sem í boði er. Seljend-
ur hins vegar fái upplýsingar um
markaðsverð og geti því vænst þess
að fá hæsta fáanlegt verð fyrir kvóta
sinn. Þeir geta þó fyrirfram dregið
úr áhættunni með því að tilkynna
um lágmarksverð. Það er mat að-
standenda þessa uppboðsmarkaðar
að þegar reglubundnar upplýsingar
um kaup, sölu og markaðsverð verði
fáanlegar muni sparast bæði tími og
fyrirhöfn í kvótaviðskiptum. Þá
muni þessi viðskipti þegar til lengd-
ar lætur auka hagkvæmni í fiskveið-
um, vegna þess að útgerðarmenn
geti þá með einföldum hætti ein-
beitt sér að veiðum sem þeim eru
hagkvæmar, en eftirlátið öðrum að
nýta með hagkvæmari hætti þann
kvóta sem þeir kjósa að selja. Má
þannig búast við að kvótauppboðin
bjóði upp á aukna möguleika varð-
andi sérhæfmgu í veiðum og
vinnslu.
Bæði verður um varanlega kvóta-
sölu að ræða á þessum uppboðum
og kvótaleigu og verður farið með
allar upplýsingar um kaupendur og
seljendur sem trúnaðarmál. Fram-
kvæmdastjóri Kvótamarkaðarins er
Hilmar A. Hilmarsson.
Hilmar Á. Hilmarsson framkvæmdastjóri kynnir starfsemi Kvótamarkaðarins fyrir blaðamönnum (
gær. Tlmamynd: Áml Bjama
Skoðanakönnun DV sýnir fylgishrun hjá stjórnarflokkunum í sumar:
Aðeins 1/3 þjóðarinnar
styður ríkisstjórnina
„Könnun DV um helgina sýnir að stjórnin er orðin áberandi
óvinsæl meðal kjósenda.“ „Framsókn rýkur upp.“ Þessar eru
m.a. niðurstöður DV eftir skoðanakönnun sem blaðið gerði nú
um helgina, sem sýnir gífurlegar breytingar á afstöðu kjósenda
til ríkisstjómar og stjóramálaflokka frá því á s.l. vorí. Kom m.a.
fram að aðeins um þríðjungur þátttakenda lýsir sig fylgjandi
ríkistjórainni og aðeins um 28% beinlínis lýsa fylgi við annan
hvora stjóraarflokkanna. Sé aðeins litið til þeirra, sem tóku
ákveðna afstöðu til stjóraarínnar, verður niðurstaðan sú að
53% fylgi í maí hefur snúist í 58% andstöðu nú í september.
Fylgi Framsóknarflokksins hefur á sama tíma aukist um meira
en þríðjung.
Blaðið kemst að þeirri niðurstöðu
að fylgið hafi hrunið af báðum
stjórnarflokkunum í sumar, þótt
Alþýðuflokkurinn hafi samt fengið
enn harkalegri útreið. Samanlagt
hlutu stjórnarflokkarnir fylgi 54%
kjósenda í kosningunum í apríl, en
það virðist nú komið í tæplega
46%. Og af því leiðir að meirihlut-
inn bak við stjórnina hafi hrunið úr
36 þingmönnum við myndun
hennar niður í 29 þingsæti ef þjóð-
in heföi gengið til kosninga núna,
fimm mánuðum síðar.
Af öllum þátttakendum í könnun-
inni sögðust nú tæp 34% fylgjandi
ríkisstjórninni, 47% andvígir og
um 19% létu ekki álit sitt í ljós. Sé
aðeins litið á þá sem afstöðu tóku,
verður niðurstaðan sú að 58% eru
henni andvígir en aðeins um 42%
fylgjandi, borið saman við 53%
stuðning í maí í vor.
Við könnun á fylgi stjórnmála-
flokkanna voru þeir hins vegar
geysilega margir sem ekki vildu
láta álit sitt í ljós. Nær 44% þátt-
takenda voru óákveðnir eða vildu
ekki svara. En kosningaspá, sem
DV hefur reiknað út frá úrslitun-
um, sýnir þá niðurstöðu að stjórn-
arflokkarnir mundu missa þing-
meirihluta sinn ef kosið yrði nú.
Sú niðurstaða sýnir eftirfarandi
fylgi við flokkana nú, borið saman
við fylgi þeirra í kosningunum s.l.
vor.
Fylgi flokkanna:
Framsóknarflokkurinn hefur auk-
ið fylgi sitt um meira en þriðjung
samkvæmt könnuninni, en Al-
þýðuflokkurinn á hinn bóginn
misst hátt í þriðjunginn af sínu
fylgi.
Miðað við þessa niðurstöðu
breyttist skipting þingsæta þannig:
Skipting þingsæta:
Alþýðufl.
Framsókn
Sjálfst.fl.
Alþ.banda.
Kvennalisti
Kosningar:
(10)
(13)
(26)
( 9)
( 5)
Kosnjpá:
7
17
22
11
6
Alþýðufl. Kosningar: (15,5) Kosn.spá: 10,9 Stjórnarandstöðuflokkarnir eru
Framsókn (18,9) 25,8 þarna komnir með 34 þingsæti. En
Sjálfst.fl. (38,6) 34,8 36 þingsæta meirihluti stjórnar-
Alþ.bandal. (14,4) 17,1 flokkanna í kosningunum er dott-
Kvennalisti ( 8,3) 9,5 inn niður í 29 sæta minnihluta.
Þ-listinn ( 1,8) 1,5 - HEI