Tíminn - 24.09.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 24. september 1991
UTLOND
Samið um vopnahlé í Júgóslavíu á sunnudag
Vopnahléð í
Júgóslavíu
heldur enn
Vopnahléð í Júgóslavíu hélt í gær, þrátt fyrir átök á stöku stað í Króa-
tíu. Eftir átök vikum saman virðist vera að færast ró yfir Júgóslavíu.
Friðarráðstefna Evrópubandalags-
ins hefur tilkynnt að bandalagið
hyggist standa að allsherjarfundi um
málefni Júgóslavíu í Haag á miðviku-
daginn.
Vopnahléssamningur sá, sem Carr-
ington lávarður gekkst fyrir í síðustu
viku, hélt ekki, en um helgina tókst
samkomulag á ný um vopnahlé.
Ráðamenn í Króatíu segja að Stipe
Mesic, forseti Júgóslavíu, ætli að fara
til höfuðstöðva Sameinuðu þjóðanna
í New York í dag og hvetja til að frið-
arsveitir Sameinuðu þjóðanna verði
sendar til Júgóslavíu.
Búist er við að Öryggisráð Samein-
uðu þjóðanna komi saman síðar í
þessari viku til að ákveða hvort frið-
arsveitir verði sendar á vettvang.
Meira en 500 manns hafa týnt lífi í
Júgóslavíu undanfama þrjá mánuði í
átökum á milli Serba og Króata. En
átök á milli þeirra brutust út í kjölfar
sjálfstæðisyfirlýsingar Króatíu.
Lífíð í Zagreb var að komast í eðli-
legt horf í gær eftir að herinn sam-
þykkti vopnahlé á sunnudaginn og
stöðvaði sóknarárásir á króatískar
sveitir.
„Ég held að það versta sé liðið hjá,"
sagði Franjo Tlidjman, forseti Króa-
tíu, í gær við vegfarendur þegar hann
gekk um götur Zagreb í gær í fylgd
með lífvörðum sínum.
Á götunum varð umferðaröngþveiti
að nýju í gær og kveikt var á ljósa-
staurum eftir fjögurra daga fyrirskip-
aða myrkvun vegna hugsanlegra loft-
árása.
„Ég held að vopnahléð haldi, þrátt
fyrir átök á stöku stað. Yfirmenn
stríðandi aðila virðast vilja að það
haldist," segir vestrænn diplómati.
Annar diplómati sagði að yfirmenn í
hernum hefðu látið í Ijós bjartsýni
um að vopnahléð haldi, þrátt fyrir
smávægileg átök.
Loftvamaflautur fóm í gang í að
minnsta kosti tveimur bæjum í
Króatíu, en loftárásir áttu sér ekki
stað.
Útvarpið í Króatíu sagði í gær að röð
Vopnahlé, sem samið var um á sunnudag, heldur enn.
árása ætti sér stað á landi, en byrjaði
þó hverja frétt á að tilkynna að
vopnahléð væri enn virt. Tilkynning-
amar um átök vom ekki staðfestar.
útvarpið sagði að a.m.k. þrjár mann-
eskjur hafi látist og 33 særst í átök-
um á aðalátakasvæðunum þremur.
Það em Mið- og Austur- Króatía og
við strönd Adríahafs.
Herinn hefur afturkallað hafnbann-
ið sem sett var á í síöustu viku.
Útvarpið í Sibenik greindi frá því að
óbreyttur borgari týndi lífi og fjórir
slösuðust í sprengjuárás stjórnlausra
hermanna. Herþyrla skaut á skóla
nálægt höfninni í Zadar, en ekki var
greint frá hvort einhver slasaðist.
12 manns slösuðust í Vukovar þegar
sprengjum var varpað á borgina. í
miðju Króatíu, um 50 km suður af
Zagreb, tilkynnti útvarpið um átök
aðfaranótt mánudagsins þar sem 2
létust og 10 manns slösuðust. Níu
manns slösuðust þá sömu nótt í
borginni Karlovac, þar af 5 óbreyttir
borgarar, króatískur gæslumaður og
þrír serbneskir hermenn.
Tlidjman og Veljko Kadijevic varn-
armálaráðherra samþykktu að
vopnahléð skyldi taka gildi klukkan
13:00 á sunnudaginn. Klukkutíma
eftir að vopnahléð tók gildi byrjuðu
ásakanir á báða bóga á milli hersins
og króatískra sveita um að vopnahléð
héldi ekki.
Kadijevic sendi bréf til Tlidjman þar
sem hann ásakaði króatískar sveitir
um 11 árásir á hersveitir fyrstu 5
klukkutíma vopnahlésins.
„Fyrir hönd allra borgara Króatíu og
Júgóslavíu skora ég á ykkur að stöðv-
ar allar árásir," segir Kadijevic í bréf-
inu til Tudjman.
Embættismenn í Zagreb sögðu í
gær að enn hefðu helstu nauðsynjar
ekki borist þangað. Þeir sögðu einnig
að rafmagn og símar væru enn ekki
komnir í lag. Reuter-SIS
Amnesty International rannsakar hegðun lögreglunnar í Los Angeles:
Lögreglan þykir hrottafengin
Byssumaður tekur 9 manns í gíslingu á sjúkrahúsi:
Drap hjúkrunarkonu
Mannréttindasamtökin Amnesty
Intemational hófu í gær rannsókn á
staðhæfingum um hrottaskap lög-
reglunnar í Los Angeles.
„Við ætlum að athuga hvað er til í
þessum ásökunum um hrottaskap
lögreglunnar og ákveða til hvaða að-
gerða skuli gripið til að vekja athygli
á þessu rnáli," segir Anita Tiessen,
LONDON - Bretar eiga von á
að Sameinuðu þjóðimar bregð-
ist hart við vegna afdráttariausr-
ar neitunar íraka um að eftirlits-
menn S.Þ. fengju að ferðast á
talsmaður Amnesty.
Samtökunum barst í hendur
myndbandsupptaka sem sýnir lög-
reglu berja blakkan mótorhjóla-
kappa, Rodney King. Það varð til
þess að samtökin ákváðu að láta til
sín taka á þessum vettvangi.
Skrifstofa lögreglustjórans í Los
Angeles, sem vinnur með sveitum
hræða Saddam Hussein í burtu.
WASHINGTON - Bandaríkin
og sjö helstu iðnrfki heims vinna
nú hörðum höndu bak við tjöidin
til að finna leiðir til hjálpar Sovét-
rikjunum og útvega þeim ián.
borgarlögreglunnar, hefur vakið
mikla athygli undanfarið, vegna þess
að lögreglan hefur skotið fjórar
manneskjur til bana á einum mán-
uði.
Einn hinna látnu, maður sem var
truflaður á geði, var skotinn níu
sinnum í bakið. Borgarlögreglan
skaut 18 manns til bana síðasta ár
en sýslulögreglan skaut 26 manns til
bana.
Tiessen kom til Los Angeles á laug-
ardaginn ásamt Angelu Wright og
Rod Morgan, en hann er prófessor í
afbrotafræði við Bristolháskóla í
Suðvestur-Englandi. Þau munu sjá
um rannsókn þessa máls fyrir Am-
nesty International.
Samkvæmt heimildum er þetta í
annað sinn sem Amnesty Interna-
tional tekur mál lögreglunnar í fylki
í Bandaríkjunum til meðferðar. Lög-
reglan í Chicago var tekin til skoð-
unar snemma á níunda áratugnum.
Reuter-SIS
Maður, sem hélt 9 manns föngn-
um, þar á meðal þremur börnum,
og er grunaður um að hafa orðið
hjúkrunarkonu að bana, segir að
honum hafí verið misboðið þegar
konan hans gekkst undir ófrjó-
semisemisaðgerð án þess að
læknar hefðu haft hann með í
ráðum. Hann sagðist eiga böm á
himnum sem biðu þess að fæð-
ast.
Richard Worthington, en svo
heitir maðurinn, kom á Alta View
sjúkrahúsið í Utah með tvær byss-
ur og dýnamítsprengju til að
drepa lækninn sem hafði gert að-
gerðina á eiginkonunni.
Talsmaður lögreglunnar í Utah
segir að Worthington hafi álitið að
hann ætti að ákveða hvort konan
hans færi í uppskurð eða ekki.
Hann hefði ekki verið hafður með
í ráðum.
Karen Kaldleck, nágrannakona
þeirra hjóna, segir að Worthing-
ton telji sig eiga nokkur börn á
himnum sem bíði fæðingar, en
þau hjón eiga þegar átta börn.
Kaldleck segir að Worthington,
sem reki skrúðgarðaþjónustu, hafi
ráðið þrjá af sjö sonum sínum til
starfa hjá sér. Hún segir að hann
komi alltaf fram við þá eins og
starfsmenn sína, jafnvel heimafyr-
ir. Hún lýsir honum sem kapp-
sömum manni sem hafi gaman af
íþróttum, en sé ótrúlega tapsár.
Læknirinn, sem Worthington
ætlaði að myrða, segir að hann
hafi haft í sífelldum hótunum við
sig eftir að konan gekkst undir
ófrjósemisaðgerðina.
Worthington fann ekki lækninn,
hennti stól út um gluggann og tók
fæðingarstofu á sjúkrahúsinu á
sitt vald snemma á laugardaginn.
Hjúkrunarkona á sjúkrahúsinu
lést af skotsárum sem hún hlaut,
og samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni verður Worthington
dreginn fyrir dómstóla fyrir morð
á henni. Reuter-SIS
Fréttayfirlit
ALSÍR - Yasser Arafat, leíðtogi
PLO, hefur sagt að hann sé til-
búinn til samvinnu við alla þá að-
ila, sem standa að ráðstefnunni
um málefni Miðausturianda.
sínum eigin þyrlum um írak.
ANKARA - Tyrkir hafa sagt að
vestrænar sveitir, sem sendar
voru til aö vemda franska Kúrda,
skuli dregnar til baka frá suð-
vesturhluta Tyrklands. Þeir segj-
ast treysta á flugher sinn til að
Nýnasistar halda uppi árásum á erlenda verkamenn:
Hóta að halda árásum áfram
Lögreglan í Dresden í Þýskalandi
sagði í gær að nýnasistar hefðu
haldið uppi skipulegum árásum á
heimili erlendra verkamanna víðs-
vegar um Þýskaland um helgina.
Þeir hafa hótað að halda áfram árás-
um á flóttamenn.
Talsmaöur lögreglunnar sagði
blaðamönnum að nýnasistar hefðu
haldið uppi stöðugum árásum í sex
daga á gistiheimili í Hoyerswerda,
þar sem erlendir verkamenn frá Víet-
nam og Mósambík búa. Hann sagði
að 33 manns hafi verið handteknir á
sunnudagsnótt þegar ungmenni
grýttu gistiheimilið og köstuðu að
því bensínsprengjum. Lögreglan
notaðist við hunda og táragas til að
dreifa fólkinu. Sex manns slösuðust.
Flytja þurfti marga erlenda verka-
menn á öruggari staði eftir óeirðir
helgarinnar.
Jafnaðarmenn í Bonn ásaka yfirvöld
um heigulshátt vegna vaxandi of-
beldis í garð erlendra verkamanna í
Þýskalandi.
Leiðtogi Jafnaðarmanna, Hertha
Daeubler-Gmelin, sakar Kristilega
demókrata um að notfæra sér árás-
imar til að breyta lögum um flótta-
menn og með því stemma stigu við
straumi flóttamanna til Þýskalands.
„Háttsettir embættismenn hafa
hingað til þagað þunnu hljóð vegna
ástandsins," sagði Daeubler-Gmelin í
útvarpsviðtali í gær. „Það er skelfi-
legt að fólk, sem ekki getur varið sig
sjálft, skuli notað á þennan hátt af
stjórnvöldum."
Helmut Kohl kanslari vill gera
lagabreytingu á innflytjendalögun-
um, sem taldar em afturhvarf til
laga í þriðja ríki Hitlers á nasista-
tímabilinu. Til að lagabreytingin nái
fram að ganga þarf hann tvo þriðju
hluta þingatkvæða. Mikill fjöldi
flóttamanna hefur streymt til Þýska-
lands á þessu ári og hafa 200.000
manns sótt um hæli þar í landi það
sem af er árinu. Kohl vill að lögin
verði þrengd þannig að fólk sem á á
hættu að verða fyrir árásum heima-
fyrir og á jafnvel á hættu að týna lífi
verði leyft að koma inn í landið en
öðrum ekki.
Wolfgang Scháuble innanríkisráð-
herra fordæmdi atburði helgarinnar
í gær, en sagði jafnframt að meiri-
hluti þjóðarinnar hefði áhyggjur af
þessum fjölda flóttamanna.
Kohl hittir flokksmenn sína á
föstudag til að ræða aðgerðir nýnas-
ista.
Nýnasistar í vesturhluta Saarlands
brenndu Afríkumann til bana um
helgina.
Nýnasistum fer sífjölgandi í Þýska-
landi og virðast ætla að vera stærstu
ungliðasamtök þar í landi.
Reuter-SIS