Tíminn - 24.09.1991, Page 9
Þriðjudagur 24. september 1991
Tfminn 9
Mótframboð boðað gegn stjórn Dagsbrúnar:
ENN REYNT AÐ
VELTA JAKANUM
Vildi fyrrverandi dómsmálaráð-
herra auðga anda Selfosslögregl-
unnar með myndlist? Jón I. Guð-
mundsson yfiriögregluþjónn:
Okkur
vantar
ekki
Undirbúningur er á ný hafínn að mótframboði gegn núverandi
stjóm verkamannafélagsins Dagsbrúnar í Reykjavík. Að sögn Jó-
hannesar Guðnasonar, sem er í forystu fyrir mótframbjóðendum,
þá er að mestu um sömu aðila að ræða og var í síðasta stjómar-
kjöri í félaginu.
Jóhannes sagði að aðalvandi og
þröskuldur mótframboðs væri sem
fyrr sá að stilla upp fullum lista til
nýrrar stjórnar og trúnaðar-
mannaráðs. Ætlunin hefði verið að
Iaganefnd Dagsbrúnar tæki þau
mál sérstaklega íyrir, en af því
hefði ekki orðið enn.
Á fundi mótframboðsins, sem
haldinn var sl. sunnudag, var sam-
þykkt ályktun þar sem þess er kraf-
ist að ríkisstjómin hætti árásum
sínum á mennta- og heilbrigðis-
kerfið og önnur grundvallarrétt-
indi vinnandi fólks.
Þá er lýst hneykslun á andvara-
leysi verkalýðshreyfingarinnar og
þess krafist að hún snúist til varn-
ar. Síðan segir:
„Fundurinn krefst þess að laun
verði vísitölutryggð í komandi
kjarasamningum og að ríkisstjórn-
in skattleggi fjármagnstekjur. Við
lýsum fullum stuðningi við Sjó-
mannafélag Reykjavíkur gegn
skráningu skipa erlendis og brota
vinnuveitenda á langtímasamningi
þeirra. Fundurinn hvetur stjóm
Dagsbrúnar til að halda almenna
félagsfundi til að móta kröfugerð
fyrir komandi kjarasamninga, því
aldrei hefur verið meiri þörf fyrir
virka og lýðræðislega verkalýðs-
hreyfingu." —sá
Vaka-Helgafell:
Gerpla kom-
■ * H *
in ut i
Þýskalandi
Gerpla Halldórs Laxness er komin
út hjá bókaforlaginu Steidl í Gött-
ingen í Þýskalandi. Hún er fimmta
bókin sem forlagið gefur út eftir
Nóbelsskáldið. Hinar eru Vefarinn
mikli frá Kasmír, Atómstöðin,
Kristnihald undir Jökli og Sjö
töframenn.
Þýska heiti Gerplu er Die Glúcklic-
hen Krieger. Hubert Seelow hafði
umsjá með útgáfunni og endur-
skoðaði þýðingu Bmno Kress.
Steidl-forlagið hefur í hyggju að
gefa út megnið af ritsafni Halldórs
Laxness, enda hafa verk hans óvíða
notið jaifnmikilla vinsælda og þar í
landi.
-aá.
Norsk kvikmynda- og menningarvika hófst um helgina og stendur til 30. september. Hlut að
henni eiga Háskólabíó, Norræna húsið og Norska sendiráðið. Á dagskrá verða myndlistarsýnlng, tón-
leikar, fyrirlestar, leiksýningar og síðast en ekki síst kvikmyndasýningar.
Á myndinni er undirbúningsnefnd norskrar kvikmyndaviku. Frá vinstri Friðbert Pálsson forstjóri Há-
skólabíós, Lars-Áke Engblom forstjóri Norræna hússins, Margit Tveiten sendiráðsritari í norska
sendiráðinu og Per Aasen sendiherra Noregs á islandi. Timamynd: Ami Bjama
málverk
Óli Þ. Guðbjartsson, fyrrv. dóms-
málaráðherra, virðist hafa keypt
málverk eftir Grétar Hjaltason fyrir
Iögreglustöðina á Selfossi algerlega
upp á sitt eindæmi. Yfirlögreglu-
þjónninn á Selfossi er undrandi á
þessum málverkakaupum, ekki síst
í ljósi þess að ekki eru til peningar
til að halda uppi eðlilegri löggæslu.
Tíminn greindi frá þessum málver-
kakaupum í fyrri viku og sýslumað-
ur Árnessýslu staðfesti að málverkin
hefðu verið keypt án þess að hann
eða starfsmenn embættisins hefðu
nokkuð beðið um þau.
Svo virðist sem dómsmálaráðherr-
ann fýrrverandi hafi keypt málverk-
in tólf af rekstrarfé lögreglunnar í
Árnessýslu. Listamaðurinn kom fyr-
ir nokkru á lögreglustöðina á Sel-
fossi og vildi þá heíjast handa við
uppsetningu verka sinna. Lögreglu-
menn komu af fjöllum og bentu
listamanninum á að tala við sýslu-
mann fyrst.
„Ég botna ekkert í þessu máli, enda
er það allt hálfgerður „Hafnarfiarð-
arbrandari": Á meðan við höfum
ekki peninga til að halda uppi eðli-
legri löggæslu kemur í ljós að fyrr-
verandi dómsmálaráðherra hefúr
keypt málverk. Við höfúm beðið um
ýmis tæki og búnað til starfsemi
okkar og ekki fengið. Okkur vantar
hins vegar ekki málverk á lögreglu-
stöðina," sagði Jón I. Guðmunds-
son, yfirlögregluþjónn á Selfossi.
—SBS, Selfossi
Verkalýðsfélag Húsavíkur vill verja velferðarkerfið:
Fjárlagagatið fyllt
með fjármagnsskatti
„Höfuðkostir þess að búa á íslandi
hafa jafnan verið taldir að við hefð-
um gott og vel búið velferðarkerfi,
sem væri opið fyrir alla, og hér væri
stéttaskipting minni en víðast hvar
annarsstaðar," segir í ályktun al-
menns félagsfundar í Verkalýðsfé-
lagi Húsavíkur.
Lýst er áhyggjum af þeim hug-
myndum sem fram hafa komið um
niðurskurð og auknar álögur á sjúk-
linga, aldraða, öryrkja og skólafólk.
Verði slíkar hugmyndir fram-
kvæmdar, verði vandanum velt yfir á
þá sem síst skyldi. Nær væri og
sanngjarnara að mæta vanda ríkis-
sjóðs með því að leggja skatta á fjár-
magnstekjur og taka upp eitt eða
fleiri skattþrep á háar tekjur.
Þess er krafist að í komandi kjara-
samningum verði megináhersla
lögð á lífskjarajöfnun og að lægstu
kauptaxtar verði hækkaðir þannig
að enginn kauptaxti verði undir
skattleysismörkum, enda sé ekki
verjandi að greiða fullfrísku fólki
laun, sem eru svo lág að það sé ekki
fært um að leggja neitt af mörkum
til sameiginlegra þarfa. Slíkt sé bæði
óréttlátt og niðurlægjandi.
Þá krefst Verkalýðsfélag Húsavíkur
þess að vextir verði lækkaðir — með
lögum ef með þarf. Núverandi vaxta-
okur sé fyrst og fremst afleiðing
óhóflegrar útgáfu húsbréfa, auk fá-
keppnisaðstöðu á fjármagnsmark-
aði. Verði núverandi vaxtastigi hald-
ið áfram, muni sífellt fleiri heimili
og fyrirtæki komast í þrot. Fyrirtæki
í sjávarútvegi séu einkum í hættu af
þessum sökum og þar með byggð út
um landið.
Þá telur fundurinn óverjandi að
viðhalda verðtryggingu á fjármagni
á sama tíma og kaupgjald njóti ekki
slíkrar tryggingar. Þess er því krafist
að horfið verði frá verðtryggingu
fjárskuldbindinga svo fljótt sem
kostur er. —sá
Innflytjendareglur í Bandaríkjunum rýmkaðar íslendingum í hag:
Nú geta ísl. fengið
innflytjendaleyfi
Bandarísk yfírvöld hafa ákveðið að veita árlega næstu þrjú árin 40
þúsund manns frá 34 löndum innflytjendaleyfi til Bandaríkjanna,
svokallaðar AA-1 vegabréfsáritanir. Innflytjendaleyfi fylgir réttur tií
varanlegrar búsetu í Bandaríkjunum.
Þau 34 lönd, sem um ræðir, hafa ver-
ið valin af því að talið er að breyting-
amar á innflytjendalögunum í
Bandaríkjunum árið 1965 hafi verið
þeim sérlega óhagstæðar. ísland er
eitt þessara landa. Umsóknartímabil-
ið fyrir fjárlagaárið 1992 hefst 14.
október og lýkur 20. október nk.
Umsókn skal senda til:
AA-1 Program
P.O. Box 60000
Arlington, VA. 22218-0001
U.SA
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að
koma fram í umsókninni: Nafn um-
sækjanda. Fæðingardagur og fæðing-
arstaður. Nafn, fæðingardagur og
fæðingarstaður maka og bama.
Heimilisfang umsækjanda.
Senda skal umsóknir um skráningu
innflytjendaleyfis til skrifstofa banda-
ríska ræðismannsins á hverjum stað.
Oftast er hér um bandaríska sendiráð-
ið í heimalandi umsækjanda að ræða,
eins og tilfellið er með ísland.
Frekari upplýsingar um AA-1 skrán-
inguna er hægt að fá hjá bandaríska
sendiráðinu. -js
BFtETAR
SENDA
NÝJAN
HERRA
Patrick Francis Michael Wogan hef-
ur verið skipaður sendiherra henn-
ar hátignar Elísabetar II. á íslandi.
Wogan fæddist árið 1937. Mennt-
aðist í Salesian College, Famboro-
ugh. Hóf störf hjá utanríkisþjónust-
unni árið 1959 og hefur ferðast eftir
framabraut hennar síðan. Hann hef-
ur lengstum starfað í Mið-Austur-
löndum og Afríku.
Wogan er kvæntur Afsaneh Khalat-
bari og á eina dóttur og tvo syni.
-aá
Samdráttur í herafla hefur áhrif:
Ræstingafólk
varnarliðsins
missir starfið
Vegna breytinga, sem stjómvöld í
Washington, D.C. hafa ákveðið að
gera á rekstrarfyrirkomulagi, sem
snerta m.a. vamarliðið á Keflavíkur-
flugvelli, hefur 33 starfsmönnum,
sem unnið hafa við ræstingastörf þar,
verið sagt upp störfúm. Uppsagnar-
fresturinn er allt að sex mánuðum.
Þjónusta þessi verður nú fengin í
hendur verktaka, og standa vonir til
að hann muni endurráða sem flesta þá
starfsmenn sem nú hafa misst vinnu
sína hjá vamarliðinu.