Tíminn - 24.09.1991, Page 16

Tíminn - 24.09.1991, Page 16
-r AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnorhusinu v Tryggvagotu S 7882? AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 Öðruvísi bílasala BlLAR • HJÓL • BÁTAR•VARA- HLUTIR. MYND HJÁ OKKUR - BlLL HJÁ ÞÉR SIMI 679225 Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga SIMI 91-676-444 Tímiiin ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPT. 1991 Vatnsútflutningurinn kominn í um 1.340 tonn á miðju ári: BLÁVATNIP SELT FYRIR FJÓRFALT BENSÍNVERÐ Á miðju þessu árí var útflutningur óáfengra drykkja kominn í um 1.340 tonn fyrir rúmlega 65 milljónir króna, að langmestu leyti til Bretlands og Bandaríkjanna. Þar af fór um þríðjungurínn í júnímánuði einum. Þarna er fyrst og fremst um að ræða okkar rómaða blávatn, þó í hluta þess hafi að vísu verið blandað ein- hvetju smáræði af bragðefnum. Samkvæmt útflutningsskýrsl- um Hagstofunnar lætur nærri að útlendingar borgi glaðir um 50 þúsund krónur fyrir tonnið af Gvendarbrunnavatninu okkar. Verður það ekki að teljast nokk- uð gott, t.d. þegar til þess er lit- ið að íslendingar sleppa með að borga tæplega 13 þúsund krón- ur fyrir hvert tonn af bensíni sem flutt var til landsins á sama tíma? Sem sagt að blávatnið virðist þannig skila um fjórfalt hærra „framleiðsluverði" heldur en bensínið. Vatnsútflutningurinn er hins vegar aðeins brot af því bensíni sem flutt er til landsins, enn sem komið er. Vonir um gróða af útflutningi áfengra drykkja frá íslandi virð- ast á hinn bóginn heldur slakar, ef marka má útflutningsskýrsl- ur. Á miðju ári var aðeins búið að selja 60 tonn af slíkum mjöð fyrir rúmar 5 milljónir króna. Einnig þar voru Bandaríkja- menn kaupendur að bróðurpart- inum, um 43 tonnum (væntan- lega af vodka) fyrir 4,4 milljónir. Eldsterkt vodka virðist sem sagt ekki seljast á nema tvöföldu vatnsverði, þ.e. um 100 þús. krónur tonnið. - HEI -c. Slysavarnafélagið gagnrýnir síðari hluta nafns Landsbjargar og segir: Landssambandið er ekki landssamband Á haustfundum Slysavamafélags íslands kom fram hörð gagnrýni á að síðarí hluti nafns Landsbjargar, sambands hjáiparsveita skáta, flugbjörgunarsveitanna o.fl., skuli vera „landssamband björgunar- sveita". Innan Landsbjargar verði aðeins 28 sveitir, en innan SVFÍ séu þær 94. Með nafngiftinni sé því of djúpt í árina tekið. Stjórn SVFÍ hefur óskað eftir því við forystumenn Landsbjargar að þeir noti ekki heitið „Landssam- band björgunarsveita", enda gefi það alranga og ósanna mynd af nýju samtökunum. Þá hefur SVFÍ áréttað yfirlýstan vilja sinn til að vinna að sameiningu allra björg- unaraðila í landinu í einu félagi. Haustfundir SVFÍ voru að þessu sinni 11 og haldnir víðs vegar um landið. Um 450 formenn björgun- arsveita, slysavarnadeilda og ung- lingadeilda sóttu fundina. Á þeim var rætt um stöðu SVFÍ, slysavarn- ir og björgunarmál, nýtt átak í slysavömum barna, tækjabúnað, björgunarskýli, Slysavarnaskóla sjómanna, Tilkynningaskylduna og nýja björgunarmiðstöð. Jafnframt voru fluttar skýrslur um starfsemi sveita og deilda Slysavarnafélags íslands. —sá Mengunarflekkur með ströndinni suður af Sauðanesvita: VARLA UM GRUTAR- MENGUN AÐ RÆÐA Vart varð við nokkurra metra breið- an froðukenndan mengunarflekk út af fjörunni við Sauöanesvita og allt suður með ströndinni til Haganes- víkur fyrir helgi. Tilkynnt var um þennan flekk á laugardag, sem talin var grútar- mengun svipuð þeirri sem spillti lífi á Ströndum í sumar og fór maður frá Siglingamálastofnun norður til að kanna málið. Sökum lélegs skyggnis fékkst þó ekki greinargóð mynd af umfangi eða eðli þessarar mengunar, en þó er Ijóst að hún er ekki eins mikil og á Ströndum og trúlega ekki af sama toga. Nú virðist mengunin vera froðukennd frekar en lýsiskennd, en Rannsóknarstofn- un fiskiðnaðarins fékk í gær sýni til rannsóknar og staðfesti Snorri Þór- isson, efnafræðingur hjá RF, að við fyrstu sýn virtist þessi mengun ekki sams konar og sú sem varð á Ströndum í sumar. Snorri undir- strikaði þó að ekki lægju fyrir nein- ar niðurstöður um eðli þessarar mengunar. Hjálparsveitir skáta, flugbjörgunarsveitirn- ar o.fl sameinast í nýju landssambandi: Landsbjörg stofn- uð á hátíðarfundi Landsbjörg — landssamband björgunarsveita verður formlega stofnað á Akureyrí næstkomandi laugardag, 28. sept., á sérstökum hátíðarfundi þar sem viðstödd verða Vigdís Finnbogadóttir for- seti íslands, biskup íslands Ólafur Skúlason og Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra. Landsbjörg verður samband björgunarsveita sem áður voru innan Landssambands hjálpar- sveita skáta og Landssambands flugbjörgunarsveita. Jafnframt hafa björgunarsveitin Stakkur í Keflavík og Björgunarfélag Vestmannaeyja sótt um aðild að Landsbjörg. Alls verða því innan Landsbjargar 30 björgunarsveitir víðsvegar um landið. í tengslum við stofnþing Lands- bjargar verður mikið um að vera á Ákureyri, en þinginu mun ljúka um miðnætti á laugardagskvöld með mikilli flugeldaskothríð af þil- fari varðskipsins Týs. í undirbúningsstjórn Landsbjarg- ar sitja dr. Ólafur Proppé formaður, Ingvar Valdimarsson, Arnfinnur Jónsson, Bjarni Axelsson, Jón Gunnarsson, Páll Árnason, Gunnar Bragason, Gylfi Garðarsson og Ög- mundur Knútsson. Framkvæmda- stjóri Landsbjargar er Björn Her- mannsson. Hjá Slysavarnafélagi íslands er það gagnrýnt að hið nýja samband nefni sig landssamband, þar sem innan þess verði mun færri björg- unarsveitir en eru innan vébanda SVFÍ, auk þess sem starfssvæði þess verði minna. —sá Vinningstölur 21. SepL 1991 laugardaginn I— —------ - VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 3.716.152 2. I 8 100.434 3. 182 7.615 4. 6.440 502 Heildarvinningsupphæð þessa viku: kr. 12.854.586 upplýsingar:Símsvari91-681511 lukkul!na991002

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.