Tíminn - 12.10.1991, Page 3

Tíminn - 12.10.1991, Page 3
Laugardagur 12. október 1991 HELGIN 11 Helgi Hannesson, höfundur frásagnarinnar, kunnl margt af því sér- kennilega í fari sveitunganna aö segja. gamla á Reyðarvatni bjó um Böðvar litla í skjóðu sinni. Hún ætlaði að fóstra hann þar fyrst um sinn. Svo settist hún í söðulinn og stakk skjóðunni í handarkrika sinn. í pils- vasanum var að vanda brennivíns- pyttla hennar. Svo var kvatt og stefnt í suður, stystu leið að Vestra- Kirkjubæ, allt að 15 kflómetra veg- ur. Þaðan voru 5 kflómetrar upp að Reyðarvatni. Rangá var riðin á ísi eða Snjalls- höfðahjáleiguvaði. Hróarslækur, sem bólgnar í frostum svo að flýtur yfir bakka, var þó oftast fær við tún- fót í Ketlu. Það fara engar sögur af þeirri ferð að Kirkjubæ, eigi heldur af því hvort Guðrún gamla fór þar inn. Frá hinu segir að hún tók sér teyg úr pyttlu sinni. Svo riðu þau Guðmundur upp að Reyðarvatni, en þegar þangað kom saknaði Guðrún skjóðu sinnar. „Hver andskotinn — er krakkinn týndur!“ er mælt að hún segði þá. Guðmundur Loftsson brá skjótt við og rakti ferii þeirra. í þá tíð stóð bærinn austan lækjar. Eigi langt fyr- ir framan lækinn lá skjóðan í snjón- um og Böðvar litla virtist ekki hafa sakað. Að minnsta kosti lifði hann nsestu 90 ár. Giftist sextán vetra Guðrún giftist fyrra sinni sextán vetra gömul. Elsta barn hennar fæddist réttum níu mánuðum síðar. Sú sögn virðist hafa verið til að Guð- rún hafi alið dóttur 15 vetra gömul. Óskar læknir Einarsson var ættaður af Rangárvöllum og fróður maður um fólk í þeirri sveit. Hann segir í bændatali að fyrsta bam þeirra Böðvars og Guðrúnar hafi heitið Guðrún, fædd 1831, en ekkert ann- að um hana. Það er eigi kunnugt að þessa barns sé getið annars staðar. Kirkjubækur þegja með öliu um það. Þó hefði það getað fæðst og dáið. Það er vitað að prestar gleymdu stundum að skrá á kirkjubækur sumt sem þær áttu að geyma. Það er eigi grunlaust um að stundum hafi þeir gleymt þessu vís- vitandi, jafnvel af greiðasemi við að- standendur. Tómas Böðvarsson, yngsta bam Guðrúnar, bjó fyrst í tvö ár á Árbæ á Rangárvöllum, síðan 53 ár á Reyðar- vatni. Hann þótti greindur vaskleik- amaaður, drengur góður, en eigi allra leika. Ölgjam var hann eins og móðir hans og líktist henni mjög um orð og æði. Hann barðist hálfa öld við ofurefli: þá þraut að halda föðurleifð sinni í byggð. Hann tók við henni í sárum eftir ógnir „harða vorsins" 1882. Og þau urðu mörg hörðu vorin sem að henni surfu um daga hans. Sandfok skóf upp gras- lendið og buldi títt á bænum. Smám saman fyllti það veiðivatnið fagra við túnfótinn. Eftir 44 ára styrjöld hörf- aði bóndi með bæ sinn fram yfir lækinn. Þar varðist hann örvasa uns hann hné að velli. Böðvar bóndi á Reyðarvatni hóf bú- skap á Reynifeili 1835 í afar hörðu ári. Það sést best á því að samanlagt framtal um það bil 70 heimila í hreppnum hrapaði um hartnær helming á næsta fardagaári: úr 540 í 290 hundruð eða kúgildi, en var 750 kúgildi fáum árum fyrr. Böðvar byrj- aði þokkalega á þess tíma vísu: með 3 kýr, 4 tamin hross, 42 mylkar og 17 geldar kindur. Næsta vor hafði ám hans fækkað um 12. Þegar hann taldi fram þriðja sinni hafði bú hans næstum tvöfaldast. Það er skemmst sagt að búskapur Böðvars var efna- leg sigurganga. Hann taldi oftast fram 30-40 hundruð og safnaði pen- ingum til jarðakaupa. Það sýnist Iiggja í augum uppi að kona Böðvars hafi átt ríkan þátt í búsæld þeirra. Böðvar andaðist sjötugur eftir 35 ára búskap, 18. júní 1870. Það sum- ar, 27. ágúst, var nú allt hans skráð og virt til siifurverðs. Gangandi fé var í fyrsta lagi: 3 mjólkurkýr og 18 tamin hross. Af sauðfé fundust 6 ær geldar, 82 ær með lömbum, 95 gemlingar og 80 sauðir, 345 kindur virtar á 1816 krónur. Þar fannst þó annar verðmætari auður: 10 jarðir og jarðarpartar samtals 91 fornt jarðarhundrað, virt á 7120 krónur. Enn var talið með eignum búsins 2430 krónur sem Böðvar hafði lánað börnum sínum. Dánarbúið var með öilu virt á 12.1888 silfurkrónur. Hve mörgum krónum mundi það nema nú? Til skipta komu 11.725 krónur. Með morgungjöf og útfarareyri varð ekkjuhluturinn 6.222 krónur. Guð- rúnu var og útlagt að borga allar skuldir búsins, sem hún hét að borga. Eftir skiptin hélt hún eftir: búsmunum að mestu leyti, gang- andi fé að undangengnum þremur hrossum og 32 kindum og auk þess um 70 jarðarhundruðum. Guðrún bjó rúmt ár ekkja að Reyð- arvatni. í vetrarbyrjun á öðru hausti giftist hún Helga Bjamasyni á hans 12. vinnumannsári þar. í kirkjubók finnast svofelldir „Fjárskilmálar: Helmingsfélag á lausafé, en fast- eignir, sem hvort á á brúðkaupsdegi, falli til erfingja hvors um sig, að undanskildri 5 hundraða jarðeign sem hún gefur honum á giftingar- degi. Sú eign falli þó til erfingja kon- unnar, ef hann deyr á undan henni, en verði hans eign ef hann lifir leng- ur.“ Helgi bjó á Reyðarvatni einum vet- ur lengur en áratug, nokkuð stóm búi. Táldi oftast ffam 20-24 hundr- uð. Sá sem tímdi að skera Sumarið 1881 var geigvænlegt grasleysi hér á landi, en líklega einna mest á Rangárvöllum. Um haustið voru lítil hey og hagar að mestu uppumir. Margir settu þá sauðfé og hross að mestu leyti á gaddinn. í þeim hópi mun Helgi hafa verið. Sagt var að Guðrún hafi viljað skera flest lömb af heyjum, en Helgi tímdi því ekki og sat við sinn keip. Þessi vetur þótti ekki harður. Um sumarmál vom þó hey og hagar á þrotum og allur fénaður ákaflega magur. Hálfsmánaðar hörkuveður í fyrstu og annarri viku sumars drap þá á fáum dögum flestallt sauðfé Helga og margra annarra Rangæ- inga. „Þar kom sá sem tímdi að skera,“ sagði Guðrún á Reyðarvatni þá. Kvenskörungur, harð- dugleg og hvöt Þetta vor fluttu þau búferlum að Efra-Langholti í Ytrihrepp með sjö hjú sín og tvær ungar fósturdætur. Þá taldi Helgi fram sex hundruð fríð, sem uxu á fjórða vori í níu hundmð, en fækkaði svo á einu ári niður í tvö og hálft. Ári síðar fluttist hann á eignarkot sitt Snússu. Hann andað- ist af innanmeini á öðru sumri þar 23.8.1888. Dánarbú hans að frá- dregnum skuldum var virt á 650 krónur. Erfingjar vom ekkja hans og dóttir. Mikill, ef ekki meginhluti af jörð- um Guðrúnar var þá seldur og eydd- ur. Hún fór frá Helga 1887 heim að Reyðarvatni. Þar var hún til æviloka, 19 ár, hjá Tómasi syni sínum. Hún andaðist á miðju sumri, 22. júlí 1906. Sennilega södd lífdaga. Guðrún var sögð lág í lofti, þéttvax- in og teinrétt fram til elli, fiTð sýn- um, en þó til lýta dökkrauð í andliti. Hún var kölluð kvenskömngur, harðdugleg og hvöt til orðs og æðis. Skemmtilega glaðlynd, söngvin, hreif og hispurslaus. DRÁTTARVÉLAR á gamla veröinu TIL AFGREIÐSLU STRAX MJÖG HAGSTÆTT VERÐ GREIÐSLUKJÖR VIÐ ALLRA HÆFI Tryggið ykkur vél tímanlega PJLQ Járnhálsl 2 . Sfml 91-683266 110 Rvk . Pósthólf 10180 Auglýsing frá félagsmálaráðuneytinu Kynningarfundir um áfangaskýrslu nefndar um breytingar á skiptingu landsins í sveit- arfélög veröa haldnir sem hér segir: 15. október 1991 kl. 14.00 15. október 1991 kl. 20.30 16. október 1991 kl. 14.00 16. október 1991 kl. 20.30 18. október 1991 kl. 14.00 21. október 1991 kl. 14.00 21. október 1991 kl. 20.30 22. október 1991 kl. 14.00 22. október 1991 kl. 20.30 23. október 1991 kl. 14.00 23. október 1991 kl. 21.00 24. október 1991 kl. 14.00 29. október 1991 kl. 20.30 Hvanneyri, Bændaskólinn Búðardalur, Dalabúð Patreksfjörður, Félagsheimilið ísaljörður, stjómsýsluhúsið Snæfellsnes, Félagsheimilið Breiðablik Hvammstangi, Vertshúsið Sauðárkrókur, Safnahúsið Akureyri, Hótel KEA Húsavlk, Hótel Húsavík Egilsstaðir, Hótel Valaskjálf Höfn, Hótel Höfn Selfoss, Hótel Selfoss Keflavlk, Flughótelið Félagsmáiaráöuneytiö, 10. október 1991

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.