Tíminn - 12.10.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.10.1991, Blaðsíða 6
14 HELGIN Laugardagur 12. október 1991 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Þegar Rebecca Claypool, sem komin var þrjá mánuði á leið, var myrt á óhugnanlegan hátt og henni nauðgað, var lögregian fljót að sjá samhengið milli morðsins og nauðgunar sem framin hafði verið rúmum mánuði áður. En það átti eftir að reynast snúið og erfitt að koma hinum seka fyrir rétt og láta hann svara til saka. Það var að kvöldi þess 18. júlí 1985 sem lík Rebeccu Elaine Claypool fannst, klætt skyrtu einni fata. Líkið fannst rétt við skógarstíg, ekki langt frá heimili hennar. Eiginmaður Rebeccu hafði sagt henni að koma við hjá ættingja sín- um á leiðinni heim úr vinnuni, en hún vann við afgreiðslu á snyrti- stofu, því hún ætti þar síðbúna af- mælisgjöf. Maður hennar og vinur hans höfðu brugðið sér í stórmarkað í nágrenn- inu og voru á leiðinni til baka, þegar þeir fundu skó í rjóðri í skóginum fyrir aftan blokkina sem þau hjónin bjuggu í. Skórinn var alveg eins og þeir sem Rebecca átti, og vöknuðu því þegar með þeim grunsemdir. Eiginmaðurínn finnur konu sína Þeir fóru og athuguðu hvort Re- becca væri komin heim og spurðust einnig fyrir hjá ættingjanum sem hún ætlaði að sækja afmælisgjöfina til. Hún var á hvorugum staðnum. Nú var orðið dimmt, svo eiginmað- ur Rebeccu og vinur hans náðu sér í vasaljós og leituðu í skóginum. Fundu þeir lík hennar rétt við skóg- arstíginn sem þeir höfðu gengið eft- ir skömmu áður. Þeir höfðu sam- stundis samband við lögreglu og morðrannsókn hófst innan skamms. Við leit í næsta nágrenni fannst taska Rebeccu og bifreið hennar fannst þar sem henni hafði verið lagt rétt við blokkina sem hún bjó í. Gleraugun hennar fundust rétt hjá bflnum. Hafði hún kannski hitt morðingja sinn þar sem gleraugun fundust? Leitað var nú upplýsinga hjá ná- grönnum, en enginn hafði orðið var við neitt óvenjulegt. Morðinginn hafði verið heppinn að enginn hafði veitt honum athygli, en Rebecca að sama skapi óheppin að enginn skyldi hafa svarað neyðarópum hennar. Við krufninguna komu nokkur óhugnanleg atriði í ljós. Rebecca Claypool var barnshafandi, komin þrjá mánuði á leið. Ófætt barn hennar hafði einnig orðið fórnar- John Easterwood er dæmdur til að afplána hvern fangelsisdóminn eftir annan, áður en hægt verður að láta hann koma fyrir rétt vegna morðsins á Rebeccu Claypool. lamb morðingjans. Henni hafði ver- ið nauðgað. Skóför, líklega eftir tennisskó, fundust á höfði hennar, hálsi og bringu. Það gaf til kynna að sparkað hefði verið í hana þar til hún dó. Skammt frá líkinu fannst dagblað með blóðugum skóförum sem svip- aði til þeirra sem fundust á líkama Rebeccu. Lögreglan gerði ráð fyrir að Re- becca hefði orðið á vegi morðingj- ;vX; 'Sx/.'sX- % * ;*.v.v *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.