Tíminn - 12.10.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.10.1991, Blaðsíða 7
Laugardagur 12. október 1991 15 t HELGIN SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL 'V- ans um það leyti sem hún steig út úr bflnum og þá hefði hún misst gler- augun. Hann hefði síðan dregið hana nauðuga út í skóginn. Annað fómarlamb Lögreglan hafði mikinn áhuga á þessu máli, þar sem svipaðir atburð- ir höfðu gerst skömmu áður, þó svo að þeim hefði ekki lyktað með morði. Þann 9. júní 1985, rúmum mánuði áður, hafði lögregiunni borist neyð- arkall frá konu sem skýrði frá því að maður hefði ruðst inn í íbúð hennar í fjölbýlishúsi, nauðgað henni og neytt hana til annarra kynferðis- legra athafna. Konan skýrði svo frá að um klukk- an hálfellefu um kvöldið hefði hún verið sofandi á sófa í stofunni og sjónvarpið verið í gangi. Hún hrökk upp við að maður var kominn inn á gafl hjá henni. Hún settist upp og skipaði mannin- um að hypja sig út. „Haltu þér sarnan," svaraði maður- inn og starði á hana með sömu var- færni og hún á hann. Konan sagðist telja að hann hefði verið jafnhrædd- ur og hún. „Komdu þér bara út, ég hef ekki séð framan í þig og gæti ekki borið kennsl á þig,“ sagði hún. Maðurinn sneri við og gekk út úr íbúðinni. En hann sneri skjótt til baka og tilkynnti henni að hann ætl- aði að hafa mök við hana. Hún hafði náð í símann og hafði valið númer, en fékk ekki samband við lögregl- una. Hún flýtti sér að leggja sfmann niður þegar hann kom aftur. „Sjáðu nú til, ég hef ekki séð fram- an í þig og hef ekki kallað til lög- reglu,“ sagði hún. „Ef þú ferð núna, get ég aldrei vísað lögreglunni á þig“ Hún sá að þetta var ungur maður og vel á sig kominn. Varnaðarorð hennar hrutu af honum eins og vatn af gæs. Hann ætlaði sér að eiga við hana mök og ofan af því varð honum ekki komið. Hún ákvað að veita ekki mótspyrnu, til þess að eiga frekari von um að lifa af. Hann greip í hana og hún grátbað hann um að láta sig f friði. Þegar hann hafði lokið sér af rúm- um hálftíma síðar, heimtaði hann að hún léti af hendi við hann peninga og lyklana að bflnum hennar. Hún átti engan bfl og sama og enga pen- inga, og hann hvarf því peningalaus á braut — fótgangandi. Þá hringdi hún á lögregluna og menn komu til að taka af henni skýrslu. Subbulegur náungi með bjórvömb Við yfirheyrslur yfir nágrönnum sagði bareigandi í næsta húsi að hann hefði séð mann vera að sni- glast í kringum blokkina. Sá hefði verið um það bil 20-22 ára, um það bil 180 sm á hæð og þrekvaxinn. Hann var með bjórvömb, íklæddur stuttbuxum og rauðri skyrtu og fremur subbulegur í útliti. Málið var enn óleyst og setti lög- reglan það í samband við morðið á Rebeccu. í fyrstu vikunni í ágúst bárust lög- reglunni þær upplýsingar að 18 ára gamall hvítur karlmaður, John East- erwood að nafni, hefði sést vera að snuðra á svæðinu að morgni þess 19. júlí. Hann hefði verið á tennis- skóm og föt hans blóðug. Að þessum upplýsingum fengnum fór lögreglan á stúfana tii að ræða við ættingja Easterwoods. Þar fékk hann þær upplýsingar að hann hefði komið að heimsækja eina frænku sína snemma morguns og hefði hún þá séð að föt hans voru blóðug og fótleggir hans rispaðir. Hann bað um að fá að fara í sturtu og hieypti hún honum inn til þess. Að því loknu keyrði hún hann til annars ættingja síns í bænum. Sá sagði að rispurnar á fótleggjum Johns hefðu virst vera eftir neglur. Hann veitti einnig athygli blóði á Moröinginn greip fórnarlamb sitt aftan frá og neyddi þaö síöan meö sér út (skóg. (Sviösett mynd.) skónum hans. John sagðist vera að fara í burtu og væri Flórída ákvörð- unarstaðurinn. Vandinn var nú sá að sióðin vara þegar orðin nokkurra vikna gömul og John Easterwood hafði ekki haft samband við ættingja sína í Flórída, eins og gert hafði verið ráð fyrir. Stórborgarglæpir En skömmu síðar bárust upplýs- ingar frá lögreglunni í New York um að John hefði verið handtekinn þar. Lögreglumenn héldu þegar til stór- borgarinnar til að geta borið skó Johns saman við förin sem fundust höfðu nálægt og á líki Rebeccu Clay- pool. Sérfræðingur lögregiunnar komst fljótlega að því að skórnir og förin áttu nákvæmlega saman. John varð að sitja eitt ár í fangelsi í New York vegna afbrota sem hann hafði framið þar, en að þeim tíma loknum var hann fluttur til síns heima til að koma fyrir rétt vegna nauðgunarmálsins frá því í júní. Konan, sem hafði lent í því, hafði borið kennsl á hann á mynd. Hann var fundinn sekur um nauðg- unina. Spurningin hafði ekki verið um hvort hann væri sekur, heldur hvaða refsingu hann myndi hljóta. Verjendur hans reyndu að fara fram á lágmarksrefsingu, þar sem hann væri aðeins 19 ára gamall. Lágmarksdómur Saksóknari krafðist aftur á móti há- marksrefsingar. Hann benti á að sakaferill Johns hefði hafist þegar hann var aðeins 13 ára og hefði hann síðan ýmist verið á upptöku- heimilum eða í fangelsi, síðast í New York, þannig að greinilegt væri að það væri sama hvert hann færi, hann væri alltaf jafniðinn við kol- ann. „Ferill hans, fíkniefnaneysla og við- horf sýna það að nú, 19 ára að aldri, er hann rétt á leiðinni á hátind af- brotanna. Þessi maður á eftir að verða þjóðfélaginu hættulegur, ef hann verður ekki lokaður inni til langframa," sagði saksóknari. Þrátt fyrir málflutning saksóknara og kröfur, sem hann lagði fram um hámarksrefsingu, fékk John aðeins lágmarksdóm, eða átta ár. í janúar 1990 var John ákærður fyrir að hafa nauðgað og síðan myrt Rebeccu Claypool. En skyndilega tók leiðin til réttvísinnar á sig óvæntan krók. Fífldjarfur flótti Þann 8. janúar 1990 voru bæði John Easterwood og klefafélagi hans viðstaddir við nafnakall við morgun- verðinn í fangelsinu. En við vaktaskipti klukkan 7.20 tóku verðir eftir því að þeir voru báðir horfnir. Þeir höfðu brotist í gegnum vegg á sturtuklefa í fangels- inu. Þaðan komust þeir eftir þröng- um gangi og gegnum loftræstirör út á þakið. Þaðan höfðu þeir komist yf- ir á þakið á vinnuskúr, þaðan niður á jörð og síðan yfir gaddavírsgirðingu eina mikla. Greinilegt var að annar þeirra hafði skorist á gaddavírnum, því blóðslóð lá frá girðingunni að bflastæði í ná- grenninu. Þaðan hafði horfið bif- reið. Klefafélagi Easterwoods hafði áður strokið úr fangelsi, en hann afplán- aði nú dóm fyrir vopnað rán. Hann hafði aðeins verið í fangelsinu fáeina daga er þeir félagar struku. A meðan á leitinni að þeim stóð varð lögreglan á staðnum fyrir harðri gagnrýni almennings. Sér- staklega voru ættingjar Rebeccu Claypool reiðir út af þeim drætti, sem orðið hafði á því að Easterwood væri látinn svara til saka fyrir morð- ið. Einnig var óttast að Easterwood leitaði þá uppi. Ekki benda á mig Fangelsisyfirvöld urðu að viður- kenna að fangarnir höfðu skömmu áður verið fluttir úr öryggisgæslu yfir á almennu deildina, þar sem þeir hefðu virst „aðlagast vel fang- elsislífinu". Nú reyndi hver að benda á annan og erfitt var að finna sökina, því í Ijós kom að ýmislegt gruggugt var við þessa tilfærslu og enginn vildi viðurkenna að hafa staðið fyrir henni. Fangelsisstjórinn sagði að yfir- fangavörður hefði mælt með til- færslunni, þar sem mennirnir væru báðið „fyrirmyndarfangar", en yfir- fangavörðurinn sagði að hann hefði ekkert haft með málið að gera. Ásakanirnar og rifrildið fengu snöggan endi tveimur vikum síðar þegar fangarnir fundust. Strokugemlingamir nást Mangone, klefafélagi Easterwoods, fannst fyrstur. Lögreglumenn komu auga á hann þegar þeir stöðvuðu bif- reið hans í venjulegri eftirlitsferð við bensínstöð skammt frá Chicago. Lögreglumennirnir vildu fá að vita hvemig á því stæði að fimm hagla- byssur, tvær skammbyssur og fimm handtalstöðvar væm í bflnum. Mangone var ófær um að gefa skyn- samlega skýringu á því og lögreglan tengdi farminn fljótlega við innbrot í skotfæraverslun í Pennsylvaníu nokkrum dögum áður. Á meðan lögreglumennirnir voru að reyna að rekja garnirnar úr Mangone, veittu þeir athygli manni sem hljóp sem fætur toguðu frá nærliggjandi veitingahúsi. Þar sem þeir náðu flóttamanninum ekki, var ekki vitað hvort þar hefði verið um Easterwood að ræða. En talið var að hinn dæmdi nauðgari, sem átti morðákæru yfir höfði sér, hefði séð að félagi hans hafði verið handtekinn og því ákveðið að taka til fótanna. Yfirvöld höfðu ekki hendur í hári Easterwoods fyrr en nokkrum dög- um síðar. Skömmu eftir klukkan sjö að morgni laugardagsins 20. janúar náðist Easterwood þegar hann var að reyna að stela bfl við flugvöllinn í Chicago. Fangelsi enn og aftur Easterwood var kærður fyrir inn- brot og þjófnað eftir að lögreglan náði honum. í fórum sínum hafði hann skurðlæknishníf, gúmmí- og ullarhanska, handjárn, skrúfjárn og stutta sveðju. Við handtökuna sagðist hann heita Carl Smith og það tók yfirvöld í Chicago tvo daga að komast að því hver hann raunverulega var. Þvert ofan í það sem ráð var fyrir gert, var þess ekki krafist að John Easterwood yrði framseldur til að svara til saka fyrir morðið á Rebeccu Claypool. John Easterwood er nú í fangelsi í Chicago og afplánar dóm fyrir þau afbrot sem hann framdi þar. Hann mun ekki koma fyrir rétt vegna morðsins á Rebeccu fyrr en hann hefur afplánað þann dóm, en þá verður hann sendur rakleiðis fyr- ir rétt. Þannig að gera má ráð fyrir að saksóknarinn fái að lokum þá ósk sína uppfyllta að John Easterwood verði ekki samfélaginu hættulegur næstu áratugina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.