Tíminn - 12.10.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.10.1991, Blaðsíða 8
16 HELGIN Laugardagur 12. október 1991 Sóun á einbeitingarkraftinum Enn er tekið að ræða um ráð- herrabfla og hvað þeir kosta og menn finna gleði í að geta sér til um hégómagirnd og lúxus- löngun, sem þeir ætla að leynst hafi í brjósti þeirra er löngum voru ef til vill óbreyttir þing- menn, en hefjast nú í upphæð- ir ráðherradóms. Auðvitað er kátínan mest, þegar í hlut eiga menn er starfað hafa í pólitík undir þeim flöggum að þeir hyggist sérstaklega gæta réttar „litla mannsins" og láglauna- fólksins og er sú saga ekki ný. Segjast verður samt að allar eru þessar spekúlasjónir frem- ur lágkúrulegar. Heilbrigðara er að Iíta svo á að nokkuð sæmilegur ytri búningur æðstu embættanna í landinu sé í þjóðarþágu og að óþarfi sé að slíku að finna. Kannske mundi það friða margan ef sú tilhögun yrði blátt áfram tekin upp (enda hefur henni fyrr verið hreyft) að ráðherrar hefðu ekki tillögurétt um það sjálfir hvers konar bflar eru undir þá settir, heldur sæi Innkaupastofnun um þetta. Ávinningurinn yrði sá að hver ráðherra fengi við- eigandi og virðulegan vagn án hlægilegs fímbulfambs um það í fjölmiðlum. Slíkt fimbulfamb hafa raunar sumir þeirra ýtt undir sjálfir, er þeir virðast ekki hafa virðingu embættis síns fyrst og fremst í huga er þeir velja bfl. Stundum ber valið á bfl vott um heldur rustalegan smekk almúgakarla sem eru veikir fyrir dýrum „spíttkerr- um“. Til slíks er auðvitað leitt að vita. Helst á enginn að taka eftir því þótt skipt sé um bíl ráðherra, ekki fremur en þótt skipt sé einhvers staðar um gamla skolplögn eða aðra sjálf- sagða endurnýjun. Þetta gerir Magnús Óskarsson borgarlögmaður að umtalsefni í stuttri grein í Morgunblaðinu sl. fimmtudag. Hann segir: „Ég er hundleiður á þessu bflakjaft- æði. Þetta er orðið sjúklegt öf- undarhjal stjórnmáiamanna og fréttamanna sem spila á það að fólk skilji muninn á góðum bfl og vondum, en botni ekkert í þeim efnahagsmálum sem ráða afkomu þess. Það er ekkert at- hugavert við það að ráðherra aki á almennilegum bfl og verðmunur á slíkum bfl og druslu skiptir þjóðina engu máli. Þjóðina varðar hins vegar um það ef fjármálaráðherra setur hana á hausinn þegar hann stígur út úr bfl sínum og skiptir þá litlu máli hver á bfl- inn...“ Auðvitað er þetta satt hjá borgarlögmanni og þótt hann hyggist hér sneiða að Ólafi Ragnari, þá gegnir auðvitað sama máli um hvaða ráðherra er vera skal — það er embætt- isráðsmennska hans sem skipt- ir máli en ekki það hulstur sem í það og það skiptið flytur hann í milli staða. Vaxi einhverjum eigi að síður verð ráðherrabfl- anna í augum, þá ætti að mega vona að ráðherrann skilji slfk- an „lúxus“ sem svo að hann sé tákn þess trúnaðar sem honum er sýndur og sýnileg áminning þess. Þá er bflverðinu vel varið, enda satt hjá borgarlögmann- inum að verðmunurinn á „al- mennilegum bfl og druslu“ skiptir litlu einn og sér. Er nú að vona að þessu gamla þrefi megi linna með einhverju móti, og að landslýðurinn hag- nýti sér þann einbeitingarkraft, er þannig sparast, til að gefa meiri gaum að hinum veiga- meiri málefnum. Ráöning síöustu gátu hér í horninu er sú aö þar gat aö líta Beruneskirkju meö Bú- landstind i baksýn. Nú erum viö stödd f Eyja- firöi. Hver er byggöakjarn- inn sem sjá má á mynd- innl? KROSSGÁTA r- 75 £ ERÍA >y > mmi MtÐUK P SÍÓLO VfM KK- U R ■RbÐ m ur- SKIPtA/ bóka - ftOfcK - U K UXl LYKKJÚ * A 'hrr SJD Kllt/) J S. W firr ' VOklD EJVN t 3 ( • -REtÐ > 1 ^ ’ 3y/ / \ fRÝs EY KUH ÝKJA .60 HTIfl 7 3 (Cf% v Æ PlfESS' ING, /k Cc 1 i..\ VONT ÓHREINK- AR 2. 1 H &UO nk/tpi \/ j r» < KLÍi) S /ooo 5 i Mús/t - ffLfltJD- V£INr Ár/tMIH FOtf- iEriJitJGi ’kSYN ifTl •?- DEILW BflUu !r L SÍAK DAi-LAS Lfivr H KEMVR urP TóM F/Ti.A'R 7 ntr-\ flST SÝLL Hurubl yp/R- SKRÍF’T w* RUSt { L T: FoTflR- m s Aí/IT-r. wef- SÓTT UMC'R- STÖt>Uttt\ Bú'RT - REKltf il sesl FALL PLJcM- U R LÍT GÓBB lo klukko S KO P N L£JK[R FÆt>V- POKH <0 FiMy) IWDVI sö&v fUóT- f L- ÍIHS AHDLir NúLL 11 KRcK Rí/visr S/6'7?- 0-DU FYRK dÐflSTfl Hl D/t*$ /Y °l UHD n Í&U EJNK- UHN wrr FÍILM MflNN 8 &Mr SÍOK LlíKDó M- URIIVn tíruG, KóÐ EfNS 13 p> . . ■ i ■ HO AFTÍ/X- Fi’K IH 'att SPhHfi WAMB STÁT' HllMR 15 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.