Tíminn - 17.10.1991, Side 7
Fimmtudagur 17. október 1991
Tíminn 7
VETTVANGUR
Jón Kristjánsson alþingismaður:
Grasrótin í menningunni
Það eru eldfom sannindi að maðurínn lifir ekki á brauði einu
saman. Tiibreyting í lífinu er honum nauðsynleg, eins og vinnan
sem hann lifir á.
Menning og listir eru krydd í tilveruna og í rauninni hvati fram-
fara, ekki síður en önnur þekking mannsins. Þjóðfélag, sem
sinnir ekki viðleitni manna til menningar og listsköpunar, er
staðnað.
Þetta kemur upp í hugann nú á
haustdögum þegar vetrartíminn
fer í hönd, sem er bjargræðistími
menningarstarfsemi af öllu tagi.
Þar við bætist að nú undanfarið
hefur verið til umræðu staða
menningarstarfseminnar í land-
inu, einkum leikstarfsemi
áhugamanna, vegna þess að svo
er að sjá sem minni opinbers
stuðnings sé að vænta við það
starf nú en áður.
Framlag áhuga-
manna til menning-
armála
Sannleikurinn er sá að menn-
ingarlíf, sem byggir á framlagi
Áhugaleikfélögin um allt
land hafa haldiö uppi óop-
inberum leikskólum meö
því að færast mikíð í fang
og fá menntaða leiöbein-
endur. Þetta er ómetanleg-
ur skóli I öguðum vinnu-
brögðum og þessí leik-
starfsemi hefur verið gras-
rótarstarf fyrir leiklistina í
landinu og gert mörgum
kleift að njóta leiklistar,
sem ekki hefðu átt þess
kost elia.
áhugamanna, stendur víða með
miklum blóma. Leikstarfsemi og
tónlistarstarfsemi af ýmsu tagi
hefur vaxið fiskur um hrygg, og
er þáttur tónlistarskólanna og
þeirra fagmanna, innlendra og
erlendra, sem þar hafa haldið um
stjómvölinn, ekki smár.
Áhugaleikfélögin um allt land
hafa haldið uppi óopinbemm
leikskólum með því að færast
mikið í fang og fá menntaða leið-
beinendur. Þetta er ómetanlegur
skóli í öguðum vinnubrögðum
og þessi leikstarfsemi hefur verið
grasrótarstarf fyrir leiklistina í
landinu og gert mörgum kleift að
njóta leiklistar, sem ekki hefðu
átt þess kost ella.
Það er því mjög miður ef mögu-
leikinn til þess að launa mennt-
aða leikstjóra eða annar tilstyrk-
ur til leikstarfsemi áhugafólks er
skorinn niður. Þarna er ekki um
háar upphæðir að ræða, en þess-
ir fjármunir hafa komið í góðar
þarfir við að hlúa að þessu starfi,
sem er mjög öflugt á landsbyggð-
inni og er hægt að nefna mörg
dæmi sem sanna það.
Tengsl menningar
og atvinnulífs
Okkur íslendinga dreymir um
að auka íjölbreytni atvinnulífs
okkar, m.a. með því að taka á
móti ferðamönnum og sýna
þeim fagurt landslag og fjöl-
breytt þjóðlíf. Það síðara verður
hjómið eitt án öflugrar menn-
ingarstarfsemi. Tengsl atvinnu-
lífs og menningar eru meiri held-
ur en menn vilja vera láta og
þetta tvennt er alls ekki andstæð-
ur.
Þó að hér sé að gefnu tilefni
minnst á áhugaleikfélögin, er
fjarri því að þau séu eini lífvæn-
legi sprotinn á menningar- og
listastarfi hérlendis. Sannleikur-
inn er sá að áhugi er mikill f
flestum greinum og má nefna
bæði tónlistina og myndlistina
sem dæmi.
Sá mikli fjöldi manna, sem eru
virkir þátttakendur í þessum
greinum, og hinn sívaxandi
fjöldi, sem nýtur þeirra, ber vott
um áhuga sem má virkja enn
betur til þess að skapa fjölbreytt
þjóðlíf og jarðveg fýrir þá sem
skara sfðan fram úr.
Einar Freyr:
EB og markaðshagfræðin
sem þjóðfélagsleg ótemja?
Miðað við það, sem nú er að gerast bæði leynt og ljóst um alla
Vestur- Evrópu, verður mjög eðlilega að varpa fram spurning-
unni: Eru þjóðir Evrópu nægilega andlega þroskaðar fyrr samtök
EB? Og eru málefni Evrópu ekki að einhveiju leyti einnig sál-
fræðileg vandamál? Og geta þessi sálfræðilegu vandamál ekki
einnig orðið að mjög alvarlegum staðreyndum eða að nýjum
mjög alvarlegum vandamálum? Gömul vandamál eru vön að leiða
af sér ný vandamál. Erum við ekki á leið að ana inn í nýjan heim
blekkingar? Slíkt hefur alltaf og á öllum tímum veríð að gerast og
gerist enn nú á dögum.
Ef fslendingar og Norðmenn
myndu nú þegar ganga í Evrópu-
bandalagið og beygja sig fyrir núver-
andi lögum þess, þá myndu fiskimið-
in kringum ísland og á öðrum norð-
lægum slóðum á tiltölulega stuttum
tíma breytast í hafseyðimörk. Ekkert
gæti þá bjargað efnahag íslendinga,
ekki einu sinni fiskirækt og orku-
framleiðsla. Slík þróun yrði einnig
mjög alvarleg fyrir alla Evrópu, því
eins og flestir vísindamenn eru sam-
mála um er fiskurinn lífsnauðsynleg
heilsufæða fyrir fólkið.
Fólk í Mið- og Suður-Evrópu getur
alls ekki skilið hina „neikvæðu" af-
stöðu íslendinga til EB, vegna þess
að skólakerfi þessa fólks er mjög
vanþróað. Undir slíkum kringum-
stæðum er fólk vant því að tileinka
sér fremur hættulega fordóma en
haldgóða þekkingu.
Það er hinn mesti misskilningur að
aðeins öfgamenn, eins og t.d. lenín-
sinnar, vilji helst einangra og útiloka
alla gáfaða einstaklinga (intellígens-
íuna) og kynda undir alls kyns of-
stæki. Slíkt hugarfar er miklu út-
breiddara en svo. Fyrr á öldum of-
sóttu kirkjuvöldin flestalla gáfaða
einstaklinga, bæði menn og konur.
Flestir kapítalistar hafa gert slíkt hið
sama, svo og nasistar og fasistar
gerðu og gera enn nú á dögum.
Lítum á nútíma Pólland. Þegar len-
ín-stalínisminn herjaði í Póllandi, þá
leitaði fólk ásjár kaþólsku kirkjunn-
ar. Kaþólska kirkjan í Póllandi varð
til mikillar hjálpar, bæði undir oki
nasista og kommúnista. En nú á
dögum gagnrýna Pólverjar kaþólsku
kirkjuna fyrir mikla fordóma á hin-
um ýmsu sviðum lífsins. Hvemig
stendur á þessu?
Svarið liggur í því að fordómar nas-
ista og kommúnista vom miklu
hættulegri en fordómar kaþólsku
kirkjunnar.
Nú á dögum er fall og dauði komm-
únista til umræðu um allan heim,
en umræður þessar em mjög yfir-
borðslegar og hlaðnar vanþekkingu
og fordómum. Allflestir gleyma því
að kommúnisminn var ekki orsök
heldur afleiðing af kapítalismanum;
án kapítalismans hefði kommún-
isminn aldrei átt sér stað. Og nú
þegar kommúnisminn er fallinn í
austurvegi, hlýtur maður að spyrja
sem svo: Hvers konar pólitísk öfgaöfl
mun kapítalisminn skapa á næstu
öld?
En fordómar kaþólsku kirkjunnar
em síður en svo hættulausir. Mesta
hættan af fordómum kirkjunnar hef-
ur bitnað á skólakerfinu. Gleymum
því ekki að Adolf Hitler ólst upp við
kaþólskt skólakerfi og prússneski
hemaðarandinn í Bæjaralandi, þar
sem Hitier átti einnig ættingja að
sækja, var undir áhrifum frá öfga-
fullum mótmælendum. Hitler lét
banna sálarfræði Freuds en hóf sál-
arfræði Jungs til skýjanna. Kirkjan
bannfærði pósitívismann. Af þessum
ástæðum gæti maður dregið þá
ályktun að sú þráhyggja franskra
hershöfðingja og stjómmálamanna
að halda áfram tilraunum með
kjamorkusprengjur í Kyrrahafinu
stafi fyrst og fremst af því að skóla-
kerfi Frakka sé of vanþróað.
Við skulum heldur ekki gera þessi
málefni of einföld fyrir okkur, heldur
minna á þá staðreynd að það vom
bandarískir kapítalistar sem komu
Hitler til valda og juku jafnframt
hina miklu persónudýrkun á Jósef
Stalín. Þetta gerðu bandarískir kap-
ítalistar með því að skapa heim-
skreppuna miklu með sínum pólit-
ísku og efnahagslegu aðgerðum á ár-
unum 1921-1932. Og það var þessi
heimskreppa kapítalista sem var að-
alorsök síðari heimsstyrjaldarinnar
1939-1945. Þessar staðreyndir reyna
kapítalistar að falsa sér í hag.
Réttarfarið f Bandaríkjunum er
m.a. afleiðing af starfsemi kapítal-
ista. Að dæma böm og unglinga til
dauða og lífláta þá er ekta bandarískt
nútímafyrirbæri. Af þeim heimilda-
kvikmyndum, sem gerðar hafa verið
um komunga bandaríska morð-
ingja, er augljóst að sumir af þessum
morðingjum eru undir ómeðvituð-
um áhrifum og ómeðvitaðri yfir-
færslu frá grimmd hins bandaríska,
kapítalíska hagkerfis. örfáir banda-
rískir sálfræðingar em nýlega famir
að uppgötva þessa staðreynd.
Snúum okkur aftur að Evrópu-
bandalaginu. Var aðalhugmyndin að
EB byggð á fögmm hugsjónum, vin-
áttu milli þjóða, húmanískri menn-
ingu og vísindum, sameiginlegum
uppmna evrópskrar menningar?
Svarið er þvert nei. Aðalhugmyndin
var upphaflega byggð á kaldrifjuðum
kapítalískum stundarhagsmunum
og einnig til að reyna að koma í veg
fyrir stríð milli Frakka og Þjóðverja
um hinar þýðingarmiklu námur í
Saarlöndum Mið-Evrópu. Fyrsta
verkefnið var Montanunionen 1951
eða Kol- og stáleining Evrópu.
Þegar mönnum var ljóst að tolla-
bandalagið milli Benelux- landanna
(Belgíu, Hollands og Lúxemborgar)
hafði gengið vel í lengri tíma, byrjaði
núverandi hugmynd um EB að vaxa
í þá átt sem það er nú. EB ákvað að
afiiema tolla innan EB með vissum
ströngum skilyrðum og flóknum
lögum. öllu er nú stjómað frá
Brússel, sem orðin er eins konar ný-
tísku Moskva, enda er farið að bera á
ekki ósvipaðri skriffinnsku og þar
eystra átti sér eitt sinn stað, saman-
ber traktoraverksmiðjan fræga í
Portúgal sem finnskir athafnamenn
starfrækja þar í nafni EB.