Tíminn - 19.10.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.10.1991, Blaðsíða 2
10 HELGIN Laugardagur 19. október 1991 'Cr Laust lyfsöluleyfi, sem forseti íslands veitir Laust er til umsóknar lyfsöluleyfi á Patreksfirði (Patreks Apótek). Fráfarandi lyfsali óskar eftir því að viðtakandi lyf- sali kaupi húseign þá er lyfjabúðin er í, sbr. 11. gr. laga nr. 76/1982, um lyfjadreifingu. Viötakandi lyfsali skal hefja rekstur frá og með 1. janúar 1992. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um lyfjafræði- menntun og lyfjafræðistörf, sendist ráðuneytinu fyrir 15. nóvember 1991. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 17. október 1991. Laus staða forstöðumanns Lyfjaeftirlits ríkisins Laus er til umsóknar staða forstöðumanns Lyfjaeftirlits ríkisins. Staðan veitist frá 1. janúar 1992. Samkvæmt 49. gr. lyfjalaga skal forstöðumaður Lyfjaeftirlits ríkisins uppfylla þær kröfur er lög áskilja til að geta öðlast lyfsöluleyfi. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um lyfjafræðimenntun og lyfjafræðistörf, sendist ráðuneytinu fyrir 15. nóvember 1991. Frekari upplýsingar veitir ráðuneytið. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 17. október 1991. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 1992 Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1992. Athygli borgarbúa, svo og hagsmunasamtaka (t.d. íbúasamtaka), er vakin á að óskir, tillögur og ábendingar varðandi gerð fjárhags- áætlunarinnar þurfa að hafa borist borgarráði fyrir 20. nóvember n.k. 18. október 1991. Borgarstjórinn í Reykjavík. Vinnuvélar JCB 806 beltagrafa árg. ‘78 OKRH 12 beltagrafa árg. '74 CAT-D6C jarðýta árg. '71 VIBRO valtari 10 tonn sjálf- keyrandi til sölu ZEKURA snjóblásari Sturtuvagn fýrir traktor tveggja hásinga. Upplýsingar i síma 98-75815. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síöumúla 39 -108 Reykjavík - Sími 678500 Fax 686270 Forstöðufólk — Fjölskylduheimili Hjón eða einstakling með háskólamenntun á sviði uppeld- is-, félags- eða sálarfræði vantar til að veita forstöðu fjöl- skylduheimili fyrir börn á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar veitir Helga Þórðardóttir, forstöðumaður vistunarsviðs, í síma 678500. Umsóknarfrestur ertil 1. nóvember n.k. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavík- urborgar, Síðumúla 39, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. „Það á að syngja hærra þegar nótan er ofar“ kaka, smjör og kæfa; á þriðjudög- um blautfiskur, annaðhvort saltað heilagfiski eða svonefndar „kúlur“, það er hnakkinn af flöttum salt- fiski. Til miðvikudaganna hlökk- uðum við bömin; þá var kjötsúpa með káli, skomu niður í tunnu á haustin. Var þá haft nautakjöt, en á sunnudögum kindakjöt. Hina þrjá daga vikunnar, sem eftir vom, var á víxl blautur fiskur eða harður. Vinnufólkið borðaði uppi á lofti eða þá frammi í suðurstofu ef mjög kalt var. Hreinlæti Ekki var eytt eins miklum tíma í hreinlæti eins og nú; þar er breitt bil á milli. FVrst er ég man til vom ekki þvegin gólf á hverjum laugar- degi, heldur annan hvem, og á öll- um hátíðum, en sópuð vom þau með hrísvendi hvem dag; má því nærri geta hvort ekki hafi komið ryk, sem engir vissu í þá daga að væri neitt saknæmt. Heldur ekki vom askar þvegnir hvem dag, en við og við. Á laugardögum var þvegið upp um, gluggar, rúm- stokkar, borð, kistur og kringum lása á hurðum. en á öðmm heimil- um, sem ég þekkti, var sjaldan þvegið nema á hátíðum. Að sjá mismuninn á sparsemi og nýtni þá og nú — hann er mikill; því þá vildu allir af ýtrasta megni forðast kaupstaðarskuldir; þeir hafa vfst ekki verið fæddir þá þess- ir féglæframenn sem nú em famir að tíðkast hér á landi. Ég tek það upp aftur, að þá var miklu meiri sparsemi en nú, t.a.m. þegar rifin vom þorskhöfuð, sem ætíð var gert á morgnana, þá var skammtað heilt þorskhöfuð karlmanni og fjórði partur úr köku, eða lítil brauðsneið á undan grautnum og var hann úr blandaðri mjólk. Hon- um var ausið upp í askana og lát- inn skæna (koma skán á), síðan var látinn kökkur af skyri með káli í of- an á skánina, svo það sykki ekki: því ef það sökk varð maturinn þunnur og þótti þá öllum vondur. Á sumrin um sláttinn vom aldrei borðuð þorskhöfuð, það þótti föð- ur mínum tímatöf: því þótt hægt færi hjá báðum foreldrum mínum þá fann fólkið að það átti að vera að. Drykkjuskapur Mikið var dmkkið í þá daga. Helgi gamli og Þorbjöm sonur hans jusu brennivíni á báðar hendur og vom miklir drykkjumenn sjálfir, gerðu og oft óskunda hjá okkur, bmtu rúður og lömdu húsið utan. Þá vildi Helgi fá föður minn til að drekka með sér, fara svo í áflog og illindi; en faðir minn var meiri „smekkmaður" en svo að hann drykki með slíkum mönnum. Ég var svo ung að ég aðeins man eftir því að Helgi var eitt sinn um nótt að lemja utan húsið og vildi fá föð- ur minn út til sín, fór að bölva öll- um í húsinu og óska öllum ills, en aldrei var opnað. Þá gekk faðir minn út í dymar og mælti þetta af munni fram: Guð alvaldi gæzkufúsi geymi oss alla hér. Hríni á þér og þínu húsi þessar óbæner. Brá karlinum svo við að hann fór heim: en daginn eftir fékk hann víst að borga töluvert. Þess skal getið að Helgi var hægur og góður í hversdags umgengni, þegar hann var ódmkkinn. Einn vinnumaður okkar, Kristján að nafni, var mjög drykkfelldur; aldrei fékk hann samt brennivín hjá pabba; þá fór hann til Helga og kom svo aftur augafúllur. Þetta orð, „augafúllur“, var þá jafnan haft í stað „blindfúllur" sem nú tíðkast Menn dmkku öðmvísi þá en nú; t.a.m. bóndi einn í framsveit, S. að nafhi, og Gunnlaugur nokkur, þeir lágu við hjá Helga og drukku sam- fleytt í marga daga, rifú hver af öðmm fötin, urðu veikir og lágu í rotinu 1-2 daga um hásláttinn og stundum komu konur þeirra að sækja þá. Steikt roð Já, ég var að tala um nýtnina, ta.m. þegar þorskhöfúð vom rifin, þá var beinunum ekki kastað út á haug, eins og nú, né heldur öðmm fiskbeinum, uggum eða roðum; því ræðin vom jafnan steikt á glóð og borðuð eða þá (það sá ég oft) að karlmenn skám bitann með roð- inu á og tuggðu svo allt saman og smjör ríflega við. öll bein og uggar (þ.e. fiskbein) vom látin í sým og á vorin vom þau orðin meyr, og vom þá skömmtuð á undan vökvun á morgnana og þótti sumum ljúf- fengara en þetta harða snarl. Oft sá ég menn borða með óhreinum höndum; það var ekkert verið að hugsa um það; og til svefns gengu menn eins oft án þess að þvo sér. Alls staðar vom þá tin- diskar í stað leirsins sem nú er. Þegar ég var um kristni [þ.e. ferm- ingu] þá fóm að flytjast leirfiát og bollapör; áður var dmkkið úr litl- um „spilkomum" svonefndum, en óhætt er að fúllyrða að þær hafa tekið framt að pela. Á heimili mínu voru bæði steikföt og „tarínur" úr leir. Kaffi var í þá daga ekki þamb- að sem nú, 3-4 sinnum á dag í sveitum, þó nóg sé mjólkin. Kaffi var þá miklu ódýrara en nú, pund- ið þá sjaldan meira en 24 skilding- ar, sem er sama og 50 aurar, en sykur var þá dýrari en nú, nefni- lega 2 mörk pundið = 66 aurar. Stundum var haft sýróp í stað syk- urs; það var miklu betra þá en nú, bæði ljósara á lit, ekki salt, sætara og sjaldnast dýrara en 16 skilding- ar pundið = 33 aurar. Öll útlend vara var þá spömð sem mest, og þó var rúgur og bankabygg töluvert ódýrara en nú, en menn vildu þá helst búa að sínu. Hrísgrjón og hveiti var þá nær ókaupandi, svo dýrt var það þá, og var aldrei haft um hönd nema í brúðkaupsveisl- um og á stórhátíðum. Fyrir hátíðir var bankabygg malað svo smátt sem varð og sáldað gegnum hár- sáld, þá var það jafngildi hveitis og úr því gerðar kleinur og pönnu- kökur. Jólakökur vom þá ekki gerðar, því enginn átti þá „ölger" nema þeir sem höfðu ölgerð og var það einungis gert í kauptúnum, en til sveita þekktist það eigi. í minni sveit vom einungis 4 konur er kunnu að gera jólakökur, það var kona Áma Thorsteinssonar sýslu- manns í Krossnesi, kona Einars prests Sæmundsens á Setbergi, Kristín móðursystir mín og móðir mín, en þær vantaði „ölger". En nú getur hver kona í sveit búið þær til, því nóg fæst nú af lyftidufti í öllum sölubúðum landsins. Hátíðavenjur Á hátíðum var skammtað hangi- kjöt (jólanóttina), brauð og smjör eins og diskamir tóku, og kerti lát- ið á diskbarminn, en fólkinu var skammtaður bæði miðdegis- og kvöldverður á jólanóttina, svo að húsmæður þyrftu ekki að vera að skammta þá, en kaffi, pönnukökur og kleinur fékk það óspart á eftir. Aldrei mátti taka upp spil á jóla- nóttina, því faðir minn vildi það eigi, en í þess stað var sungið, því faðir minn kunni mikið af söngv- ísum og var bæði lagsæll og radd- maður mikill. Fór hann þá með pilta sína í gestastofu og drengim- ir bræður mínir vom með; þar var hann að kenna þeim lögin. En ég man nú eigi allar þessar vísur, að- eins þessar: „Oft vindar eik þjá“, ,J4argt er manna bölið", „Björt mey og hrein", „Best er að hætta hveijum leik", „Þú sem kærleika kveikir magn". Þessar vísur vom þá á hvers manns vömm, en lögin við þær kunnu eigi allir, þau hafði fiaðir minn lært í ungdæmi sínu af prófasti Bimi Þorgrímssyni að Set- bergi, ásamt fleiru, og hjá honum lærði hann einnig að leika á lang- spil, skrift, reikning og dönsku; og það man ég að mjög vænt þótti föður mínum um síra Bjöm. Daníel Magnússon, faðir föður míns, sem var bóndi á Kirkjufelli, unni svo menntun að hann vildi vinna það til að láta son sinn vera á vetmm á Setbergi að menntast, þótt hann hefði næg verk fyrir hann heima. Þetta held ég að megi kalla einsdæmi á þeim tímum. Eigi vom jólin búin, því síðan var hitað mungát (toddý) úr „extrakt" og borið til stofu, en enginn var ölvaður á jólanóttina. Síðan var lesinn húslesturinn og sungið fyrir og eftir, þá kaffi þar á eftir og síðan sungnar ýmsar vísur inni hjá okk- ur í dagstofunni, svo amma mín fengi að heyra sönginn. Sýndi hún okkur þá grallarann og benti á nót- urnar: „Það á að syngja hærra þeg- ar nótan er ofar," sagði hún, en í því skildum við ekkert. Síðan var farið að sofa. Á jóladagskvöldið var spilað „púkk", „alkort" og „trei- kort". Við áttum mikið af kvömum sem við vomm búin að safna, því ekkert þorskhöfuð var svo rifið af heimamönnum eða gestum að eigi væri kannað, til að ná í kvamimar, og kepptumst við hvert við annað að safna sem flestum kvömum. Sparibúningur Þá er að minnast á kirkjuferðir. Á laugardögum vom gerðir skór, úr lituðu skinni, ýmist sauð- eða sel- skinni, verptir með mórauðum skóþræði úr togi; síðan vom ristir eða klipptir þvengir af svo vel eltu skinni að það var mjallahvítt og þessir renningar (þvengir) vom hafðir til að þvengja skóna með, og þótti fallegast að hafa æsamar eigi færri en 17-18 kringum skóna; síð- an var annar endinn á þvengnum lagður yfir ristina, en hinn endinn innanfótar, þar vom þeir bundnir saman og endunum stungið ofan í skóna. Þá gekk nokkuð á með að klæða sig, búa sig til kirkju, taka klæðn- aðinn upp úr kistum; silkiklúta, handlínur (vasaklúta) upp úr stór- um öskjum. Einn af þessum silki- klútum var nú lagður á herðamar og endunum stungið undir svunt- una, sem oftast var stykkjótt eða með rúðum, rauðum og bláum, og hún var ætíð úr lérefti, en hvorki úr ull né silki, sem nú gerist, því nú sjá menn ekki svo auvirðilega vinnukonu að ekki hafi hún á mannamótum silkisvuntu. Já, ekki er enn búið að búa sig til kirkjunnar, því nú er tekinn annar silkiklútur, sá fallegasti, brotinn á hom fyrst, og gerður svo mjór sem unnt er, það er að skilja, ungar stúlkur gerðu það. Nú var byrjað á enninu og endamir látnir aftur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.