Tíminn - 19.10.1991, Síða 6

Tíminn - 19.10.1991, Síða 6
Einkaritara hr. Rowes fannst ekkert athugavert við símtalið sem hún fékk þann 21. september 1981. Sá, sem hringdi, var að falast eftir því að fá að hitta Rowe, sem var margfald- ur milljónamæringur á rekstri stór- markaða. Þegar sá, sem hringdi, gaf upp nafn sitt kannaðist einkaritarinn ekki við það, en það var daglegur viðburður að menn sæktust eftir að ná fundi yfirmanns hennar. Við- skipti eru viðskipti og því kom hún skiíaboðunum áleiðis til Rowes. Þegar Rowe mætti til fundarins, sem ákveðinn hafði verið klukkan þrjú eftir hádegi sama dag, kom enginn til fundar við hann. Morð um miðjan dag En á sama tíma fór þjófavarnar- kerfið í gang á glæsilegu heimili Ro- wes og fjölskyldu hans. Eins og flestir auðugir kaupsýslumenn í vesturhluta Englands, hafði Rowe orðið við tilmælum lögreglunnar um að koma upp fullkomnum ör- yggisútbúnaði á heimili sínu. Kerfið var tengt beint við lögreglustöðina í Exmouth í um það bil 20 kílómetra fjarlægð. Lögreglan var komin á staðinn inn- an 12 mínútna frá því kerfið fór í gang. Það mætti þeim óskemmtileg BÁSAMOTTUR FRA ALFA LAVAL STÆRÐ: 1700x1100 mm MUðsorffý HOFÐABAKKA 9 • 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 sjón er þeir fóru inn í húsið. Á gólf- inu lá blóðugt lík hinnar 42 ára gömlu Juliet Rowe. Eftir því sem lögreglumennirnir gátu best séð hafði hún verið skotin mörgum skotum. Eftir að hafa gáð hvort líf leyndist með konunni og komist að því að svo var ekki, kölluðu lögreglumenn- imir á aðstoð frá starfsmönnum morðdeildar. Þeir komu rakleitt á vettvang og í einu vetfangi var kom- ið upp vegartálmum og næsta ná- grenni rannsakað. Að morðrann- sókn þessari unnu 160 lögreglu- menn allan sólarhringinn. Á vettvangi fannst hálsmen með mynd af heilögum Kristófer á for- stofugólfinu innan um sex tóm skot- hylki. Ekki sáust aðrir áverkar á lík- inu en skotsárin, og ekkert benti til að um kynferðisglæp hefði verið að ræða. Lögreglumennirnir gátu sér þess til að hún hefði reynt að verjast moröingjanum af veikum mætti og þá hefði nistið slitnað af hálsi hans. Síðan hefði henni tekist að ýta á neyðarhnappinn rétt áður en hún lét lífið. Hver var ástæðan? Aðrir íbúar hússins, þar á meðal harmi Iostinn eiginmaðurinn, vott- uðu að ekkert verðmætt hefði horf- ið. Þar sem nauðgun og rán hafði nú verið útilokað, fóru lögreglumenn- irnir að velta fyrir sér hvort morðið hefði verið afleiðing misheppnaðrar mannránstilraunar, sem hefði farið forgörðum þegar frú Rowe tókst að ýta á neyðarhnappinn. Ef svo var, gat þá verið að morðinginn þekkti Ro- we-fjölskylduna og hefði því drepið konuna til að koma í veg fyrir að hún gæti bent lögreglunni á hann. Við krufningu kom í ljós að frú Ro- we hafði verið skotin fjórum sinnum í bakið, einu sinni í höfuðið og loks einu sinni í bringuna, beint í hjarta- stað. Tæknideildin sat uppi með 367 fmgraför sem tekin höfðu verið í húsinu og þurfti að rannsaka. Morðrannsóknin hélt áfram. Lög- reglan ræddi ítarlega við alla sem tengdust Rowe-fjölskyldunni á ein- hvern hátt, og reyndi að komast að því hvort hjónin hefðu átt einhverja óvini. Hr. Rowe hafði byggt upp keðju átján stórmarkaða og tvö bak- arí og frú Rowe rak mjög arðbæra hárgreiðslustofu. Vinir hjónanna lýstu Juliet Rowe sem hlédrægri og feiminni konu, Juliet Rowe var hlédræg og feimin kona og einstaklega varkár. Engar líkur voru því til að hún hleypti ókunnum manni formála- laust inn í hús sitt. góðri eiginkonu og móður sem var stolt af fjölskyldu sinni og heimili. Hún hafði sagt að það ylli sér oft áhyggjum hversu afskekkt húsið væri. Hún var álitin rausnarleg kona, sem varði góðum hluta frí- tíma síns í góðgerðarstarfsemi, og einnig hafði hún séð um blóma- skreytingar við hátíðleg tækifæri í þorpinu. Skömmu áður en hún var myrt hafði hún farið með fjölskyldu sinni í frí til Bandaríkjanna. FVrir utan áhyggjurnar af legu hússins, hafði frú Rowe ekki ástæðu til kvíða. Hjónaband hennar hafði enst í 20 ár og flestir, sem til þekktu, töldu það til mikillar fyrirmyndar. Ekki erindi sem erfíði í viðtölum við fólk kom í ljós að Juliet var óvenjulega varkár, eflaust vegna þess hversu afskekkt húsið var. Þar af leiðandi var það talið mjög ólfldegt að hún hefði opnað fyrir einhverjum ókunnugum. Þetta virtist renna stoðum undir mann- ránskenningu lögreglunnar. Kannski að morðinginn hefði fengið hana til að hleypa sér inn með því að þykjast vera viðgerðarmaður, til að athuga símann — eða jafnvel við- vörunarkerfið. En honum tókst að komast inn, svo mikið var víst, og hann hafði ekki verið að eyða tímanum til einskis. Hann hafði innan við tólf mínútur þar til lögreglan kom á staðinn. Jafnvel þó að áætlun hans hefði far- ið úrskeiðis, hafði honum tekist að flýja áður en vegartálmamir voru settir upp. Lögreglan gerði ráð fyrir að fúndar- boðið, sem herra Rowe fékk, hefði verið til þess gert að tryggja að hann færi ekki heim til sín of snemma, þannig að Juliet Rowe yrði örugg- lega ein heima. Við rannsókn kom í ljós að kúlurn- ar í líkinu voru úr 22 kalibera hálf- sjálfvirkri skammbyssu, kúlumar voru með mjúkum oddi sem valda miklum skaða. Nú vissi lögreglan hvemig vopni hún var að leita að.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.