Tíminn - 19.10.1991, Síða 8

Tíminn - 19.10.1991, Síða 8
16 HELGIN Laugardagur 19. október 1991 Ílllllí TÍMANS RÁS 1 ír 1 ./;> .WmÆ B JjM ATLI MAGNÚSSON: Sammannleg ráðstefna Nú í vikunni hefur staðið yfir hér á landi ráðstefna bænda héðan og þaðan af jörðinni. Þar hafa komið saman bændur frá ekki færri en 29 þjóðríkjum, og eru lönd þeirra svo fjarlæg og ólík sem mest má vera. Þetta mun vera í fyrsta skipti, sem til slíkrar heimsráðstefnu er boð- að, og er það íslensku bænda- samtökunum og stjórnvöldum sómi að hafa stuðlað að því að hún skuli vera hér haldin. Það er satt að segja eftirtektarvert að á tímum, þegar heimsráð- stefnur eru haldnar í nær hverri hugsanlegri starfsgrein, skuli fyrst nú hittast sú stétt manna sem hefur það að lífs- starfi að fæða heimsbyggðina í bókstaflegum skilningi. Að réttu lagi ætti ráðstefna sem þessi að vera sú hundraðasta eða í það minnsta sú fimmtug- asta, svo mikilvægt sem hlut- verk þess er sem jörðina yrkir. Skýringin á því að þessi er hin fyrsta er líkiega sú að hagfræð- ingar, verkfræðingar og fleiri sérmenntaðar stéttir hafa ætíð verið látnar einar um að túlka þessi efni. En satt að segja er það nokkuð hlálegt. Varla getur fundist starfsgrein þar sem menn finna til meiri sam- kenndar og skyldleika en starfs- grein bóndans er, hversu ólík sem vinnubrögðin eru. Sumir koma frá löndum þar sem vandi offramleiðslunnar er æv- inlega nálægur og menn sá og uppskera af ómælisvíðáttum, eins og í miðríkjum Bandaríkj- anna. Þá er landbúnaður iðn- væddra ríkja Evrópu gjarna í erfiðleikum af svipuðum ástæðum, og við bætist að þar sem landrými er þar minna, verða árekstrar tíðir við ýmis óskyld framkvæmdaáform, svo sem í samgöngum og hraðri iðnvæðingu nútímans. Loks eru svo ríki þriðja heimsins þar sem bændur reyna að lifa af smáum skikum, er þeir rækta við erfið skilyrði með frum- stæðum verkfærum og víða mótdræg loftslags- og veður- skilyrði. Þó eiga meira að segja bændur þessara vanþróuðu landa við þann vanda að glíma sem er umhverfið og listin að Iifa í sátt við það. Af augljósum orsökum brennur sá vandi þó heitast á bændum í ríku lönd- unum. En satt er það, sem haft er eftir forseta Alþjóðasam- bands búvöruframleiðenda á ráðstefnunni, að það er land- búnaðurinn sem stundaður er í nánari tengslum við náttúruna en nokkur annar atvinnuvegur. Landbúnaðurinn er (sagði for- setinn) í eðli sínu samfelld end- umýting auðlinda jarðarinnar, og bændur verða að vemda hana vegna þess hve háðir þeir eru henni, afkomu sinnar vegna. Hann minnti á hve flók- in málefni jarðyrkju gerast í heimi nútfmans og hver þörf væri á að menn týndu ekki átt- unum í því öngþveiti öllu, og mun ekki af veita. Þessi æva- forna atvinnugrein, sem er langt í það jafngömul mann- kyninu eða þeim hluta sögu þess sem þekktur er, verður sem fyrr að sætta sig við að fátt er stöðugt undir sólinni. Fyrr- um vom það regn og vindar einir sem réðu hag og afkomu bændanna, nú em það í vax- andi mæli markaðssveiflur og önnur nútímafyrirbæri. Ekki hafa ís'.enskir bændur farið var- hluta af þeim sannindum. Ráðstefna bændanna er satt að segja eðlis síns vegna „fegurri" en aðrar ráðstefnur. Það er hún vegna þess að hún er ráðstefna þeirra sem þjóna sjálfu lífinu á jörðinni og hafa gert allt frá morgni aldanna. Það er fagurt, er þeir koma saman og ræða máíefni sín, og leggja ber eyru við því er frá slíku þingi kemur. Ráðstefna bænda jarðarinnar er hvorki meira né minna en sam- mannleg. Gettu nú Svar við spurningunni hér fyrir viku er að við sáum á myndinni Hauganes í Eyjafirði. Landslagið hér að ofan vonum við að a.m.k. Vest- firðingar beri kennsl á. Úr hvaða firði er myndin? KROSSGÁTA ||| .* i | E k UoMIÐ T5aT (.LZöFl INU KEMST T/A'hA Lmi r nmm S3G 30RÐFI HiTóT- «0 /1000 mwR H TÚNS V/9RÐ' AMDI ka urr- Rt£ - /tJM UtfNl FRA M /)ND1 £/NN SLflG wm © I 50 Tæg STúlM Roí> Kind útt. J ■ * ::x HTtí- mKtI sv wm iLOM- sk trtihi SK'flLD JoLj KLflKI QUÐ V/ 'uH- HYbClU 5oM f/£Cai J>oM TRÉS /jorN fiUPÍT. kmR t/PP_ Kflsr 5oV FöNN RÖÐ EYD/fl TlÍoT HRiBtIR K oP/l Sk.ST. M ó — THOfi EkIMÐ ftTLC T <0 í Tv'ítR &rua KoV SKEWS IÐ____ MEKKl BÆJflJ? 1 {€ U TÍMfí RlT Kl</N 41 ZftUL, T>ÝR JflTT Kl/C-tfJ KJflfT HORFA l FNJ tt il llLl mhrfs 45 2500 F/SK í3 SiiM - T£*&~ tf/G Ó"TTO UT ( NuLL \IDUR KtNVfl rnisr for iH H is

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.