Tíminn - 27.11.1991, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.11.1991, Blaðsíða 1
Er aðeins orðið rúm fyrir hina sterku, failegu, ungu og ríku í íslensku þjóðfélagi? Æskan og aldraðir útlagar meðal uppa Eru það eins konar sjúkdómseinkenni að hafa náð ákveðnum aldri, eða að hafa ekki náð honum? Spurningar af þessu tagi komu upp á ráðstefnu Oldrunarfræðifélags ísiands fyrir skemmstu. Páil Skúlason pró- fessor í heimspeki segir að þess sjáist glögg merki að staða unglinga og aldraðra sé orðin um margt svipuð. Báðum þessum hópum sé ekki ætlaður neinn eðlilegur staður í þjóðfélaginu. Tilhneiging sé til að setja þá til hliðar við hóp þeirra sem virkir eru í hinu daglega lífi og mörgum finnist unglingar og aldraðir vera sífellt að þvælast fyrir og vera til vandræða og trafala. Vand- ræðin eigi sér hins vegar ekki upphaf hjá hinum ungu og hinum gömlu, heldur í eðli þjóðfélagsins sjálfs sem ýtir þeim til hliðar og geri þá að útilegufólki. f stað þess að spyrja í sífellu um sérþarfir unglinga og aldraðra væri nær að athuga hver sé þörf þjóðfélagsins fyrir aldraða og unglinga. • Blaðsíða 5 Ríkisstjórnin flatmag ar á aðstöðugjaldi Víká Kjalarnesi Ný endurhæfingar- stöð SÁÁ verður tek- in í notkun um miðj- an næsta mánuð. Nýja stöðin leysir af hólmi endurhæfing- arstöðina að Sogni í Ölfusi sem fengið hefur annað hlut- verk. Tímamynd: Aml Bjama. • Baksíða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.