Tíminn - 27.11.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Miðvikudagur 27. nóvember 1991
1111111ÚTLÖND
Evrópudómstóllinn fjallar um EES- samninginn fyrir luktum dyrum:
Afstaða dómstólsins
verður Ijós fyrir jól
Embættismenn innan Evrópubandalagsins sögðu í gær að Evrópudómstóll-
inn yrði sennilega búinn að taka afstöðu til þess hvort að tímamótasamn-
ingurínn, um evrópskt efnahagssvæði (EES), á milli Evrópubandalagsins
(EB) og Frrverslunarsamtök Evrópu (EFTA) verði staðfestur, fyrir jól.
Evrópudómstóllinn átti fund með
aðildaríkjum EB og Evrópuráðinu í
gær til að fá firam afstöðu einstakra
EB ríkja og Evrópuráðsins, um
ákveðnar efasemdir sem þau hafa
um hvert verði valdsvið þeirra í
samningum. Fundurinn fór fram
fyrir luktum dyrum.
Undirritun samningsins var frestað
á dögunum að kröfu Evrópudóm-
stólsins.
Heimildir innan EB segja að þetta
mál sé þvílíkt grundvallarmál að til
þess gæti komið að semja þurfi aftur
um ýmis viðkvæm smáatriði í evr-
ópska efnahagssvæðinu (EES).
Embættismenn EB telja að fundur-
inn haldi áfram í dag og jafnvel á
morgun.
Luxemborgardeild Evrópudóm-
stólsins tilkynnti í gær að í kjölfar
fundarins muni afstaða Evrópudóm-
stólsins verða tilkynnt fyrir jól. Einn
embættismaður EB sagði að líkleg
dagsetning væri 16.- 20. desember.
Evrópudómstóllinn hefur áhyggjur
af því að EES og sameiginlegur
dómstóll EB og EFTA, sem á að hafa
framkvæmd með EES-samningn-
um, hefti frelsi hinna 13 dómara
Evrópudómstólsins þegar hann fæst
við málefni sem heyra undir EB ein-
göngu.
Reuter-SlS
Michael Arisn segir að stjórnvöld í Búrma reyni að fá
hann til að hvetja konu sína til að fara í útlegð:
Hún færi aldrei“
Eiginmaður fríðarverðlaunabafa
Nóbels í ár, Michael Arís segir að
kona hans, Aung San Suu Kyi, fái
ekki þau bréf sem henni berast. Hann
segir að skilyrðið fyrir því að hún fái
bréf sín, sé að hann hvetji hana til að
fara í útlegð.
Aris sagði á blaðamannafundi í gær
að fyrr á þessu ári hefðu stjómvöld í
Búrma boðist til að afhenda henni
bréfin sem henni berast ef hann bæði
hana að fara í útlegð. Aris er breskur,
en kennir sem gestaprófessor við Har-
vardháskóla.
„Hún samþykkir aldrei að fara í út-
legð, hún vill vera hjá stuðnings-
mönnum sínum. Hún er mjög holl
sfnum hugsjónum," sagði Aris.
Hann sagðist síðast hafa fengið bréf
frá henni fyrír 16 mánuðum síðan.
Síðan þá hefur hann ekki fengið nein-
ar staðfestar fregnir af henni. „Ég hef
aðeins heyrt orðróm. Ég hef stöðugar
áhyggjur, borðar hún nóg? Getur hún
alveg séð um sig hjáiparlaust?" sagði
Michael Aris.
Hann hélt blaðamannafund á hóteli
nálægt höfuðstöðvum Sameinuðu
þjóðanna, en meira en 20 lönd hafa
þiýst á Öryggisráð S.þ. að samþykkja
gagnrýni á herforingjastjómina á
næsta fundi sínum sem haldinn verð-
ur í dag. Blaðamannafundurinn var
haldinn til að kynna fyrstu bók Aung
San Suu Kyi, Frelsi frá ótta og Önnur
rit, sem hefur að geyma 20 ritgerðir
eftir Suu. Hún hefur verið í stofufang-
elsi síðan í júlí, 1989. Ári síðar vann
flokkur hennar, Þjóðfrelsisfylkingin
stórsigur í lýðræðislegum kosningum,
en herfomingjastjómin neitar að fara
frá völdum. Reuter-sis
Evrópudómstóllinn fjallar um EES-samnlnglnn á mllll EB og EFTA.
Lögreglan í Kenýa hefur
handtekið aðstoðarmann for-
setans, grunaðan um morð:
Annar grunaðra
er fyrrum iðnað-
arráðherra
Lögreglan í Nairóbí sagði f gær að
hún hefði handtekið náinn sam-
starfsmann forseta landsins, Dani-
el arap Moi. Hann heitir Nicholas
Biwott og er fyrrum iðnaðarráð-
herra Kenýa.
Lögreglan grunar Biwott um að
tengjast morðinu á Robert Ouko
sem var myrtur fyrir 20 mánuðum.
Ouko var þá utanríkisráðherra.
Biwott var nefndur fyrir átta dög-
um sem einn af tveimur sem helst
væru grunaðir um morðið.
Handtaka Biwott, sem eitt sinn
var einn valdamesti maður Kenýa,
hefur vakið geysilega mikla at-
hygli. Þegar Ouko fannst myrtur
vakti það mikla athygli og óhug
um alla Afríku, en líkamsleifar
hans fundust í febrúar í fyrra. Tals-
maður lögreglunnar sagði Reut-
ersfréttastofunni að Biwott og þrír
aðrir hefðu verið handteknir vegna
morðsins. Meðal þeirra sem voru
handteknir var Hezekiah Oyugi, en
hann er hinn maðurinn sem var
grunaður um morðið.
Lögreglan vill lítið segja um
handtökuna en sagði að yfirlýsing
verði gefin síðar.
Fréttir af handtökunni bárust að-
eins klukkutíma eftir að Moi, for-
seti, fyrirskipaði að nýtt fólk yrði
sett f rannsókn málsins til að
finna morðinga Oukos.
Reuter-SIS
Stasi hafði marga á sínum snærum:
iróttí ma iði ir nj íósr i ia< iify rir
ai Listur þýsl ku leyr liþji 3111 JStU na
Lutz Dombrowski, fyrrum ólympíu-
meistarí í fijálsum íþróttum, hefur
viðurkennt að hafa njósnað fyrir
austuþýsku leyniþjónustuna, Stasi.
Hann sigraði í langstökki á ólympíu-
leikunum í Moskvu árið 1980.
Dombrowski segir í viðtali við þýska
blaðið Morgenposten, að hann hafi
gert samning við Stasi um að njósna
um austuþýska íþróttamenn. Hann
segist hafa gert þetta vegna ótta við að
annars fengi hann ekki að ferðast til
annarra landa. Hann er þekktasti
íþróttamaður Austurþjóðverja sem
viðurkennir að hafa njósnað fyrir
Stasi.
Austurþýska leyniþjónustan njósnaði
um milljónir Austurþjóðverja og
skráði hjá sér athafnir og einkalíf
fólks.
Dombrowski er f borgarráði Chemn-
itz fyrir PDS flokkinn, sem var stofn-
aður úr rústum gamla kommúnista-
flokksins. Hann sagðist ætla að segja
af sér. Hann sagðist einnig vera ábyrg-
ur fyrir því að hafa komið upplýsing-
um um íþróttamenn sem hugðust
FRETTAYFIRLIT:
BELGRADE • Tilkynnt var I gær að tvær
manneskjur hafi látist i sprengjuárás serb-
neskra skæruliða á bæinn Osijek í Króatíu. Að
öðru leyti virtist vopnahléð ætla að halda.
HAAG • Forsetl Evrópubandalagslns segir aö
EB eigi ekki sjálfkrafa að viðurkenna sjálfetæði
Króatfu og Slóvenfu þegarfresturtil þess renn-
ur út, þann 10. desember.
CLAftK FLUGVÖLLUR á Filipseyjum •
Filipseyingar hafa tekið yfir stjóm á flugveliin-
um sem hingað til hefur verið stærstl flugvöllur
Bandarfkjamanna á etlendri grundu. Hlns veg-
ar segjast þeir ekki hafa peninga tíl að halda
honum í þvl horfi sem hann er.
JERÚSALEM • Palestínskir samningamenn
em tilbúnir til að fara til Washington til við-
ræðna vlð Israel I næstu viku þrátt fyrir óvlssu
um að Bandarlkin veitl öltum sendimönnum
þeirra landvistarieyfl.
VARSJÁ - Lech Walesa, forseti Póllands,
hefur beðið Jan Krzysztof Bieleckl, sitjandi for-
sætisráðherra, að gegna embætti stnu áfram
þar til ný ríkistjóm tekur viö völdum.
PHNOM PENH • Þúsundir studenta gengu í
gegnum þorgina til að mótmæia endurkomu
forystumanna Rauðu khmeranna, en þeir eiga
sök á dauða milljóna Kambódia.
MONTEREY, Kalifornía - Þrír gagnfræöa-
skóladrengir á aldrinum 13 og 14 ára voru sak-
felidir fyrir að hafa iagt á ráöin og myrt 11 ára
gamlan dreng í Walter Coldon Mlddleskóia f
Kalifomfu. Drengirnir vom sakfelldir fyrir mann-
dráp. Þeir eiga yfir höfði sér allt að 11 ára fang-
elst. Sjö skólabræður þeirra voru ákærðir fyrir
að bera vopn á sér á skólalóðinni og fyrir vikið
voru þeir reknir úr skólanum. Lögreglan segir
að samsærið megi rekja til deilna effir körfu-
knattleik á skólalóðinni.
LEIGHTON BUZZARD, Englandi • Nfu
ára drengur var rifin á hol af þremur hundum
sínum á mánudag. Foreidrar drengsins létu
farga hundunum. Lögreglan erennþá að rann-
saka tildrög þessa hörmulega atburðar.
LAGUNITAS, KalHornla • Leikarinn Klaus
Kinski fannst látlnn á heimlli sínu um helgfna.
Hann dó af eðlilegum orsökum. Hann var
fæddur þann 18. október áriö 1926 í Banzig f
Póllandi. Hans raunverulega nafn var Niko-
lausz Guenther Nakszynski.
Klaus Kinski hóf feril sinn f fangabúðum i Síð-
ari heimsstyrjöldinni. Hann lék í rúmlega 200
kvikmyndum, og ber helst að nefna Sívago
læknir, Handfylli af doilurum og Fifzcarraldo.
Dóttlr hans, Nastassja Kinski er heimsfræg
leikkona.
TÓKÍÓ - Heilbrigðisráðuneytið í Japan sagði í
gær að búið væri að tilkynna um 10 ný alnæm-
istilfeili og um 46 sem hefðu greinst með
vfrusinn í sér. Tafsmaður hellbrigðisráðuneytis-
íns sagði að Japanir stæðu nú framml fyrir
þeirri aivariegu staðreynda að fjöldi alnæmis-
sjúklinga gæti aukist verulega á skömmum
tíma. Hann sagði að töiur fyrir september-októ-
ber sýndu að alis væru fómariömb ainæmis
415. Tala þeirra sem hafa HlV-veiruna í sér er
1.898. Á þessu tveggja mánuða tímabili létust
6 manns úr alnæmi og þar með hafa 208
manns f Japan látist úr sjúkdómnum. Af þeim
46 sem fundust með virusinn f sér eru 26 frá
Suðaustur-Asíu, þ.á.m. Thaiíandi og Fllipseyj-
um.
ISTANBUL • Tyrkir hafa ákveðið að ráða
konur ( stöðu fiugstjóra. „Okkur vantar fiug-
menn og konum er meira en velkomið að
sækja um,“ segir Engin Oktemer, talsmaður
Tyrkneska fiugfélagins, en það er í eigu rikiss-
ins. „Vtð gerum ekki lengur upp á miiii kynja. Ef
karimenn geta flogið þotum, hvers vegna ættu
konur ekki að geta það?“ segir hann. Hann
sagði að auglýst verði eför konum til starfa.
ætla að flýja landið.
Stasi hafði rúmlega 85.000 manns í
fullu starfi við njósnir og notaðist við
þúsundir uppljóstrara.
Reuter-SIS
Kólera geysar í Mexíkó:
TILFELLUM
FJÖLGAR
Fjöldi kóreutilfella í Mexíkóborg er
orðinn 2.377 sem er mun meira en
skráð tilfelli voru í júní sl.
Eduardo Arvizu Marin, talsmaður
heilbrigðisráðuneytisins í Mexíkó,
sagði að kólerutilfelli væri skráð í 16
fylkjum að 31. Hann sagði að 78 tilfelli
af þeim 103 sem tilkynnt var um í síð-
ustu viku væru í suðuríylkjunum, Chi-
apas, Giuerrero, Tabasco og Yucatan.
Kólerufaraldurinn hefur lagt 36 Mexí-
kana í gröfina frá því að fyrstu tilfellin
voru skráð, í júní sl.
Meira en 589 kólerutilfelli hafa verið
tilkynnti í lábasco, þar af 38 í þessari
viku.
Arvizu Marin segir að bráðasjúkra-
vakt hafi verið send á þau svæði sem
kóleran geysar til að reyna að ná nið-
urlögum sjúkdómsins.
Talsmaður heilsumála íTábasco, Hec-
tor Lie segir að venjulega sé byrjað á að
finna uppruna feraldursins. „Vatn er
sótthreinsað, skólpræsakerfi er kann-
að og hús eftir hús er skoðað" segir
hann.
Á þessu ári hafa 3 þúsund manns í
Rómönsku-Ameríku dáið úr kóleru.
Reuter-SIS