Tíminn - 27.11.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.11.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 27. nóvember 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarfiokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjórar Indriöi G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavfk. Síml: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verð I lausasölu kr. 110,- og kr. 130,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Bindindisdagur Ýmis bindindissinnuð félagasamtök í landinu hafa efnt til samstöðu um að vekja athygli þjóðarinnar á ástandi vímuefnaneyslu með því að helga daginn í dag, 27. nóvember, þessu málefni undir heitinu Bind- indisdagur íjölskyldunnar. Eins og ráða má af heiti dagsins vilja forráðamenn samtakanna umfram allt vekja foreldra til umhugs- unar um að ábyrgt uppeldi barna og unglinga felst ekki síst í því að vara þau við neyslu áfengra drykkja og annarra vímuefna. Þegar svo er til orða tekið, að gott uppeldi felist í því að foreldrar leiði börnum sínum fyrir sjónir hætt- ur þær sem samfara eru vímuefnaneyslu, þá er það ekki aðeins áskorun á börn og unglinga að ástunda bindindi á áfengi og önnur vímuefni á ungum aldri, heldur og það að einsetja sér að vera bindindisfólk alla ævi, því að bindindissemi á fullorðinsaldri er raunar svo brýnt mál að ástæða er til að gefa því rúm í umræðu um siðmannlega hegðun og skynsamlega meðferð fjármuna, að ógleymdu heilsusamlegu líf- erni. Þess vegna er það mikilvægt á „bindindisdegi fjöl- skyldunnar" að hvert foreldri geri meira en að vara börn sín í orði við hættum áfengisneyslu og annarra vímuefna. Foreldrar hafa ekki síður áhrif með því að vera börnum sínum fyrirmynd um bindindissemi með því að ástunda hana sjálf og sýna í verki að hún sé þeim til heilla. Börn og unglingar verða oft annars áskynja en að foreldrar afneiti áfengi fyrir sig og reyni þá að sýna fram á að það sé óskaðlegt þeim sem fullorðnu fólki. Ekki skal því haldið fram, að öll samkvæmis- drykkja foreldra komi endilega fram sem illt fordæmi upp á lífstíð. Þrátt fyrir það verður að telja að foreldr- ar verði börnum sínum betri fyrirmynd um að varast hættur áfengis með því að sniðganga áfengisveitingar sem sjálfsagða nauðsyn við hátíðleg tækifæri. Á bindindisdegi fjölskyldunnar, sem forsvarsmenn hans kalla „dag til umhugsunar", er sú ábending verðugt umræðuefni að áfengi skuli ekki um hönd haft innan fjölskyldu eða í heimilissamkvæmum. Þótt það kunni að vera óskylt mál miðað við ein- skorðaðan tilgang „bindindisdags fjölskyldunnar", er eigi að síður ástæða til að minna á þá staðreynd, að al- menn drykkja hefur vaxið í landinu undanfarin ár, eins og víðast hvar í heiminum. Segja má að drykkju- tíska sé eitt af einkennum aldarfarsins. Þessi tíska kemur greinilega fram í samkomu- menningu og hátíðahaldi, sem óþarfi er að rekja mörg dæmi um því að hún blasir alls staðar við. Hér eiga margs konar félög og samtök hlut að máli, jafn- vel félagsskapur sem í eðli sínu ætti að vinna gegn áfengistískunni. Áfengisveitingar í móttökum og samkvæmum á vegum hins opinbera hafa vaxið eftir því sem tilefnum þeirra hefur fjölgað. Það er gott dæmi um traustleika áfengistískunnar, að nútíma- menningin hefur að engu áætlun Alþjóða heilbrigðis- stofnunarinnar um að skipulega sé dregið úr áfengis- neyslu af heilsufarsástæðum, og má það kallast mót- sögn við allt talið um heilsusamlegar neysluvenjur að öðru leyti, eða árangursríka baráttu gegn tóbaksreyk- ingum. Skosfcur rithöfundur, sem varft 1963, en er látínn íýrir nokfcru, heldur áfram að skrifa bæfcur sem eru þýddar á fsiensku og njóta næstrnn jafnmikilla vinsæida og á tneöan höfundurinn var á dögum. Frægö þessa böfundar byggist á reyfaraskrifum, sem bafa á sér yf« irbragö sagnfræöi, og eigast þar við hin virtu öfl Vesturlanda og svo annað hvort nasistar (Byss- urnar í Navarone) eða brjáluð eyðileggingarofl kommúnista. Ekki skortir tílefnin, en efniviður- inn vinsælt viðfangsefni í bókum og kvikmyndum sfðari bluta tutt- ugustu addar. Höfundurinn, AÍ- ístaír MacLean, er orðinn þefcktari á íslandi en sjálfúr Snorri Stnriu- var Andrés Krisljánsson ritstjóri hélstí þýðandi MacLean-bóka, af- burða vei verid farinn tnaður og munu þýðingar hans ekki hafa átt iíUnn hlut ( vinsældum höfundar. Nú er svo komtð að Alistair MacLean gctur ekki dáið. Skipir engu þótt dómur sé fallinn í Bret* landi þess efnis, að útílokað sé að AJistair getí hafa skrifað þær bæk- nr, tvær eða fleiri, sem komið hafa út eftír að hann var jarðsunginn. En slfkur dómur breytir náttur- lega engu á Islandi. Hór halda bækur eflir hann áffam að koma Skoska fabríkkan Þegar talað er við Breta um hinn fræga Alistair MacLean koma þeir af fjöllum og hafa yfirleitt ekki heyrt um manninn getið, hvorfci dauöan né lifandi. Samt hefur ver- ið tnikill og öruggur gróðavegur að gefa út bækur hans, eins og dæmið héðan sannar, þar sem skáldverkin hafa verið á metsölu- upphafi útkomu þeirra. Svo mun enn vera um nokkra hríð, eða á meðan skoska fabrikkan heldur áfram að framleiöa skáldverk und- ir naíhi hins látna manns. Auðvit- að koma þessar bækur út víðar en á íslandi og njóta allsstaðar vin- sælda. Auglýsingar og vinsældir síöastliðin þrjátíu ár gera það að verkum, að þeim hjá fabrikfcunni þyjdr hart að þurfa að hætta út- gáfu þegar svo vel gengur, þótt höfúndurhm sé látínn. Engum hefur enn dottiö í hug aðtalaum svindl af þesstt tilefni og veröur þaö ckki gert hér. ' ska! aðeins bent á, að nú hafa opa- haldsb'fsskrifa, enda þyrfti þá ekld *, burtséð firá bók- menntunum. Nú hefa verið scttir takið hverfu sinnL Vegna mann- fæðar og misjafns afraksturs á svtði bókaskrífa er bnrirséð að slfka úthlutun rekur britt í strand. Það er því mikiisvert að eiga svo sem eins og tvo tíl þijá Alistair MacLean upp á að faianpa að úthlutunarmönnum. ast nýir mðguleikar til útgáfu á Bnkmenntir eni verkum eftbr fnega menn. Má tíl dæmis ve! hugsa sér að halda því fram, að þeir dagar kunni aðkoma að við uppgröft finnist síðara bindi af Heimskríngltt éftjr Snorra Sturiuson. Það væri aUt að því eins merkur viðburður og fundur Vínlands hins góða. Engir nema Norðmenn myndu hætta á slíkan landafund f dag. Sagan af Alistair MacLean, faöf- gott dæmi um það að bókmenntír eru bisness. Verölaun eru bisness, og þarí ekki nema tíinefningu í tfu bestu ta að auka sölu í bókum þeirra. Það eru fyrst og fremst út- gefeodur sem standa á bak við ódauðleikmn fundinn Lengi hefnr verið talað um ódauðiegan skáldskap og ódauö- lega menn, og það af mikiili virð- ingu sem von er. Bækur Alistairs MacLean, sem ótvírætt voru mik- ill skemmtilestur, hafa aldrei ver- skiptir litlu hvernig ritverk eru eða hvaðan þau eru ættuð, vegna þess að í þehrra augum eru bók- menntimar bissness. Seljist höf- undurínn, skal hann fram á rit- völlinn, dauður eða lífandi. Eins efckí fyrr en nú, að fundin hefur verið upp aðferð við að láta höf- unda halda áfram að skrifa þótt þetr séu dauðir. Manni veröur hugsað til fjölda núlifandi höf- unda, sem skrifa doðranta næst- um á hverju ári við mikið lof í fjöl- miðlum, jafnvel með astma- kenndum gusum. Þeir væru að hér á landi, og fýrst Halidór Laxness og Þótbergur Þórðarson skrifa ekki lengur. er ástandlð fyr- irfcvíðanlegt. Augljóst er að brátt kemur að okkur að láta velheppn- aða og dauða rithöfunda skrifa bækur. Alistair MacLean er for- dæmi. Úg fyrst þeir geta þetta f útlöndum, ætti sjálfri bókaþjóö- inni ekki aö veröa erfitt um vik að apa eftir útiendingum, að venju. Garri 1 VITT OG BREITT Kraftbirtingarhljómur kratanna Súperkratinn Ólafur Ragnar og toppkratinn Jón Baldvin fara á kostum þessa dagana og deila hart um hvor þeirra sé meiri og betri krati. Landsfundur allaballa samþykkti um helgina að hafna sósíalisma og öðrum bölmóði, eins og stendur í Þjóðviljanum og haft er eftir uppklöppuðum for- manni að yfirlýsing um framsýna jafnaðarmannastefnu og ályktan- ir um kraftmikla og bjartsýna tóna eigi eftir að breyta hug- myndum og grundvelli íslensks stjórnmálalífs. Á landsfundinum birtist sá pólit- íski raunveruleiki að á íslandi er f dag stór, kraftmikill, sjálfsöruggur og breiður jafnaðarmannaflokkur, Alþýðubandalagið, með róttæka stefnu og nýjar áherslur. Sé einhverjum að verða bumbult af þessu orðagjálfri formannsins, ætti að slá á flökurleikann, að ágreiningur varð um tvö smámál, sem varla tekur að nefna, en það er afstaða flokksmanna ÓRG til sjáv- arútvegsstefnu og evrópska efna- hagssvæðisins. En hverju skiptir það svosem milli sjálfsöruggra súperkrata? Samsull Eftir landsfundinn gera allaballar kröfu til þess að vera hinir einu, sönnu kratar. Toppkratinn, Jón Baldvin, for- maður Alþýðuflokksins, er ókátur með að kommarnir eru að stela hugsjóninni frá honum og segir í Alþýðublaðinu, að hann skilji ekki hvers vegna kommarnir séu svona æstir í að vera kratar, sem þeir eru Ólafur Jón súperkratl toppkratl búnir að ausa auri, níða og ófrægja í meira en hálfa öld. Hinu gleymir toppkratinn, að hann sjálfur og aðrir Reykjavíkur- kratar hafa ekki síður sýnt sig vera áfjáða í að vera allaballar en alla- ballar kratar. í borgarstjórnar- kosningunum voru AJþýðuflokks- menn reknir með illu af framboðs- listanum og skoraði toppkratinn á alla sanna jafnaðarmenn að duga nú vel og kjósa miðstjómarfólk í Alþýðubandalaginu til setu í borg- arstjórn. Hann man ekki heldur þegar hann æddi um landið á rauðu ljósi með Ólafi Ragnari og var jöfnuður- inn með þeim slíkur að aðrir alla- ballar og kratar voru farnir að ruglast í í hvaða krataflokki þeir væm. Fortíðarlaus framtíð Engum sögum fer af því hvernig félagi Hjörleifur, félagi Svavar og félagi Steingrímur kunna við sig í sjálfsöruggum og breiöum krata- flokki. Sjálfsagt kunna þeir vel við að eiga enga fortíð, þar sem upp- klappaði formaðurinn hefur slegið striki yfir alla svartsýni og bölmóð, sem og sósíalismann. En þeir munu vafalaust aðlagast nýju hug- myndunum hans Ólafs Ragnars um nýjan og flottan súperkrata- flokk á sama hátt og forverar þeirra skiptu um nafn á komma- flokknum aftur og aftur, án þess að það haggaði nokkru sinni við hug- myndafræðinni. Nýkratarnir í Alþýpðubandalag- inu, sem gefið hafa frá sér „mjög kraftmikla og bjartsýna tóna“, lýsa því yfir að þeir séu reiðubúnir að taka við landsstjórninni nú þegar, en nefna engar kosningar í því sambandi, enda er þeirra ekki þörf. ÓRG gefur hinum jafnaðar- mannaflokknum þá einkunn, að hann sé gamall og lítill og ekkert gagn í honum lengur. Sjálfsöruggi og breiði krataflokkurinn kemur í hans stað. Hér fer ekki milli mála að uppklappaði formaðurinn er að gera Sjálfstæðisflokknum tilboð sem ekki er hægt að hafna. Súperkrataflokkurinn mun taka við stjórnarsetu af gamla, slitna og litla krataflokknum og þarf ekki annað en að skipta um rassa á nokkrum ráðherrastólum til að „framsýna jafnaðarmannastefhan“ fái færi á að gefa frá sér „mikla og bjartsýna tóna“. Þá fær landslýður loks að heyra hinn eina sanna kraftbirtingar- hljóm. Þá munu Ólafur Ragnar og kammeratar hans gegna heiðurs- heitinu toppkratar. En Jón Baldvin og Jón Sig. munu upplagðir menningarfulltrúar í höfuðborg- um heimsins þar sem menn halda að íslenskir trúðleikar séu í háveg- um hafðir. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.