Tíminn - 27.11.1991, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 27. nóvember 1991
Tíminn 7
■ VETTVANGUR
Árni Helgason:
Bindindisdagur
fjölskyldunnar
Það er ekki mikið þó þjóðin helgi
Qölskyldunni einn eða fleiri bind-
indisdaga á ári; svo mikinn usla
hefur áfengi og önnur vímuefni
gert innan fjölskyldnanna á kostn-
að heilbrigði og hollustu, að það
verður aldrei metið til verðs. Vald-
hafar þjóðlanda hafa sagt að þessi
eiturefni hafi lagt í rústir fleiri
heimili og byggðir en allar styrj-
aldir frá upphafi vega.
Við þurfum ekki að líta nema yfir
okkar litla land, fámennt á heims-
mælikvarða, til að sjá hversu þessi
vímuefni hafe tætt í sundur, gert
gleði að sorg, heill að óhamingju.
Því er bráð nauðsyn að gera allt
sem í okkar valdi stendur til að
vinna gegn vímuefnaöflunum. Svo
að árangur náist er áhrifamest það
sem unnið er innan heimilanna,
því að heimilin eiga að vera hom-
steinar þjóðfélagsins. Þar liggja
rætur bættra siða og heilbrigðis.
Ef heimilin standa vörð um böm-
in, sjá um þau fái hollt veganesti út
í lífið, em líkur til að hægt verði að
stemma stigu við því sem eitrar
þjóðlífið mest, ef foreldrar vaka yf-
ir bömum sínum og benda ti!
hamingjuríkra lífshátta, vinnst
mikið. Eitt heimili, sem bregst,
getur sýrt út frá sér, eins og
skemmd kartafla spillir heilum
poka. Þetta skulum við leggja okk-
ur á hjarta.
Við heymm oft raddir um að skól-
amir eigi að gera þetta eða hitt.
Vissulega gera skólamir það sem
þeim er mögulegt, en það er nú
svo að því miður em það oftast
heimilin sem bregðast; þá tekur
það sinn tíma að bæta það sem
heimilin hafa vanrækt, og hæpið
að skólavist dugi til. Þetta sést allt-
of víða. Þess vegna er uppbygging
heimilanna eitt hið brýnasta í
þjóðfélagi okkar. Heimilin mega
ekki loka augunum fyrir því sem
úr skorðum fer. Fólk verður að
skilja að það em foreldramir sem
bömin líta upp til sem fyrirmynd-
ar. Ást þeirra til mömmu og pabba
er svo mikilvæg að foreldrar verða
að hlúa að henni eftir getu. Það
þarf ekki mikinn kulda til að þar
verði sú breyting á, sem erfitt verð-
ur að laga. Heilsteyptar fjölskyldur
og gott heimilislíf hafa sfn áhrif.
Það er mergurinn málsins.
Því fagna ég að sérstakur bindind-
isdagur fjölskyldunnar er haldinn.
Auðvitað væri kærast að þeir yrðu
sem flestir. En þegar einn dagur er
valinn til að hugleiða og brjóta til
mergjar mun eitthvað á eftir fara.
Þá verða fleiri dagar íhugunartími
bindindis og kristins lífemis. Þá
stefnir að því að íhuga slíkt dag
hvem.
Nú tvístrast heimili, hjónabönd
rofna. Við þurfum traust hjóna-
bönd, sterk heimili, og um leið
heilbrigða þjóð. Það er til mikils að
vinna. Nú byrjum við og svo skal
áfram haldið. „Guð í hjarta, guð í
stafni gefur fararheill."
Bogi Arnar Finnbogason, formaður Vímulausrar æsku — foreldrasamtaka:
Vímulausar fjölskyldur
f nútímaþjóðfélagi eru þær að
öllum líkindum í minnihluta.
Fullorðnu fólki þykir mörgu að
það geti ekki „lyft sér upp“ án
þess að vera undir nokkrum
áfengisáhrifum. Segja má að
þetta sé ofur eðlileg afleiðing af
þeim linnulausa beina og óbeina
áróðri sem rekinn er fyrir áfeng-
isneyslu í þjóðfélaginu. Því er
linnulaust haldið að fólki í fjöl-
miðlum og reyndar í öllu þjóðfé-
lagsmynstrinu að áfengi sé
ómissandi fylginautur við nánast
allar aðstæður. Þeir sem lagnir
eru við að finna vímulausa gleði-
gjafa, svo sem íþróttir, fjallaferðir
og gönguferðir, eru á stundum
nánast litnir hornauga sem
furðufuglar.
Við þessu virðist gagna lítt að
segja nokkuð við fullorðið fólk
nema að beina þeim eindregnu
tilmælum til þess að verða ekki
sjálfum sér og fjölskyldu sinni til
hneisu með framferði sínu undir
áhrifum áfengis. Og að sjálfsögðu
að hvarfla að því huga við og við
að það læra börnin sem fyrir
þeim er haft.
Þá erum við komin að kjarna
máls. Líklega er almennt siðferði
ekki lakara hér á landi en með
öðrum þjóðum. En virðing fyrir
lögum virðist eyjarskeggjum lítt
hugstæð. Sú er líklega skýringin
á síaukinni áfengisneyslu ung-
linga. Kannski gera fæstir sér
grein fyrir því að samkvæmt
landslögum er fólki undir tvítugu
óheimilt að hafa, kaupa og neyta
áfengis. Þetta lagaákvæði virðist
gleymt og grafið og drykkjuveisl-
ur þykja víða ekkert tiltökumál,
eða í besta falli óhjákvæmilegur
fylgifiskur unglingsáranna.
Spyrja mætti hvers vegna yfir-
völd grípa ekki oftar í taumana
vegna slíkra brota. Skýringin er
líklega sú að það stoði lítt ef al-
menningsálitið er fylgjandi eftir-
látssemi við unglinga varðandi
áfengisneyslu. Líklega er hér á
ferðinni umburðarlyndi á villi-
götum. Þjóðfélagið hefur kannski
engan rétt til þess að skipta sér af
fullvaxta fólki, þótt það drekki
áfengi „í hófi“. En það er stóral-
varlegt mál ef unglingar venja sig
á neyslu áfengis; ekki einungis
vegna þess að það tefur þá frá
skólanámi, er kostnaðarsamt og
truflar allt lífsmynstur þeirra,
heldur getur áfengisneysla hæg-
lega dregið úr þroska þeirra, e.t.v.
varanlega, og spillt fyrir þeim
tækifærum við upphaf lífshlaups-
ins. Við erum of sinnulaus um
þettal Við líðum það endalaust að
lög séu brotin fyrir augum okkar,
jafnt áfengislög sem önnur.
Áfengi er fyrsta ávana- og fíkni-
efni flestra. Tóbak, sá argi fylgi-
fiskur, kemur fljótlega í kjölfarið,
ef hann hefur ekki þegar náð tök-
um á unglingnum. Og ekki bætir
úr skák þegar farið er að prófa
„eitthvað nýtt“, hvort sem það
heitir hass, kókaín, amfetamín
eða hvað þeir heita allir „gleði-
gjafarnir".
Því væri ekki úr vegi að hafa
einn vímulausan dag til að hug-
leiða þetta. Jafnvel mætti hugsa
sér að fjölskyldan tæki sig til og
gerði eitthvað saman, t.d. að fara
á skíði, í sund eða fjöruferð, og
ræddi þessi mál með þeim hætti
að öllum í fjölskyldunni gæfist
tækifæri til að tjá sig hreinskiln-
islega og umbúðalaust.
Tökum höndum saman um að
vernda börnin okkar fyrir hvers
konar vímuefnum á viðkvæmu
mótunarskeiði þeirra. Leggjum
hornstein að farsælli framtíð
þeirra með góðu fordæmi og kær-
leika. Notum daginn til að spyrja
börnin okkar álits á þessum mál-
um. Hvað vilt þú að gerist til að
bæta ástandið í fjölskyldu okkar?
Hvernig finnst þér að ætti að taka
á þessum vanda í þjóðfélaginu?
Hlustum á svör barnanna okkarl
Foreldrar! Ef einhver vandamál
hrjá ykkur á þessu sviði er hugs-
anlegt að við getum veitt ykkur
nokkurt liðsinni. Hafið samband.
Síminn er 91-622217.