Tíminn - 27.11.1991, Page 9

Tíminn - 27.11.1991, Page 9
8 Tíminn Miðvikudagur 27. nóvember 1991 Miðvikudagur 27. nóvember 1991 Tíminn 9 veröa gefnir um Bókaverð ámóta og Jólabókaflóðið gengur nú sem fyrr á fjörur landsmanna. Bókaútgefendur gera ráð fyrir að það verði nokkuð svipað því sem það var í fyrra. Titlum fjölgar kannski eitthvað. Heim- ir Pálsson, framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra bókaútgefenda, giskar á að þeir verði nú um 500. í fyrra giskuðum menn á 450 til 500. Annars er erfitt að finna rétta tölu nú vegna þeirra útgefenda sem standa utan fé- lagsins. Kórrétta tölu verður ekki að fá fyrr en Landsbókasafnið hefur tekið allt saman á næsta ári. Heimir Pálsson: „Ég get eiginlega ekki svarað í öðru en hálf- gerðum véfréttastfl, því í þessari tölu um fjölda titla eru margir óvissuþættir. Það sem ég veit er að í íslenskum bókatíðindum eru 407 uppsláttaratriði. Á sumum stöðum eru reyndar teknar saman þetta þrjár og fjórar litlar bækur þannig að ég reikna með að það séu um 420 titlar nefndir þar. í fyrra voru þeir í kringum 350. Þetta er ekki aukning heldur fyrst og fremst stafar þetta af þeim breytingum á Bókatíðindunum að menna kynna miklu stærri hluta af útgáfu sinni nú en þá. Mestri óvissu veldur þó að reyna að giska á hversu margar bækurnar eru sem gefnar eru út af þeim sem ekki eru félagar í Félagi ís- lenskra bókaútgefenda. Við giskuðum á það í fyrra að það væru 50 til 60 titlar. Þá erum við að taia um í heild 500 titla. í fyrra giskuðum við á að þetta væru 450 til 500 titlar, við höfðum það svo rúmt. Ég get nefnt sem dæmi að í Bókatíðindunum eru kynntar um þrjátíu ljóðabækur. Ég veit að í fyrra voru gefnar út 87. Ef það er sama útgáfa nú vant- ar strax tæplega fimmtíu bækur. Ef menn vilja komast að endanlegri tölu þá þýðir ekki annað en bíða í eitt og hálft ár eftir Lands- bókasafninu. En í heildina má segja að það verði kannski einhver örlítil aukning en eng- in sveifla. Eina markverða breytingin sem ég sé að verði í samsetningu er að þýddum skáldverk- um fyrir börn og unglinga fjölgar greinilega eitthvað, meira en skýrist bara af því að menn kynni meira. Annað er það ekki. Það er afskaplega lítil breyting á íslenskum skáld- sögum til dæmis. Á grundvelli þeirra upplýsinga sem ég hef, get ég ekki séð annað en verð á bókum verði svipað og í fyrra. Menn haldi hér þjóðarsátt. Meðaiskáldsaga kostar eitthvað á milli 2.400 til 2.500 krónur. Ég held að samkeppnisstaða bókarinnar sé í sjálfu sér góð, ekki verri en í fyrra. Skilning- ur á mikilvægi lestrar hefur aukist og meiri nú en oft áður. Hins vegar hef ég enga ástæðu til að vera bjartsýnn á þennan mark- að frekar en annan. Ég held að því geti varla verið að leyna að bókamarkaðurinn taki Eftir Arnar Árnason nokkurn svip af þeirri svartsýni sem ríkjandi er og samdrættinum í samfélaginu," segir Heimir Pálsson. íslensk bókatíðindi: Félag íslenskra bókaútgefenda hefur nú eins og fyrir undangengin jól sent frá sér íslensk bókatíðindi. Þau verða send inn á hvert heim- ili í Iandinu og koma að góðu gagni þegar velja ájólabókina. Hér verður gluggað aðeins í Tíðindin og sagt frá nokkrum þeim bókum sem þar eru kynnt- ar. Ef við byrjum á íslenskum skáldverkum fyrir böm og unglinga þá sendir Iðunn frá sér m.a. þessar bækur: ,Auðunn og ísbjöminn" er end- ursögn Njarðar P. Njarðvík á söguþætti úr fornritunum ríkulega myndskreytt. „Bestu vinir" eftir Andrés Indriðason sem óþarfi er að kynna. Mál og menning sendir frá sér bækumar „Bókasaftia bamanna" fjórar léttlestrarbækur í einum flokki. Og „Davíð og krókódflamir" eft- ir Elías Snæland Jónsson, sem segir af Davíð sem lendir í slæmum félagsskap. „Sossa sól- skinsbam" eftir Magneu frá Kleifum er sveita- saga sem Mál og menning gefur út. Örn og Örlygur gefa út bókina „Dagbók. Hvers vegna ég?“ eftir Kolbrúnu Aðalsteins- dóttur. Þar segir enn af Kötlu módeli sem fræg er orðin af tveimur bókum sem skrifaðar hafa verið um hana. Vaka-Helgafell gefur m.a. út „Dimmalimm" Muggs. „Fjólubláir dagar" eftir Kristínu Steinsdóttur, „Gegnum þymigerðið" eftir Ið- unni Steinsdóttur, sem hlaut íslensku bama- bókaverðlaunin árið 1991, og „Leyndarmál gamla hússins" eftir Heiði Baldursdóttur. Fjölvi-Vasa gefur út bókina „Dvergurinn í sykurhúsinu" eftir Sigurbjöm Sveinsson með myndum Jean Posocco. Æskan gefur út „Dýr- ið gengur laust" eftir Hrafnhildi Valgarðsdótt- ur. Fróði gefur út „Egill og Garpur" eftir Ragn- heiði Davíðsdóttur. Lærdómsríka bók um hættur umferðarinnar. Skjaldborg sendir frá sér „Grettir sterki" sögulega skáldsögu Þor- steins Stefánssonar frá tímum fslendingasagn- anna. Forlagið sendir frá sér „Meiri gaura- gangur" eftir Ólaf Hauk Símonarson, framhald sögunnar „Gauragangur". Og „Óðfluga" ljóða- bók Þórarins Eldjám við myndir Sigrúnar Eld- jám. Af íslenskum skáldverkum er fyrst að geta bóka Halldórs Laxness sem Vaka-Helgafell endurútgefur. Þær eru: .Atómstöin", „Gerpla", „Guðsgjafarþula", „Heiman ég fór“, „íslands- klukkan", Jón í Brauðhúsum", „Sjálfstætt fólk“, „Sjöstafakverið", „Undir Helgahnúk", og „Þættir". Mál og menning sendir frá sér „Dýrðin á ásýnd hlutanna" þankabrot Pétur Gunnars- sonar. „Einu sinni sögur" ævintýri Kristínar Ómarsdóttur. „íslenski draumurinn" eftir Guðmund Andra Thorsson. Og „Heykvísl og gúmmískór" örsögur Gyrðis Elíassonar. Iðunn gefur út „Fimmtánda fjölskyldan?" eft- ir Jón Óttar Ragnarsson. Og „Fógetavald“ fyrstu skáldsögu Illuga Jökulssonar. Forlagið gefur út „Kjallarinn" eftir Steinar Sigurjóns- son. Og „Svanurinn" eftir Guðberg Bergsson. Þá gefur Bókaútgáfan Bjartur út „TVöllasögur - skáldsagnir" þeirra Gunnars Harðarsonar, Magnúsar Gestssonar og Sigfúsar Bjarmars- sonar. Af þýddum skáldverkum gefur Mál og menn- ing m.a. út þessi: .Austurlenskar sögur" eftir Marguerite Yourcenar í þýðingu Thors Vil- hjálmssonar. ,Ástríðan“ eftir Jeanette Winter- son í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur. „Kar- amazov bræðumir" síðari hluta á þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur á þessu meistara- verki Dostojevskí. „Naðran á klöppinni" eftir Torgny Lindgren í þýðingu Hannesar Sigfús- sonar. „Riddarinn sem var ekki til“ eftir Italo Calvino í þýðingu Áma Sigurjónssonar. „Svarta rneinið" eftir Nínu Berberovu í þýð- ingu Áma Bergmann. Að síðustu gefur Mál og menning út „Saga sonar rníns" eftir nýkrýnt Nóbelskáld Nadine Gordimer. Vaka-Helgafell gefur út „Býkúpan" eftir Nób- elskáldið spænska Camilio José Cela í þýðingu Kristins R. Ólafssonar. Fjölvi-Vasa gefur út „Dansar við úlfa“ eftir Michael Blake, bók sem fræg er orðin af samnefndri kvikmynd. Bóka- útgáfan Hildur gefur út „Grænlendingamir" eftir Jane Smiley í þýðingu Sigurlínu Davíðs- dóttur. Þar segir frá norrænum mönnum á Grænlandi á árunum 1350 til 1420. Setberg gefur út „Gallagripir" eftir Nóbelskáldið Isaac Bashevis Singer. Hjörtur Pálsson hefur þýtt eins og flest þau önnur verk Singers sem þýdd hafa verið á íslensku. Forlagið gefur út „í góðu hjónabandi" eftir Doris Lessing í þýðingu Fríðu Á. Sigurðardóttur. Og „Leyndardómar" eftir Knut Hamsun í þýðingu Úlfs Hjörvar. Bókaútgáfan Bjartur sendir út „í heimi hvikuls ljóss" eftir Kazou Ishiguro í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Og „Safnarinn" eftir John Fowles í þýðingu Sigurðar A. Magnús- sonar. Bókaútgáfa Menningarsjóðs gefur út „í refsinýlendunni og fleiri sögur“ eftir Franz Kafka í þýðingu mestu Kafkafræðinga hér á landi Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þor- valdssonar. Iðunn sendir frá sér bókina „Svarti prinsinn" eftir einn mesta höfund breskan sem nú er uppi Iris Murdoch. Steinunn Sigurðar- dóttir þýðir. Þá sendir Hörpuútgáfan frá sér bók Richard Brautigan „Vatnsmelónusykur" í þýðingu Gyrðis Elíassonar. Af Ijóðabókum er rétt að geta þessara: ,An- sjósur" Braga Ólafssonar útgefin af Forlaginu. ,Ávextir“ Margrétar Lóu Jónsdóttur útgefin af Máli og menningu. „Ég man ekki eitthvað um skýin" eftir Sjón útgefandi Mál og menning. „Fuglar“ Þórunnar Valdimarsdóttur útgefandi Forlagið. „Fuglar og annað fólk“ eftir Matthías Johannessen Iðunn gefur út. Heildarútgáfa á Ijóðum Steins Steinars Vaka-Helgafell gefur út. „Hin háfleyga moldvarpa" Þórarins Eld- járns útgefur Forlagið. „í skugga lárviðar" eft- ir Hóras í þýðingu Helga Hálfdánarsonar gefin út af Vöku-Helgafelli. Mál og menning gefur út ,Jarðmunir“ eftir Hannes Sigfússon. Iðunn gefur út „Lendar elskhugans" eftir Vigdísi Grímsdóttur. Mál og menning gefur út „Ljóð“ Ingibjargar Haraldsdóttur. Forlagið gefur út „Ort“ eftir Þórarinn Eldjám. Mál og menning gefur út hinn stórkostlega bálk Omars Khayy- am „Rubaiyat" í þýðingu Magnúsar Ásgeirs- sonar. Ský gefur út „Skáld í New York“ eftir Fe- derico Garcia Lorca í þýðingu Jóns Halls Stef- ánssonar. Vaka-Helgafeli gefur út „Sonnettu- sveigur" eftir Gunnar Gunnarsson í þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Menningarsjóður gefur út „Sólarljóð" í búningi Njarðar P. Njarðvík. Iðunn gefur út á ný „Stund og staðir“ Hannes- ar Péturssonar. „Undir Parísarhimni" eru frumsamin og þýdd kvæði frá hendi Jóns Ósk- ars sem Menningarsjóður útgefur. Þá hefur Mál og menning gefið út bók Gyrðis Elíasson- ar „Vetraráform um sumarferðalag".

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.