Tíminn - 27.11.1991, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.11.1991, Blaðsíða 14
14Tíminní Miðvikudagur 27. nóvember 1991 Landsbyggðar- ÞJÓNUSTA LANDSBYGGÐ HF Ármúla 5-108 Reykjavík Símar 91-677585 & 91-677586 Box 8285 Fax 91-677568 • 128 Reykjavík POSTFAX 91-676-444 fyrir fólk, stofnattir og fyrirtæki á landsbyggðitttti. Pöntum varahluti og vörur. Samningsgerð, tilboð í flutninga. Lögfræðiþjónusta, kaup og sala bifreiða og húsnæðis. Okkur er ekkert áviðkomandi, sem getur létt fólki störfin. Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga Margrét lóa Jónsdóttír ,/V/r/riir. Ávextir Margrétar Lóu Út er komin hjá Máli og menningu ljóðabókin Ávextir eftir Margréti Lóu Jónsdóttur. Bókin skiptist í fjóra hluta: Fyrst fara allmörg ljóð frá sfðustu árum, þá fjögur prósaljóð, loks tveir bálkar er nefnast „Úr orðabók dauðans" og „Eftirmæli". Yrkisefni Margrétar Lóu eru sígild, ástin og dauðinn, en Ijóð hennar geyma sterkar persónulegar tilfinningar og stundum óvæntan húmor. Marg-ét Lóa Jónsdóttir fæddist árið 1967. Ávextir er fjórða ljóðabók henn- ar. Jóhann L. Torfason gerði kápu- mynd og teikningar. Bókin er 55 blaðsíður, unnin í prent- smiðjunni Odda hf. Tjúlli á fullri ferð Önnur Tjúllabók eftir þá Inga Hans Jónsson og Harald Sigurðarson komin út. Kötturinn Tjúlli er aftur kominn á kreik, nú á fullri ferð. í fyrra kom út bókin Lán í Óláni. Hún vakti mikla athygli fyrir gott málfar og vandaðan frágang og varð geysivinsæl. í þess- ari nýju bók kynnist kötturinn Tjúlli BÍLALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIb ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR nýju fólki og nýjum ævintýrum. Þessari nýju bók fylgja Tjúlla - lím- miðar eins og þeirri fyrri. Öm og ör- lygur gefa bókina út. Sögumar af Tjúlla em fullar spennu og gleði. Allar sögumar em raun- vemlegar að því marki að allt sem hendir sögupersónumar gæti vissu- lega gerst og hefur jafnvel gerst. Undir öllum galsanum og fjörinu leynast vlða ábendingar sem öllum bömum em hollráð á lífsbrautinni. Tjúllabækumar em skrifaðar fyrir böm á öllum aldri. í frásögn og myndum gætir óvenjulegrar kímni höfunda. Sérstæð frásagnargleði hvetur og gleður lesendur á öllum aldri. SPAKMÆLI - málshættir frá mörgum löndum Hörpuútgáfan hefur sent frá sér 2. útgáfu þessarar vinsælu bókar í nýj- um búningi. Safn þetta hefur að REYKJAVIK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar — Helga Kristinsdóttir lést I sjúkrahúsi á Englandi þann 24. nóvember. Denls Phllcox Ásta Jónsdóttlr BJöm Krlstinsson Jón Krlstinsson Ásta Krlstinsdóttlr geyma yfir 4000 spakmæli og más- hætti og er gamansöm og alþýðleg menningarsaga. Lesandinn finnur hér kjamyrt spakmæli og jafnvel hneykslanlega málshætti, en fyrst og fremst er hér um að ræða skemmti- legt og fróðlegt efni. í bókinni em fjölmargar skopmyndir tendar efn- inu. Bókin hentar vel til hvers konar notkunar 1 skólum og ræðumenn nota hana mikið. Spakmæli er 227 bls. Gissur Ó. Er- lingsson þýddi. Filmuvinna prentun og bókband er unnið í prentsmiðj- unni Odda hf. Véisluf öng úr nátt- úru íslands Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent frá sér matreiðslubókina „Villibráð og veisluföng úr náttúru fslands". Höfundamir era sjö íslenskir mat- reiðslumeistarar sem s.l. vor tóku þátt 1 einni stærstu alþjóðlegu mat- ieiðslukeppni sem haldin er í heimin- um, American Culinary Classic í Chicago. í kyimingu FORLGSINS segir: „í þessa glæsilegu bók hafa matreiðslu- meistaramir sjö safnað uppskriftum að 46 réttum handa þeim sem vilja spreyta sig á að matreiða villibráð eða aðrar náttúraafurðir. Hér era for- réttir og súpur, aðalréttir og ábætis- réttir. Leiðbeiningar era um úrbein- ingu á fugli og fjallað er um soð og sósur. Bent er á ýmsar jurtir, ber og sveppi sem nota má við matreiðsl- una, en auk þess gefa matreiðslu- meistaranir ýmis hagnýt ráð við mat- ieiðslu. Sjömenningamir fóra ekki erindis- leysu vestur um haf, heldur unnu bæði til silfur- og bronsverðlauna. Þeir era Ásgeir H. Erlingsson, Baldur Öxdal Halldórsson, Bjarki Ingþór Hilmarsson, Sigurður L. Hall, Sverrir Þór Halldórsson, Úlfar Finnbjömsson og Öm Garðarsson. Þetta er sam- hentur hópur matreiðslumeistara sem hafa sérstakan áhuga á að sækja sér hráefni og hugmyndir í íslenska náttúra og nýta þær fæðutegundir sem þar er að finna." Villibráð og veisluföng úr náttúra íslands er 128 bls., prýdd fjölda lit- mynda. Þetta er önnur bókin 1 ritröð- inni íslenskt eldhús. AUK hf./Elísa- bet Cochran hannaði útlit bókarinnar en Sigurgeir Sigurjónsson ljósmynd- aði. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Upplifanir Þórðar Kárason Nú fyrir skömmu kom út bókin „Háífan fóram hnöttinn kring" eftir Þórð Kárason, fyrrverandi lögreglu- varðstjóra. Þórður er fæddur 1917, uppalinn á Snæfellsnesi en hefur búið yfir 50 ár í Reykjavík. í bókinni lýsir hann ýms- um atburðum sem hann hefur upplif- að £ vinnu til lands og sjávar. Þórður hefur ferðast mikið og lýsir sérstak- Iega vel þeim stöðum og rrumnlífi sem hann hefur heimsótt með konu sinni Elínu G. Gísladóttur. Meðal staða sem hjónin hafa komið til era Bandaríki N.A., Norður- Afríka og Austurlönd nær en þau vora ein af mörum sem fóra í hina frægu Baltikuför fyrir 25 árum. Bókin er rúmlega 200 síður í stóra broti og er skipt í 12 kafla. Fjöldi mynda er í bókinni úr ferðaíögum og lögreglustarfi. Hver kafli er sjálfstæð frásögn eða ferðasaga. Nokkuð er um kveðskap í bókinni. Um 200 nöfn koma fyrir í nafnaskránni. Bókin er gefin út af höfimdi, prent- uð í Ásprent, Akureyri og kostar 1.990,- krónur úr bókabúð. Smásögur og ljóð eftir Gyrði Út era komnar hjá Máli og menningu tvær bækur eftir Gyrði Elíasson, smá- sagnasafnið „Heykvísl og gúmmískór" og Ijóðabókin „Vetraráform um sumar- ferðalag". Gyrðir Eliasson hefur vakið vaxandi athygli fyrir verk sín, og nú er byijað að gefa þau út á Norðurlöndm. Smásagnasafnið „Biéfbátarigningin" er nýkomið út í Danmörku þar sem það hlaut góða dóma, og skáldsagan „Svefnhjólið" er væntanleg 1 Noregi og Svíþjóð á næsta ári. í bókinni „Heykvísl og gúmmískór" er 21 smásaga, mörg hver örstutt, undar- leg ævintýri þar sem segir af ketti á heitu þaki í iegnþorpi, gamalli konu sem deyr og flýgur burt í samfylgd fugla, presti sem safnar undarlegum blöðum, dreng sem drukknaði á Snæfellsnesi, hrúti sem var ónotalegur með vlni og stangaði fólk, fyrsta meðaldraugi á íslandi svo eithvað sé nefnt. Bókin sem er 89 blaðsíður er prýdd níu tréristum eftir Klfas B. Halldórsson. „Vetraráform um sumarferðalag" geymir á hálfan sjöunda tug nýrra kvæða. Bókin er 73 blaðsíður. Elías B. Halldórsson gerði kápumynd og eina mynd £ bókinni. Bækumar vora báðar prentaðar hjá prentsmiðjunni Odda hf. Bjami Valtýr Guðjónsson, Sveinbjöm Beinteinsson, Jón Magnússon úr útgáfunefnd Borgfirðingaljóða. Ljósmynd: CARSTEN. BORGFIRÐINGALJÓÐ Ljóð eftir 120 höfunda Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent fá sér nýja bók sem ber heitið „Borgfirð- ingaljóð" kveðskapur eftir 120 núlifandi höfimda úr Mýra- og Borgarfjarðar- sýslum, Akranesi og Borgamesi. Efni ljóðanna er afar fjölbreytt, mörg þeirra á léttum og gamansömum nótum, tækifæriskveðskapur og vísur. í formála segir: „Það var ákveðið frá upphafi að í bókinni yrðu eingöngu háttbundin Ijóð og er í engu hvikað frá þeirri reglu". Bókin er gefin út í tilefni af 30 ára afmæli Hörpuútgáfunnar 15. október 1990. Útgáfunefnd: Bjami Valtýr Guðjónsson, Bragi Þórðarson, Jón Magnússon og Sveinbjöm Beinteinsson. Umsjón með útg.: Sveinbjöm Beinteinsson. „Borgfirðingaljóð" era 351 bls. Höfundaskrá er í bókinni. Filmvinna, prentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi hf. Ljósmynd á Kápu: Rafn Hafnfjörð. Útgáfunefndin: Herdís Ólafsdóttir, Ingibjörg Berþórsdóttir og Katrín Georgsdóttir. Ljósmynd: CARSTEN. Og þá ringdi blómum Hörpuútgafan á Akranesi hefur sent frá sér nýja bók sem inniheldur smásögur, ljóð og leikrit eftir 142 borgfirskar konur. Bókin er gefin út í samvinnu við sam- band borgfiskra kvenna f tilefni af 60 ára afmæi sambandsins 4. maí s.l. Ingi- björg Bergþórsdóttir tók saman efnið. Útgáfunefnd S.B.K.: Herdfs Ólafsdóttir, Ingibjörg Bergþórsdóttir og Katrín Georgsdóttir. Hér er um mjög sérstæða bók að ræða, þá fyrstu sinnar tegundar. Elsti höf- undurinn í bókini er Steinunn Finnsdóttir rímna- og danskvæðaskáld í Höfn í Melasveit, fædd um 1640, amma séra Snorra á Húsafelli. Þá era f bókinni Ijóð eftir Júlíönu Jónsdóttur frá Rauðsgili, en hún var fyrst íslenskra kvenna til að gefa út eigin ljóðabók, bókin hét „Stúlka". Yngsti höfundurinn f bókinni er Jenna Huld Eysteinsdóttir, aðeins 14 ára gömul. Nafn bókarinnar er dregið af samnefndu kvæði Halldóra B. Bjömsson Efni þess höfðar óneitanlega sterkt til þess, sem hér er verið að gera. Bókin er 367 bls. í stóra broti og fylgir henni höfundaskrá. Filmuvinna, prent- un og bókband er unnið í prentsmiðjunni Odda hf. Ljósmynd á kápu: Guðm. Ingólfsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.