Tíminn - 14.12.1991, Blaðsíða 3
11
Laugardagur 14. desember 1991
HELGIN
hundrað samlöndum, þá er það af því
að maðurinn þarfnast engrar opin-
berrar viðurkenningar eða lofsverðra
ummæla blaða til þess að geta látið sér
Iíða vel í einveru sinni við andleg störf.
Þó að Oddi sé eitt af mikilsverðustu
prestssetrum á landinu og hinn frægi
skógur í Þórsmörk sé ein af tekjulind-
um hans, er kirkjan þar eins óálitleg
og allar aðrar kirkjur sem ég hef séð á
íslandi: lítil trékirkja, byggð á venju-
legan og einfaldan hátt En hún hefur
að geyma mjög gamlar, útskomar
myndir og predikunarstól, sem hvort
tveggja mun vera frá því tímabili er
kaþólsk trú var í landi. Einnig á kirkj-
an bókasafri til notkunar fyrir presta í
prófastsdæminu. Ég hef sannfærst um
að bókasafn þetta er mjög rýrt að guð-
fræðiritum, en vel úr garði gert af rit-
um Walters Scott og Bulwers í dönsk-
um þýðingum. Bækur um heilbrigði
stinga mjög í stúf vegna hreinlegs út-
lits við hinar óhreinu skáldsögur, sem
eru bersýnilega uppáhaldslestur ís-
lenskra presta.
Matthías vantaöi
aðeins píánó
Prestssetrið var gert, eins og fyrsti ís-
lenski bærinn er ég kom í, úr hraun-
grýti og torfí. En presturinn hafði gert
úr þessu mjög þægilegan bústað. í
vinnuherbergi hans var bókasafn þar
sem ég sá dýrgripi. Það er vart hægt að
hugsa sér þá gleði, er menn sjá bækur,
eftir að menn hafa lifað um nokkurt
skeið eins og flökkumaður eða hálf-
gerður villimaður. Við ræddumst við í
töfrandi, lítilli stofu, er skreytt var let-
urstungum, og húsgögnin voru mjög
þægiieg. Gestgjafi minn var aðdáandi
hljómlistar, en einustu leiðindi hans
voru þau að geta ekki fengið sér píanó.
íslendingar, sem búa uppi í sveit, verða
að neita sér um þessa ánægju, vegna
þess að engir vegir eru og öll húgögn
verður að flytja á hestbaki, en píanó
eru þung byrði fyrir litlu hestana ís-
lensku. Hamingjusama land! munu
þeir hugsa, er hræðast píanó.
í staðinn fyrir píanó hitta menn alls
staðar fyrir harmoníkur. fslendingar
hafa sannkallað dálæti á þessu villi-
mannslega hljóðfæri.
Á meðan ég dvaldist í Odda réðst
minn gamli óvinur, rigningin, á mig
og sandrok geisaði úr Hekluátt, svo að
loftíð varð allt gult á Iit Er ég ætlaði að
fera burt, bar herra Jochumsson fyrir
sig þetta vonda veður og hélt mér hjá
sér í tvo daga og gerði allt til þess að
gera mér dvölina þægilega. Hann
mundi hafe viljað halda mér í heila
viku, og er kveðjustundin kom bann-
aði hann þjónustuliði sínu að taka við
nokkurri þóknun. Ef hann kynni að sjá
þessar línur þakka ég honum ágætar
viðtökur.
Nývígð Alþingishöll
Þegar ég kom til baka til Reykjavíkur,
var Alþingi nýbúið að vígja löggjafer-
höll sína og landstjórinn hafði við
þetta tækifæri haldið opinbera veislu.
Alþingi hafði fundi á hverjum degi eft-
ir hádegi. Alþingismenn voru 24 og
höfðu fundi í stórum ferhymdum sal,
þar sem veggimir vom vatnsgrænir á
lit, skreyttir myndum af Kristjáni 9. og
Jóni Sigurðssyni, mælskumanninum
þjóðfræga, sem hefur öðmm fremur
stuðlað að sjálfstæðisþróun íslands.
Landstjórinn var í embættisbúningi
og sat á sérstökum stóli við hliðina á
forsetaborðinu. Ég hlustaði á marga
ræðumenn. Þeir mæltu á tungu hinrta
fomu sagna og mér virtist hinn karl-
mannlegi hljómur falla ágætlega við
mælskulist þeirra. Þingmennimir
hafa af lotningu varðveitt siði forfeðra
sinna, en forfeður þeirra þekktu ekki
vasaklúta, og þeir hikuðu því ekki við
að nota hina fomu og virðulegu reglu
að snýta sér á frngrunum. En þetta sér
maður líka í Ameríku. Hinn frægi
Daniel Webster snýtti sér ekki öðm
vtsi, er hann talaði á þinginu í Wash-
ington.
Ekkert hefur mér virst eins lítílmót-
legt og þetta litla, íslenska Alþingi, þar
sem fundir vom haldnir innan Qög-
urra veggja fyrir framan grærran dúk
og hið venjulegá vatrrsglas. Ég gat ekki
ímyndað mér að þessir ræðumenn
væm afkomendur hinna fomu nor-
rænu hetja, er eitt sinn settu lög undir
bemm himni á Alþingi.
MANNGERÐIR
HELLAR Á
fSLANDI
Árni Hjartarson,
Guðmundur J.
Guðmundsson,
Hallgerður
Gísladóttir
Rannsóknir á nær 200
hellum, elstu og sér-
stæðustu húsakynnum
á landinu. Fjöldi mynda
og uppdrátta.
Jón Sigurósson
Geirungar
JÓN
SIGURÐSSON
OG
GEIRUNGAR
Lúðvík
Kristjánsson
Neistar úr sögu þjóðhá-
tiðaráratugar. Um Jón
forseta og leynifélag
ungra stuðningsmanna
hans í Kaupmannahöfn.
ALMANAK
ÞJÓÐVINAFÉ-
LAGSINS
Almanak um árið 1992,
reiknað af Þorsteini
Sæmundssyni, Ph.D.,
og Árbók íslands 1990
eftir Heimi Þorleifsson.
ISL E N S K
LEIKLIST
I
ÍSLENSK
LEIKLIST I
Sveinn Einarsson
Brautryðjendaverk um
íslenska leiklistarsögu
fram undir síðustu alda-
mót. Upphaf leikstarf-
semi hérlendis og leikrit-
unar.
RAFTÆKNI
ORÐASAFN
RAFÆKNI-
ORÐASAFN IV.
Orðanefnd rafmagns-
verkfræðinga. Orð og
hugtök á sviði rafeinda-
lampa og aflrafeinda-
tækni.
STUDIAISLANDICA
ANDREW WAWN
THE ANGLO MAN
©
Ri.VkJAVlk mi
THE ANGLO
MAN-
ÞORLEIFUR REPP
Andrew Wawn
Rit á ensku um málfræð-
inginn Þorleif Repp og
störf hans í Bretlandi.
Studia Islandica 49.
ANDVAR11991
Tímarit Bókaútgáfu
Menningarsjóðs og Hins
íslenska þjóðvinafélags.
Ritstjóri: Gunnar Stef-
ánsson. Aðalgrein: Ævi-
þáttur um Björn Sigurðs-
son, lækni, eftir Halldór
Þormar.
f REFSI-
NÝLENDUNNI
OG FLEIRI
SÖGUR
Franz Kafka
42 sögur eftir einstæð-
an rithöfund. Þýðendur:
Ástráður Eysteinsson og
Eysteinn Þorvaldsson.
FlHÉF
JÓNS SIGURBSSONAR
BRÉF TIL JÓNS
SIGURÐS-
SONAR
Úrval. 3. bindi. Þrír
bréfritarar. Nafnaskrá
yfir öll bindin. Umsjón:
Jóhannes Halldórsson.
t'O/o'o
UNDIR
PARÍSAR-
HIMNI
Jón Óskar
Nýjar þýðingar á Ijóðum
eftir 23 frönsk skáld,
ásamt sögu Ijóðbylting-
arinnar í Frakklandi á
19. og 20. öld.
m
Þorleifur Óskarsson
ÍSLENSK TOGARAÚTGERD
1945-1970
ÍSLENSK
TOGARA-
ÚTGERÐ
1945- 1970
Porleifur
Óskarsson
Saga mikilli umskipta í
íslenskum sjávarútvegi.
Útgáfa í samvinnu við
Sagnfræðistofnun Há-
skólans.
SÓLARLJÓÐ
Umsjón: Njörður
P. Njarðvík
Kaþólskt helgikvæði.
Eitt stórjkostlegasta trú-
arljóð, ort á íslensku. Út-
gáfa í samvinnu við
Bókmenntafræðistofnun
Háskólans.
Jón Ormur Halldórsson
ISLAM
Saga pólitískra trúarbragða
ISLAM. SAGA
PÓLITÍSKRA
TRÚARBRAGÐA
Jón Ormur
Halldórsson
Saga Múhameðstrúar
og samfélags múslima í
heiminum. Rit um hita-
mál í samtímanum.
Bókaútgðfa
“^“TVIENNINGARSJÖÐS
SKÁLHOLTSSTÍG 7* REYKJAVÍK
SÍMI 6218 22