Tíminn - 14.12.1991, Blaðsíða 15
Laugardagur 14. desember 1991
23
HELGIN -*■
MÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL
Herbert Brenk var ekki skemmtilegur maður, enda kom í Ijós að eini vinur hans var hundur.
út af blettunum á lokinu og því sett
hana inn á lager. Þar fyrir innan var
líka salemið sem Brenk hafði oft feng-
ið að nota. Það kom honum á óvart að
sjá töskuna, því hann hafði ekki gert
sér grein fyrir að hún var horfin.
Kaupmaðurinn sagðist seinast hafa
séð þau hjónin saman í byrjun ágúst
Eftir það hefði hann hitt Brenk einan
og hann hefði sagt að kona sín væri í
heimsókn hjá ættingjum. Hann sagð-
ist aldrei hafa heyrt Brenk hafa í hót-
unum við konu sína.
„Hann á eftir að ganga
frá mér“
En þá var annar afgreiðslumaður
kallaður til vitnis og sá hafði aðra sögu
að segja. Hann minntist þess að eitt
sinn þegar þau hjón hefðu komið í
verslunina, hefði Brenk bent á konu
sína og sagt ,^Má ég ekki skilja tíkina
eftir héma?“
Þegar Herbert Brenk fór út úr búð-
inni fór Lou Alice að gráta. Hún tók
skyrtukragann frá hálsinum og sýndi
afgreiðslumanninum ljóta marbletti.
„Hann á eftir að ganga frá mér," hafði
vitnið eftir henni.
En Lou Alice átti þó eina vinkonu,
sem hún gat snúið sér til í raunum
sínum. Hún var vön að heimsækja
þessa vinkonu sína og mann hennar
og hlustaði á þau lesa upp úr biblí-
unni. Lou Alice var mjög trúuð,. en
trúði þessum vinum sínum fyrir því að
maður hennar bannaði henni að hafa
biblíu á heimilinu.
Eitt kvöldið sofnaði Lou Alice undir
biblíulestrinum. Þetta kom vinkonu
hennar mjög á óvart, því hún vissi að
þessar stundir voru Lou Alice mikils
virði.
Lou Alice trúði þá vinkonu sinni fyr-
ir því að hún þyrði helst ekki að sofa
heima hjá sér af ótta við að eiginmað-
urinn dræpi hana í svefni. Hún sagðist
oft sofa fyrir utan hjólhýsið og þá á
vélarhlíf bílsins, því hún var hrædd við
slöngur.
Vinkonan bar að hún hefði margoft
hvatt Lou Alice til að fara frá Herbert
Lou Alice skýrði henni síðan frá því í
lok júlí eða í byrjun ágúst, að hún
hygðist skilja við mann sinn. Skýrslur
leiddu í ljós að Lou Alice hafði haft
samband við kvennaathvarf skömmu
áður en hún hvarf.
Lögreglan í Salem hafði oftar en einu
sinni haft afskipti af Herbert vegna
þess að hann misþyrmdi konu sinni.
Lögreglumaður var kallaður til sem
vitni:
„Herbert barði konu sína illa. Hann
hafði gefið henni glóðarauga oftar en
einu sinni. f raun flokkuðust þessar
misþyrmingar undir hegningarlögin,
en hún dró kærumar alltaf til baka.
Honum tókst einhvem veginn að tala
hana til.“
Örorkubætumar
En starfsstúlka á pósthúsinu í Salem
gat varpað nýju ljósi á málið. Saksókn-
ari hafði gert ráð fyrir að ástæða Her-
berts fyrir að myrða konuna væri sú að
hún hafði í hyggju að skilja við hann.
Lou Alice fékk 368 dollrra á mánuði
frá félagsmálastofnun. Herbert, sem
var atvinnulaus pípulagningamaður,
notaði megnið af þessum peningum
til eigin þarfa, keypti sér bjór og sígar-
ettur fyrir þá. Starfsstúlkan sagði að
þau hefðu alltaf komið saman til að
sækja peningana og einu sinni hefði
svo virst sem Lou Alice hefði verið bar-
in.
En þann 3. ágúst kom Herbert einn
til að sækja örorkubætur konu sinnar.
Hann sagði afgreiðslustúlkunni að
kona hans hefði farið í heimsókn til
ættingja. Hann hafði umboð undir
höndum, en við rannsókn kom í Ijós
að undirskriftin á því var fölsuð; einn-
ig hafði hann falsað nafn Lou Alice aft-
an á ávísunina.
Þann 12. ágúst hafði Herbert komið í
heimsókn til vinar síns og var þá á
bílnum hennar Lou Alice. Vininum
kom þetta spánskt fyrir sjónir, þar sem
hann vissi að Lou Alice vildi ekki lána
honum bílinn og leyfði honum ekki að
aka honum nema hún væri með í för-
inni.
Vinurinn leyfði honum að búa hjá sér,
því Herbert kvaðst vera einmana af því
að kona hans hefði farið að heimsækja
ættingja sína. Síðar breytti hann sögu
sinni og sagði að hún væri farin frá sér
með öðrum manni. Vinurinn sagði að
Herbert hefði ávallt talað um Lou Al-
ice sem „tíkina" eða „það“, aldrei sem
hún væri manneskja og ætti sér nafn.
Vmurinn skýrði einnig frá því að þeg-
ar kafaramir voru að leita þess, sem
eftir var af líkinu, á botni vatnsins,
hefði Herbert hlegið og sagt: „Þeir
geta leitað þar eins lengi og þeir vilja."
Hann skýrði líka ffá því að Brenk
hefði haft hundinn sinn, lítinn púðul-
hund að nafni Boomer, með sér. Eitt
sinn hefði hundurinn verið með há-
værara móti og ekki fengist til að
hætta að gelta. Þá sneri Brenk sér að
hundinum og lét hann vita af því að
„það væru til kælitöskur í þeirri stærð
sem honum hæfðu“.
Ein af sögum þeim, sem fundust
höfðu heima hjá þessum vini Her-
berts, var blámáluð og málningin á
henni reyndist sú sama og fundist
hafði á líkamshlutanum. Einnig kom í
ljós að tennur sagarinnar pössuðu við
tannaförin á beinunum. Vinurinn
kvaðst ekki vita til þess að Herbert
hefði fengið sögina lánaða.
„Stærð sem ég
ræð við“
Verjendumir fengu annað áfall þegar
einn kunningi Herberts til var kvadd-
ur í vitnastúku. Sá sagði að Herbert
hefði beðið sig um að aðstoða við að
koma Lou Alice fyrir kattamef.
Herbert hafði sagt þessu vitni að
hann hefði gifst Lou Alice út af ör-
orkubótunum og að hann sætti sig
ekki við að hún hlypi nú frá honum.
“Hann sagðist ætla að berja hana í
höfuðið, en að hann vantaði aðstoð til
að fleygja henni í vatnið. Hann sagði
að hún væri á annað hundrað kíló á
þyngd og hann réði því ekki við hana
einn. Hann sagðist verða að koma
henni niður í þá stærð sem hann réði
við,“ sagði vitnið.
Maðurinn hafði aldrei snúið sér til
lögreglunnar, þó svo að Herbert hefði
margoft haft orð á því að drepa Lou Al-
ice. Hann sagðist ekki hafa trúað að
Herbert væri alvara.
Þegar verjendurnir spurðu vitnið
hvort Herbert hefði verið undir áhrif-
um áfengis þegar hann var að ræða
um þessi áform sín, sagði hann svo
hafa verið. „Ég hef aldrei séð hann
öðruvísi," bætti hann við.
Við húsrannsókn í hjólhýsinu höfðu
tæknimennirnir beitt nýrri aðferð við
að finna blóðbletti, sem reynt hefði
verið að hreinsa. Við þessa aðferð er
notað efhi sem nefnist Luminol og
sagt er að blanda þurfi einn blóðdroga
í 75 lítra af vatni til þess að Luminol
geti ekki fundið blóðdropann. Lum-
inolið er sett á þá staði þar sem talið er
að blóð kunni að finnast. Þetta er gert
í niðamyrkri og ef blóð er á staðnum
verður Luminolið sjálflýsandi.
Með þessari aðferð var leitt í ljós að
mikið blóð var í hjólhýsinu og einnig f
bflnum hennar Lou Alice.
Eitt, sem vömin taldi sér til tekna, var
það að engin merki um lyf höfðu fund-
ist í líkamsleifunum, en aftur á móti
vottur af áfengi. Þetta kom ekki heim
og saman, því vitað var að Lou Alice
neytti lyfja vegna offitunnar, en var
aftur á móti alger bindindismanneskja
á áfengi. Verjendur reyndu því að
halda því fram að líkamsleifamar
væm alls ekki af Lou Alice Brenk.
En þá var kallaður til meinafræðing-
ur sem bar það að við rotnun geta lyf-
in horfið og myndað vínanda.
Klefafélaginn
Eins og fyrr er sagt hafði Brenk mátt
flækjast á milli fangelsa og hafði setið
í klefa með mörgum, þá tfu mánuði
sem hann var í varðhaldi. Einn þess-
ara klefafélaga var nú laus úr prísund-
inni og þegar hann las um málið í
blöðunum hafði hann samband við
saksóknara.
Þann 13. nóvember kom þessi klefa-
félagi Brenks í vitnastúkuna og sagði
sögu sína:
Hann sagði að Brenk hefði sagt sér
frá því að hann hefði stolið kælitösk-
unni og jafnframt látið þau orð falla
að „ef hann hefði gert það sama við
líkamsleifarnar í kælitöskunni og
hann hefði gert við afganginn af
henni, væri hann sko ekki f neinni
klípu og að lögregluna hefði aldrei
grunað neitt."
Verjendur Herberts Brenk reyndu að
fá framburð vitnis þessa dæmdan
ógildan, þar sem þeir hefðu ekkert um
það vitað fyrr en réttarhöldin vom
hafin. Dómarinn vísaði þeim tilmæl-
um þeirra frá.
Saksóknari fór nú að leita uppi aðra
klefafélaga Brenks, en Brenk hafði
setið inni öðm hverju áratugum sam-
an. Það hafðist uppi á einum gömlum
klefafélaga, sem setið hafði inni með
Brenk fyrir tveimur ámm.
Sá skýrði frá því að Lou Alice hefði
komið að heimsækja mann sinn og þá
hefði hún verið með glóðarauga á
báðum augum og spmngnar varir.
Klefafélaginn sagði að Brenk hefði
sagst hafa barið hana þegar hún var
ekki nægilega snögg að hlýða skipun-
um hans um að sækja bjór og sígar-
ettur. Hann sagði að Brenk hefði hælt
sér af því að hann stjómaði Lou Alice
með harðri hendi og byggi aðeins með
henni vegna örorkubótanna.
Fyrrí konan segir
sögu sína
Brenk og Lou Alice höfðu aðeins ver-
ið gift í þrjú ár. Áður hafði hann verið
giftur annarri konu á ámnum 1965 til
1984.
Fyrrverandi eiginkonan var nú köll-
uð fyrir réttinn og hún hafði
óskemmtilega sögu að segja.
Hún sagði að Herbert hefði ítrekað
lagt á sig hendur. Einu sinni hefði
hann hert svo að hálsi hennar að hún
missti meðvitund, og hótað henni að
hann skyldi dreifa stykkjum úr henni
frá Arkansas til Louisana.
Hún skildi við hann eftir þetta og f
langan tíma eftir skilnaðinn þorði
hún ekki að vera ein, ef hann skyldi
snúa aftur til að ná sér niðri á henni.
Ættingi Lou Alice bar að hún hefði
fengið örorkubætumar vegna andlegs
vanþroska. Ættinginn sagði ennfrem-
ur að Lou Alice hefði ávallt þolað
harðræði af völdum þeirra manna
sem hún hafði lent í slagtogi við. Svo
virtist sem hún þyrfti á athygli að
halda, hversu neikvæð sem sú athygli
væri.
Réttarhöldin stóðu í sex daga. Sak-
sóknari hafði lagt fram 98 mismun-
andi sönnunargögn og kallað til 47
vitni.
Verjendumir börðust hetjulega fyrir
Herbert Brenk. Þeir höfðu lagt fram
alls kyns mótmæli, sem flestum hafði
verið hafnað. Tvisvar sinnum höfðu
þeir reynt að fá réttarhöldin dæmd
ógild. í annað skiptið vegna klefafé-
lagans, sem hafði komið fram eftir að
réttarhöldin hófust, og í hitt skiptið
vegna þess að röntgenmyndir af Lou
Alice og líkamsleifunum höfðu horfið
um tíma. Þeir héldu því fram að þeir
hefðu ekki haft nægilegan tíma til að
kynna sér þessi gögn. En allt var þetta
unnið fyrir gýg.
Réttarsalurinn var troðfullur af for-
vitnum áhorfendum hvem einasta
dag réttarhaldanna. Dómarinn hafði
leyft fréttamönnum sjónvarps að vera
viðstaddir og senda út myndir frá rétt-
arhöldunum. Æsingurinn og fjöl-
miðlaumfjöllunin jókst með degi
hverjum.
Dæmdur til dauða
Verjendurnir notuðu 40 mínútur til
að koma sínum málstað á framfæri.
Þeir lögðu fram þrjú sönnunargögn
og kölluðu til þrjú vitni. Brenk var
ekki látinn bera vitni sér til vamar.
Allan tímann sem á réttarhöldunum
stóð, sýndi hann ekki minnstu svip-
brigði.
Kviðdómur dró sig í hlé, eins og lög
gera ráð fyrir, og tók sér tvær klukku-
stundir til að reifa málið og komast að
niðurstöðu. Niðurstaðan varð sú að
Brenk væri sekur um morðið á konu
sinni og skyldi dæmast til dauða með
því að sprautað væri í hann eitri. Slík-
ur úrskurður áfrýjast sjálfkrafa til
hæstaréttar.
Herbert Brenk hafði ekki sýnt neinar
tilfinningar á meðan á réttarhöldun-
um stóð og hann deplaði ekki auga
þegar Iesinn var yfir honum þessi
þungi dómur. Hann fékk engar heim-
sóknir eða stuðning frá vinum eða
ættingjum á meðan á þessum
hremmingum stóð. Skömmu áður en
hann var fluttur í ríkisfangelsið, fór
hann fram á að fá hundinn sinn f
heimsókn, því hann væri eini vinur-
inn sem hann hefði nokkurn tíma átt.
Fangelsisyfirvöld urðu við þeirri bón
hans.
Þrátt fyrir ítarlega leit hefur afgang-
urinn af Iíki Lou Alice Brenk ekki
fundist. Fjölskylda hennar hélt minn-
ingarathöfn um hana í kyrrþey.