Tíminn - 04.01.1992, Síða 1
Laugardagur
4. janúar1992
2. tbl. 76. árg.
VERÐ f LAUSASÖLU
KR. 110.-
20-30 íslenskir smalahestar munu fara með vorskipunum til Samabyggða:
Islenskum hestum beitt
gegn heilbrigðisvanda
í vor veröa á milli 20 og 30 íslenskir hestar fluttir í tilraunaskyni
til Samabyggðarinnar Gransameby við Ammarnes í norðurhluta
Svíþjóðar. Þar á að nota þá við smöiun hreindýra, en á umliðnum
árum hafa Samar notast við vélknúin ökutæki við smölunina, fjór-
hjól og vélsleða. Ökutækin hafa hins vegar ekki reynst nógu veí því
hristingurinn sem skapast við akstur í ófærum hefur leitt til
slæmra nýrna- og Iiðamótakvilia hjá smalamönnum og blóðrásar-
truflanir eru algengar. Kvillar af þessu tagi eru að verða plága
meðal Sama og hafa bæði fjölmiðlar og yflrvöld flokkað þá sem
heilbrigðisvandamál. Vonast menn nú til að íslenski hesturinn,
sem í árhundruð hefur reynst íslendingum vel í göngum, muni
bjarga heilsu samískra smalamanna.
Þeir hestar sem héðan munu fara í
vor verða fluttir út í samvinnu fyrir-
tækisins Loka-íslandshesta sem er
starfrækt af íslenskum aðilum í Sví-
þjóð og Osvald Jonson, Sama sem
hefur umboð frá Landsambandi
Sama f Svíþjóð, „Samamas riksfor-
bund“. Hugmyndin að þessu verkefni
er komin frá Þórði Erlingssyni hjá
Loka- íslandshestum og Osvald Jon-
son og hefur undirbúningur staðið
yfir um alllangt skeið. Osvald Jonsson
sagði í samtali við Tímann í gær að
hann hafi sjálfur átt íslenskan hest og
reynsla hans af honum hafi verið góð
og því hafi hann fengið áhuga á að
breiða út notkun hans við smölun
hreindýranna. Skandinavíski hestur-
inn væri hins vegar ómögulegur í
smalamennsku af þessu tagi, enda
þyrfti hann helst að vera á jafnsléttu.
Islenski hesturinn væri margfalt
harðari af sér og þolbetri. Hann bend-
ir á að mótorhjólin komist hvergi
nærri eins mikið um ófærur og hest-
urinn, auk þess sem menn geti illa
haft með sér hund í smalamennsk-
unni ef vélknúin ökutæki eru notuð.
Því verði smalamennska á hestum
trúlega fljótlegri en smalamennska á
hjólum þegar upp er staðið auk þess
sem hún losi menn við sjúkleika
vegna hristingsins sem einkum kem-
ur fram í nýrum, höndum og liða-
mótum, hnakka og höfði auk annars.
En það er fleira sem spilar inn í
áhuga manna í Samabyggðum á að fé
íslenska hestinn. í fyrsta lagi er hér
um umhverfisvæna breytingu að
ræða og í öðru lagi telja menn að
hross falli betur að menningararfleið
Sama en mótorhjól eða vélsleðar.
Eins og áður sagði verða á milli 20
og 30 hross flutt út í vor og að sögn
Þórðar Erlingssonar verður leitað
eftir góðum og duglegum smalahest-
um sem hafa til að bera þá eiginleika
sem Samarnir sækjast eftir. Það
vor munu 20-30 íslenskir hestar leggja upp í ferð til Norður- Svíþjóðar þar sem þeir munu leysa af
hólmi vélhjól og -sleða við smölun á hreindýrum.
verða hinir kunnu skagfirsku hrossa-
bændur, Jóhann Þorsteinsson á Mið-
sitju og Sigurður Hansen í Kringlu-
mýri, sem munu sjá um að velja
hrossinn. Að sögn Þórðar hefur ekki
endanlega verið ákveðið um verð fyr-
ir hrossin og hann undirstrikar að
um tilraun sé að ræða. Þórður vildi
heldur ekkert fullyrða um'hversu
mikill þessi útflutningur gæti orðið
ef tilraunin heppnast vel, en Osvald
Jonson var hins vegar ekki í miklum
vafa um að Samabyggðir vítt og
breitt myndu skipta úr vélhjólum yf-
ir í íslenska hesta ef þessi tilraun
gengi vel.
Þess má geta að íslenska landbúnað-
arráðuneytið og Félag íslenskra
hrossabænda hafa lýst stuðningi sín-
um við þetta tilraunaverkefni.
-ÁG/BG/SÁ
Ríkisendurskoðun hefur margt að athuga við rekstur Tryggingastofnunar:
„Smákóngastríö“ um
36% ríkisútgjalda
Tryggingastofnun ríkisins nær að sinna því hlutverki sínu að af-
greiða réttar bætur, til réttra aðila, á réttum tíma, að mati Rfldsend-
urskoðunar. En aðrír þættir í starfseminni, svo sem áætlanagerð og
hagsýsla, hafa setið á hakanum. Enda, þótt ótrúlegt sé, reynist eng-
in áætlana- eða hagdeild til hjá þessarí stofnun sem sýslar þó með
um 36% af útgjöldum rfldssjóðs, eða um 37 milljarða króna árið
1990. Endurskoðunardeild hefur heldur ekki sinnt því hlutverki
sínu að fylgjast með starfsemi stofnunarinnar.
Kannski að vonum þar sem ekkert op-
inbert eða staðfest skipurit er til að
þessari miklu stofnun. Hin víða stjóm-
spönn forstjóra er talin helsti galli
stjómskipulagsins. Losaralegyfirstjóm
hafi stundum truflað starfsemina. Rík-
isendurskoðun telur á vanta að nægi-
lega fari saman vald og ábyrgð. Einsog
nú er 'skiptist TVyggingastofhun í 15
jafnsettar deildir, hverra verkefni virð-
ast oft skarast þvers og kruss sem veld-
ur togstreitu um starfssvið milli deild-
anna. Þar á ofan skattyrðast .smákóng-
ar“ um verk- og valdsvið, hvar af sumir
þeirra ráðherraráðnu telja jafnvel for-
stjórann ekki hafa yfir sér að segja.
TVyggingaráð stússast svo aðallega í úr-
skurðum og reglubundnum afgreiðsl-
um en sinnir lítið því hlutverki sínu að
hafa eftirlit með rekstrinum. Þá skortir
skýr lagaákvæði um hver eigi að vera
tengsl milli tryggingaráðs og heilbrigð-
isráðherra/ráðuneyti, sem valdið hefur
vandræðum í samskiptum stofnunar
og ráðuneytis.
J raun má segja að með núverandi
fyrirkomulagi nái TVyggingastofhun að
sinna aðalstarfi sínu, þ.e. afgreiðslu
bóta, en aðrir þættir hafa setið á hakan-
um. Þar er um að ræða öfluga áætlana-
gerð, hagsýslu ýmiss konar og hinn
faglega þátt sem lýtur að tryggingamál-
um,“ segir Ríkisendurskoðun. Hún
leggur til að TVyggingastofnun verði
skipt í þtjú meginsvið, þ.e. sjúkratrygg-
ingasvið, lífeyrissvið og stjómsýslusvið.
Læknadeild, sem eigi að vera fagdeild,
og endurskoðunardeild skuli svo heyra
beint undir forstjóra. Veigamesta
breytingin fælist í stofnun stjómsýslu-
sviðsins, sem tæki yfir allt það sem lýt-
ur að fjármálum, hagsýslu, upplýsinga-
málum, starfsmannahaldi og þjónustu
við sjóði. (Sjá einnig blaðsíöu 3)
-HEI
íþróttir þroskaheftra:
Sigrún Huld nr. 1
í heiminum í dag
Samkvæmt fréttabréfl alþjóða-
samtaka þroskaheftra íþrótta-
manna er Sigrún Huld Hrafns-
dóttir, sundkona úr íþróttafélag-
inu Ösp, nú efst á afreksmanna-
lista þroskaheftra í heiminum í
dag. Forsíða fréttabréfsins, sem
við sjáum hér, er lögð undir afrek
Sigrúnar og dylst engum sá boð-
skapur sem þar er á ferðinni. Sig-
rún er nú sjöfaldur heimsmethafl
í sundi. Þá var hún kjörin iþrótta-
maður ársins hjá íþróttasam-
bandi fatlaðra
á dögunum. Sigrún keppir sem
gestur á nýarsundmóti fatlaðra
bama og unglinga sem haldið
verður í Sundhöll Reykjavíkur á
morgun og hefst það kl. 14.30
-PS
Sigrun,
number
u
in the
world
.,...
Forsíða fréttabrófslns sem öl
er lögð undir Sigrúnu Huld.