Tíminn - 04.01.1992, Síða 3

Tíminn - 04.01.1992, Síða 3
Laugardagur 4. janúar 1992 Tíminn 3 Ríkisendurskoðun telur nokkuð vanta á að Tryggingastofnun sé markvisst stjórnað: Slysabætur til íþrótta- manna hækkuðu um 120% Rflásendurskoðun gagnrýnir í skýrslu stjóraun Tryggingastofnunar rflásins. Hún telur að ekki fari alltaf nægilega saman vald og ábyrgð. Rflásendurskoðun vill að skipulagi stofnunarinnar verði breytt. Tryggingabætur hafa hækkað mjög mikið á síðustu fjórum árum. Þó nokkrir liðir hafa hækkað um meira en 100%, en slysa- bætur til íþróttamanna hafa hækkað mest eða um 120% á föstu verðlagi á fjórum árum. Skýrsla Rfltisendurskoðunar er stjómsýsluleg endurskoðun, þ.e. könnun á nýtingu og meðferð á rík- isfé hjá TVyggingastofnun ríkisins. Niðurstöðumar eru raktar í 90 blað- síðna skýrslu, þar sem Ríkisendur- skoðun vekur jafnframt athygli stjómvalda á því sem hún telur úr- skeiðis fara í rekstri Tryggingastofn- unar og tillögum sem hún gerir um úrbætur. Skýrslur á skýrslur ofan, en...? Hvort tillögur og ráðleggingar Ríkisendurskoðunar verða hins veg- ar að nokkm hafðar virðist ástæða til að draga í efa. Því í ljós kemur að Hagvangur komst að svipuðum nið- urstöðum í úttekt 1973 og sömuleið- is nefnd sem skilaði greinargerð árið 1983 um endurskoðun á fjármögn- unar- og stjórnunarkerfi sjúkrahúsa, á fyrirkomulagi tryggingaumboða og deildaskipan í TVyggingastofnun. Þrátt íyrir það er stjómskipulag stofnunarinnar í raun ennþá með sama sniði nema hvað umfang henn- ar hefur aukist, starfsmönnum hennar fjölgað (í um 170 árið 1990) og útgjöld hennar þanist út langt umfram almennar verðlagshækkan- ir og langt umfram fjölgun bótaþega. 115% og 126% og 130% raunhækkanir Skýrslan leiðir m.a. í ljós gífurleg- ar raunhækkanir á hinum ýmsu út- gjaldaliðum almannatrygginga, sem ásamt með heilsugæslu og sjúkra- húsþjónustu eru langstærsti kostn- aðarliður ríkissjóðs. Á árinu 1990 kostaði þessi málaflokkur um 36.900 milljónir króna — eða sem svarar 580.000 krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu. Þessir málaflokkar gleypa 36% af heildarútgjöldum A-hluta ríkissjóðs og hafði hækkað um nær fjórðung (23%) á föstu verðlagi frá 1986, eða á aðeins fjórum árum. Dæmi eru um langt yífir 100% hækkanir, mið- að við fast verðlag, á þessum skamma tíma. Bætur vegna lífeyristrygginga námu 12.500 milljónum kr. árið 1990 (195.000 kr. á meðalfjölskyldu í landinu). Frá árinu 1986 hefur fæðingarorlof hækkað mest, eða um 130% á föstu verðlagi. Ríkisendur- skoðun bendir sömuleiðis á að kostnaður vegna ýmissa viðbótar- greiðslna til elli- og örorkulífeyris- þega hafi hækkað langt umfram íjölgun bótaþega. Svo virðist því sem bætur sem tiltölulega fáir nutu áður hafi nú nálgast það að verða hluti af almennum bótagreiðslum. Svo dæmi sé tekið hafa bensínstyrk- ir til þessara hópa hækkað um 75% á föstu verðlagi á aðeins fjórum ár- um (voru komnir í 120 milljónir kr. 1990). „Heilsan“ um 400.000 kr. á meðal- fjölskylduna... Heildarútgjöld ríkisins vegna sjúkratrygginga, sjúkrahúsa og heilsugæslu hækkuðu um nálægt 20% á föstu verðlagi á aðeins fjór- um árum og voru orðin nálægt 24 milljörðum króna árið 1990. Sú upphæð svaraði til nálægt 375.000 krónum að meðaltali á hverja fjóra landsmenn, sem eflaust hefur hækkað í 400.000 kr. árið 1991. Af einstökum liðum hefur kostnaður vegna hjálpartækja hækkað mest, 126% á föstu verðlagi frá 1986. Út- gjöld vegna tannlæknaþjónustu hækkuðu um 115% á sama tíma. Útgjöld slysatryggingadeildar voru 401 milljón kr. árið 1990 og höfðu þá hækkað um 44% á föstu verðlagi á fjórum árum. Sjómenn fá um 40% allra þessara bóta. Slysabætur hækkuðu aftur á móti langmest til íþróttamanna, 120% á föstu verðlagi á þessum fjórum ár- um. - HEI Fjármagnsskattur settur í nefnd Fjármálaráðherra hefur skipað nefnd tíl að semja drög að frumvarpi um samræmda skattlagningu eigna og eignatekna. Skattlagning þessi er venjulega kölluð skattur á fjármagnstekjur. Nefndinni er ætlað að skila áfangaskýrslu í þessum mánuði og ijúka störfum í mars. Hún mun leita eftir samráði við fulltrúa hagsmunaaðila og aðra þá sem kunna að hafa gagnlegar upplýsingar og sjónarmið fram að færa. í nefndinni starfa Baldur Guð- stjóri, Garðar Valdimarsson ríkis- laugsson hæstaréttarlögmaður, skattstjóri, Yngvi Harðarson hag- sem jafnframt er formaður hennar, fræðingur og Yngvi Örn Kristins- Indriði H. Þorláksson skrifstofu- son hagfræðingur. Ritari nefndar- innar er Bragi Gunnarsson lög- fræðingur. Nefndin er skipuð með tilvísun til stefnuyfirlýsingar stjórnarflokk- anna. í fréttatilkynningu frá fjár- málaráðuneytinu segir að eitt brýnasta verkefni í skattamálum hér á landi sé að samræma skatt- lagningu eigna og eignatekna og endurskoða hana með tilliti til skattlagningar annarra tekna ein- staklinga og fyrirtækja. -EÓ Breytingar boðaðar á bifreiðatryggingum Tvö tryggingafélög, Vátryggingafélag íslands og Skandia fsland, hafa ákveðið að gera breytingar á bflatryggingum sínum. Skandia ísland hefur þegar tilkynnt þær breytingar sem það hyggst gera á sínum tryggingum, en þær felast m.a. í því að lækka iðgjöld hjá ökumönnum sem eru 30 ára, en hækka gjöldin hjá yngri ökumönn- um, þeim sem eiga stóra bfla og hjá þeim sem aka yflr 25 þúsund kflómetra á ári. VÍS ætlar að tilkynna um breyting- ar á sínum bifreiðatryggingum 26. janúar, en með þeim stefnir VÍS að því að viðskiptavinir borgi iðgjöld í meira samræmi við þá áhættu sem þeir taka en verið hefur til þessa. Skandia ísland stefnir að því að senda öllum sem eru 30 ára og eldri bækling þar sem þeim er boðið upp á Iægri iðgjöld af bifreiðatrygging- um. Lækkunin er á bilinu 10-15%. Hins vegar hækka iðgjöld hjá öku- mönnum sem eru yngri en 30 ára og einnig hjá þeim sem eiga stóra bfla og keyra yfir 25 þúsund kflómetra á ári. VÍS birti nýlega auglýsingu þar sem ökumenn eru hvattir til að gera engar breytingar á bifreiðatrygging- um sínum fyrir 26. janúar, en þann dag ætlar VÍS að tilkynna um nýj- ungar í bifreiðatryggingum. Breyt- ingamar fela m.a. í sér nýjar bónus- reglur, mismunandi iðgjöld eftir Látinn er í Reykjavík Helgi Ólafs- son, 67 ára, löggiltur fasteignasali í Reykjavík. Helgi starfaði um margra ára skeið sem gjaldkeri hér á Tímanum. Síðar gerðist hann fasteignasali og rak til dánardags fasteignasölu á Flókagötu aldri ökumanns, Ijölbreyttari kaskó- tryggingar og allar bifreiðatrygging- ar á eitt skírteini. Undanfarin ár hafa tryggingafélög- in tapað gífurlegum upphæðum á bifreiðatryggingum. Vegna þessa hafa iðgjöld af þessum tryggingum haft tilhneigingu til að hækka. Sam- keppni á þessum markaði er hins vegar mikil. Samkvæmt þeim breyt- ingum sem framundan eru virðist hún heldur vera að aukast en hitt. 1, en síðustu árin rak hann jafn- framt gistiheimili. Eftirlifandi eiginkona hans er Kristín Einarsdóttir. Helgi Ólafsson. Helgi Ólafsson, fasteignasali látinn Ur kaffistofu byggingamanna á vinnusvæði Ármannsfells við Vitatorg. Trésmiðafélag Reykjavíkur veitir viðurkenningu fyrir góðan aðbúnað á vinnustað: Armannsfell býr vel að trésmiðum Trésmiðafélag Reykjavíkur veitti á dögunum byggingafyrirtækinu Ár- mannsfelli viðurkenningu fyrir góðan aðbúnað að starfsfólki þess. TYé- smiðafélagið hefúr undanfarin árveitt fyrirtækjum á félagssvæði sínu viður- kenningu af þessu tagi og hafa átta fyrirtæki hlotið hana. í fréttatilkynningu frá TVésmiðafélag- inu segir að Ármannsfell hafi á undan- fömum árum verið í hópi þeirra fyrir- tækja sem hvað best hafi staðið sig í að búa að starfsfólki sínu. Nefnd sem far- ið hefur á milli fyrirtækja og skoðað aðbúnað að félagsmönnum TVésmiða- félagsins tilnefhir sérstaklega fyrir- myndaraðbúnað á vinnustöðum Ár- mannsfells við Lindargötu 57-61 og 64-66 og á verkstæði fyrirtækisins að Funahöfða 19. Nefndin athugar sér- staklega atriði eins og hreinlætisað- stöðu, kaffistofu, aðbúnað í fata- geymslu, lýsingu, húsbúnað, þrif, að- stöðu íverkfærageymslu, loftræstingu og umgengni starfsmanna á vinnustað og starfsmannaaðstöðu. TVésmiðafélag Reykjavíkur hefúr bar- ist fyrir bættum aðbúnaði félagsmanna sinna á vinnustöðum. Stjóm félagsins telur að hann sé víða áratugum á efltir því sem eðlilegt geti talist og hefúr beint spjótum sínum að þeim fyrir- tækjum sem ekki hafa staðið sig í þess- um efnum sem skyldi og leitað stuðn- ings byggingayfirvalda til að knýja fram úrbætur þar sem þess er þörf. Þetta síðastnefnda hefur borið þann árangur að byggingafulltrúinn í Reykjavík hefur nú ákveðið að taka ekid út neinar botnplötur í nýbygg- ingum nema að viðunandi starfs- mannaaðstaða sé til staðar. TR hefur veitt byggingafulltrúanum í Reykjavík sérstaka viðurkenningu vegna þessa og væntir þess að þetta fordæmi hans verði bæði öðmm byggingafulltrúum í landinu sem og byggingaverktökum hvatning til þess að búa betur að starfsmönnum í húsabyggingum. —sá

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.