Tíminn - 04.01.1992, Page 5
Laugardagur 4. janúar 1992
Tíminn 5
Skammdegistungl yfir Gróttu. Ttmamynd Ami Bjama
Lífið er pólitík
Jón Kristjánsson skrifar
Þeir, sem að blaðaútgáfu standa, eiga að
hafa skoðanir sem þeir vilja nokkuð á sig
leggja til þess að berjast fyrir. Hlutverk
Tímans um þessar mundir er að flytja
frjálslynd sjónarmið og veita stjórnvöld-
um það aðhald sem hann má. Hlutverk
blaðsins er að bregðast við málum á
gagnrýninn hátt og ég get engu um það
lofað, meðan ég sit í ritstjórastól á blað-
inu, að jafnvel flokksbræðrum mínum
og systrum líki allt sem sagt er í blaðinu.
Það verður að koma í ljós.
MENN OG MÁLEFNI
Sú breyting verður um áramótin að
Tímabréf hættir að birtast, og í stað þess
mun þessi dálkur verða skrifaður um
helgar undir því gamla nafni Menn og
málefni. Sú breyting verður einnig að
þessar hugleiðingar verða skrifaðar und-
ir nafni, og þá gjaman af aðilum sem
standa í víglínunni í stjómmálabarátt-
unni í landinu fyrir Framsóknarflokk-
inn. Um leið og þessi fyrstu skrif á árinu
birtast, vil ég nota tækifærið og þakka
ffáfarandi ritstjómm, sem meðal annars
höfðu veg og vanda af Tímabréfinu, fyrir
góð störf við Tímann. Þeir sómdu sér vel
í hópi þeirra ágætu manna, sem haldið
hafa um pennann hér frá upphafi vega.
Allir vom þessir menn ritfærir í betra
lagi og flestir mjög áberandi í þjóðfélag-
inu og virkir þátttakendur í þjóðfélags-
umræðunni.
HLUTVERK DAGBLAÐA
Tíminn rær lífróður um þessar mund-
ir. Það er í rauninni ekki nýtt í sögu
blaðsins, sem nú er spannar yfir rúm-
lega sjö áratugi. Hitt er ljóst að miklar
breytingar hafa orðið í þjóðlífmu, jafnt í
fjölmiðlun sem annars staðar. Dagblaða-
útgáfa verður að taka mið af þessu.
Dagblöð hafa lengst af verið gefin út af
aðilum, sem vilja hafa áhrif í þjóðfélag-
inu og beita blöðunum fyrir sig sem
áróðurstæki í þeim tilgangi. Hér gildir
einu hvort útgefendurnir em stjóm-
málaflokkar eða hlutafélög einhverra
sem aðhyllast ákveðnar lífsskoðanir. Hitt
er staðreynd að útgáfa merkt stjórn-
málaflokkum á erfitt uppdráttar um
þessar mundir. Helst þetta í hendur við
þær breytingar að almenningur vill síð-
ur nú en áður merkja sig ákveðnum
stjómmálaflokkum svo áþreifanlegt sé.
LÍFIÐ ER PÓLITÍK
Þetta breytir engu um það að stjómmál
verða áberandi á síðum dagblaða, meðan
þau koma á annað borð út. Lífið er nú
einu sinni pólitík í einu eða öðm formi.
Blað, sem sinn-
ir ekki þessari
slagæð, er ekki
mikils virði.
Eigi að síður
hlýtur ffétta-
hlutverk dag-
blaða enn að
vera mikilvægt.
En það hefur
breyst. Eðli máls samkvæmt geta blöð
ekki að öllum jafnaði verið fyrst með
fréttirnar. Hins vegar hafa þau mikil-
vægu hlutverki að gegna í að skýra og
skilgreina, og dýpka skilninginn á mál-
um sem efst em á baugi hverju sinni.
SKARÐ FYRIR SKILDI
Tíminn hefur í sjötíu og fimm ár ver-
ið málsvari þeirra sem aðhyllast frjáls-
lyndar skoðanir í stjómmálum, sam-
vinnu og félagshyggju. Hér hafa ýmsir
haldið um pennann, sem ekki hafa dreg-
ið af sér við það að halda fram þessum
sjónarmiðum, og oftar en ekki hafa þeir
verið í kröppum dansi og ritdeilum við
andstæðingana. Þetta hefur gefið þjóðfé-
lagsumræðunni aukið líf. Ef svo fer að
Tíminn og Þjóðviljinn hverfa af sviðinu,
verður umræðan í dagblöðunum fá-
skrúðugri en ella.
FRJÁLS OG ÓHÁÐ
BLAÐAMENNSKA?
Hér skal engum steini kastað að Morg-
unblaðinu og DV. Á báðum þeim blöðum
er fólk að verki, sem kann vel til blaðaút-
gáfu. Þau blöð em opin fyrir greinaskrif-
um, án þess að spurt sé um pólitískan lit
eða aðrar skoðanir. Það em Tíminn og
Þjóðviljinn einnig. Eigi að síður er
gmnntónninn í útgáfu Morgunblaðsins
og DV, hvorki samvinna né félagshyggja.
Gmnntónninn em hægri viðhorf og
frjálshyggja í einu eða öðm formi. Þetta
er nauðsynlegt að hafa í huga þegar rætt
er um ffjálsa og óháða blaðaútgáfú.
NÚ DREGUR TIL ÚRSLITA
Næstu vikur munu skera úr um það
hvort tekst að skapa samstöðu um nýtt
blað, sem flytur sjónarmið frjálslyndis,
samvinnu og
félagshyggju
og hefur þau að
leiðarljósi.
Tími útgáfu á
ábyrgð stjórn-
málaflokkanna
er liðinn, en
það er höfuð-
nauðsyn fýrir
þjóðfélagsumræðuna í landinu að sem
flest sjónarmið komist til skila.
JARÐSPRENGJURNAR
Fjárlög vom afgreidd á Alþingi síðustu
daga fyrir jól, og enn hefur Bandormur-
inn um aðgerðir í ríkisfjármálum ekki
hlotið afgreiðslu. Fjárlagafmmvarpið er
löggjöf sem er geysivíðtæk og hefúr
reyndar með einhverjum hætti áhrif á Iíf
og lífsskilyrði hvers einasta manns.
Þetta fjárlagafmmvarp felur í sér miklar
breytingar frá því sem áður hefur verið. í
því felst afgerandi stefnubreyting frá vel-
ferðarkerfinu. Ríkisumsvif em ekki
minnkuð, heldur er gjöldunum í vem-
legum mæli velt yfir á aðra, almenning í
landinu, og, ef Bandormurinn fær end-
anlega afgreiðslu, á sveitarfélögin.
Sannleikurinn er sá að fjárlögin fela nú
í sér ýmsar ráðstafanir, sem ekki er séð
fyrir endann á hverjar afleiðingar munu
hafa. Það er fullt af slíkum óspmngnum
jarðsprengjum.
HÁSKÓLI OG HEILBRIGÐI
Hvemig verður því tekið að ekki verði
innritaðir nýir nemendur í Háskóla fs-
lands? Með hverjum hætti verður tekið á
þeim málum, sem svo sannarlega var ýtt
út af borðinu við afgreiðslu fjárlaga? Það
á einnig eftir að koma í ljós að fyrirhug-
uð sameining spítalanna Borgarspítala
og Landakotsspítala felur ekki í sér
spamað, heldur stóreykur hættuna á
auknum útgjöldum þegar fram í sækir.
Með þessu er búið að koma upp tveimur
tiltölulega stórum spítölum á okkar
mælikvarða, sem stórhætta er á að leggi
í mikinn kostnað í aðstöðu og tækjabún-
aði sem ekki nýtist nema að litlu leyti.
Allt er þetta gert undir þeim merkjum
að um frjálsa samkeppni sé að ræða.
Skólagjöld verða tekin upp við háskól-
ann og í ríkari mæli verður almenning-
ur að borga fyrir heilbrigðisþjónustu. Á
sama tíma em bamabætumar tekju-
tengdar.
FALIN SKATTHEIMTA
Allar þessar æfingar eru til þess að fela
aukna skattheimtu og skíra hana öðmm
nöfnum. Enn er almenningur ekki far-
inn að finna fyrir þessum aðgerðum eins
og mun verða þegar kemur lengra fram
á árið, en ég hygg að þegar það verður
verði áhrifm fyrir ríkisstjórnina eins og
að þurfa að fara yfir jarðsprengjusvæði.
KYRRSTAÐA f STAÐ
UPPBYGGINGAR
Fjárlögin em síður en svo sá hvati til
framfara og uppbyggingar sem á þarf að
halda. Við þær aðstæður, sem nú em,
hefðu þau þurft að auka bjartsýni og
létta undir með atvinnuuppbyggingu,
meðal annars með því að stuðla að auk-
inni þekkingu. Slíku er ekki til að dreifa.
Stór áhætta er tekin um það að æðri
menntun í landinu lamist og atvinnu-
vegunum er íþyngt með álögum. Þvert á
móti þyrfti nú að efla menntun og rann-
sóknir, sem kæmi til góða við þá upp-
byggingu sem þörf er á til þess að vinna
úr því, sem við höfum, og nýta okkar
auðlindir sem best. Möguleikamir em
miklir í þessu landi, en án þekkingar og
skilnings á málefnum atvinnuveganna
og landsbyggðarinnar verða þeir ekki
nýttir. Fjárlögin fela í sér kyrrstöðu í
stað uppbyggingar.