Tíminn - 04.01.1992, Page 6
6 Tíminn
Laugardagur 4. janúar 1992
Islenskt landslag
Feguröarmat manna breytist gjarna frá einni öld
til annarrar og þaö á m.a. viö um landslag. Vottur
þess er eftirfarandi þáttur úr feröabók James
Bryce lávaröar frá 1872. En fróölegt er eigi aö síö-
ur aö sjá íslenskt náttúrufar meö hans augum.
Bryce lávarður — James
Bryce — kom til íslands
1872, um haustið. í för með
honum voru Æneas Mackay
lögfræðingur og C.P. IlberL
Þeir höíðu áður ferðast sam-
an um Alpafjöll og ætluðu
eiginlega þetta haust til Nor-
egs, en Mackay stakk upp á
því að fara til íslands. Þeir
fóru frá Leith til Seyðisfjarð-
ar og munu hafa verið hér
um þijár vikur. Bryce var
mikill ferðagarpur og hafði
farið víða og gengið á torsótt
fjöll. T.d. hafði hann klifið
Ararat. Bryce var lögfræðing-
ur og sagnfræðingur og
stjómmálamaður og hefur
m.a. skrifað ágætlega um lög
og stjómarfar íslendinga á
þjóðveldistímanum. Fræg-
asta bók hans var The Holy
Roman Empire. Hann var
fæddur 1838 og dó 1922.
Hér hefur Viihjálmur Þ.
Gíslason býtt kafla úr ritgerð
hans um íslandsferðina (Im-
pressions of Iceland 1872)
úr bókinni Memories of Tra-
vel. Sumt hefur farið öðru-
vísi en Bryce spáði, t.d. um
Vatnajökulsferðir og enn
annað mun mönnum nú
þykja orka tvímælis. En
Bryce skrifaði svo ágætlega,
hafði svo víða farið og tók
svo vel eftir að ánægja og
fróðleikur er í að lesa lýsing-
arhans og hugleiðingar.
„íslandi er auðveldast að lýsa með
því að segja hvað þar er ekki. Þar eru
engin tré þótt svo virðist sem trjá-
gróður hafi verið mikill á tíundu öld
því að þá er sagt að menn hafi falið
sig í skógum og verið hengdir í
trjám. Ekkert korn er ræktað og
enginn annar þess háttar jarðar-
gróði nema ofurlítið af rófum og
kartöflum, sem eru á bragðið eins
og þær séu hálfþroskaðar. Einu
villtu, ferfættu dýrin eru blárefur
(og hefur sennilega komið á rekís
frá Grænlandi, eins og hvítabirnir
gera endrum og eins enn í dag) og
hreindýr. Þau voru flutt inn fyrir svo
sem einni öld og eru enn sjaldgæf og
eigra um eyðifjöll. Borg er engin
nema höfuðstaðurinn og þar eru
1800 manns, enginn annar staður
sem hægt væri að kalla þorp hvað þá
meira, nema ef vera skyldi hverfið á
Akureyri á strönd Norðuríshafsins,
en þar eru kringum 50 hús. Þar eru
engin gistihús nema eitt á Akyureyri
og allt og sumt sem þar er til þæg-
inda eru tvö rúm og ein vatnsskál og
krukka og knattborð. Þar eru engar
hænur, endur eða gæsir (nema villt-
ar), engin svín, engir asnar, engir
vegir, engir vagnar, engar búðir,
enginn iðnaðaur, enginn trúarflokk-
ur utan lúthersku þjóðkirkjunnar,
enginn her eða floti, engir sjálfboða-
liðar eða aðrir varðmenn laga og
reglu (nema einn lögregluþjónn í
Reykjavík), engir glæpamenn, ekki
nema tveir málaflutningsmenn og
svo loks engir höggormar. „Hvað er
þar þá eiginlega?" Snæfjöll, hverir,
jöklar, eldfjöll landskjálftar, norður-
ljós, hrafnar, mýrar og umfram allt
öræfi eða eyðimerkur.
Eða öllu heldur, þar er eyðimörkin,
því að þetta er það, sem engin ferða-
bók leiðir í ljós: ísland er í raun og
veru ein víðáttumikil eyðimörk,
umkringd beitilandsbelti sem liggur
á láglendinu með ströndum fram og
teygist á stöku stað upp í dalina
meðfram stóránum upp í hálendið.
Og á íslandi merkir eyðimörk ekki
einungis víðáttumikið og einmana-
legt land eins og stórir flákar á Skot-
landi og írlandi hafa orðið (einkum
eftir að veiðilönd urðu svo verðmik-
il), heldur land sem alltaf hefur ver-
ið og ávallt mun verða öræfi, bert
land og auðnarlegt, trjálaust og
runnalaust og graslaust, þar sem
hvorki fé né hross geta gripið niður
og þar sem maðurinn getur því aldr-
ei sest að. Af þessu miðbiki landsins
er mikill hluti þakinn jöklum og
fannbreiðum. En jökulbreiðan sem
hæstu tindar eyjarinnar rísa upp úr
tekur yfir hér um bil 4000 fermflur.
Yfir þann jökul hefur aldrei verið
farið og mun aldrei verða farið.
Fjöllin eru ekki ýkjahá, en snjólínan
„Hreindýr eru sjaldgæf og eigra um eyðifjöll." Myndin er frá 1836 og sýnir hreindýr á leiðinni
frá Reykjavík til Þingvalla.