Tíminn - 04.01.1992, Síða 7
Laugardagur 4. janúar 1992
Tíminn 7
er ekki heldur nema þrjú þúsund fet
yfír sjávarmá! og stórjöklar ná að
heita má niður í flæðarmál. í öðrum
landshlutum eru eldfjöll og um-
hverfis þau óslétt hraun og ná þau
stundum yfír mörg hundruð mflur,
eins og Odáðahraun, og eru ekki
einungis graslaus heldur einnig
vatnslaus. Að öðru Ieyti er landið
óslétt auðn úr dökkum brunasandi
og grjóti eða máske það sem ennþá
ömurlegra er, berangursflákar með
lausagrjóti og ekki stingandi strái og
svo illir yfirferðar að fótvissir hestar
komast þar varla áfram. í hraunun-
um geta að minnsta kosti verið
runnar með dvergbirki og víði sem
skýlir sér hjá lágvöxnum burknum í
grjóti og holum veðursorfinna
hraunklettanna, þar sem ekki
bregður fyrir blómi, ekki skordýri,
ekki fugli, nema dökkum hrafni,
förunaut Óðins. Og síst af öllu sést
þar vottur um mannlíf. Það hefði
ekki þurft þjóð með eins miklu
ímyndunarafli og íslendinga til þess
að fylla slík öræfi tröllum og óvætt-
um.
Meðfram vestur- og norðurströnd-
inni og í sumum breiðu árdölunum
á Norðaustur- og Suðvesturlandinu
er svipur landsins ekki eins ömur-
legur. Þar eru breiður af gróður-
landi með blómagliti fyrstu sumar-
mánuðina. Þar eru bæir á stangli,
notalega settir í sólskinsbrekku og
grasgrænt túnið á hólnum í kring
og bjartur bæjarlækurinn niðandi
fyrir neðan. En jafnvel í þessum feg-
urri sveitum er mikið af landinu
þakið mýrarflóum og er eins og
landið sé sífellt á þeirri leið, svo að
segja að leggjast í auðn. Þegar riðið
er áfram taka menn allt í einu eftir
þvf að grasið þrýtur upp úr þurru og
er þá hægt að ferðast mflur vegar yf-
ir blásna jörð eða bert grjót, þangað
til aftur kemur gras á bökkum ein-
hverrar djúprar ár. Svona er þetta
kringum Reykjavík sjálfa, höfuðstað
eyjarinnar, þar sem gróðurlendið
nær ekki út fyrir húsin og fimm
mínútna gang frá seinasta túninu
ber ekkert fyrir augun nema eyði-
mörk. Af því að líf mannanna er háð
sauðfé og kúm og sauðfé og kýr eru
háð grasinu er það eðlilegt að bæ-
imir séu fáir og strjálir. Jafnvel f
byggilegustu og best ræktuðu sveit-
unum eru þorp óþekkt með öllu.
Sjaldan finnst nema eitt hús, þar
sem óreyndur ferðamaður heldur
samkvæmt landabréfmu að sé bær,
nema á ströndinni, þar sem tvær eða
þrjár sjóbúðir eru stundum í ná-
grenni. Milli bæja er oft fimm, sex
eða sjö stunda reið.
Ég er heldur tregur til þess að tala
um landslagið af því að ég veit af
reynslunni að áhrifin sem lesandinn
verður fyrir eru ekki eins og þau
sem höfúndurinn ætlast til. Lands-
lagið er mjög furðulegt og sérkenni-
legt, svipurinn tígulegur og harð-
neskjulegur, en mjög örvandi á sína
vísu. En við (ferðafélagamir) urðum
þess varir að hver maður sem spurði
okkur um þetta þegar við komum
heim aftur og hlustaði á lýsingar
okkar, fór með þá hugmynd að land-
ið væri hráslagalegt og drungalegt
og annað ekki, ef til vill hreint og
beint ljótt. Þetta spratt af þvf að við
reyndum um of að vera réttorðir.
Við lýstum landinu eins og það er,
hinu svarta og hvíta í landinu (og
þetta er land hins svarta og hvíta),
og færðum það ekkert úr skorðum.
Það er mjög líklegt að eins fari nú og
lesandinn fái sömu hugmynd um fs-
land, þá að það sé ömurlegt land og
lítt aðlaðandi fyrir þann sem ann
náttúrunni. En það er samt annað
og meira. Náttúrufegurðin er fólgin
í tign formsins og auðlegð litanna
og allmikilli fjölbreytni þess hvors
tveggja. Það er vitanlega oft nauð-
synlegt að tign náttúmnnar komi
fram í því sem er mjög stórt og þó er
þetta ekki eins nauðsynlegt og við
höldum oft. íslandi er illa farið bæði
að formi og litum. Fjöllin em öll úr
eldbmnnu bergi, sum úr stuðla-
bergi holóttu og stallagrjóti af ýms-
um gerðum, stundum ur yngra
hrauni og blágrýti. Fyrri fjöllin em
venjulega flöt, þau síðari keilu-
mynduð, en hvomg em stórbrotin
eða tíguleg.
Fjöllin em ekki aðskilin af dölum
eins og hjá okkur, heldur af lágum,
öldóttum sléttum sem fjarlægja
fjöllin gersamlega hvert frá öðm,
svo að lítið sést af þeim unaðsmjúku
bugðum og beygjum, sem em eins
mikill hluti af fegurð undirhlíðanna
og tígulegar og skarpar línur em
mikilsverðar fyrir fegurð hátind-
anna. Á þessum sléttum em vötnin,
og þau em sjaldan fögur, af því að
löndin em lág og hægt er að sjá yfir
allt vatnið í einu. Vötnin liggja milli
hæða og hæðirnar steypast ekki
beint í vatnið. Þar er ekkert af þess-
um dularfullu bugðum og hvörfum
fyrir nesodda eins og í Killarney eða
Ullswater eða Loch Lomond. Litir
em á íslandi aðeins tvennir og aðrir
ekki (nema hvítan í snjófjöllunum):
sem sé biksverta bmnahraunsins og
gulgræna mýrlendanna. Stundum
er liturinn undursamlega áhrifa-
mikill. í sérstöku ástandi loftsins,
einkum um sólarlag, getur hann
orðið undursamlega rauður eða
fjólublár. Þegar hann breiðist yfir
ógöngur hraunlendisins verður
hann skelfilega svipharður og þar
sem hann er hulinn föl mjallar og
íss, eins og á strýtu Heklufjalls.
verða áhrifin ákaflega draugaleg. Á
gulgræna litnum er mjög falleg
slikja, einkum í tæm lofti eins og á
íslandi, þar sem leikur ljóss og
skugga yfir opið landið er ákaflega
fagur svo að ekki verður með orðum
lýst. En maður þreytist á þessum sí-
felldu samböndum sömu tveggja lit-
anna tilbrigðalausum. Þama em
engir rauðir litir, hvorki á jörð né
hömmm né heiðagróðri, engir gráir
eða ljósbláir kalksteinslitir eins og í
Ölpunum, engir dökkbláir hellu-
steinslitir eins og í Wales, engir
grænir litir á fum eða beyki eða eik
eða birkivið. TVén vantar alls staðar
og hver og einn getur gert sér það í
hugarlund hversu mikils landslagið
missir þess vegna í mýkt og fjöl-
breytni. Og svo em þama engin
framsvið og landið er þess vegna
eins sneytt því að vera verkefni fyrir
málara og nokkurt stórt land getur
verið. Alls staðar þar sem er fögur
útsýn er hún fjarlæg og víð. Maður
rekst ekki á ljúfar, litlar fossbunur
eða skógarkvosir eða blómahlíðar í
slökkum niður að Iækjum eða á gráa
hamra gróna burknum eða hrís-
kjarri, eins og teiknarinn hefur yndi
af. Allt þetta vantar, alla smámuni og
blíðu í fegurð landslagsins. Berar,
öldóttar flatneskjur mýrlendis og
grjóts, skornar sundur af freyðandi
ám og í baksýn eitt: óregluleg, ein-
stæð fjöll, sum snævi þakin, sum
dökk og hrjúf — þess háttar er
heildarsvipur íslensks landslags. Það
þarf allan lifandi ljóma loftsins og
þann virðuleika sem stendur af
miklum víðáttum til þess að ömur-
leikinn og tilbreytingarleysið yfir-
bugi það ekki. Með Dönum er til sá
talsháttur að guð skapaði allan
heiminn nema Island, það skapaði
fjandinn. Með Dönum og íslending-
um eru raunar litlir kærleikar og
fólk flatneskjunnar og sandanna í
Danmörku á máske enga kröfu til
þess að hlustað sé á orð þess þegar
um náttúrufegurð er að ræða. Samt
sem áður er þessari skoðun þeirra
ekki alls varnað. Ég vil að vísu ekki
segja að ísland sé á svipinn eins og
ill öfl hafi skapað það, en það er eins
og það hafi skapast af sjálfu sér, af
hendingu, af taumlausum áhrifum
náttúruaflanna, eins og það hafi alls
ekki verið ætlunin að skapa neina
fegurð. Til eru í heiminum héruð,
eins og til dæmis Berner Oberland,
miðbik Pyreneafjalla og ef til vill
ekki síst ensku vatnalöndin, þar sem
manni sýnist öfl náttúrunnar hafa
verið vits að verki til þess að móta og
skreyta landslagið til augnayndis
með því að tengja saman hæðir,
skóga, hamra og vötn, svo að úr
verði hinar fegurstu og fullkomn-
ustu myndir, eins og í Rosenlaui eða
í Derwentwaterdalnum. Á íslandi er
til efniviðurinn í fegurð og tign eða
að minnsta kosti meginefnið: fjöll,
vötn, jöklar og straumharðar ár. En
úr þessu er svo að segja illa unnið,
það er svo illa samstætt að fullkom-
ið landslag sést sjaldan. Þar eru
margir töfrandi tónar, en enginn
samhljómur.
Mafían missir spón úr aski í Bandaríkjunum:
Stærstu verkalýðs-
samtökin segja
skilið við hana
Vindar perestrojku, sem blásið hafa
um kommúnistaheiminn, virðast
nú vera að ýfa öldumar í þeim
bandaríska félagsskap sem hefúr
hlotið einna verst umtal og og lotið
hvað mestu einræði. The Teamsters
nefnist stærsta verkalýðssamband
landsins. Það hefúr orð á sér fyrir
glæpamennsku og spillingu, og það
með réttu. Menn eru löngu orðnir
úrkula vonar um að forystumenn fé-
lagsins ætli að taka sig á.
Nú hafa þessi samtök, sem áður
notfærðu sér tengsl við skipulagðan
glæpaheim til að skjóta, sprengja og
kúga út fé í þeim tilgangi að halda
völdum, þó valið sér forseta sem lýs-
ir því yfir að nú segi The Teamsters
skilið við mafi'una.
Leynilegar kosningar í fyrsta sinn
Kannski hefði aldrei komið til
slíkrar yfirlýsingar frá æðsta manni
The Teamsters ef félagsmenn hefðu
ekki samþykkt — í fyrsta sinn í um-
brotasamri sögu samtakanna — að
kosningar til embætta færu fram
leynilega í stað handauppréttinga
eins og siður hefúr verið, en þannig
var hægt að bera kennsl á andófs-
menn og refsa þeim. Að atkvæða-
talningu rétt ólokinni þótti sýnt að
Ron Carey, fyrrverandi landgöngu-
liði og yfirmaður New York deildar-
innar, hefði unnið með miklum yfir-
burðum.
Þegar kosningunum var lokið sagði
Carey að þama hefði verið á ferðinni
hin sígilda saga um Davíð og Golíat
„Við fórum beint til óbreyttra félags-
manna og unnum.“
Carey hafði heitið því að höggva á
vel þekkta hlekki sambandsins við
mafi'una og binda enda á alla spill-
ingu. Hann lofaði því líka að skera
niður laun æðstu embættismanna
sem sumir hverjir hafa fengið mörg
hundruð þúsund dollara á ári af
framlögum 1,55 milljóna félags-
manna, allt frá fangelsisvörðum til
karlanna sem klæðast búningi
Mikka músar í Disneylandi. „Þessi
verkalýðssamtök munu framvegis
vinna að hagsmunum félagsmanna
sinna," lýsti Carey yfir.
Skelfingarstjómin liðin undir lok?
Slík skelfingarstjóm hefur ríkt í fé-
laginu að fáir embættismenn þess
gátu mælt opinskátt fyrir endurbót-
um.
The Teamsters vom upphaflega
samtök vömbílstjóra en hafa smám
saman orðið stærstu verkalýðssam-
tök Ameríku á frjálsum vinnumark-
aði. Einn frægasti og alræmdasti
forystumaðurinn í sögu félagsins var
Jimmy Hoffa og hafði honum verið
séð fyrir byssumönnum mafi'unnar
til að troða sér Ieið í æðsta embættið
í skiptum fyrir hlutdeild í samning-
um sem félagsmenn gerðu. Hann
var fángelsaður fyrir fjárkúgun
1967, en hvarf árið 1975 og er álitið
að fyrrverandi ábyrgðarmenn hans í
mafi'unni hafi Iátið ræna honum og
drepa.
Dauði Hoffa breytti litlu um starf-
semi félagsins. Roy Williams, annar
forystumaður sem kosinn var með
stuðningi mafíunnar, var fángelsað-
ur fyrir að múta öldungadeildar-
þingmanni demókrata 1983, og
Jackie Presser, eftirmaður hans, yfir-
skyggði alla framkomu fyrri forystu-
manna félagsins þegar hann var bor-
inn á gullnum hægindastóli inn í
veislu á þingi samtakanna 1986 af
fjórum mönnum, klæddum eins og
rómverskir hermenn.
Uppljóstrari FBI
Það kom Teamsters í koll að Press-
Ron Carey, hinn nýkjömi forseti The Teamsters, lofar aö rjúfa öll
tengsl við mafíuna.
Jimmy Hoffa, nafntogaðasti
forseti verkalýðssamtakanna,
hvarf sporlaust 1975 og er
álitið að mafían hafi komið
honum fyrir kattarnef.
Jackie Presser barst mikið á í
forsetastóli en hann reyndist
vera tvöfaldur í roðinu.
er reyndist vera uppljóstrari fyrir
FBI og veitti geysimiklar upplýsing-
ar um hvemig mafían hefði gegnsýrt
félagið. Með aðstoð hans setti dóms-
málaráðuneytið saman 112 blað-
síðna ákæruskjal á hendur 18 æðstu
embættismönnum samtakanna og á
annan tug mafi'umanna, þ.á m.
„Snáknum", „Hnetubrjótnum",
„Matta hrossi“ og ,Jackie skósveini".
Ákæruskjalið var hrikaleg Iesning.
Tíu blaðsíður voru helgaðar lýsing-
um í smáatriðum á því hvemig
þaggað var niður í félagsmönnum
sem andmæltu spillingu með byssu-
kúlum og sprengjum. En samband-
ið greip til harðsnúinnar baráttu og
eyddi mörgum milljónum dollara í
að þrýsta á þingmenn og dagblaða-
auglýsingar. Vald sambandsins var
slíkt að á árinu 1988 vom þingmenn
fengnir til að undirrita bænarskjal
gegn því að málsókn fáeri fram.
En ári síðar, rétt áður en átti að
hefja dómsmeðferð, gáfúst samtökin
upp og féllust á að dómstóllinn
mætti skipa þrjá embættismenn til
að annast rekstur félagsins, að reka
mætti spillta embættismenn þess og
að réttmætir endurskoðendur
mættu fara yfir bókhald þess. Síðan
hafá 135 embættismenn þess verið
ákærðir og samtökin hafá varið sex
milljónum dollara til að veija þá.
Flekkaðir forsetaframbjóðendur
Mikilvægasti hluti samkomulags-
ins var þó að halda skyldi leynilegar
kosningar í félaginu undir eftirliti al-
ríkisyfirvalda. Þrír menn gáfú kost á
sér til forsetaembættisins en litið var
svo á að Carey einn væri óflekkaður
af starfsemi fyrirrennaranna.
Einn frambjóðendanna, Walter
Shea, hafði starfað sem nánasti að-
stoðarmaður hvers einasta forseta
frá og með Hoffa. í hópi félaga hans
eru Joseph ,Joe T.“ TVerotola, 82ja
ára, sem dró framboð sitt til varafor-
seta til baka frekar en að snúast gegn
ásökunum um að hann léti vísvit-
andi ógert að rannsaka starfsemi
mafi'umanna í félagi sínu. Annar fé-
lagi Shea, yfirmanns Chicagodeild-
arinnar, skaut son sinn til bana í ág-
úsL Hann heldur því fram að um
sjálfsvöm hafi verið að ræða og hef-
ur ekki verið kærður.
Þriðji frambjóðandinn, R.V. Dur-
ham, var jafnflekkaður vegna gam-
alla tengsla. Allir þrír meðframbjóð-
endur hans til varaforseta höfðu ver-
ið kærðir fyrir mútuþægni.
Kosningin á Carey endurspeglaði
vaxandi reiði óbreyttra félagsmanna
vegna glæsilífs og spillingar meðal
forystumannanna. Jafnframt því
sem Carey hefur lofað að útrýma
spillingu hefur hann heitið því að
leggja niður flugflota Teamsters, en í
honum eru fjórar þotur sem yfir-
mennimir nota á ferðum sínum um
Bandaríkin.
Innan við þriðjungur félagsmanna
greiddi atkvæði í kosningunum og
það er ekki ljóst nákvæmlega hversu
mikið ítök skipulagðra glæpasam-
taka hafa veikst Jafnframt hefur fé-
lögum fækkað um 750.000 frá 1978
og heldur enn áfram að fækka. Car-
ey verður að takast að sannfæra
meirihlutann um að endalok mútu-
þægninnar, sem áður tíðkaðist, sé
gjald sem vert er að greiða fyrir ör-
ugga framtíð.