Tíminn - 04.01.1992, Síða 12
12Tíminn Laugardagur 4. janúar 1992
1 i MINNING
Ingigerður Jóhannsdóttir
Hamarsheiði
Fædd 18. febrúar 1923
Dáin 23. desember 1991
Ingigerður Jóhannsdóttir var fædd
18. febrúar 1923 á Hamarsheiði í
Gnúpverjahreppi, dóttir hjónanna
Jóhanns Kolbeinssonar frá Má-
stungu og Þorbjargar Erlendsdóttur
á Hamarsheiði. Hún var yngst í hópi
sex systkina. Lifa þau hana öll nema
elsti bróðir hennar Kolbeinn á Ham-
arsholti, fæddur 1909, en hann lést
fyrir einu og hálfu ári síðan. Hin eru:
Sigríður fædd 1910, fyrrum skóla-
stjóri, býr í Víðihlíð. Erlendur fædd-
ur 1913, bóndi á Hamarsheiði. Jó-
hanna fædd 1914, býr í Haga. Krist-
ín, býr á Hamarsheiði, fædd 1917.
Uppeldisbróðir Ingu er Jóhann Sig-
urðsson, bóndi á Stóra-Núpi, fæddur
1904. Ekkert systkinanna flutti langt
frá föðurleifð sinni. Þrjú þeirra
reistu sér nýbýli á Hamarsheiði eða í
næsta nágrenni. Jóhanna flutti
lengst, að Haga í sömu sveit. Inga
bjó á Hamarsheiði til dauðadags.
Erlendur, afí Ingu, hóf búskap á
Hamarsheiði 1890 og hefúr sami
ættleggur setið jörðina síðan. Fjár-
búskapur hefur verið stundaður þar
óslitið fram til þessa dags og er jörð-
in vel til þess fallin, þar eru víðáttu-
miklir úthagar. Jóhann á Hamars-
heiði var fjallkóngur í 40 ár og
gegndi margvíslegum félagsstörfum.
Þorbjörg var ljósmóðir í áratugi og
húsfreyja á mannmörgu heimili.
Inga fór til náms að Laugarvatni,
fyrst í héraðsskólann og síðar í
íþróttaskólann, og útskrifaðist það-
an íþróttakennari sem var sjaldgæf
menntun á þeim tíma. Næstu árin
kenndi hún sund og aðrar íþróttir
víða um land. Aðstæður til kennsl-
unnar voru um flest ólíkar því sem
nú tíðkast. Yfirleitt voru þetta nám-
skeið sem stóðu skamman tíma, og
fylgdu starfinu mikil ferðalög og
stundum svaðilfarir. Inga kenndi
meðal annars á Blönduósi, Varma-
Iandi, Egilsstöðum og í Fljótshlíð.
Þar voru nemendurnir uppkomið
fólk af báðum kynjum, sem var sér-
stakt, því þá var venjan að konur
kenndu kynsystrum sínum. Kennsl-
an í Fljótshlíð fór fram á vegum Ung-
mennafélagsins þar og svo mikil var
ánægjan með störf kennarans að fé-
lagið sendi henni stóra bókagjöf og
áritað skrautskjal. Sundkennsla fyrir
börn úr Gnúpverjahreppi fór fram á
Flúðum og var Inga bæði kennari og
bflstjóri og ók bömunum fram og til
baka, sumum alla leið inn í Þjórsár-
dal. Gamall pallbfll, Metúsalem að
nafni, var notaður til þessara ferða
og sátu krakkamir aftan á pallinum.
Bflar vom ekki á hverju heimili á
þeim ámm og var Inga fyrsta konan í
Gnúpverjahreppi sem fékk ökurétt-
indi. Þótt Inga hafi oft minnst þess
tíma sem hún kenndi, var þó alltaf
ljóst að það var bóndi sem hún vildi
vera. Hún hóf því fljótlega fjárbúskap
í félagi við föður sinn á Hamarsheiði
og tók við búinu að honum látnum
og bjó þar stóm kindabúi. Inga var
stoð og stytta foreldra sinna í ellinni
og annaðist þau síðustu árin þegar
heilsu þeirra hrakaði.
Inga var ekki allra. Hún fór aldrei á
samkomur í sveitinni eftir að hún
tók við búskapnum og sást sjaldan á
bæjum nema hún ætti erindi. Þeir
em eflaust þónokkrir sveitungar
hennar sem þekktu hana varla í
sjón. En þeir, sem á annað borð
kynntust henni, eignuðust vin fyrir
lífstíð. Æskuvinir hennar og skólafé-
lagarnir úr íþróttaskólanum héldu
alltaf góðu sambandi við hana, og
sama er að segja um þá sem kynnt-
ust henni síðar. Hún var mikill per-
sónuleiki, með ákveðnar skoðanir á
flestum hlutum og sérlega viljaföst
og setti sterkan svip á allt umhverfi
sitt. Áhugamálin voru margvísleg.
Hún hafði ákveðnar skoðanir á
stjórnmálum, þó hún kysi aldrei. Oft
sagðist hún vera fyrsta kvenrétt-
indakonan í sinni sveit og var eflaust
talsvert til í því. Það var ekki aðeins í
orði kveðnu, því allt lífshlaup henn-
ar bar þess glögg merki að hún væri
í uppreisn við hið hefðbundna kven-
hlutverk. Hún fór í fjallferðir löngu
áður en það varð almennt meðal
kvenna og fór þá gjarna einhesta,
enda vel ríðandi. Allan sinn búskap
átti hún hross af sama kyni, afkom-
endur Stóm-Gránu, hvítrar merar
sem Jóhann faðir hennar hafði með
sér frá Mástungu þegar hann fluttist
að Hamarsheiði. Eftirminnilegustu
reiðhross Ingu vom allt merar.
Ýmsir sýndu áhuga á að kaupa þær,
en þær vom aldrei falar. Búskapar-
hættirnir kröfðust góðra reiðhrossa,
bæði í smalamennskum og eins þeg-
ar kindurnar bám enn um allan út-
hagann. Var hún þá mikið á ferð um
landareignina og þekkti þar hverja
þúfu með nafni. Sjálf vítnaði hún oft
í brot úr ljóðinu Ekkjan við ána:
Hún elskaði ekki landið, en aðeins
þennan blett,
af ánni nokkra faðma og hraunið
svart og grett.
Er grannamir sig fluttu á hnöttinn
hinum megin,
hún hristi bara kollinn ogstarði
fram á veginn.
(Guðmundur Friðjdnsson)
Þetta sagði hún að ætti vel við um
sig. Það var þó orðum aukið, því þótt
Hamarsheiðin væri henni mikils
virði, náði ást hennar og áhugi á
landinu og fróðleik tengdum því
langt út fyrir landareignina. Eftir að
hún hóf búskap ferðaðist hún fyrst
og fremst í huganum og á korti. Inga
las mikið, einkum ferðasögur, ævi-
sögur og ýmsan kveðskap, auk þess
sem hún var mikill ættfræðingur.
Varð sá maður tæpast nefndur að
hún kynni ekki að segja frá ætt hans
og uppruna, enda var hún stálminn-
ug. Hún safnaði vísum og þjóðlegum
fróðleik og átti meðal annars í fómm
sínum tvo vísnaflokka um bændur í
sveitinni og nokkur lausakvæði sem
hvergi hafa birst á prenti.
Við bróðurdætur Ingu, sem þessar
línur ritum, ólumst á margan hátt
upp undir hennar handleiðslu á
Hamarsheiði. Samband okkar við
hana var meira og merkara en svo að
hægt sé að gera því nokkur skil í
stuttri grein. Það væri efni í ritsafn.
Hún var órjúfanlegur þáttur í öllum
okkar uppvexti, hafði áhuga og skoð-
anir á öllu því sem við tókum okkur
fyrir hendur. Vitanlega breyttist
samband okkar við hana eftir því
sem árin Iiðu, en það var alltaf sterkt
og bæði okkur og henni afar mikils
virði. Hún var frá því við munum
fyrst eftir okkur, leikfélagi okkar og
vinur, kennari og fyrirmynd um
margt. Síðustu árin var hún orðin
afesystir tveggja bama og sagan ferin
að endurtaka sig. Vináttan við þau
var jafnmikil, en því miður verður
sagan ekki lengri.
Síðustu mánuðimir voru erfiðir.
Margir komu þó við sögu til að gera
þá léttbærari. Hjónin í Haga, J6-
hanna og Haraldur, áttu þar stærst-
an hlut að máli. Hjá þeim dvaldi hún
síðustu mánuðina, orðin mikið veik,
og naut einstakrar umönnunar og
uppörvunar Jóhönnu systur sinnar,
en samband þeirra systra var ávallt
gott og náið og gott. Þær vikur, sem
hún lá á krabbameinsdeild Landspít-
alans, fékk hún góða aðhlynningu og
bar hún mikið traust til lækna og
hjúkrunarfólks þar og kunnum við
þeim bestu þakkir fyrir.
Margir gestir heimsóttu hana í
veikindunum, bæði á spftalann og að
Haga. Það mat hún mikils. Sérstak-
lega mikils virði voru heimsóknir
Hrannar, vinkonu Ingu, sem stóð
eins og klettur við hlið hennar alltaf,
þegar þörfin var mest. í erfiðum
veikindum sýndi Inga þann fádæma
viljastyrk sem alltaf hafði einkennt
hana. Hún einangraðist heldur aldr-
ei, því lífslöngunin og áhugi fyrir
öllu, sem var að gerast, hélst til síð-
ustu stundar.
Björg Eva, Vigdís og Margrét
Erlendsdætur
Fleiri greinar um Ingigerði munu
birtast á þriðjudag.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir
Syðstabæ
Fædd 20. október 1897
Dáin 26. desember 1991
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Farþú í friði,
friður Guðs þig blessi,
haíðu þökk fgrir allt og allt.
Gekkstþú með Guði,
Guð þér nú fglgi,
hans dgrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
í dag verður amma mín, Guðrún
Pálína Jóhannsdóttir, fyrrum hús-
freyja í Syðstabæ í Ólafsfirði, jarðsett
frá Ölafsfjarðarkirkju.
Með ömmu Pálu er héðan horfin
blíðlynd, hugljúf og fómfús, en um
leið hógvær afbragðskona. Hennar er
Ólafsfirði
nú minnst með ást, þakklæti og virð-
ingu af okkur öllum sem höfum not-
ið ástríkis hennar, umhyggju og
hlýju í ríkum mæli.
Hún var dóttir hjónanna Jóhanns
Björnssonar og Svanfríðar Margrétar
Jónsdóttur, er þá bjuggu í Sandgerði
í Dalvík, en var á 11. ári er þau fluttu
til Ólafsfjarðar og settust að í Hom-
inu með dæturnar tvær, ömmu Pálu
og Sigríði (síðar Sigga í Sandgerði).
Amma Pála er í sögu Svarfdæla talin
ein af frumbyggjum Dalvíkurþorps,
og Ólafsfjarðarkauptún var á frum-
byggjastigi er hún settist þar að.
Aríð 1918 gekk hún að eiga heit-
mann sinn Helga Jóhannesson, sem
ættaður var úr Fljótum en flust hafði
til Ólafsfjarðar í foreldrahúsum. Þau
settu bú saman í Sandgerði í Horn-
inu, en fluttu að jörðinni Lóni 1921.
1924 fluttu þau aftur í kauptúnið og
síðar sama ár hóf Helgi þar byggingu
nýs íbúðarhúss. í það fluttu þau 1926
og gáfu nafnið Syðstibær. Þau vom
síðan ætíð við hann kennd.
Afi í Syðstabæ var ekki heilsuhraust-
Leikskólar
Reykjavíkurborgar
Leikskólastjóri
Leikskólastjóri óskast á 25-30 barna leikskóla í
Vesturbæ strax.
Upplýsingar gefur Bergur Felixson á skrifstofu
Dagvistar barna í síma 27277.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277.
ur, en ötull og mjög verkhygginn,
enda greindur vel og forsjáll. Hann
stundaði smíðar og hlaut réttindi til
að standa fyrir byggingum í Ólafs-
firði, sem hann gerði ásamt verk-
stjórn við vegagerð. Síðar annaðist
hann fiskmat og var þá fulltrúi Fisk-
mats ríkisins. Hann tók þátt í málefn-
um bæjarins, sat í nefndum og ráð-
um um ýmis mál og framkvæmdir;
hann var tillögu- og úrræðagóður og
fylginn sér.
Amma og afi eignuðust 12 böm.
Hennar verk var að sjá um heimilis-
haldið og annast bömin og skepn-
umar, því lengst af höfðu þau einnig
búskap til heimilisþarfa. Hún gekk
jafnframt að hvers konar fiskvinnu
og heyskap. Verkahringur hennar var
stór og umsvifamikill, enda urðu
vinnudagamir oft ærið langir. Heim-
ilistæki og þægindi nútímans vom
ekki til á fyrri hluta aldarinnar, svo
allt varð að vinna í höndunum. Við
þær aðstæður skapaði hún eigin-
manni sínum og bömum heimilið
sem varð þeim skjól og afdrep í önn-
um og amstri; þar var hlýtt og bjart
hvemig sem viðraði, hvað sem á gekk
utan þess.
Börn þeirra vom: (1) Guðrún
Hulda, f. 2. okt. 1917, e-m. Halldór J.
Kristinsson, (2) Sigurbjörg, f. 9.
mars 1919, e-m. Brynjólfur Sveins-
son, lést 1981, (3) María Sigríður, f.
22. maí 1920, e-m. Sverrir Þ. Jóns-
son, lést 1978, (4) Jófríður, f. 7. sept.
1922, e-m. Eiríkur B. Friðriksson, (5)
Sigríður, f. 6. júlí 1924, e-m. Gísli
Magnússon, lést 1984, (6) Sumarrós
Jóhanna, f. 20. mars 1926, e-m. Kle-
mens Jónsson, (7) Helga, f. 15. nóv.
1927, lést 1941, (8) Sesselja Jóna, f. 3.
aprfl 1931, e-m. Hörður Jóhannes-
son, (9) Guðlaug, f. 19. mars 1933, e-
m. Snorri Halldórsson, (10) Ásta, f.
28. mars 1937, e-m. Kristján H. Jóns-
son, (11) Viðar, f. 29. ágúst 1938, lést
1979, e-k. Bima M. Eiríksdóttir, (12)
Jóhann, f. 1. okt. 1940, e-k. Hildur
Magnúsdóttir.
Barnabömin urðu 42, bamabama-
böm em orðin 75 og barnabama-
barnaböm em orðin 8. Afkomendur
þeirra búa víða um land, margir í Ól-
afsfirði og meirihluti við Eyjafjörð.
Að ömmu Pálu stóðu sterkir norð-
Ienskir stofnar. Jóhann faðir hennar,
áður bóndi í Sauðaneskoti í Svarfað-
ardal, var sonur Bjöms Björnssonar,
bónda á Hóli í Svarfaðardal, og Krist-
ínar Jónsdóttur konu hans, Þorkels-
sonar bónda og hreppstjóra í Göngu-
staðakoti í Svarfaðardal. Svanfríður
Margrét móðir hennar var dóttir
Jóns Þórðarsonar, bónda í Hrapps-
staðakoti í Svarfaðardal, og konu
hans Sesselju Jónsdóttur, Jónssonar
bónda á Ytraholti í Svarfaðardal.
Ég naut þess láns að kynnast ömmu
Pálu vel. Oft átti ég leið í Syðstabæ
þegar ég óx upp í Ólafsfirði, og var
ekki að spyrja að móttökum hennar.
Alltaf átti hún hlý orð og oft eitthvert
góðgæti að stinga að lítilli telpu-
hnátu. Ef eitthvað amaði að, var hún
alltaf til staðar og huggaði af þolin-
mæði og næmi þess sem ekkert aumt
má sjá. Þannig var hún amma Pála
mín.
Eftir að við höfðum flutt burt frá Ól-
afsfirði hélt Syðstibær áfram að vera
fastur punktur í tilvemnni, og fastur
liður í ferðunum til Ólafsfjarðar að
heimsækja þau í Syðstabæ. Eftir að
hún flutti þaðan að afa látnum, árið
1978, til Ástu og Kristjáns, og síðan
1982 að hjúkmnar- og dvalarheimil-
inu Hombrekku þegar það var opn-
að, hefur enn verið litið á mannlaust
húsið. En því er nú sjálfhætt, Syðsti-
bær er í raun horfinn — hann hvarf
með ömmu Pálu.
Amma Pála naut í elli kærleiksríkr-
ar umönnunar Ástu dóttur sinnar og
Kristjáns manns hennar, bæði með-
an hún dvaldi á heimili þeirra og síð-
ar á Hombrekku. Þeim góðu vinum
færi ég mínar bestu þakkir, svo og
stjómendum og starfsfólki að Hom-
brekku.
Að ferðalokum þakka ég elskulegri
ömmu minni samfylgd og fordæmi
sem hefur reynst vel, þó ég teljist
kona af ólíkri kynslóð. Megi hún á
himnum fá góða heimkomu í ríki
hins kærleiksríka föður og njóta þar
friðar, sem hún sjálf í hógværð óskaði
sér.
Lífið var ömmu Pálu ekki mjúkhent
fremur en mörgum öðmm. En hún
átti lífsspeki sem gerði henni kleift að
mæta köldum vindum lífsins og bera
þunga sorg af óvenjulegu jafnaðar-
geði. Hún var trúuð vel og í trúnni
átti hún þessa sterku kjölfestu. Hún
færði hana þannig í orð:
Ég er sátt við Guð og menn. Það er
Guð einn sem ræður, en mennimir
þenkja.
Hún hélt Iíka mikið upp á sálma.
Ein af sálmavísum þeim, sem hún
söng oft og fann í styrk þegar á bját-
aði, er hér tilfærð að endingu:
Regnslutími œvin er.
Ó, minn Guð, mig veikan leiddu,
gegnum böl, sem mætirmér,
mína leið til heilla greiddu.
Veit í trú ég vakað fái,
veit ég sigri góðum nái.
(Helgi Hilfdánarson)
Guðlaug Pálína Eiríksdóttir