Tíminn - 04.01.1992, Síða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300
AUÐVITAÐ
Suðurlandsbraut 12
Öðruvísi bílasala
BÍLAR • HJÓL •
BÁTAR • VARA-
HLUTIR.
MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR
SÍMI 679225
EURO-HfllR
á Islandi
Lausnin er: Enzymol
, ' '^Nýtt í Evrópu
! .J§ nEngin hárfgræðsla
*nEngin gerfihár
JbW nEngin lyfjameðferð
nEinungis tímabundin notkun
Eigió hár með hjálp lifefna-orku
EURO-HAIR (f, QÍ C7CM1
P:0:Box 188- 121 Rvik V3l 0/UJJ I e.kl. 16.00
Áskriftarsími
Tímans er
686300
TVðFALDUR 1 ■ vlnnlngur
(U
lnninii
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1992
Grunnur lagður að tengingu fslensku krónunnar við ECU með nýrri gengisvog:
Evrópumyntir fá aukið
vægi í gengisskráningu
Við gengisskráningu í gærmorgun var í fyrsta skipti notuð ný gengisvog,
sem samsett er af evrópsku gjaldmiðilseiningunni (ECU), Bandaríkja-
dollar og japönsku yeni, en áður var gengi miðað við gengi 17 gjaldmiðla
landa sem ísiand á mest viðskipti við. í nýju gengisvoginni er vægi ECU
76%, Bandaríkjadollars 18% og japansks yens 6%. Vægi evrópskrar
myntar hefur aukist á kostnað dollars og yens. Með þessari breytingu er
verið að leggja grunninn að tengingu íslensku krónunnar við ECU í
samræmi við yfirlýsingar ríkisstjómarinnar frá því í október í haust
Gengi krónunnar verður eftirleiðis
skráð þannig að meðalgengi sam-
kvæmt gengisvoginni verði stöðugt
frá lokum síðasta árs, en fram til þessa
hafði það haldist stöðugt í tvö ár frá
desember 1989.
í október í haust sendi viðskipta-
ráðuneyti ftá sér fréttatilkynningu þar
sem skýrt var frá því að ftá og með
áramótum yrði gengisvog breytt og
hún einfölduð, þannig að í henni
verði ECU, Bandaríkjadollar og jap-
anskt yen. Breytingin undirstrikar að
verið er að leggja grunninn að þvf að
tengja íslensku krónuna við ECU.
Hin nýja gengisvog leysir af hólmi
gengisvog sem samsett var úr 17
gjaldmiðlum og byggðist á hlutdeild
landa í vöruskiptum íslands. Sam-
kvæmt eldri gengisvog var hlutur
Evrópugjaldmiðla 72,9%, dollars
18,6% og japansks yens 8,5%. Með
nýrri gengisvog eykst hlutur Evrópu-
myntar í 76%, en hlutur dollars
minnkar í 18% og yens í 6%.
Við endanlega ákvörðun gengisvog-
arinnar var í meginatriðum höfð
hliðsjón af þremur þáttum. í fyrsta
lagi var lítið á landaskiptingu vöru-
skipta, eins og við ákvörðun fyrri
voga. í öðru lagi var byggt á nauðsyn
þess að undirstrika alvöruna á bak við
undirbúning undir ECU-tengingu
krónunnar í framtíðinni. Þetta kem-
ur annars vegar fram í einföldun
gengisvogarinnar og hins vegar í því
að vægi ECU er nokkuð meira en
landaskipting utanríkisviðskipta ís-
lands gefur tílefni til. í þriðja lagi var
tekið óbeint tillit til þjónustuvið-
skipta og annarra þátta en beinna
vöruskipta sem hafa áhrif á viðskipta-
jöfnuð.
Engin breyting verður á því hvað
myntir eru skráðar hér á landi. Þann-
ig verða myntír Norðurlandanna og
Kanada áfram skráð, þótt þær verði
ekki hluti af gengisvoginni sem not-
uð er tíl að ákvarða gengi krónunnar.
Menningarsjóður útvarpsstöðva:
Hrafn Gunnlaugsson
skipaður formaður
Menntamálaráðherra hefur skipað
stjórn Menningarsjóðs Útvarps-
stöðva, en hlutverk hennar er að
veita framlög til eflingar inn-
lendrar dagskrárgerðar í hljóð-
varpi og sjónvarpi. Tekjur sjóðsins
eru sérstakt gjald, menningar-
sjóðsgjald, sem er 10% af auglýs-
ingatekjum útvarpsstöðva.
Stjórnina næstu tvö árin skipa
þau Björg Einarsdóttir rithöfund-
ur, en hún er tilnefnd af útvarps-
réttarnefnd, Guðni Guðmundsson
rektor, en hann er skipaður af út-
varpsráði og Hrafn Gunnlaugsson
kvikmyndaleikstjóri, en hann er
skipaður án tilnefningar og er
jafnframt formaður sjóðsstjórnar.
-PS
Ný sjúkrabifreið Borgfirðinga stendur enn ónotuð vegna
ósamkomulags milli ríkis og Rauða kross deildarinnar:
Engin sjúkrabifreið
eftir mánaðamótin
Enn stendur allt fast, vegna kaupa Rauða kross deildar í Borgamesi á
nýrri sjúkrabifreið, en ekki hefur náðst samkomulag um rekstur og
notkun hennar við hið opinbera. Ef ekki næst samkomulag fyrir 1.
febrúar verður Citroen bifreið sú, sem deildin á og heilsugæslustöðin í
Borgaraesi hefur rekið, tekin úr umferö, enda fullnægir hún ekki kröf-
um um sjúkrabifreiðar.
Sjúkrabifreið sú sem Rauða kross
deildin í Borgamesi hefur fest kaup á
fyrir um 6,5 milljónir króna stendur
enn óhreyfð og er því enn notast við
1982 árgerð af Citroen, sem uppfyllir
engan veginn þær kröfur sem gerðar
eru tíl sjúkrabifreiða. Að sögn Guð-
mundar Inga Waage, formanns
Rauða kross deildarinnar í Borgar-
nesi, hafa engar viðræður farið fram
sem leitt gætu til lausnar málsins, en
þó stendur tíl að nefnd frá heilsu-
gæslustöðinni í Borgamesi fari á
fund í ráðuneytinu á næstu dögum
tíl að reyna að leysa úr flækjunni. Ef
ekki næst samkomulag um rekstur
bifreiðarinnar, mun Rauða kross
deildin taka úr notkun Citroen bíl-
inn, sem er eign þeirra en heilsu-
gæslustöðin hefur haft til afriota og
verður því Borgames án sjúkrabfls
frá 1. febrúar, ef að líkum lætur.
Forsaga málsins er sú að samning-
ur var gerður um kaup og rekstur
nýrrar sjúkrabifreiðar við Heilsu-
gæslustöðina í Borgamesi, sem
hljóðaði upp á að stöðin fengi bílinn
til afnota, en Rauða kross deildin
fengi af honum tekjumar. Hingað til
hafa tekjur af noktun Citroen bif-
reiðarinnar mnnið til Heilsugæslu-
stöðvarinnar og hafa farið í greiða
bflstjóra laun, en hann er jafnframt
húsvörður í stöðinni. Samningur-
inn var háður samþykki ráðuneytis,
en í nóvember síðastliðnum brá svo
við að ráðuneytíð hafnaði honum og
við það hefur setið síðan. ,Málið
snýst í raun um það að við emm að
útvega Heiisugæslustöðinni mjög
fullkominn og dýran bíl og deildin
hefur ekki efni á að útvega bflinn fyr-
ir ekki neitt. Því viljum við fá tekj-
umar af bflnum. Til þess að dæmið
gangi upp og hægt verði að endur-
nýja hann eftir hóflegan tíma og við
getum greitt okkar skuldir, þurfum
við að fá tekjumar af bflnum og rík-
ið þyrfti að leggja út fyrir kostnaði
vegna ökumanns, en hann er jafri-
framt húsvörður í heilsugæslustöð-
inni,“ sagði Guðmundur Ingi Waage
í samtali við Tímann.
Það er nokkuð ljóst að ef ekki næst
samkomulag í málinu fyrir 1. febrú-
ar verður engin sjúkrabifreið í um-
sjá Heilsugæslustöðvarinnar í Borg-
amesi og eina úrræði starfsmanna
stöðvarinnar verður að semja við
björgunarsveitina þar í bæ um
hugsanlega notkun á þeirra bifreið.
Þeirra bifreið er þó ekki jafnfull-
komin og sú sem bíður í umsjá
Rauða kross manna, tilbúin til notk-
unar. -PS
Áhorfendafjöldi á leik-
rítið Búkollu, sem sýnt hefur
veríð í Þjóðleikhúslnu, nálgast
nú tíunda þúsundið og virðist
ekkert lát vera á aðsókninni.
Það var Sveinn Einarsson sem
skrifaði leikritið og gerði upp úr
þjóðsögunni um Búkollu og
strákinn sem leitar hennar og
annarri sögu um sömu kúna og
stúlku sem leitar Búkollu. Með
aðalhlutverk í Búkollu fara Sig-
urður Sigurjónsson og Sigrún
Waage, sem við sjáum á með-
fylgjandi mynd.
Reykjavík:
Fótbrotnaði
í árekstri
Tveir bílar rákust saman um klukk-
an ellefu í gærmorgun á mótum
Sæbrautar og Skeiðarvogs, en bfl-
arnir komu úr gagnstæðum áttum
og ætlaði ökumaður annarrar bif-
reiðarinnar að beygja inn Skeiðar-
voginn. Afleiðingarnar urðu því,
eins og áður sagði, að bflarnir rák-
ust saman. Ökumaður annarrar bif-
reiðarinnar var fluttur á slysadeild
og við rannsókn kom í ljós að hann
var fótbrotinn. Bflamir skemmdust
báðir mikið og voru fluttir burtu
með krana. -PS