Tíminn - 10.01.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Föstudagur 10. janúar 1992
■ MINNING
Helgi Ólafsson
Fæddur 27. júní 1924
Dáinn 30. desember 1991
Látinn er f Reykjavík Helgi Ólafsson,
löggiltur fasteignasali, fyrrum gjaldkeri
Tímans og kaupfélagsstjóri á Stokkseyri
og í Mosfellsveit Helgi Ólafsson var
rúmlega sextíu og sjö ára að aldri þegar
hann andaðist eftir langvarandi veik-
indi, sem hann bar herðimannlega, svo
aðeins þeir allra nánustu vissu í raun
hve sjúkur hann var. Glaðlegt viðmót og
sívakandi hugur sló blaeju frískleika yfir
hann í augum annarra, sem héldu að
þar færi nær alheill maður. Þannig liðu
hans sfðustu ár við mikla ástúð bama
og bamabama, konu hans, Krisb'nar
Einarsdóttur, og hennar bama. Var
þetta fólk allt ein stór og skemmtileg
fjölskylda, sem Helgi bar mjög fyrir
brjósti. Votta ég þeim öllum samúð
mína. FVrir utan var hann vinmargur
og vinfastur og margir áttu erindi við
þau hjón á Flókagötu 1, þar sem Kristín
hefur rekið rómað gistiheimili í fjölda
ára. Helgi rak þar einnig fasteignasöl-
una Húsaval á meðan hann naut fullrar
heilsu.
Við Helgi ólafsson kynntumst fyrst í
Laugarvatnsskóla veturinn 1942-43.
Þann vetur var hann í neðri deild en ég
í efrí deild, en skólinn starfaði í tvískipt-
um deildum. Þetta var fyrri vetur Helga
á Laugarvatni, en ég var þar aöeins einn
vetur. Helgi var frá Álfsstöðum á Skeið-
um. Bjami Bjamason, skólastjóri, starf-
aði þá f pólitík og sótti fylgi til Skeiða-
manna. Ríkti sú skoðun í skólanum, að
Skeiðamenn væm allra manna mestir
og bestir, enda bám þeir af um margt
Þeir vom góðir og ástundunarsamir
námsmenn, færir í íþróttum og með
myndariegri mönnum. Allt lagðist þetta
á eitt um að gera veg Skeiðamanna sem
mestan, svo og gott álit skólastjórans á
þeim. Helgi var góður félagi í skóla. Það
efldi sjálfstraust hans að hann var
Skeiðamaður. Hann var strax þá félags-
lega sinnaður og góður liðsmaður við
hvert eitt það brall sem skólanemendur
tóku sér fyrir hendur, hvort heldur það
var koddaslagur eða gangamðningur.
Þessi skólavist varð mörgum drjúgt
vegamesti og skólinn þeim kær í minn-
ingunni. Ekki stóð upp á Helga að grípa
til hendi við að smala saman árgöngum
til að minnast skólavistar sinnar. Var
það að mig minnir gert árið 1974 og
tókst mjög vel m.a. fyrir óbiiandi dugn-
að Helga Ólafssonar.
Helgi hóf fljótlega störf hjá Kaupfélagi
Ámesinga, fyrst á skrifstofum félagsins
á Selfossi. Síðan gerði Egill Thoraren-
sen hann að kaupfélagsstjóra á Stokks-
eyri. Cegndi hann því starfi nokkuð
lengi við miklar vinsældir, enda maður-
inn hjálpfús og úrræðagóður. Áttu við-
skiptavinir hauk í homi, þar sem hann
var. Minntist hann Stokkseyrar með
hlýhug síðan. Okkar samskiptum lauk í
bili eftir vistina á Laugarvatni. En eitt
bréf fékk ég frá Helga undir stríðslok
norður á Akureyri. Þetta var langt bréf,
þar sem fram komu draumar og ffarn-
tíðarplön ungs manns, og man ég að
mér þótti sérlega ánægjulegt að fá línu
frá ágætum skólabróður á meðan mað-
ur bar enn mynd í veskinu sínu af ein-
hverri skólasysturinni, sem hafði kveikt
einskonar göngustígaskot. Þá var enn
mikið eftir af Skeiðamanni í Helga.
Bjami var ekki vonlaus um þingsetu, og
átrúnaður okkar beggja, Jónas frá
Hriflu, var enn á pólitískum dögum.
Allt setti þetta stílmót á bréfið. Þar var
talað um málin eins og framsóknar-
maður ffá 1927 héldi á pennanum. Sem
sagt við yrðum að duga þjóðinni vel,
láta ekki vínið eyðileggja okkur og
sækja fram til betra lífs og öryggis. Ég
var nú ekki að gera annað við sjálfan
mig en keyra bíl um þetta leyti og hefði
sjálfsagt mátt drekka minna. Bréfið
kom því sem þörf og uppbyggileg
áminning.
Síðan heyrði ég ekkert frá Helga í lang-
an tíma, eða hátt í áratug. En allt í einu
var hann kominn í símann og sagðist
vera með kaupfélagsverslunina á
Stokkseyri og nú væri erindið hvort ég
vildi koma austur til að lesa upp. Ég var
fyrir nokkru byrjaður í blaðamennsku
og hafði ekki alvarlegar hugmyndir um
skáldskap. Samt féllst ég á þetta mest
vegna þess að mig langaði til að sjá
Helga. Hann var hress að vanda. Við
ræddum gamla daga og fréttum hvor
hjá öðrum af skólasystkinum okkar.
Fleira varð það ekki f það sinn. Eftir
1960 höfðu velunnarar Tímans komið
honum í nokkum vanda rétt einu sinni.
Ég hafði þá verið á Alþýðublaðinu um
stund, en var þá beðinn að koma aftur.
Þá var Helgi Ólafsson orðinn gjaldkerí
Tímans. Það urðu eiginlega hálfgildings
fagnaðarfúndir og næstu tfu árin gekk
okkur vel. Helgi missti tvær eiginkonur,
en bjó um þetta leyti með bömum sín-
um f Kópavogi og hafði ráðskonur.
Helgi var þannig gerður að hann bauð
ekki upp á neina vorkunnsemi. Aldrei
varð ég var við að hann teldi að lífið
hefði hantérað hann heldur illa. Aldrei
heyrðist á honum að hann væri ein-
stæðingur með böm á ffamfæri. Svo
hitti hann Kristínu sína og það varð
honum til mikillar gæfu. En á meðan
hann bjó í Kópavogi hafði hann tölu-
verð afskipti af bæjarmálum þar. Ég er
ekki að segja að Kópavogur hafi ætíð
verið honum efst f huga. En undarlega
var alltaf gmnnt á umræðu um Kópa-
vog, þótt hann hefði búið lengi á Flóka-
götu 1.
Á þessum Tímaárum byrjuðum við
Helgi að veiða saman og vomm oftast
saman um stöng. í fyrstu var ekki mikil
alvara í þessu. Þá var Ólafúr Helgi, ung-
ur sonur hans, stundum með okkur. Óli
var skemmtilegur strákur, en hann gaf
sig ekki mikið að veiðinni. Hann var að
hugsa um annað. Seinna rak hann sam-
an hljómsveitir og spilaði fólki til gam-
ans. Ég man hins vegar enn, að margar
vom þær kókflöskumar, sem þurfti að
tína úr bfinum að ferðalögum loknum.
Með tímanum varð Helgi Ólafsson
með allra hörðustu laxveiðimönnum.
Hann hafði mikið yndi af veiði, var þaul-
sætinn við veiðistaði þótt ekki væri
mikil fiskivon og græddi oft á því góða
veiði og það af einskærri þolinmæði. En
hann gat líka farið á skrið og kastað fær-
inu um alla á upp á von og óvon. „Það er
þá lax þama,“ sagði hann stundum á
þessum rútuferðum meðfram ánni,
þegar fiskur tók á óvæntum stað. Helgi
notaði mikið flotholt við veiðamar og
lét það svamla. Það þýddi að stöku veiði-
staðir vom óþægilegir fyrir hann. Þá lét
hann mér eftir og jafnaði svo metin
annars staðar. Við vomm mörg sumur f
móður allra laxveiðiáa, Laxá í Aðaldal,
og vomm þá í hópi með Jakobi Hafstein
og félögum. Helgi var afskaplega þægi-
legur veiðifélagi. Síðast fómm við sum-
ar eftir sumar í Laugardalsá í Laugardal
við Djúp ásamt Jóni Hákoni frá Skjald-
fönn og öðmm jöklaskrensurum. Þar
naut Helgi sín best. Áin er hæg og auð-
veidd og gaf hér áður góða veiði. Helga
var það kappsmál að okkar stöng væri
með mesta veiði. Hún var það stundum.
Til marks um veiðikappið í Helga má
geta þess, að eitt sinn brákaðist hann á
úlnlið og gat ekki notað höndina. Víg-
lundur Þorsteinsson ók honum um
kvöld til ísafjarðar til læknis og var óð-
ara kominn til baka með Helga. Um
morguninn fór Helgi til veiða og nú
mátti ekkert hjálpa honum. Hann kast-
aði einhendis, hagræddi færinu, lagði
stöngina á bakkann og kraup á henni.
Þannig fékk hann síðasta fiskinn í þeirri
veiðiferð. Honum fannst stundum að ég
hefði lítið stöðuglyndi. Og þegar ég
hafði verið sem mest á ferðinni svaraði
hann aðspurður um hvað ég væri að
gera: Hann Indriði, hann stundar til-
raunaveiðar.
Já, Laugardalurinn var honum kær.
Einhvem tíma setti ég saman kvæði um
mann úr dalnum, Þormóð Kolbrúnar-
skáld. Helgi sagðist hafa orðið þess var
þegar kvæðið var í undirbúningi. Hann
lét stækka það og ramma inn og kom
með það vestur að Tvísteinum, en svo
heitir veiðihúsið. Þar hangir það nú
uppi til minningar um Helga. Ljóðið er
svona:
Ég horfi á hlíðar fjalla
hverfa í dökka skugga
sem hárþitt hrynji í dali
og hylji tún og engi.
Þeir fylla firði af ilmi
og friði næturkyrrðar
eins og líði um landið
lokkar úr þínu hári,
falli hægt um hlíðar
hárra og brattra fjalla
yfir bláu Djúpi.
Ég horfi í djúpa dali
dimma af fjallaskuggum
sem bregða á bláan sæirm
bliki þinna augna
og sveipa mig í söknuð.
Svalir skuggar (jalla
leggi nú langa fingur
líknsamt á mína hvarma
áður en lít ég augum
inn milli brattra hlíða
döggvota tregadali.
Þannig var minn góði vinur Helgi Ól-
afsson, glaðbeittur á hverju sem gekk.
Ég sá aldrei á honum sorg eða reiði.
Hann var alltaf sami hressi og góði
drengurinn hvenær sem ég hitti hann,
léttur í máli og vildi vita hvemig manni
liði, heyra í manni hljóðið, jafnvel undir
það síðasta, þegar hann sjálfur var orð-
inn bráðfeigur. Slíkir æðrulausir menn
eru gull.
Indriði G. Þorsteinsson
Áramót eru oft þáttaskil f lífi manna.
Kærir samferðamenn kveðja, menn
sem maður hefði kostið að njóta lengur
samfylgdar með.
Á sjötta degi jóla fékk ég óvænt boð um
að minn gamli samferðamaður og
tryggðavinur, Helgi Ólafsson, hafi látist
þá um daginn. Helgi var jafnan kenndur
við Stokkseyri, uppalinn á Skeiðum og
eyddi unglingsárum á Selfossi. Ámes-
ingur, dæmigerður Sunnlendingur,
sem hafði unnið ævistarfið, fyrst við
brimgnýinn á Stokkseyri og síðar í
Reykjavík, lengst af með búsetu í Kópa-
vogi, en í Reykjavík nú allra síðustu ár-
in.
Starfsferill Helga hófst á Selfossi, en
hann var til fjölda ára útibússtjóri
Kaupfélags Ámesinga á Stokkseyri, síð-
ar kaupfélagsstjóri á Kjalamesi, um
margra ára skeið fjármálastjóri dag-
blaðsins Tímans og síðustu árin rak
hann sjálfstæða fasteignasölu, svo lengi
sem kraftar leyfðu.
Helgi naut skammrar skólagöngu að
þeirra tíma hætti. Hann vann þó það af-
rek að öðlast löggildingu, rétt við hlið-
ina á þeim löglærðu í lagadeildinni.
Hann rak sjálfstæða fasteignasölu um
árabil.
Helgi bjó fyrst í Kópavogi eftir að hann
fluttist suður. Þar heilluðu hann bæjar-
málin og var hann framarlega í Fram-
sóknarflokknum. Eftir að hann fluttist á
Snorrabrautina hafði hann áfram auga
með félögum sínum í Kópavogi. Iðulega
réð hann ráðum með fyrri félögum sín-
um.
Störf hans hjá Tímanum vöktu eftir-
tekt. Hann starfaði undir handleiðslu
Tómasar Ámasonar, sem var fram-
kvæmdastjóri blaðsins á blómaskeiði
þeirrar útgáfu. Lipurð hans og útsjónar-
semi var slík að margir leituðu til hans
með málefni sín bæði stór sem smá.
Helgi hafði sérstakt lag á því að um-
gangast margbreytilega persónuleika af
þeirri fimi sem ekki er öllum gefin. Mér
eru efst í huga ýmsir menn á ólíkleg-
ustu póstum í þjóðfélaginu sem Helgi
fann greiðan aðgang að sem öðrum var
lokuð leið. Ekki flíkaði hann þessu og
vann störf sín yfirlætislaus og var
manna skilvirkastur.
Margir bundust Helga ævilöngum vin-
áttuböndum. Hér má telja marga gamla
samb'mamenn við Tímann, Indriða G.
Þorsteinsson, Jón Hákon Magnússon,
Guðjón Einarsson og Tómas Ámason. í
þennan hóp má bæta Magnúsi Bjam-
freðssyni, Guttormi Sigurbjömssyni og
Áma Halldórssyni.
Um áraskeið rak hann á heimiii sínu
fasteignasölu. Þessu fylgdi mikill gesta-
gangur. Margir vinir og kunningjar fyr-
ir austan fjall áttu við hann erindi.
Þrátt fyrir löng og ströng veikindi
fylgdist Helgi vel með hugur hans var
jafnan fyrir austan fjall eða á fyrri slóð-
um í Kópavogi. Hann hafði jafnan auga
með starfsfélögum sínum frá Tímaár-
unum.
Ég man eitt sinn á björtum haustdegi
að við Helgi skmppum austur fyrir fjall
og niður á Stokkseyri. Þennan dag var
bjart yfir Suðurlandi og fjallasýn með
miklum litbrigðum. Þetta var minnis-
verður dagur fyrir það að hér fann Helgi
rætur sínar. Hér var hans heimur. Helgi
var einn af fjölmörgum sem að öðrum
þræði lifðu í draumalandi æskuhug-
sjóna þrátt fyrir að fást við gráan hvers-
dagsleikann á mölinni. Þessir menn eru
að hverfa og upp vex malbikskynslóð
skrýdd prófgráðum. Kynslóð sem ekki
hefúr numið hrynjandi þessa lands sem
fóstraði okkur sem þjóð.
Kynni okkar Helga eru gömul og alit
fyrir 1950. Þau tengdust í fyrstu ung-
liðahreyfingu innan Framsóknarflokks-
ins.
Ég lagði það í vana minn í hvert sinn
sem ég þarf að skreppa suður að líta við
hjá Helga. Meðan heilsa leyfði komu
þau hjón Helgi og Kristín til okkar Ás-
laugar norður í land og enn er okkur
minnisstæð samveran á Kýpur.
Símtölin okkar eru fjölmörg og fór
Ijölgandi, eftir að róðurinn þyngdist hjá
Helga. Veikindi Helga voru mikil þrek-
raun, en með æðruleysi og ódrepandi
lífsvilja vann hann marga hildina við
manninn með Ijáinn. Jafnan spratt
hann upp á ný fullur af krafti til að
mæta næstu lotu. Svo var með Helga
vin minn, eins og okkur alla, að um sfð-
ir fer á einn veg.
Helgi naut þeirrar lífshamingju að
eignast framúrskarandi lífsförunaut,
Kristínu Einarsdóttur, einstaka dreng-
skaparkonu sem var kletturinn á hverju
sem gekk. Við samstarfsmenn og vinir
Helga stöndum í ævarandi þakkarskuld
við Kristínu, þessa fómfúsu höfðings-
konu.
Þau hjón Helgi og Kristín bjuggu sér
hlýlegt heimili við þjóðbraut að Flóka-
götu 1. Kristín rak gistiheimili með
miklum myndarskap um áraraðir í
tengslum við heimili þeirra.
Helgi var hreinskiptinn, þó tillitssam-
ur, orðvar, vinsæll af öllum sem hann
þekktu. Hann var yfirlætislaus, en var
þungur á bárunni þegar við þurfti og
vinfastur með afbrigðum.
Kynni mín við Helga voru mér tengsl
við þann jarðveg sem ég sjálfur er
sprottinn úr. Þetta var mér leið til rótar-
innar sem Sunnlendingur sem eytt hef-
ur öllu lífspúðrinu norðan heiða.
Við Áslaug vottum Kristínu Einars-
dóttur og hennar fólki samúð okkar,
bömum okkar og ekki síst dóttursynin-
um Helga Jónssyni, sem var augasteinn
afa síns, djúpa samúð.
Áskell Einarsson
í dag verður jarðsunginn frá Hall-
grímskirkju kl. 15.00 Helgi Ólafsson
fasteignasali, en hann lést á Landspítal-
anum þann 30. desember s.l. Mörg und-
anfarin ár hefur Helgi átt við erfiðan
sjúkdóm að stríða, svo andlát hans nú
kom kunnugum ekki á óvart.
Helgi Ólafsson var fæddur í Reykjavík
26. júní 1924, sonur hjónanna Guð-
laugar Sigurðardóttur og Ólafs Helga-
sonar, en fimm ára að aldri var hann
tekinn í fóstur af föðurbróður sínum,
Katli Helgasyni að Álfsstöðum á Skeið-
um, og konu hans, Kristínu Hafliða-
dóttur, og ólst þar upp til fullorðinsára.
Ég kynntist Helga fyrst veturinn 1941-
1942, þegar við vorum báðir í skóla á
Laugarvatni og bjuggum þar í Björ-
kinni, eins og það var kallað. Á þeim ár-
um var Helgi fremur óffamfærinn og
fáskiptinn og stundaði námið af stakri
samviskusemi. Hann var sem sagt í
hópi þeirra sem kennaramir köiluðu
góða nemendur. Að loknu námi á Laug-
arvatni fór Helgi í Samvinnuskólann og
lauk þaðan prófi 1946.
Að loknu námi f Samvinnuskólanum
hóf Helgi störf hjá Kaupfélagi Ámesinga
og var um tíma útibússtjóri kaupfélags-
ins á Stokkseyri. Þaðan lá svo leiðin til
Reykjavíkur þar sem hann vann um
tíma á skrifstofúm Sambandsins í nokk-
ur ár, en á árunum 1960 til 1965 vann
Helgi hjá Tímanum sem skrifstofustjóri
og gjaldkeri. Upp úr því stofnaði Helgi
svo fasteignasöluna Húsaval og tók próf
sem löggiltur fasteignasali 1975.
Helgi var mikill félagsmálamaður. Af
því leiddi að hann var samvinnumaður
og studdi Framsóknarflokkinn dyggi-
lega, en á þeim vettvangi lágu leiðir
okkar síðar saman í Kópavogi. Helgi
gegndi mörgum trúnaðarstörfúm bæði
fyrir Framsóknarflokkinn og Kópavogs-
kaupstað. Hann var m.a. varabæjarfúll-
trúi kjörtímabilið 1970 til 1974. Lions-
hreyfingin átti einnig mikinn hug
Helga þar sem hann gegndi einnig
mörgum trúnaðarstörfum.
Það var gott að leita til Helga, hann var
vinur vina sinna og vildi hvers manns
vanda leysa. Helgi hafði gaman af að
umgangast fólk og var glöggur á kosti
og galla í fari þess. Hann gat verið orð-
heppinn og því hrókur alis fagnaðar
þegar þannig stóð á.
Helgi var tvíkvæntur. Fyrri konu sína,
Önnu Pálsdóttur, missti hann, en með
henni átti hann einn son, Ólaf Helga
verslunarmann. Fyrir hjónaband hafði
Helgi eignast eina dóttur, Guðlaugu
sjúkraliða.
Seinni kona Helga er Kristín Einars-
dóttir, fædd 1. maí 1924. Þau Kristín og
Helgi áttu ekki böm saman, en Kristín
átti tvo syni og eina dóttur frá fyrra
hjónabandi, þá Anton Bjamason
íþróttakennara, og Bjama Bjamason,
báða þekkta íþróttamenn sem búa f
Kópavogi, og Fríðu hjúkrunaríræðing,
búsetta í Reykjavík.
Kristín er mikil myndarkona, sem bjó
manni sínum fagurt og gott heimili.
Hún var einnig stoð hans og stytta f erf-
iðum veikindum hans, en hún hefúr
rekið gistiheimili að Flókagötu 1 í
Reykjavík nú um margra ára skeið. En
um það ber öllum saman, sem notið
hafa þeirrar þjónustu, að þar hafi verið
gott að koma.
Ég votta Kristínu og öllum aðstand-
endum Helga samúð við fráfall hans.
Við, sem eftir lifum, eigum minninguna
um góðan dreng.
Guttormur Sigurbjömsson
Skyndilegt fráfall Helga Ólafssonar fast-
eignasala þurfti ekki að koma á óvarL
Um árabil hefur heilsa hans verið með
þeim hætti, að vinir og samstarfsmenn
þökkuðu hvem dag sem honum gafsL
Af mikilli karlmennsku mætti hann
þessum heilsubresti, var glaðbeittari en
flestir aðrir og vann ósleitilega að fé-
lagsmálum og dreif áfram margL sem
til heilla og framfara horfði. Lund hans
var létt og gamanyrði jafnan tiltæk.
Hetjulund átti Helgi í ríkum mæli. En
hann átti líka hana Kristínu Einarsdótt-
ur, glæsilega og góða konu, sem studdi
mann sinn með ráðum og dáð.
Hallgrímskirkja í Reykjavík átti hug og
hjarta Helga Ólafssonar og allt sem
tengdist þeim þjóðarhelgidómi. Upp-
örvandi var atfylgi hans og þeirra hjón-
anna í hvert sinn sem kirkjan þeirra
þurfti einhvers með. Sú liðveisla var
boðin fram af ljúflyndi og laðaði aðra til
hins sama.
Þeir, sem vinna að söfnun fjármuna til
kaupa á hinu stóra orgeli í Hallgn'ms-
kirkju, eiga Helga Ólafssyni mikla þökk
að gjalda. Fráfall hans er harmsefni, nú
þegar hillir undir stóran áfanga í því
verki sem hann bar svo mjög fyrir
brjóstí.
Ágætri eiginkonu hans og fjölskyldu
allri er vottuð djúp samúð. Hafi hinn
dugmikli baráttumaður í þágu orgels í
helgidóminn á Skólavörðuhæð innilega
þökk.
Starfi hans verður ffam haldið af þeim
samhenta hópi, sem forystu hefur um
uppbyggingu Hallgrímskirkju í Reykja-
vík og fjölþætt kirkjulegt starf þar.
Þannig verður Helga Ólafssonar best
minnsL Og í slíku starfi mun minning
hans verða hvatning og leiðsögn mót
nýju ári og allri komandi tíð.
Sigurður E. Haraldsson