Tíminn - 22.01.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.01.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 22. janúar 1992 Tíminn MALSVARI FRJÁLSLYNPIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðanitstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gfsiason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sfmi: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð f lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Eflum samvinnu góðra granna Viðskipti íslendinga við næstu nágrannaþjóð okkar Færeyinga hafa verið í sviðsljósinu síðustu dagana. Færeyingar hafa til þessa nær einir þjóða haft veiðiheimildir í íslenskri fískveiðilög- sögu. Viðræður eru nú fram undan um hvort þessar heimildir gildi áfram og hve mikið verði leyft að veiða. Færeyingar eiga við mikla efnahagsörðugleika að stríða og hafa ekki farið dult með það að þess- ar heimildir eru þeim afar mikilvægar og þeir vilji mikið á sig leggja til þess að halda þeim. Viðskipti íslendinga og Færeyinga standa á gömlum merg. Með beinum samgöngum milli landanna á síðari árum hafa þau vaxið, og eru ís- lendingum mikils virði. Hér er að sjálfsögðu ekki um stóran markað að ræða, en þó hefur hann verið ýmsum aðilum hér notadrjúg viðbót við heimamarkaðinn. Það er því sjálfsagt að taka upp viðræður við Færeyinga um hvernig megi best styrkja og auka viðskipti milli landanna. Það er hlutverk viðskiptaráðuneytisins að hafa forustu um slíkt og það getur með engu móti verið eðli- legt að blanda því í umræður um veiðiheimildir í íslenskri fiskveiðilögsögu. Svo miklar áhyggjur hafa Færeyingar af þessum veiðiheimildum að þeir lýsa sig reiðubúna til þess að fella niður tolia af íslenskum innflutningsvörum gegn því að við- halda þeim. Sjávarútvegsráðherra hefur tekið fram að ekki sé mögulegt að brjóta það grundvallaratriði í ís- lenskri sjávarútvegsstefnu, að við verslum ekki með veiðiheimildir í íslenskri lögsögu fyrir toll- fríðindi. Þetta er rétt afstaða sem þjóðareining ætti að ríkja um. Þetta er það grundvallaratriði sem við höfum haldið okkur við í samningum um Evrópskt efnahagssvæði, og ef væri farið að versla með slíkt fjöregg þá hefði það fordæmi ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Þessum samningum á því að halda skýrt að- skildum, en réttlætanlegt getur verið í ljósi ríkr- ar hefðar og náinna samskipta þessara þjóða í gegnum árin að leyfa Færeyingum takmarkaðar veiðar áfram. Samstaða og góð sambúð smá- þjóða er okkur ákaflega mikils virði og verður ekki mæld í peningum, þótt vissulega sé skiljan- leg umræðan um að á tímum mikils niðurskurð- ar aflaheimilda gæti verið rétt að minnka þessar heimildir eða fella þær niður. Viðskiptaráðherra á nú þegar að beita sér fyrir viðræðum á breiðum grundvelli um viðskipti Færeyinga og íslendinga og rétt er fyrir sjávarút- vegsráðherra að ganga frá í samningum skertum veiðiheimildum til Færeyinga í samræmi við stöðu fiskveiða íslendinga um þessar mundir. Með örlítið hækkandi sól er farið að grilla í heiðríkjuna úr hremm- ingum skammdegisins með öllum sínum bölmóði og vandamálasúp- um stjórnmála, efnahagsmála, vinnumarkaðsmála, menntamála, heilbrigðismála, Evrópusamvinnu og uppvakningi gamalla glæfra- tíma, sfldarsöltunarlottói. Um það leyti sem ísfirðingar drekka sitt sólarkaffi fer manns- andinn á kreik fyrir sunnan og drífur sig upp úr armæðunni í leit að þekkari viðfangsefnum en skammdegið hefur boðið upp á. Og með birtingunni beinast kast- ljósin að áhugaefnum sem maður hélt að væru gleymd og grafin, en ganga nú í endurnýjun lífdaganna. Astin í máli og myndum er það sem tekur upp hugann og fjölmiðl- unina eftir langan og leiðinlegan bölmóðskafla. Heimsend erótík Hæstu tindar menningar og lista bera fyrir augu í litrófi ríkisrekna imbakassans einu sinni í viku eða svo. Þar var mikil menningarleg litadýrð s.l. mánudag. Þar sem ekki eru alltaf jól, barst skrúð- mælgi kúnstarinnar ekki lengur úr ofskreyttu jólatré, heldur er sú breyting orðin á að kominn er tals- verður mannsbragur á þann sem ræður menningu og listum, þakk- að sé Sævari Karli eins og stendur í kynningu ríkissjónvarpsins, og listin, sem maður fær að njóta, er ekki aðeins hámenning, heldur líka lágmenning. Þ.e.a.s. neðan- þindarkúltúr. Sú viðkunnanlega breyting er orðin á Litrófinu, að listin að elska auk misþyrminga sem ekki valda dauða, að minnsta kosti ekki á skjánum, geta vel orðið fyrir sjokki við að horfa á ástarlífssenur þar sem bara annað langar, eða kannski hvorugt. Rannsóknarlögreglan er komin á kaf í málið og mun áður en yfir lýkur upplýsa hvort Steinar hf. er að selja skrípó fyrir böm eða klám fyrir fúllorðna. Lystugar pítsur Pítsusali, sem er að fara á haus- inn, hyggst auka viðskiptin með því að láta brjóstaberar stelpur af- greiða pítsurnar og er það þróuð markaðssetning. Samkvæmt Tímanum og útvörp- um er mikil eftirspum eftir vinnu hjá pítsubakaranum og hefur Jafn- réttisráð ekkert að athuga við það að einvörðungu sé auglýst eftir brjóstabemm stúkum til að ganga um beina, en ítalinn, sem á pítsu- bökunina, kærir sig ekkert um brjóstabera stráka til starfans. f viðamikilli fjölmiðlaumfjöllun um klæðaburð eða klæðaleysi pítsustúlkna er hvergi minnst á hvernig vinnuklæðnaður þeirra neðan við nafla á að vera. Jafnréttisráð hefur heldur ekki tjáð sig um það málefni. Það sem ekkí má Aftur á móti hefur Jafnréttisráð sýnt skókaupmanni við Laugaveg- inn klærnar. Sá auglýsir útsölu með glaðlegri og kappklæddri konu með barm i stærra lagi. Fatn- aður skýlir svo sem þrem fjórðu af yfirborði brjósta konunnar. Hins Fj ölbreyttar ásj ónur ástarinnar hefur hlotið virðulegan sess í menningarkynningu ríkisins. f stað hrútleiðinlegrar framúr- stefnulistar og kauðalegra viðtala við fólk, sem ekkert hefur að segja, sátu listunnendur, eins og undir- ritaður, við skjáinn og fengu að sjá berrassaöar stelpur vefja stráka fótum og alls konar fólk gerði alls konar ástarkúnstir og fóru sumir að skilja hvað þessi list, sem alltaf er verið að tala um, er. Þakkir, þakkir, þakkir Helsti listfræðingur ástarinnar sagði manni hvað klobbamyndirn- ar væru unaðslegar og að þær væru ekkert dónalegar, því að bæði pörin á öllum myndskeiðunum væru að gera hitt, en ekki bara annað við hitt. Þegar þannig stendur á er það klám. Oj- barasta. Þetta er sama listræna skil- greiningin og Flosi Ólafsson gerði hér um árið þegar ein- hver nauðgunarhrinan gekk yfir og ætlaði allt um kolla að keyra, og einhver vildi fá að vita hvað nauðg- un væri. Flosi: „Það er nauðgun þangað til bæði fer að langa.“ Menningarpostular ríkissjón- varps eiga margfaldar þakkir skild- ar fyiir að kynna okkur listina að elska og vonandi verður framhald þar á og mætti gjarnan sleppa ein- hverju af prumpinu og gaulinu um aðrar listgreinar. Aðeins verður að passa vel upp á að sýna ekkert klám, en þeim mun meira af erótík þegar bæði Iangar. Eða öll — þeg- ar ástarlistin verður leyst úr felum svo um munar. Bláir karlar á bláum spólum Ásýnd ástarinnar er víðar en í sjónvarpinu, sem betur fer. Ef beðið er um eina bláa í mynda- bandabúðum, fær viðskiptavinur- inn bláu karlana sem ganga undir heitinu Strumparnir. Þetta veldur nokkrum taugatitr- ingi hjá Neytendasamtökunum, þar sem verið er að selja eitthvað annað en beðið er um og kápu- myndir á umbúðum myndband- anna eru greinilega falsaðar. Ef maður ætlar að kaupa ærlega klámmynd og fær svo ekki annað en skrípamyndir af bláum körlum, eru það greinilega vörusvik. Ætli maður aftur á móti að fá mynd- band með Strumpunum og fær svo í kaupbæti samfarasenur þar sem bara annað langar og hitt er notað, samkvæmt skilgreiningu, er það álitið óhollt fyrir börn. Er það skiljanlegt, því börn, sem alin eru upp við að horfa á 562 morð á ári, vegar skellihlær hún og er þar af leiðandi með galopinn munn. Jafnréttislög kveða svo á um að mynd þessi sé kvenþjóðinni til minnkunar og svívirðingar og bara það að horfa á hana stríði gegn jafnrétti kynjanna. Ekkert gefur til kynna hvort komnuna á myndinni langar eða langar ekki og kannski langar hana aðeins í skó á útsölunni. Um þetta má spyrja listfræðing ástarinnar og fá svo greinargóða útlistun á svarinu hjá skærasta menningar- vita ríkisins. Ekki spara ástina Á framangreindu má sjá að ástin er að taka völdin í umræðunni og frjálslyndið færir út kvíamar. Svartagallsraus og böl- móður er að baki og ástar- lífssenur á myndböndum í búðum og hámenningar- þætti Ríkissjónvarps koma í stað ábúðarmikilla ásjóna stjórnmálamanna og hagspekinga, sem ekkert hafa fram að færa ann- að en að þeir hafi lifað um efni fram og nú eigi að spara og spara og aftur að spara. En ástina þarf ekki að spara, heldur sýna hana í öllum sínum myndum, og láta fjölmiðlar ekki sitt eftir liggja í því frjálslyndisfári sem nú er að ganga í garð. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.