Tíminn - 22.01.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Miðvikudagur 22. janúar 1992
Ólöf Eysteinsdóttir:
Ólöf Eysteinsdóttir og Siguröur Thorlacius í hópi ráðstefnugesta fremst til hægri.
reyna sig.
í norska kynningarbæklingnum
segir um meðferð sjúklinga að ým-
is lyf séu notuð til þess að viðhalda
og auka styrk vöðvanna. Einnig
hefur verið beitt blóðvatnshreins-
un og loks er brottnám hóstakirtils
talið geta haft góð áhrif.
Oft hefur viljað brenna við að
sjúkdómsgreining sjúklinga með
vöðvaslensfár hafi ekki reynst rétt í
upphafi. Hefur fólkið jafrivel verið
talið taugaveiklað, duglaust, latt
eða ímyndunarveikt og í framhaldi
af því fengið róandi eða kvalastill-
andi lyf, hafi það kvartað um verki í
vöðvum. Þessi lyf hafa auðvitað
mjög alvarlegar afleiðingar fyrir
sjúklingana, þar sem vöðvar þeirra
slappast enn meira en ella. Sýklalyf
geta einnig haft alvarleg áhrif á
sjúkdóminn.
Eins og fram kom í byrjun var
Ólöf Eysteinsdóttir fulltrúi ís-
lenskra MG-sjúklinga í Ósló. Ólöf
hefur lengi þjáðst af vöðvaslensfári
og hefur hún mikinn áhuga á að
stofnuð verði samtök íslenskra
MG- sjúklinga. Talið er að hér á
landi séu nokkuð innan við tuttugu
manns, sem þjást af sjúkdómnum,
og er hann því lítt þekktur meðal
almennings. Stofnun samtaka sem
þessara er til þess ætluð að kynna
sjúkdóminn með útgáfu bækíinga
og blaða, veita þeim sjúklingum,
sem þegar hafa verið greindir,
stuðning og einnig fjölskyldum
þeirra. Það er reynsla norrænu
samtakanna að fjölskyldur MG-
sjúklinga þurfi ekki síður upp-
fræðslu og stuðning en fjölskyldur
margra annarra sjúklinga. Bömin
verða að læra að skilja að foreldrið
er ef til vill ekki fært um að sinna
þeim á sama hátt og foreldrar fé-
laganna, lyfta þeim upp þegar þau
eru lítil og fara með þeim á skíði
eða í erfið ferðalög þegar þau
stækka; og makinn verður að gera
sér ljóst að hann getur þurft að
taka að sér verkefni og sýna meiri
tillitssemi en almennt gerist í fjöl-
skyldum.
Þeir, sem áhuga hafa á að taka þátt
í stofnun samtaka MG-sjúklinga og
fjölskyldna þeirra, geta haft sam-
band við Ólöfu Eysteinsdóttur í
síma 4-28-24 eða skrifað henni að
Birkigrund 51, Kópavogi.
Myasthenia gravis — vöðvaslensfár - - er nafn á sjúkdómi sem
lítið hefur verið rætt um hér, enda talið að innan við tuttugu
manns þjáist af honum hérlendis. Á hinum Norðuriöndunum
hafa hins vegar verið stofnuð samtök fólks með vöðvaslensfár og
í september síðastliðnum var haldin í Ósló tveggja daga ráðstefna
um sjúkdóminn. Til ráðstefnunnar var boðið læknum frá öilum
Norðurlöndunum sem og fulltrúum MG- sjúklinga í Noregi, Dan-
mörku, Pinnlandi og Svíþjóð.
Á íslandi er ekki enn til félag MG-
sjúklinga. Ólöf Eysteinsdóttir sótti
ráðstefnuna sem fulltrúi þeirra ís-
lendinga sem eru með þennan
sjúkdóm, en sjálf greindist hún
með vöðvaslensfár fyrir fimmtán
árum. Fulltrúi íslenskra Iækna var
dr. Sigurður Thorlacius og flutti
hann erindi um meðferð myast-
henia gravis — vöðvaslensfárs —
hér á landi.
í grein í Læknablaðinu segir Sig-
urður Thorlacius um sjúkdóminn:
Vöðvaslensfár (myasthenia gravis)
einkennist eins og nafnið bendir til
af mikilli vöðvaþreytu. Þetta er
sjúkdómur sem auðveldlega
gleymist, þar sem hann er tiltölu-
lega sjaldgæfur og sjúkdómsmynd-
in oft óljós. Greining dregst því
stundum jafnvel árum saman. Sig-
urður segir enn fremur að áunnið
VSF sé dæmigerður sjálfnæmis-
sjúkdómur, það er sjúkdómur sem
stafar af því að ónæmisþol líkam-
ans raskast og ónæmiskerfið ræðst
gegn ve^um eigin líkama.
Eitt meginverkefni samtaka MG-
sjúklinga á Norðurlöndum er að
tryggja að sjúklingar fái sem besta
aðhlynningu hver í sínu landi, að
koma á sambandi milli MG-sjúk-
linga svo þeir geti skipst á skoðun-
um og lært hver af annars reynslu
og loks að kynna MG fyrir almenn-
ingi. Þetta síðasta er mikilvægt, því
oft verða sjúklingar fyrir aðkasti
vegna þess að fólk þekkir ekki sjúk-
dóminn og hvemig hann lýsir sér.
Verða þeir jafnvel fýrir óþægind-
um, þar eð fólk telur þá drukkna.
Fyrstu einkenni sjúkdómsins
koma oft fram í augum. Lömun
veldur því að augnlok síga og einn-
ig veldur lömun ytri augnvöðva tví-
sýni. Fólk á erfitt með að tala,
tyggja og kyngja og algengt er að
röddin breytist. Magnleysi í and-
litsvöðvum verður til þess að and-
litið verður svipbrigðalítið. Sjúk-
Vettvangur
lingurinn virðist dapur og jafnvel
reiður og á erfitt með að sýna svip-
brigði. Fólki hættir til að hrasa eða
detta, það missir hluti úr höndun-
um og á ekki auðvelt með að standa
upp eða ganga upp og niður stiga.
Erfitt getur verið að halda uppi
höfðinu og ekki síður að lyfta
handleggjunum.
í kynningarbæklingi frá samtök-
um norskra MG-sjúklinga segir að
sjúkdómseinkennin séu mjög mis-
munandi frá einum til annars.
Flestir eru hressastir að morgni
eða fyrri hluta dags, en þeim er
nauðsynlegt að hvfla sig oft og nóg.
Þrátt fyrir það að hvfld sé nauðsyn-
leg, verður fólk að reyna að vera
sem virkast og gæta þess að ein-
angrast ekki, þótt það megi ekki of-
Samtök MG-
„Höfuðborg villta austursins“
„Vlllta austrið" er heiti athafna-
manna á Vesturlöndum á Austur-
Evrópu, og á það heiti við engan
stað betur en Búdapest ... Búda-
pest hefur farið fram úr öllum
keppinautum og orðið ótvíræð höf-
uðborg kapítalismans í (Austur-
Evrópu),“ sagði í Newsweek 13.
janúar 1992. „Vissulega eru um-
skiptin frá sósíalismanum sárs-
aukafull, rétt eins og í Tékkóslóv-
akíu og Póllandi. Vissulega hefur
boðuð sala á ríkisfyrirtækjum ekki
tekist. Atvinnuleysi og verðbólga
fara vaxandi, b'fskjör versnandi.
Vonbrigði eru mikil og atvinnulegt
bakfall á allra vörum.“
„En á göngu um Búdapest víkur
uggur fyrir sælukennd.... Búdapest
er gripin athafnasemi, sem hvergi á
sinn Iíka í gömlu austurblökkinni...
Budapest Week, viðskiptablað á
ensku, hefur frá uppgangi að segja.
Á hæla Playboy og Business Week
mun Reader’s Digest koma út á
ensku. Tekjur af ferðamönnum
voru (1991) um 60% meiri en
(1990) og fjórfalt meiri en 1989.
Breskt fyrirtæki, United Biscuits
Ltd., keypti keðju ungverskra bak-
aría á 24 milljónir $. Shell... ætlar
að setja upp 100 nýjar bensínaf-
greiðslur. Ungverska símafélagið,
ásamt útlendum samstarfsaðila,
hyggst leggja inn 2 milljónir síma á
næstu þremur árum og tvöfalda
(síma landsins). Skráð hafa verið
7.000 samstarfsfyrirtæki við út-
lenda aðila, 2.000 þeirra á síðustu
þremur mánuðum. Á meðal þeirra
eru mörg alkunn fjölþjóðleg fyrir-
tæki, svo sem General Electric,
Electrolux, General Motors, United
Technologies, Sanofi, Suzuki,
Nestlé, Sara Lee og Ford, svo að
einungis fáein séu nefnd.“
...Andreas Hirschler ... forstöðu-
maður Investcenter, sem finnur
fyrirtækjum samstarfsaðila um
verslun og fjárfestingu ... hallar sér
dapurlega aftur í djúpum leður-
stóli: „Ég er svartsýnn ... Alls staðar
blasir fátækt við — betlarar eru á
götum, fólk sefur í undirgöngum
gatna, búðir eru fúllar af vamingi
sem enginn hefur ráð á, tveimur af
hverjum þremur Ungverjum geng-
ur illa að hafa fyrir útgjöldum, lífs-
kjör eru hríðfallandi og veldur það
félagslegri ókyrrð. Verg þjóðar-
framleiðsla mun hafa fallið 5-10%
(1991).“ (Hirschler bindur vonir við
útlenda fjárfestingu.) „Útlendingar
munu leggja til fjármagn, tækni og
starfslægni — og framleiða það,
sem sóst er eftir. Minnast má þess,
að útlendingar áttu þriðjung lands-
ins undir Habsborgar- keisaraætt-
inni.“
„Útbásúnuð sala stjórnvalda á rík-
isfyrirtækjum hefur runnið út í
sandinn. Fyrst, í júní (1991), átti að
selja helstu plastumbúðagerð
landsins, Pannonplast, en af því
varð ekki, er sovéski markaðurinn
lokaðist. Á eftir átti að fara sala 20
annarra á sex mánuðum, allt frá
ríkisferðaskrifstofunni Ibusz til
Danubius-hótelhringsins, sem á 18
fyrsta flokks hótel... Að Ibusz hefur
enn ekki fundist kaupandi, og salan
á Danubius gekk til baka, þegar rík-
isstjóm féll frá skattaívilnunum,
sem hringurinn átti að mestu arð-
semi sína að þakka."
Búdapest átti sín giæsiskeið og
var borgin rík og íburðarmikil.
Nú gengur illa að
rifja upp forna athafnasemi.
Livingstone, skoskur tölvubær
Livingstone, 43.000 ibúa bær, 24
km vestan Edinborgar. er miðstöð
tölvuiönaðar á Bretlandi, og einn
helsti tölvuiðnaðarbær í Vestur-
Evrópu.
Frá 1987 hafa tölvur og tölvu-
búnaður lagt til 40% af útflutningi
Skotlands og þá meira en whisky. Á
Skotlandi vinna 400 fyrirtæki að
tölvum og búnaði þeirra, og em
nálega 100 þeirra í Livingstone, á
meðal þeirra útibú frá NEC, Sea-
gate, Mitsubishi, en skammt frá
bænum em önnur frá IBM, Hew-
lett-Packard og Digitai Equipment.
Til efnahagslegs bakfalls segir nú
í tölvuiðnaði, á Skotlandi sem ann-
ars staðar. Úndir árslok 1991 til-
kynnti Unisys lokun útibús síns á
Skotlandi og missa þá 700 starfs-
menn þess vinnu, og Compaq boð-
ar fækkun starfsmanna um 150.
Og til bakfallsins sagði þegar 1990.
Mestallan níunda áratuginn óx
framleiðsla tölva og tölvubúnaðar
á Skotlandi um 30% á ári, en
minnkaði um 1,3% 1990. Og mun
hún aftur hafa dregist saman 1991.
Um 50.000 manna starfa nú í
tölvuiðnaði í Skotlandi.