Tíminn - 22.01.1992, Side 12

Tíminn - 22.01.1992, Side 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 HEIÐI . BILAPARTASALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrifs HEIÐI ■ BÍLAPARTASALA Flugumýrl 18D ■ Mosfellsba Sfmar 668138 & 667387 ■ UH3ŒE3HH B Lausnin er: Enzymol ■Nýtt í Evrópu | ■ Engin hárigræðsla EUBO-HAIR á Islandi Engin gerfihár Engin lyfjameðferð ■ Einungis tímabundin notkun Eigid húr með hjálp lífefna-orku ©91 -676331e.ki.ie.oo ■ ■■■■■■■■■■■■ Tímans er 686300 Tíminn MIÐVIKUDAGUR 22. JAN. 1992 Borgarráð Reykjavíkur: Borgin kaupir Borgarráð Reykjavíkur ákvað í gær að kaupa hús versluninnar Geysis á homi Aðalstrætis og Vesturgötu fyr- ir 53 milljónir króna. Ætlunin er að þar verði í framtíðinni rekin upplýs- inga- og menningarmiðstöð á veg- um borgarinnar, eða eins konar borgarhús. Hugmyndir eru uppi um að breyta húsinu í uppmnalegt horf. Utanríkisráðherrar Norðurlandanna: Paavo Váyrynen, Finnlandi, Thorvald Stoltenberg, Noregi, Jón Baldvin Hannibalsson, (slandi, Marg- aretha av Ugglas, Svíþjóð, og Uffe Elleman Jensen, Danmörku. Tímamynd Ami Bjama Fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna lokið. Umræður um EES. Uffe Elleman og Jón Baldvin virðast sammála um eitt: Aöeins kraftaverk getur bjargað „Á fundinum urðu fyrirferðarmestar umræður um evrópska efna- hagssvæðið og samskipti EFTA landanna við Evrópubandalagið. Þar bæði skiptumst við á skoðunum, skýrðum frá stöðu mála í hveiju landi fyrir sig og leituðum síðan eftir pólitísku mati Uffe Elleman Jensen utanríkisráðherra Dana sem einnig situr í ráð- herraráði Evrópubandalagsins, á möguleikum okkar á því að ljúka samningum um EES og fá þeim hrint í framkvæmd á réttum tíma.“ Fyrir utan þessar ályktanir voru önnur mál rædd: Utanríkisráðherra Noregs kynnti hugmyndir sínar um sameiginleg sendiráð Norðurlanda. Ákveðið var að tilnefna í starfshóp embættismanna frá hverju Norður- landa. Fyrst verður athugað með samnorræn sendiráð í nýfrjálsum ríkjum í Austurvegi og síðar í öðrum heimshlutum. —sá í Norð' Engln loðnuveiði var í fyrrinótt, þar sem lelðindaveður vaur á miðunum fyrir Austurlandi. Fiestir íslensku bátanna sigldu í böfn, en samkvæmt uppfys- ingum tiikynningaskyldunnar voru þeir aftur á leið á mlðin undir kvöid í gær. Þær uppiýs- ingar fengust hjá Landhelgis- gæsiunni í gær að 13 norskir loðnubátar væru nú í landhelg- inni, en þeir hefðu allir verið í vari síðasta sólarhring og veiði því engin. Reyndar hefou sjö bátar nýiega haldið heim á leið og voru þeir flestir með um 1100 tonn af loðnu og befðu tveir þeirra landað dálitlu af afla hér á landi áður en þeir fóru. -PS Þetta sagði Jón Baldvin Hannibals- son í gær eftir að fundi utanríkisráð- herra Noröurlandanna lauk í Reykja- vík í gær. Jón Baldvin greindi frá helstu niðurstöðum og ályktunum fundarins. Hann sagði að enn hafi það fengist staðfest að viðhorf Norður- landanna til þeirra mála sem efst eru á baugi í veröldinni væru svipuð. Þegar spurt var um líkur á því að samningar um EES tækjust yfirhöf- uð, svöruðu Jón Baldvin Hannibals- son og Uffe Elleman Jensen utanríkis- ráðhtrra Dana því til að þeir teldu að tími kraftaverka væri ekki liðinn. Enn væri hægt að halda tímaáætlun um undirbúning að EES sámkomulagi og ljúka samningum svo að utanríkisráð- herrar EB nái að staðfesta samkomu- lagið í byrjun mars nk. og að samn- ingur um Evrópska efnahagssvæðið taki gildi 1. janúar 1993. Forsenda þess sé þó sú að lausn finnist á allra næstu vikum, að sögn Jóns Baldvins. Þarf kraftaverk til? „EES málið var rætt í smáatriðum á fundinum og hvert land fyrir sig lagði fram skýrslu. Þá höfum við leitað eftir mati danska utanríkisráðherrans á hinni óvæntu og hörðu afstöðu Evr- ópudómstólsins og hvort hún sé í raun skilaboð til okkar um minnkandi áhuga EB á EES samningi. Danski ut- anríkisráðherrann segir það órökrétt, því að þau lönd innan EB sem minnsta hagsmuni hafa af EES samn- ingi eru jafnframt þau sem ekki hafa áhuga á að taka inn ný ríki í EB. Hans álit er því að pólitískur vilji innan EB fynr EES samningum sé óbreyttur. Málið sé því í hnút vegna lögfræði- legra deilna sem lausn hafi ekki enn fundist á,“ sagði Jón Baldvin. Uffe Elleman Jensen staðfesti að EES málið væri í alvarlegum hnút en sá hnútur ætti upptök sín innan Evrópu- bandalagsins og væri til kominn vegna mistaka í samningaviðræðun- um af hálfu EB. „Hvort kraftaverk þurfi til að leysa málið? Ég trúi á kraftaverk og ef við lítum til þróunar mála í Evrópu sl. tvö ár höfúm við, sem trúum á kraftaverk, sannarlega fengið ástæðu til að styrkjast í þeirri trú. Ég tel að tilfinning manna fyrir mikilvægi hlutanna muni ýta á alla sem hlut eiga að máli að leggja sig alla ffam á næstu vikum til þess að finna lausn. Ég vona og trúi að áður en febrúar er liðinn verði kominn á und- irritaður samningur um EES sem EB löndin geta síðan staðfest svo að samningur um evrópska efnahags- svæðið geti gengið í gildi 1. janúar 1993,“ sagði Uffe Elleman Jensen Á utanríkisráðherrafundinum voru samþykktar yfirlýsingar um þróun mála í fyrrum Sovétríkjunum, um Júgóslavíu, Króatíu og Slóveníu, um ástand mála í Miðausturlöndum og lyrir botni Persaflóa og í írak. Þá voru samþykktar ályktanir um málefríi S- Afríku og þróun þar í átt til Iýðræðis- legra stjómarhátta án kynþáttaað- skilnaðar. Þá var samþykkt svonefnd Reykja- víkuryfirlýsing um þróun SÞ í fram- haldi af fyrri ályktunum utanríkis- ráðherra Norðurlanda, sem hafa sameiginlega undanfarin ár beitt sér mjög fyrir því að styrkja SÞ, auka veg þeirra og hæfni til fyrirbyggjandi ráðstafana þegar dregur til ófriðar í einstökum heimshlutum og einnig að styrkja friðargæsluhlutverk þeirra. Menntamálaráðherra segir að kennarasamtökin fari rangt með staðreyndir þegar þau lýsa afleiðingum niðurskurðar á kennslu í grunnskólum landsins: Óvíst að sparnaður á grunnskólastigi náist Ólafur G. Einarsson menntamálaráð- herra segir óvíst að takist að ná fram þeim sparaaði sem að er stefnt á grunnskólastigi. Hann segir aö takist ekki að skera niður kostnað við grunnskólann eins og að er stefnt verði að skera meira niður á öðrum sviðum menntamála. Ólafur telur að kennarar dragi upp allt of dökka mynd af þvf sem er framundan í skólastarfi í grunnskólum landsins. Vegna skipulags skólastarfsins er erf- itt að koma við niðurskurði fyrr en á því skólaári sem hefst næsta haust. Tillögur menntamálaráðuneytisins miða að því þá hefjist hinn eiginlegi niðurskurður. Ólafur sagði að á síðast- liðnu hausti hefði verið hrint í ffam- kvæmd ákveðnum aðhaldsaðgerðum sem hefðu skilað nokkrum árangri. „Ég hef alltaf haft ákveðinn fyrirvara um að það tækist að ná fram mark- miði um sparaað í grunnskólanum á einu almanaksári. Eg hef sagt að það sem ég teldi mig þurfa að yfirfæra á árið 1993 yrði ég að vinna annars staðar, á öðrum liðum í menntamála- ráðuneytinu," sagði Ólafur. Ólafur tók skýrt fram að hann væri með þessum orðum ekki að víkja sér undan því að ná fram þeim spamaði sem menntamálaráðuneytinu er ætl- að að ná á þessu ári. „Ef ég treysti mér ekki í þetta varðandi grunnskólann verð ég að ná því annars staðar. Það eru svo sem margir liðir sem um er að ræða í menntamálaráðuneytinu. Þá er ég að tala um það sem ég get gert án nýrra heimilda frá Alþingi." Ólafur sagði að ekki væri búið að vinna tillögur um spamað á öðrum sviðum menntamála ef spamaður í grunnskólakerfinu tækist ekki. Tillögur menntamálaráðuneytisins um sparaað á grunnskólastigi miða m.a. að því að fjölga í bekkjum og minnka kennslu um tvo tíma á viku. Á síöustu dögum og vikum hafa sam- tök kennara, foreldra, skólastjóra og nemenda mótmælt harðlega áform- um um niðurskurð í menntamálum. Ólafur sagðist hafa skilning á þessum mótmælum, en hann telur jafnframt að dregin sé upp allt of dökk mynd af því sem er framundan í skólamálum. „Þaö er ekki á döfinni að hætta kennslu 6 ára bama, að minnka kennslu í íslensku, að hætta kennslu í ákveðnum tungumálum og að leggja niður 200 kennarastöður. Þannig hafa kennarasamtökin og fleiri aðilar lagt þetta mál fyrir. Það er bara ekkert svona sem er á döfinni. Það sem mun gerast er að það mun draga úr kennslu og ég hef látið liggja að því að það verði tveir tímar hjá eldri bekkj- unum, 4.-10. bekk í grunnskóla. Það segir sig sjálft að það minnkar þá aukavinna hjá einhverjum kennur- um. Ég sé ekki að það þýði einhveijar fjöldauppsagnir hjá kennurum. Svokölluðum aukastundum, sem skólamir hafa, verður fækkað. Ég býst við því að þær hafi alls staðar verið notaðar. Það hefur verið í valdi skól- anna hvar þeir bæta við. Sums staðar hefur það verið íslenskan, annars staðar eitthvað annað. Auðvitað er það vont að þurfa að draga úr þessu, en það er ekki eins og himinn og jörð séu að farast Það er ekki verið að hverfa aftur til 19. aldarinnar með þessum tillögum eins og sumir hafa látið að liggja. Á síðustu 15-20 árum hefur orðið gífurleg aukning á öllu skóla- starfi. Skólaárið hefur lengst og skóla- skyldan sömuleiðis. Við stöðvum nú þessa þróun um sinn og ég viðurkenni að það er skref aftur á bak,“ sagði Ólaf- ur að lokum. -EÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.