Tíminn - 05.02.1992, Page 2

Tíminn - 05.02.1992, Page 2
2 Tíminn Miðvikudagur 5. febrúar 1992 Magnús Guðjónsson, bóndi í Hrútsholti í Eyjahrepp, segir fáa taka hugmynd sinni vel um að byggja sláturhús í sveitinni, en hann ætlar samt að skoða hugmyndina áfram: Bóndi ihugar aö byggja sláturiiús Svo kann að fara að reist verði stórgripasláturhús á Vesturlandi í eigu bænda. Það er Magnús Guðjónsson, bóndi í Hrútsholti í Eyja- hrepp, sem hefur verið að skoða þennan möguleika. Magnús sagði í samtali við Tímann að enn sem komið væri hefði ekkert komið fram, sem útiloki það að hann ráðist í byggingu sláturhúss. Hann sagði hins vegar að fáir tækju hugmynd sinni vel. Magnús sagði að reglur, sem gilda um starfsemi sláturhúsa, væru alls ekki það strangar að þær útilokuðu rekstur lítils sláturhúss í sveit. Hann sagðist þurfa að leggja teikn- ingar að sláturhúsi fyrir yfirdýra- lækni og landbúnaðarráðuneytið. Hann sagðist líta svo á að ef þessir aðilar samþykkja teikningarnar, séu þeir búnir að veita sér leyfi til aö byggja og reka sláturhús. Magnús sagðist þegar hafa rætt við yfirdýra- lækni og fulltrúa ráðuneytisins og í þeim samtölum hefði ekkert komið fram, sem útilokaði að þessari hug- mynd yrði hrint í framkvæmd. Magnús sagði að fáir hefðu tekið hugmynd sinni vel. Hann sagðist þegar hafa fengið þau svör frá stjórnendum Stofnlánadeildar land- búnaðarins að ekki kæmi til greina að veita lán til byggingar sláturhúss. Magnús sagðist ætla að halda áfram að skoða þetta mál, þrátt fyrir þessi neikvæðu viðbrögð. Hann sagðist eiga eftir að skoða betur rekstrar- grundvöll fyrir sláturhúsið, en við fyrstu skoðun virtist sem rekstur myndi skila jákvæðri niðurstöðu. Þetta þyrfti hins vegar að skoða bet- ur. Magnús er þegar búinn að móta sér ákveðnar skoðanir um rekstur slát- urhússins. Hann sagði að það kjöt, sem húsið myndi senda frá sér, yrði að vera hágæðavara. Sláturhúsið myndi t.d. ekki taka við gripum nema þeir séu full 200 kíló. Það kæmi að vísu til greina að bændur fengju að slátra hálfvöxnum kálfum eða horuðum gripum, en þeir yrðu þá sjálfir að sjá um að selja þá. Við- skiptavinir sláturhússins yrðu að geta treyst gæðum kjötsins og stöð- ugri framleiðslu. Magnús í Hrútsholti býr með 24 kýr, auk þess sem hann elur slatta af kálfum til slátrunar. Hann sagðist að sjálfsögðu koma til með að slátra sínum gripum í sláturhúsinu, en meginhluti þeirra nautgripa, sem í því yrði slátrað, myndu koma ffá bændum á Vesturlandi. Magnús sagði að auk þess væri ekki útilokað að sauðfé yrði slátrað í húsinu. Magnús tók fram að enn sem kom- ið er væri hér um að ræða hugmynd og hugsanlegt væri að henni yrði aldrei hrint í framkvæmd. Hann sagðist hins vegar vera ákveðinn í að skoða hugmyndina nánar. -EÓ Ný sljóm Varðbergs Jón Kristinn Snæhólm var kjör- kosin Kristinn Halldórsson, inn formaöur Varðbergs, félags Margrét Haraldsdóttir, Hlynur ungra áhugamanna um vestræna Halldórsson, Steindór Karvels- samvinnu, á aöalfundi félagsins son, Þórður Þórarinsson, BeUnda fyrir skömmu. Fráfarandi for- Theriault, Anna Kristinsdóttir og maður er Þórður Ingvi Guð- Valgerður Halldórsdóttir. mundsson. Aðrir í aðalstjóm voru Yelferð á varanlegum grunni sgggr tryggingamálaráðherra, Sighvats Björgvinssonar á Norðurlandi. Siglufjörður - miðvikudaginn 5. febrúar. Viðtöl fyrir almenning á bæjarskrifstofunni kl. 9-12. Tímapantanir hjá bæjarstjóra í síma 71700. Fundur í Borgarkaffi kl. 20.30. Sauðárkrókur - fimmudaginn 6. febrúar. Viðtöl fyrir almenning á bæjarskrifstofunni kl. 9-12. Tímapantanir hjá bæjarstjóra í síma 35133. Opinn fundur í Safnahúsinu kl. 20.30. Akureyri - miðvikudaginn 12. febrúar. Viðtöl fyrir almenning á bæjarskrifstofunni kl. 9-12. Tímapantanir hjá bæjarstjóra í síma 21000. Opinn fundur í Alþýðuhúsinu kl. 20.30. Húsavík - Fimmtudaginn 13. febrúar. Viðtöl fyrir almenning á bæjarskrifstofunni kl. 9-12. Tímapantanir hjá bæjarstjóra í síma 41222. Fundur á Hótel Húsavík kl. 20.30. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Guðríður Jóhannesdóttir. Konur hafa tekið völdin í Óperunni Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperu- söngkona hefur verið ráðin óperu- stjóri íslensku óperunnar. Jafn- framt hefur Guðríður Jóhannes- dóttir Iögfræðingur verið ráðin framkvæmdastjóri Óperunnar. Ólöf Kolbrún tekur við starfi óperu- stjóra af Garðari Cortes, sem verið hefur óperustjóri frá því Óperan tók til starfa árið 1982. Garðar hefur verið ráðinn óperustjóri við óperuna í Gautaborg í Svíþjóð. Ólöf Kolþrún hefur tekið virkan þátt í starfi ís- lensku óperunnar frá upphafi og tekið þátt í allflestum uppfærslum hennar. Hún hefur auk þess verið kennari við Söngskólann í Reykja- vík. Ólöf Kolbrún tekur við starfinu í mars. Guðríður Jóhannesdóttir hefur ver- ið ráðin nýr framkvæmdastjóri ís- lensku óperunnar í stað Jóns Gunn- ars Björnssonar. Guðríður er lög- fræðingur að mennt, en hefur einn- ig stundað nám í rekstrar- og viðskiptafræði um eins og hálfs árs skeið á vegum Endurmenntunar- nefndar Háskólans. Guðríður hefur starfað hjá Ríkisbókhaldi, í tölvu- deild Kristjáns Ó. Skagfjörð og hjá Fjárfestingarfélagi íslands. í íslensku óperunni er nú unnið við æfingar á Otello eftir Verdi og verð- ur frumsýnt 9. febrúar. -EÓ Bílum fjölgað en ekki fækkað hjá VÍS, segir framkvæmdastjórinn. Gísli í Skandia: Viðtökurnar fram úr öllum vonum Varla verður annað sagt en að hljóðið í forystumönnum bilatrygg- ingafélaganna, jafnt þeirra gamalgrónu sem þess nýja, komi skemmtilega á óvart á þessum síðustu og verstu barlóms- og sam- dráttartímum. Þrátt fyrir nýja keppinautinn, Skandia ísland, kemur í ljós að bílum tryggðum hjá VÍS hefur fjölgað nokkuð, en ekki fækkað. Og forstjóri Sjóvár-Almennra segir hiutfallslega litla fækk- un á bflum í tryggingu hjá þeim. Samtals hafa þessi tvö félög verið með um 80% allra bflatrygginga í landinu. Framkvæmdastjóri nýja samkeppnisaðilans, Skandia ísland, segist samt alls ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum með viðtökurnar. „Þvert á móti. Mér finnst viðtök- ur þær, sem við höfum fengið, hafa farið fram úr öllum vonum," sagði Gísli Örn Lárusson, forstjóri Skandia. „Menn, sem vilja áætla að okkur hafi mistekist, verða þá fýrst að átta sig á því hvaða markmið við settum okkur. í áætlunum okkar fyrir 1992 reiknuðum við með um 3 þúsund bílum á árinu. Og nú á fyrsta mánuðinum erum við búin að ná meira en helmingn- um, eða hátt í 2/3, af því mark- miði. Við erum komin með vel á 2. þúsund bíla,“ sagði Gísli Örn. Hann bendir á að tölur hinna fé- laganna um fjölda uppsagna, sem þeim hafi borist frá Skandia, segi ekki nema hluta sögunnar. Þess utan segi hópar manna upp trygg- ingum sínum sjálfir. Hvert þeir fara með þær viti enginn, að svo komnu máli. Enda hafi þeir allan febrúarmánuð til þess að bera saman verð og gera upp við sig hvar þeir ætla að tryggja næsta tímabil. Eins og kunnugt er, eru það í kringum 40% bifreiðaeigenda sem byrja nýtt tryggingarár þann 1. mars. Vilji þeir þá skipta um trygg- ingafélag, eða a.m.k. hafa opinn möguleika til þess, þurfi að til- kynna um uppsögn nú fyrir 1. febrúar. Axel Gíslason, forstjóri VÍS, segir að félaginu hafi borist uppsagnir frá Skandia vegna rétt liðlega 100 bíla. Þegar heildartölur séu athug- aðar, komi í Ijós að nokkur hundr- uð bílar bætist við í tryggingu hjá VÍS umfram fjölda þeirra, sem sagt var upp, þ.e. bílar sem VÍS fái frá öðrum félögum. Axel segir ávallt eiga sér stað einhverja hreyfingu til og frá milli félaganna. Miðað við fjölda bíla í landinu sé hún þó hlutfallslega lítil. VÍS er með um 41% markaðarins, eða í kringum 56 þúsund ökutæki í tryggingu. Ólafur B. Thors, forstjóri Sjóvár- Almennra, sagðist ekki hafa ná- kvæmar tölur. „Mér sýnist að upp- sagnir, sem koma frá öðrum félög- um, séu í kringum 800 talsins, eða innan við 2% þeirra bíla sem eru tryggðir hjá okkur. Þar af eru upp- sagnir, sem við fáum frá Skandia, á bilinu 400 til 450.“ Síðan segir Ól- afur alltaf vera einhver hópur fólks sem segir sjálft upp tryggingum sínum, eins og jafnan eigi sér stað. Það fólk verði þó kannski að stór- um hluta áfram í viðskiptum við Sjóvá, auk þess sem nýir viðskipta- vinir geti komið inn frá öðrum tryggingafélögum. í kringum 50 þúsund bílar hafa verið í tryggingu hjá Sjóvá. - HEI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.