Tíminn - 05.02.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 5. febrúar 1992
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYHDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Tíminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrlmsson
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gfslason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Simi: 686300.
Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsímar: Áskríft og dreifing 686300,
ritstjórn, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verð I lausasölu kr. 110,-
Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Mikilvægt skref
á langri leið
A sameiginlegum fundi sjávarútvegs- og umhverf-
isráðherra Norðurlanda í síðustu viku var lagður
grunnur að sameiginlegri afstöðu Norðurland-
anna til tillögu Nýsjálendinga um 10 ára hvalveiði-
bann. Einnig var undirbúinn sameiginlegur mál-
flutningur Norðurlandanna um hvalveiðimál á
væntanlegri umhverfisráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna í Brasilíu.
Þetta eru góð tíðindi og þáttaskil í umræðu um
þessi mál á norrænum vettvangi. Það vekur sér-
staka athygli varðandi þessa samráðsfundi að þeir
eru haldnir að frumkvæði Umhverfisnefndar
Norðurlandaráðs. Þannig getur ráðið gegnt veiga-
miklu hlutverki í erfiðum málum sem upp koma.
Til þessa hefur verið nokkur munur á afstöðu
íslendinga, Dana og Norðmanna annars vegar og
Svía og Finna hins vegar til nýtingar sjávarspen-
dýra. Nú hefur hins vegar sú breyting orðið á af-
stöðu Finna og Svía að þeir líta á sjávarspendýr
sem endurnýjanlega auðlind sem nýta eigi að und-
angengnum vísindalegum rannsóknum.
Þó að langur vegur sé frá því að þessi mál séu í
höfn, er þessi stefnubreyting afar mikilvæg. Sam-
eiginleg afstaða Norðurlanda varðandi þessi mál á
umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna gjör-
breytir aðstöðu okkar til málflutnings á þeim vett-
vangi og gefur honum meiri þunga.
Annar þáttur þessa máls er stofnun sjávarspen-
dýraráðs þjóðanna við Norður-Atlantshaf, íslands,
Færeyja, Noregs og Grænlands, en undirbúningur
þess er nú kominn á fulla ferð. Stofnun þessa ráðs
er afar brýn ef takast á að tryggja verndun og sam-
eiginlega nýtingu sjávarspendýra á því hafsvæði
sem milli þessara landa liggur.
Hvalamálið" svokallaða er eitt af erfiðustu og
viðkvæmustu milliríkjamálum sem íslendingar
hafa átt við. Erfiðast viðureignar er að það er ekki
rekið á rökum, heldur tilfinningum.
Ekki hefur alltaf blásið byrlega fyrir íslendinga
í þessu máli, en Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi
sjávarútvegsráðherra, hafði það móttó að gefast
ekki upp þótt oft væri sterkur vindur í fangið. Það
kom í hans hlut að hafa forystu í baráttunni, en
margir ágætir samstarfsmenn komu þar einnig
við sögu. Þessir menn misstu ekki sjónar af kjarn-
anum í þessu máli sem er sá að hér er um endur-
nýjanlega auðlind að ræða sem við höfum sem
þjóð rétt til að nýta. Þessi þrautseigja er nú farin
að skila sér því að sömu stefnu hefur verið fylgt
eftir stjórnarskiptin.
Nú liggur fyrir að vinna sig áfram skref fyrir
skref, skapa samstöðu með öðrum þjóðum á norð-
urhveli um þessa sameiginlegu hagsmuni. Mikil-
vægt er að þjóðarsamstaða haldist áfram um þetta
mál.
Því aðeins vinnst sigur að lokum, en stefnu-
breyting Svía og Finna er eitt skref á langri leið.
Sá, sem tók peninga fyrir að
vinna í íþróttum áður fyrr, var úr-
skurðaður óbótamaður og dæmd-
ur úr keppni, þótt allir vissu að
keppnisíþróttir á stóra planinu eru
fyrst og síðast gróðabrall. Spum-
ingin er aðeins hvernig á að skipta
og hver á að fá.
Nú er það lyfjanotkunin sem
ýmist gerir menn að afreksmönn-
um eða dæmir af þeim affekin,
þótt venjulegu fólki sýnist það
gilda einu hvort menn verða hæfir
til íþróttaiðkana af að þamba lýsi
og éta hrútspunga eða éta steralyf
og auka hormónavirkni.
Fyrirmyndir?
Vísindalegur úrskurður um sek-
úndubrot eða yfirvegaður dómsúr-
skurður um hvort leyfilegt sé að
framlengja handboltaleik tvisvar
sinnum og hvoru Iiðinu það sé f vil
kemur heilbrigðri sál í hraustum
líkama ekkert við.
fþróttaauðvaldið notar fjölmiðl-
ana eins og það eigi þá með húð og
hári. Þeir búa til stjömur, goð og
dýrlinga, sem hampað er og hoss-
að f tíma og ótíma, og segja að
þetta fólk eigi að vera fyrirmynd
allra ungmenna í hvívetna.
Svo eru þetta stundum upp-
Skinhelgi
keppninnar
Hárfínar mælingar á hlandi úr
Hjalta Árnasyni þar sem karl-
mennskuhormón er fulllangt fyrir
ofan meðallag verða til þess að
hann er settur í keppnisbann,
sviptur heimsmeistaratitlinum í
kraftlyftingum og gert að skila
gullpeningi sem hann hlaut fyrir
afrek sín.
Lyfjapróf þetta þykir sanna
að Hjalti hafi tekið inn stera-
lyf til að auka sér krafta og
karlmennsku, og þótt hann
hafi sýnt og sannað að hann
var sterkastur keppinautanna, fær
hann ekki að njóta sigurlaunanna,
þar sem ekki er sama með hvaða
hætti kraftarnir em fengnir.
Hjalti Úrsus er ekki einn á báti,
því óteljandi eru þeir afreksmenn
sem staðnir hafa verið að lyfjatöku
fyrir keppni til að ná hámarksár-
angri.
Grunur leikur á að fjöldi meist-
ara í mörgum greinum hafi í gegn-
um tíðina notið lyfjagjafa og eigi
þeim að þakka frægð og frama.
Dýrmætir
kunnáttumenn
Lífseigar eru sögusagnir um að
best launuðu garparnir í íþrótta-
heiminum séu þeir kunnáttu-
menn, sem gefa afreksskammta af
lyfjum án þess að þeir mælist við
prófanir.
Sé einhver fótur fyrir þessu, má
gera ráð fyrir að margar dáðustu
íþróttastjörnurnar séu eins konar
gervifólk, sem gengur fyrir kröft-
ugu eldsneyti sem vísindin leggja
til.
Heilbrigð sál í hraustum líkama
voru eitt sinn gild einkunnarorð,
þegar mannrækt var takmark í
sjálfu sér.
Nú er æðsta takmark íþrótta að
vinna afrek eða láta vinna afrek, og
er öllum gildum við snúið þegar
keppnisíþróttir eru annars vegar.
Að sigast á andstæðingi er tak-
markið sem helgar öll meðöl, og
röðun í gæðaflokka er tilgangur
íþróttahreyfinga.
Ómanneskjulegar æfingar og af-
skræming líkamans og einbeiting
sálarkraftanna að því eina marki að
vera betri en allir hinir er það sem
gefur frægð og auð.
Faldar skuggahliðar
Ólympíuhugsjónin birtist með-
al annars í meira og minna farlama
konum með ónýt liðbönd og liða-
mót, sem eitt sinn voru dáðir
meistarar fimleikanna. Litlar telp-
ur og „efnilegar" eru mótaðar af
þjálfurum til að vinna fyrir ætt-
jörðina á alþjóðamótum. Litlu
gladíatorarnir eru ekki annað en
vélræn verkfæri þar til hjólastóll-
inn verður athvarf þeirra, en við-
bjóðslegir þjóðrembingar státa af
stigatöflum frægðarferilsins.
Skuggahliðar keppnisíþróttanna
eru yfirleitt vel faldar, en þeim
mun meira er látið með sigra og
frægð, svo ekki sé talað um ríki-
dæmi.
Gífurlegar fjárfúlgur renna um
greipar þeirra, sem keppnisíþrótt-
um stjórna. íþróttir eru svo sann-
arlega „big business" og undir-
staða fjármálavelda.
Upphæðir, sem afreksfólk eða
fylltir eiturkroppar fá fyrir sprell
sitt, gefa svolitla vísbendingu um
hvílíkur fjármokstur íþróttir geta
verið.
Goðgá
Tvískinnungur gagnvart íþrótt-
um er hnattlægur. Einu sinni þótti
mikil goðgá að hleypa svokölluð-
um atvinnumönnum í heiðarlega
keppni.
Bísperrtar og kjánalegar ólymp-
íunefndir úrskurðuðu út og suður
um hverjir voru atvinnumenn og
hverjir ekki, og voru mönnum
dæmd verðlaun og dæmd af þeim
verðlaun með tilliti til hvort þeir
tóku peninga fyrir íþróttir sínar,
en aðallega þó með hvaða hætti
greiðslan fór fram. Nú fá allir borg-
að fyrir ólympíupeninga og margir
mikið.
Nú á dögum sperra svipuð
kjánaprik sig eins og hanar á haug
og þrugla um gildi íþrótta og úr-
skurða hvort of mikið sé af þessari
eða hinni sortinni af lyfjum í afrek-
skroppunum.
pumpaðar eiturætur, ekki aðeins í
keppni, heldur jafnvel vesælir fíkl-
ar í frístundum sínum og engu
skárri en fótboltabullurnar, sem
iðka sínar íþróttir með sérstökum
hætti og teljast ekki til tíðinda fyrr
en fjöldamorð hafa verið framin á
þeirra keppnisvöllum.
Keppnisíþróttir á nær öllum
sviðum snúast upp í and-
hverfu hugsjónarinnar um
hrausta sál í hraustum lík-
ama.
Mannrækt er forsmáð, en
ræktun afreka er það sem allt snýst
um og allt er lagt í sölumar fyrir.
Besta
afmælisgjöfín
Ekki hefur alveg tekist að drepa
niður hugmyndina um heilbrigða
sál og hraustan líkama og tengja
það íþróttaiðkunum með ofstækis-
fullri keppnisdýrkun og þjálfun
vélmenna.
ÍSÍ gaf sjálfu sér bestu afmælis-
gjöf, sem hugsast getur, nýlega.
Það er að taka almenningsíþróttir
upp á sína arma, gera alla að þátt-
takendum í íþóttaiðkun með það
sama að markmiði og ungmenna-
félagarnir á morgni aldarinnar: að
hlúa að mannrækt og byggja upp
heilbrigða sál í hraustum líkama.
Guð láti gott á vita.
Sjálfsagt finnst mörgum að
Hjalti Árnason hafi varpað skugga
á íþróttarembuna, þegar úrskurð-
urinn um lyfjaprófið féll. En það er
óþarfi að álasa honum fyrir þann
tvískinnung, sem gildir í öllum
greinum keppnisíþrótta. Hann
byggði upp krafta sína og þol með
þeim ráðum sem best gefast, og
hann sýndi að hann er fremstur
meðal kraftlyftingamanna.
Hjalti er leiksoppur skinhelg-
innar sem ríkir í heimi keppninn-
ar. Það er ekki sama hvort maður
er svona sterkur eða hinsegin
sterkur eða fljótur að hlaupa. Leik-
reglurnar eru honum ekki í hag.
Að minnsta kosti ekki þær regl-
ur sem gilda í dag. En þær geta
orðið breyttar á morgun, og þá
heldur Úrsus fullum styrk.
Að vera eða ekki vera..., þið skilj-