Tíminn - 05.02.1992, Síða 5

Tíminn - 05.02.1992, Síða 5
Miðvikudagur 5. febrúar 1992 Tíminn 5 Ríkisskip og einkavæðingin Þegar núverandi ríkisstjóm tók við völdum, lýsti hún því yfír að stefnt yrði að einkavæðingu ýmissa ríkisfyrirtækja og síðla sum- ars kom fram í blaðaviðtölum að til stæði að selja Ríkisskip, jafn- vel leggja fyrirtækið niður. Hafi það verið ætlun ríkisstjómar- innar að selja fyrirtækið, verður að segjast að þær aðferðir, sem notaðar hafa verið, eru ærið nýstárlegar. Mjög skilvíslega hefúr af hálfu ráð- herra verið tíundað hve reksturinn gangi illa, hve mikið þurfi að borga með honum og hve þungur baggi hann sé eigendunum. Lögð hefúr verið áhersla á að siglingar til Fær- eyja séu baggi á rekstri félagsins, en stjómendur þess hafa sýnt fram á að einmitt þessar siglingar hafa skilað félaginu töluverðri framlegð. Þannig hafa eigendur félagsins dregið fram allt það sem neikvætt getur talist í rekstri þess, en hinu hefur ekki verið haldið á lofti hvaða hlutverki félagið hefúr gegnt í strandsiglingum hér við land og hvað þjóðin hefur í raun fengið til baka í formi þjónustu, öryggis og á annan hátt fyrir þá fjármuni sem gengið hafa til reksturs Ríkisskipa. Samgönguráðherra ákvað í sept- ember að félagið hætti siglingum til Færeyja um áramótin og jafnframt að einu af þrem skipum félagsins yrði lagL Með þessari ákvörðun má segja að eigendur hafi skaðað félag- ið, jafnvel rýrt verðgildi eigna þess og þá viðskiptavild sem ótvírætt var í félaginu. Það var því einkennileg staða sem komin var upp sl. haust þegar starfsmenn félagsins hófú viðræður við samgönguráðherra um kaup á félaginu. Undirbúningsfélag stofnað í byriun nóvember gengu fúlltrúar á fund ráðherra og Iýstu vilja sínum til að kaupa félagið og eignir þess í þeim tilgangi að halda rekstrinum áfram. Jafnframt fóru þeir þess á leit að félagið fengi að „vera í friði", þ.e. að ekki yrðu lagðar af neinar sigl- ingaleiðir og viðskiptavild félagsins þannig varðveitt þar til fyrir lægi hvort þessi tilraun starfsmannanna næði fram að ganga. Starfsmenn telja sig hafa fengið góð orð um að þetta gæti orðið, þó reyndin hafi orðið á annan veg. Þann 20. nóvember sl. var kosin undirbúningsnefnd um að kaupa rekstur og eignir Skipaútgerðar rík- isins og stofna nýtt hlutafélag um þessa starfsemi. Að félaginu stóðu flestir starfsmenn Ríkisskipa, fúll- trúi úr röðum Félags fsl. stórkaup- manna og fjöldi einstaklinga með atvinnurekstur og sveitarfélög um allt land að bakhjarli. Undirbúningsnefndin kaus sér stjóm, sem hóf strax að vinna að málinu og lagði fram tilboð í eignir Ríkisskipa þann 12. desember sl. Ennfremur lagði hún fram tilboð um þjónustusamning, sem miðaði að því að hið nýja félag gæti rækt þær skyldur við landsbyggðina sem Ríkisskip hafa gert nú í rúm 60 ár. Viðræður hefjast Eftir tilboðið 12. desember hófúst hinar eiginlegu samningaviðræður. Það var þó ekki fyrr en laugardaginn 21. desember sem svar barst frá ráð- herra. Ef tryggja hefði átt að málið gengi fljótt og vel fyrir sig, hefði ver- ið heppilegra að fó þetta svar fyrr, þar sem 8 frídagar vom næstu 11 daga og því erfiðara um vik að vinna áfram í málum. Svar ráðherra var þess efnis að hann tæki tilboðinu í eignir, en hafnaði þjónustusamn- ingi. Undirbúningsnefndin svaraði ráð- herra með bréfi 30. desember og staðfesti tilboð sitt frá 12. desember. Nefndin fór fram á það við ráðherra að hann gerði henni grein fyrir hvort og þá hvemig ríkið ætlaði að tryggja þjónustu við landsbyggðina og ítrekaði ennfremur fyrri óskir um að þjónusta Skipaútgerðar rík- isins yrði óbreytt, meðan kannaðar væru leiðir til samkomulags um þessi mál. Þennan sama dag, 30. desember, sendi samgönguráðherra fjölmiðl- um fréttatilkynningu og upplýsti m.a. að dregið yrði vemlega úr starfsemi Ríkisskipa og einu skip- anna lagt. Jafnframt kemur fram í fréttatilkynningunni að hann vilji láta á það reyna til þrautar hvort samningar takist við undirbúnings- nefndina um kaup á eignum Ríkis- skipa og að hann muni ekki hefja formlegar viðræður við aðra á með- an þær viðræður standa yfir, hvorki um kaup á eignum né rekstri Ríkis- skipa. Benedikt Jóhannesson, formaður stjómar Ríkisskipa, svaraði bréfi undirbúningsnefndarinnar með bréfi 2. janúar 1992. í bréfi hans ■»... kemur m.a. fram að ekki hafi verið tekin ákvörðun um styrk ríkisins til einstakra byggðarlaga vegna flutn- inga, en slá megi því föstu að ein- ungis verði um styrk til örfárra fó- mennra byggðarlaga að ræða og óvíst hvemig þau muni verja þeim styrk. Þá ítrekar Benedikt að kaup- verð eigna Ríkisskipa verði í sam- ræmi við tilboð undirbúnings- nefhdarinnar frá 12. desember, en skilyrði ríkisins sé að hið nýja félag hafi traustan fjárhag og leggi fram „trúverðugar rekstraráætlanir". Undirbúningsnefndinni fennst hins vegar ekki rétt að veita ráðherra eða umboðsmönnum hans aðgang að rekstraráætlunum, enda þær trún- aðarmál innan nefndarinnar. Ef mál hefðu hins vegar svo skipast, hefði ráðherra getað fengið umsögn við- skiptabanka um „trúverðugleika" væntanlegs hlutafélags og áætlana þess. í framhaldi af bréfi Benedikts sendi undirbúningsnefndin honum bréf 5. janúar og bað um nánari skýring- ar á hvemig stjómvöld ætluðu að greiða fyrir flutningaþjónustu á landsbyggðinni. Þessu bréfi svaraði samgönguráð- herra sjálfur 6. janúar og segir nú að ekki sé gert ráð fyrir opinberum framlögum til strandsiglinga né til flutningaþjónustu við einstök byggðarlög. Málið tekur nýja stefnu Þann 13. janúar sendi undirbún- ingsnefndin enn bréf til ráðherra og benti á að ráðherra hafi, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar, hafið viðræður við fleiri aðila um sölu eigna Ríkisskipa og einnig gert þær breytingar á rekstri Ríkisskipa að staða félagsins hafi til muna veikst og eignir þess rýmað. Þar með sé komin upp önn- ur staða í málinu og því nauðsynlegt fyrir undirbúningsnefndina að fó frekara svigrúm til að gera nýtt til- boð. Nefndin fór fram á tvær vikur og myndi hún eigi síðar en að þeim tíma liðnum Ieggja fram tilboð og setja ábyrgðir fyrir greiðslum. í bréfi ráðherra 14. janúar var um- beðnum fresti undirbúningsnefnd- arinnar hafriað, enda „óhjákvæmi- legt að taka þegar í stað upp viðræð- ur við Samskip hf. um hugsanleg kaup þeirra á m/s Esju og e.t.v. fleiri skipum Skipaútgerðar ríkisins." Þar með hafði ráðherra í raun slitið við- ræðum við undirbúningsnefndina. Af öllu þessu máli má vera ljóst að áhugi ráðherrans á að Ríkisskip væm rekin áfram sem sjálfstætt hlutafélag var ekki fyrir hendi. Á sama tíma og samgönguráðherra talaði vinsamlega til starfsmanna Ríkisskipa og undirbúningsnefnd- arinnar og fúllvissaði menn um að ekki yrði staðið að samningum um sölu félagsins til annarra á meðan þessir aðilar ynnu að málinu, virðist hann eða fúlltrúar hans hafe átt við- töl eða staðið í samningaviðræðum við a.m.k. Samskip hf., því samning- ar um leigu á m.s. Esju virðast hafa tekist þegar þann 15. jan. Starfsmenn og félagið Eins og rakið hefur verið hér að framan, hefúr þetta mál þróast með afar sérstæðum hætti. Samgöngu- ráðherra gaf í upphafi þess sl. haust starfsmönnum Ríkisskipa fyrirheit um að þeir gætu fengið fyrirtækið keypt. Starfsmönnum flestum og þeim, sem starfað hafa í undirbún- ingsnefndinni, finnst þeir hreinlega hafó verið sviknir um þau fyrirheit. Þó málinu sé ekki lokið formlega enn, þá er nokkuð Ijóst að nærri 100 starfsmenn Ríkisskipa munu missa störf sfn, þó einhverjir muni vænt- anlega fó störf hjá Samskipum. Þeg- ar séð varð að þessar yrðu lyktir málsins, lét ráðherra í ljós vilja sinn til að ríkið greiddi fyrir kaupum starfsmanna Ríkisskipa til kaupa á hlutabréfum í Samskipum hf. Starfsmenn Ríkisskipa hafa, ekkert síður en aðrir, skilning á að spam- aður í ríkisrekstri er nauðsynlegur. Það fer hins vegar ekki framhjá þeim að nú, þegar rekstur þess fyrir- tælds sem þeir hafa þjónað, sumir í áratugi, er lagður niður, virðist það ekki gert með þeim hætti að eigand- inn hafi sem minnstan kostnað af því. Allt gerist þetta mjög snöggt og án sérstaks undirbúnings, a.m.k. ekki sýnilegs. Starfsliðið þarf vænt- anlega ekki að vinna í uppsagnar- fresti og fer á allt að eins árs bið- laun. Þetta virðist einfaldlega ekki skipta hinu minnsta máli. FVrirtækið Ríkisskip er nú bútað niður, eignir þess eru leigðar eða seldar. Viðskiptavild, sem fullyrða má að hafi verið nokkurs virði, er nánast varpað fyrir róða og fellur nú öðrum í skaut, endurgjaldslaust Við þetta má svo bæta að með því að fella niður siglingar Ríkisskipa falla stjómvöld frá skyldum sínum við fjölmörg byggðarlög víða um land, atvinnurekstur og einstak- linga. Lokaorð Starfi undirbúningsnefndarinnar um kaup á eignum Skipaútgerðar ríkisins er nú lokið. Félaginu mis- tókst ætlun sín að kaupa og halda áfram rekstri Ríkisskipa og hefur framgangi þess máls verið lýst nokkuð hér að framan. Félagið leitaði eftir samningi við stjómvöld um flutningaþjónustu við ýmsa smærri og afskekktari staði landsins, en stjómvöld höfn- uðu gerð slíks samnings, þar sem ekki er gert ráð fyrir að slík þjónusta verði styrkt af almannafé. ítrekað hefur verið haldið fram af ráðuneyt- inu, og því miður leiðarljós þess, að ekki væri pláss fyrir þrjá aðila á þessum markaði. En ef menn skoða nú stöðu mála, má sjá að jafnmörg skip verða eftir sem áður á ferð kringum landið, en með færri við- komustöðum og minni viðkomu- tíðni. Þetta mál kemur beint við hags- muni margra aðila víða um land og því má treysta að vel verður fylgst með framvindu þess af enn fleirum. Þó Ríkisskip heyri brátt sögunni til, er enn þörf fyrir þá þjónustu sem fé- lagið veitti, og það er enn skylda stjómvalda að tryggja að allir íbúar þessa lands njóti á viðráðanlegum kjömm ákveðinnar lágmarksflutn- ingaþjónustu. Undirbúningsnefnd um stofhun almenningshluta- félags um strandferöir. Ræða Guðmundar L. Friðfinnssonar rithöfundar, er hann tók við Davíðspennanum, sem veittur er af Félagi íslenskra rithöfunda: Hverjum manni hollt að minnast uppruna síns Ég þakka þá vinsemd, sem ég hef mætt hér og þau hlýlegu orð, sem falliö hafa í minn garð, en alveg þó sérstaklega þá glæsilegu viðurkenn- ingu, sem mér hefur verið veitt hér í dag. Ei aö síður er ekki laust við að sá 86 ára gamli bóndi, sem hér stendur, kenni nokkurrar feimni að veita viðtöku kjörgrip úr eðalmálmi, sem bundinn er nafni þjóðskáldsins og heimsborgarans Davíðs Stefáns- sonar. Ekki er þetta þó vegna þess að ég er bóndi. Yfir þeirri nafngift hefur frá öndveröu svifið ilmur af sumri og bjarmi af heiðríkju. En Davíð Stef- ánsson var svo ástsælt skáld að mælt er að hreinar meyjar svæfu með Ijóð hans undir koddahorninu. En án þess að í því felist nokkur kvörtun, hafa ekki borist spumir af því að kvennablómi þessa lands hafi lúrt með bókarkorn eftir Egilsárbónda undir kodda; vona ég þó að þær hafi blundað vært og notið ljúfra drauma. Þótt Davíð Stefánsson væri heims- borgari var hann þó jafnframt sveita- maðurinn og bóndasonurinn frá Fagraskógi. Og við átthagana var hugur hans alla tíð mjög bundinn. í hjarta sínu var hann Islendingurinn Davíð frá Fagraskógi, hvar sem fór. Þannig held ég að hverjum manni sé hollt að minnast uppruna síns, minnast tengslanna við fortíð — við land og haf, borg og landsbyggð. Allt er þetta hluti af okkur sjálfum og við af því. Að sjálfsögðu er eðlilegt að við höfum borgir, bæi og þéttbýlis- kjama. En við þurfum einnig, og ekki síður, blómlegar byggðir með gróandi atvinnulíf til sjávar og sveita og ber nokkuð á sig að leggja að svo megi verða, því án landsbyggðar og án heilbrigðs samstarfs allra lands- ins barna á jafnréttisgrundvelli er í raun ekkert ísland. Því er það allar stundir ósk mín og von að við sundr- umst aldrei né klofnum í tvær þjóðir og berum gæfu til að vera ein sam- stillt þjóð í eigin landi. Þá trúi ég að rætast muni orð skáldsins: „Sú kemur tíð að sárin foldargróa, sveitimar fyllast, akrar hylja móa. Brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex í lundum nýrra skóga. “ Ég endurtek þakkir mínar og óska öllum í byggð og borg biessunar í nútíð og framtíð. Vithjátmur Hjálmarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, afhendir Guðmundi L. Friöfinnssyni Davíöspennann. Viöurkenningunni fylgir einnig nokkur fjárupphæð. Tfmamynd: Árni Bjarna

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.