Tíminn - 05.02.1992, Qupperneq 6
6 Tíminn
Miðvikudagur 5. febrúar 1992
Kynþáttahatari í Svíþjóð veldur miklu uppnámi með skottilræðum við fólk á götum úti:
Skotið á menn af
eriendum uppmna
Frá Inga V. Jónassynl, fréttarltara
Tfmans I Svfþjóð:
Á annað hundrað lögreglumanna í
Stokkhólmi vinna nú að rannsókn
skottilræða sem ellefu menn af
suðrænum uppruna hafa orðið fyrir
á síðustu 6 mánuðum í Stokkhólmi
og Uppsölum.
Þann 3. ágúst sl. varð eþíópískur
námsmaður fyrir skoti á götu úti í
Stokkhólmi. Hann var sá fyrsti af
fímm fóraalömbum sk. lazer-
manns. Tilræðismaður þessi hefur
ekki náðst og lögreglan hefur engar
vísbendingar um hver hann gæti
verið, aðrar en ófullkomna lýsingu
tveggj'a vitna á því hveraig hann lít-
ur út.
Nafnið lazer-maðurinn hefur hann
fengið vegna þess vopns sem hann
notar, sem er .22 cal riffill með laz-
er-sigti. Við notkun lazer-sigtis er
lazer-geisli sendur út frá sigtinu og
við það myndast rauður blettur á
þeim fleti sem miðað er á. Fjögur
fyrstu fórnarlömbin sáu öll rauða
ljósdepla á fötum sínum rétt áður en
skotið reið af. Hið fimmta í röðinni,
íranskur námsmaður, lést af völdum
skots í höfuðið þann 8. nóvember.
Eftir það hefur lazer-maðurinn ekki
látið á sér kræla. Þann 22. janúar
síðastliðinn, var chileanskur maður,
sem var í fylgd unnustu sinnar, skot-
inn í höfúðið þar sem hann var á
gangi úti á götu í Uppsölum. Tilræð-
ismaðurinn var grímuklæddur og
vopnaður skammbyssu. Daginn eftir
voru þrír menn af erlendum upp-
runa skotnir í höfuðið í Stokkhólmi
með skammbyssu af grímuklædd-
um manni. Tæpri viku síðar var lík-
lega sami grímuklæddi maðurinn á
ferð og skaut þá tyrkneskan verslun-
armann í höfuðið og einum degi síð-
ar, þann 30. janúar, varð palestínsk-
ur verslunarmaður fyrir barðinu á
þessum illvirkja. Alls eru fórnar-
Íömb hans nú orðin sex að tölu, en
ekkert þeirra hefur látist þó ástand
hinna tveggja síðastnefndu sé talið
mjög alvarlegt. Getgátur eru uppi
um að lazermaðurinn og grímu-
maðurinn séu einn og sami maður-
inn.
Frá Stokkhólmi.
Aðferðirnar eru hinar sömu,
þ.e.a.s. að fórnarlambið hefur í öli
skiptin verið karlmaður af erlendum
uppruna sem er skotinn á almanna
færi. í öllu tilvikum hefur þetta
gerst án nokkurrar viðvörunar og í
níu af alls 11 tilfellum hefur skotinu
verið beint að höfði fórnarlambsins
með þeim augljósa tilgangi að
deyða. Sem fyrr segir vinnur fjöldi
lögreglumanna að rannsókn þessara
mála en án árangurs enn sem komið
er. Það er þó talið liggja ljóst fyrir að
kynþáttahatur liggur að baki ill-
virkjum þessum og að tilræðis-
mennirnir eru ekki fleiri en tveir.
Nú hefur sænska ríkisstjórnin lofað
10 milljónum ísl. kr. fyrir upplýsing-
ar sem kunna að leiða til handtöku
hins seka eða seku.
þýðusambandsins og vinnuveitenda
hittast á sínum fyrsta formlega
samningafundi í þessari lotu. Ýmis
sameiginleg stærri mál skilst Garra
að muni vera á dagskrá, þó sérmál
cinstakra sambanda og félaga muni
áfram verða rædd samhliða. Svo
bcr þó við í upphafi heildarsamn-
inga aðila vinnumaricaðarins að at-
hyglin beinist ekki síður að rikis-
stjórninni heldur en aðilum hins al-
menna vinnumarkaðar. Ástæðan er
sú að Alþýðusambandið hefur lýst
því yfir, að ekki komi til greina að
gera kjarasamninga nema ríkis-
sljómin bakki með eitthvað af þeim
aðgerðum, sem hún hefur boðað og
lögfest í Bandorminum svokallaða.
Þetta hefúr hvað eftir annað komið
fram í viðtölum við Ásmund Stef-
ánsson, forseta ASÍ, bæði hér í
Tfmanum og nú siðast í Morgun-
blaðinu í gær.
ASÍ vill breytingar
Raunar segir ASÍ-forsetinn í
Morgunblaðsviðtalinu að það sé
spuming hvort það muni duga að
ríkisstjómin geri
breytingar á Band-
orminum, þvf inn-
an raða ASÍ séu
ýmsir á þeirri skoð-
un að aðlÖr stjóm-
valda að velferð og hagsmunum al-
mennra launamanna sé svo mlkil
að aUt verði að ganga til baka.
Standi ASÍ við stóru orðln og lypp-
ist ekld niður undan þeirri ábyrgð,
sem í þeim felst, verður ekki annað
séð en að ríkissfjóm Davíðs Odds-
sonar þurfi að setja f bakk-gírinn
mjög fljótlcga.
Það kcmur líka fram í áðuraefndu
Morgunblaðsviðtali við Ásmund
Stefánsson að hann fagnar viövör-
unarorðum Morgunblaðsins í Ieið-
ara um helgina. Það gera raunar
fleiri en Ásmund-
ur, og leiðarahöf-
undur Tímans
gerir því skóna í
gær að skrifin beri
þess vott að vond
samviska sé nú farin að naga aftur-
halds- og niðurrífsöflin í þjóðfclag-
inu. Þegar Morgunblaðið sjálft, ein
af áhrifameiri klíkunum f Sjálf-
stæöisflokknum, er farið að vara
ríkLsstjómina við offorsinu, er
ástæða til að ætla að ríkisstjóm
Davíðs Oddssonar íhugi að réttast
sé að setja f bakk-gfrinn fljótlega.
Kjósendur vilja
breytingar
DV birti skoðanakönnun f vikunni
þar sem í Ijós kom að ríkisstjómin
hefur aldrei átt minna fylgi að fagna
en einmitt nú. Að vísu á þessi rikis-
stjórn ekki ennþá metið í óvinsæld-
um — það á síðasta rildsstjórn —
en það stefnir f met Það, sem gerir
þessar óvinsældlr enn alvariegri, er
að núverandi rikisstjóra á ekki við
að gh'ma þann meirihlutavanda sem
oDi sfðustu ríkisstjóm mikhnn erf-
iðleikum og talsveröum óvinsæld-
um. Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar
er nú í frjálsu falli hvað fylgið varð-
ar, og ætla verður að stjómin reyni
hvað hún getur til að draga úr þvf
falli. í því skyni hlýtur hún að íhuga
að setja í bakk-gírinn fljótlega.
Þjóðfélagslegt
stórsíys?
Hitt er svo annað mál að stjóraar-
stefnan eins og hún leggur sig
byggir á því að menn setji ekki í
bakk-gírínn. Þvert á mótl er það
stefna rítdsstjómarinnar að ana
áfram, vaða yflr velferðaricerfið á
skítugum skónum, helst á fullu
gasi og í fjórða gtr. Það gætí því
reynst erfitt fyrir sjálfsvirðingu
stjómarinnar að snúa við og bakka
með samþykktir sínar. Það er samt
eina leiðin, ef forða á þjóðfélagslegu
stórslysi. Stóra stopp er framund-
an, ef ekkert gerist á vinnumarkaði
og engir samningar nást með friði.
Fjöldaatvinnuleysi blasir við vegna
niðurskurðar og skorts á atvinnu-
málastefnu. Og því má slá fostu að
óvinsældametið verði ömgglega
fallið í næstu skoðanakönnun DV,
ef fram heldur sem horfir. Á cndan-
um situr svo ríkisstjóm Davíðs
Oddssonar ofan á þjóðfélagsrúst-
unum og flokkar það sem fortíðar-
vanda að hafa ddd sett í bakk-gtr-
hm í tæka tfð.
Garri
Caracas — Stjórnvöld í
Venesúela hafa afnumið
stjórnarskrárákvæði um
mannhelgi í bili vegna tilraunar
til að velta Carlos Andres
forseta landsins úr sessi f
hallarbyltingu. Stjórnin greip til
þessara úrræða að því er
virðist til þess að þæla niður
það sem eftir kann að vera af
liði uppreisnaraflanna og
hugsanleg uppþot meðal
almennings. Sögur hafa verið
á kreiki um árásir og rán í
verslunum. Heimildir innan
hersins segja að uppreisnar-
menn hafi gefist upp í höfuð-
borginni. (Washington hefur
Bush forseti fordæmt upreisn-
artilraunina og kveður Banda-
ríkin munu stuðla með öllum
ráðum að lýðræðislegri þróun
hvar sem er í Vesturálfu.
Hong Kong — Tuttugu og
einn vietnamskur flóttamaður í
einangrunarbúðum flótta-
manna í Hong Kong fórst í
gærdag er aðrir íbúar búðanna
kveiktu í skýli þeirra. Hér á
meðal voru fimm börn.
Moskva — Rússnesk dag-
blöð hafa nú að nýju hert
gagnrýni á efnhagsráðstafanir
stjórnvalda. Læknir nokkur lýs-
ir því yfir að minnkandi neysla
eggjahvítuefnaríkrar fæðu
kunni fýrr en varir að leiða til
skelfilegs ástands (heilbrigðis-
málum.
Moskva — Rússar hafa ekki
fjármagn ti! þess að viðhalda
né eyða vopnum í hinu mikla
kjamavopnabúri sinu. Einn
reyndari vopnahönuða þeirra
segir að þetta kunni að leiða til
ósjálfráðra sprenginga og fleiri
stórslysa.
Bonn — Forseti Ukrainu,
Leonid Kravachuk, hefur
fullvissað Þjóðverja um að hið
nýfrjálsa ríki hans vinni í
einlægni að útrýmingu kjarna-
vopna og að allt verði gert til
þess að vísindamenn í landinu
selji þekkingu sína útlending-
um.
Belgrad — Fast er lagt að
leiðtogum Serba í Króatíu að
þeir fallist á friðaráætlanir SÞ
varðandi júgóslavnesk málefni.
Heimildir innan SÞ herma hins
vegar að ekkert bendi til að
samkomulag sé í nánd um
skipan friðargæslu á þessu
svæði.
Gormec, Tyrklandi —
Björgunarsveitir er grafa í
hörðum snjó eftir fólki er kynni
að hafa lifað af snjóflóð í
suðausturhluta Tyrklands um
helgina hafa gefið upp alla
von um að finna lífs einhverja
þeirra 170 manna ertýndust.
Bagdad — frakar segja að
viðskiptabann á landiö eftir
Persaflóastríðið hafi orsaka
dauða um hundrað þúsund
manna, einkum ungra barna.
Belfast — Þrír voru drepnir á
skrifstofu Sinn Fein í Belfast í
gær, en Sinn Fein er stjóm-
málaarmur IRA. Tveir menn,
vopnaöir riffli og skammbyssu,
komust inn á skrifstofuna og
hófu óðara skothríð. Lögregla
hafði átt von á hefndaraðgerð-
um eftir að IRA menn drápu
fimm verkamenn úr hópi
mótmælenda í síðasta mánuði.
Árásin er gerð meðan yfir
stendur heimsókn Mary
Robinson, forseta írlands, til
Belfast.