Tíminn - 05.02.1992, Side 7
Miðvikudagur 5. febrúar 1992
Tíminn 7
Gloria Steinem var oröin útbrunnin og ún/inda eftir tveggja áratuga stranga baráttu fyrir jafnrétti kynj-
anna. Nú ætlar hún aö hugsa meira um sjálfa sig og hefur tekið upp nýja lifnaöarhætti. —_ _
Gloria Steinem
í naflaskoðun
Hún er orðin 57 ára en ber
aldurinn vel enda er hún farin
að taka upp aðra lifnaðarhætti
en áður. Hún er nýbúin að
vera í fríi í Mexíkó, „kannski í
þriðja sinn sem ég hef komist
í burt í vikutíma á 20 árum,
og í fyrsta sinn sem ég hef
ekki verið við síma. Eftir að
útgáfa tímaritsins Ms. hófst
gat ég ekki farið frá, neyðartil-
felli komu stöðugt upp.“ Hún
bætir því við að kannski hafi
hún verið svona treg til að
fara frá vegna þess að upp í
hugann komi að hún hafi ekki
verið stödd í Bandaríkjunum í
nokkra daga 1961 og ekki
hægt að ná í hana í síma þeg-
ar faðir hennar lenti í bflslysi
sem síðar dró hann til dauða.
Innsýn Gloriu Steinem þykir henni
lík, reyndar endurskoðuð útgáfa.
Þessi frægasti femínisti heims, konan
sem var meðal stofnenda Ms. tíma-
ritsins og átti sinn þátt í að breyta
viðhorfum heillar kynslóðar hefur
ákveðið að beina einhverjum hluta
athygli sinnar að sjálfri sér eftir að
hafa varið meira en tveim áratugum í
baráttu fyrir réttindum kvenna um
víða veröld. Þessi lífsháttabreyting
kemur fram í því að draga saman
seglin í ræðuhöldum og annarri út-
breiðslustarfsemi sem hún hefur ver-
ið ódrepandi við, og leyfa sér öðru
hverju að skreppa suður fyrir banda-
rísku landamærin til skemmtunar.
En það sem skiptir meira máli, hún
ætlar að íhuga sitt eigið líf meira en
hún hefur gefið sér tíma til áður. Hún
var áður sannfærð um að líf sem búið
væri að kanna ofan íkjölinn væri ekki
þess virði að lifa því. Nú hefur hún
snúið við blaðinu og hefur ánægju af
að kynnast sjálfri sér, og finnur gildi í
því.
Leitar nú uppi áverka
úr fortíðinni
„Áður hefði mér ekki komið í hug að
minningin um slys föður míns væri
áverki úr fortíðinni," segir hún. „Og
auðvitað fara áhrif þeirrar minningar
að minnka þegar maður fer að hugsa
þannig."
Nú er Gloria búin að gefa út nýja
bók, „Revolution from Within: A
Book of Self-Esteem“ (Bylting að inn-
an: bók um sjálfsmat). Bókin hefur að
geyma blöndu af félagsfræði, popp-
sálfræði, sjálfshjálp og sjálfsafhjúpun
í rabbstíl og er varla í stíl við hina
ómenguðu pólitísku gömlu Steinem,
sem segist nú oft ganga fram af vin-
um sínum með því að segja t.d. „Nú
er ég að æfa jóga". Gagnrýnendur
hafa enn sem komið er látið sér fátt
um bókina finnast. En Steinem segir
bókina ekki merkja að hún hafi snúið
baki við kvennahreyfingunni, heldur
sé hún að hugleiða næsta skref. „Það
er ekki hægt að koma fram út á við án
þess sem inni fyrir býr,“ segir hún.
Þegar Steinem hóf skriftirnar fyrir
fjórum árum var ætlun hennar
reyndar aðeins að veita konum lið —
öðrum konum. „Hugmyndina fékk ég
eftir að hafa verið á ferðalagi árum
saman og hitt konur sem voru gáfað-
ar, kjarkmiklar og fyndnar, en höfðu
bara enga trú á sjálfum sér,“ segir
hún. Fljótlega stækkaði hún sjónar-
homið í skrifunum og tók karla líka
með. En þegar vinur hennar las fyrsta
uppkastið segir hún að vinurinn hafi
sagt „Ég held að þú eigir við vanda að
stríða í sjálfsmati. Þú gleymdir að
taka sjálfa þig með í bókina."
Steinem hafði byrjað að ganga til
sállæknis 1986 og áttaði sig strax á
sannleiksgildi þessara orða. Hún tók
sig til og endurskrifaði bókina með
þau í huga. Meðal þeirra atriða sem
mátti telja galla á sjálfsmatinu var til-
hneiging til að forðast sársauka með
of mikilli vinnu og vangeta til að
finnast mikið til sjálfrar sín koma
nema hún væri að aðstoða aðra. „Ég
var vanrækt sem bam,“ segir hún,
„svo að ég hélt að minni innri heimur
væri óraunverulegri en annarra, og
ég hafði ekki stöðvast til að birgja
mig upp að nýju.“
Hefur gengið sér til
húðar fyrir málstaðinn
Það merkilegasta er að þó að hún
endumýjaði ekki birgðimar hélt hún
áfram engu að síður. Allt frá því
greind Steinems og persónutöfrar
gripu fyrst athygli almennings á hin-
um höfgu frumdögum femínismans
hefur hún gengið sér til húðar fyrir
málstaðinn. Þar til fyrir skemmstu
vann hún hjá Ms. í allt að 18 tíma á
sólarhring og í hverri viku tókst hún
ferð á hendur til að halda fyrirlestra,
ráðgast við fólk og gefa góð ráð. Jafn-
vel þegar hallaði undan fæti í baráttu
kvenfrelsissinna í afturkippnum á
stjómarámm Reagans, missti Stein-
em aldrei móðinn. „Hún er dýrling-
ur,“ segir vinur hennar til margra
ára, leikkonan Marlo Thomas. „Flest-
ir þreytast og láta nægja að senda
ávísun til að styrkja baráttuna, en
Gloria gefúr og gefur af sjálfri sér.“
Þegar komið var fram á níunda ára-
tuginn var hún búin að gefa því sem
næst alla krafta sína. Hún greindist
með brjóstakrabba 1986, en fékk
lækningu og hefur verið hraust síð-
an, samband hennar við fasteignasal-
ann og útgefandann Mort Zucker-
man sem staðið hafði ámm saman,
tók enda 1987, og salan á Ms. til ástr-
alskrar fyrirtækjasamsteypu á því
sama ári, allt lagðist þetta á eitt til að
auka á streituna í lífi hennar. Náinn
vinur hennar segir það hafa verið
augljóst að hún var að brenna sjálfa
sig upp til agna. „Tímaritið var fjöl-
skylda Gloriu svo að það var mikið
áfall þegar Ms. var selt,“ segir hann.
Sjálf segir hún að hún hafi verið
þreytt og reið en bælt niður tilfinn-
ingarnar.
Erfíð æska
Það var siður sem hún tileinkaði sér
á unga aldri. Foreldrar hennar voru
farandsali sem verslaði með gamla
muni og fréttakona sem varð geðs-
munatrufluð húsmóðir. í æsku var
Steinem á sífelldum ferðalögum milli
Michigan, þar sem faðir hennar Leo
rak sumarleyfisstað, og Kalifomíu og
Flórida, en þangað fór faðir hennar
með fjölskyldu sína í húsvagni flesta
vetur. Gloria gekk aðeins óreglulega í
skóla til ellefu ára aldurs. „Eg lagði
mikið kapal,“ segir hún. „Eg gaf
hverri sort eigin einkenni, og reyndi
alltaf að vera sanngjöm við tíglana
svo að þeir kæmust ekki að því að ég
var hrifnari af hjörtunum
1946 skildu þau Leo og Ruth og
lenti það í hlut Gloriu að annast móð-
ur sína, sem þá var orðin því sem
næst ósjálfbjarga vegna þunglyndis
og ranghugmynda. Suzanne, 9 árum
eldri systir Gloriu, var þá komin í
menntaskóla. í sex sársaukafull ár
bjuggu mæðgumar tvær í niður-
níddu húsi í Toledo, sem þær leigðu
út að hluta. Peningaáhyggjur vom
alltaf fyrir hendi og rottugangur var í
húsinu. Eina nóttina,' þegar Gloria
var á táningsaldri, vaknaði hún al-
blóðug eftir rottubit sem hafði lent á
æð. Þegar móðir hennar og hún
komu aftur frá slysavarðstofunni seg-
ir Steinem að rottan hafi verið búin
að sleikja upp blóðið. „Það sem mig
langaði mest í þá var búr til að sofa í,
svo að ég væri örugg."
am ________m. _
; Aö utan
Lausnina fann Gloria í Smith Coll-
ege, en peningamir fyrir skólagöng-
una fengust við sölu hússins í Toledo.
Hún tók stjómun sem aðalfag og seg-
ist hafa álitið sig ákaflega heppna að
fá að fara í skólann. „Eg hélt að ég
myndi bara giftast prófessor og halda
áfram að vera þar til eilífðar."
Framtíóardraumar
ungrar stúlku á sjötta
áratugnum
Þar sem hún var kona síns tíma
hugsaði hún óljóst um að fá sér starf
„þangað til ég giftist," segir hún. Hún
sleit samt trúlofuninni sem hún
stofnaði til á öðm ári sínu í skólan-
um. „Kona sem giftist á sjötta ára-
tugnum varð það sem maðurinn
hennar var, svo að það leit út fyrir að
hún ætti aldrei framar kosta völ,“
segir hún. Tilhugsunin um að eignast
böm fannst henni líka ógnvænleg.
„Ég hafði þegar verið pínulítið for-
eldri mjög stórs bams — móður
minnar," segir hún „Ég vildi ekki taka
að mér að fara að annast einhvem
annan.“
Styrkur til framhaldsnáms í Ind-
landi stýrði henni í staðinn á leið til
að koma mannkyninu til hjálpar. „Ég
hugsaði sem svo, öll þessi örbirgð á
einum stað og auðæfi á öðmm —
svona getur þetta ekki haldið áfram.
Þegar ég kom aftur heim gat ég ekki
tekið leigubfla vegna þess að ég líkti
þeim við „rickshaw". Ég heimtaði að
fá að sitja frammi í hjá bflstjóranum."
í nokkur ár á sjöunda áratugnum
vann hún sem lausamaður við blaða-
mennsku, t.d. fyrir Esquire og Vogue,
en í tómstundum tók hún þátt í að
skipuleggja samtök landbúnaðar-
verkamanna og starfi mannréttinda-
hreyfingarinnar. Sem kona, og aðlað-
andi í þokkabót, reyndist henni erfitt
að fá þau þýðingarmiklu verkefni sem
hún sóttist eftir — sér í lagi eftir að
hún tók þátt í því undir fölsku flaggi
að afhjúpa misnotkunina á „kanínun-
um“ í Playboyklúbbum fyrir Show
tímaritið. Margir karlkynsblaðamenn
komu fram við hana eins og einn
ógleymanlegur ritstjóri LIFE sem, að
því er Steinem segir, sagði við hana
„Við viljum ekki laglega stelpu, við
viljum einhvem sem getur skrifað."
Umræður um fóstur-
eyðingar vöktu femín-
istaeðlið
Hún varð yfir sig hrifin þegar hún
var ráðin til að skrifa dálk um borgar-
mál í New York tímaritið 1968, og
það var þegar hún var að kanna um-
ræður um fóstureyðingar fyrir það
blað, fjórum ámm áður en hinn frægi
hæstarréttardómur Roe gegn Wade
var felldur, að femínistaeðlið vaknaði.
Steinem, sem hafði fengið löglega
fóstureyðingu í London eftir háskóla-
námið, hugsaði sem svo: „Ef ein af
hverjum fjórum okkar hefur gengið í
gegnum þessa reynslu, hvers vegna
er það ólöglegt?“
Hún hafði fengið sína köllun. Hún
fór að skrifa greinar í tímarit um
frelsun konunnar og halda ræður.
Næstum alltaf kom hún fram í hópi
annarra kvenna en það var alltaf
Steinem sem athygli fjölmiðlanna
beindist að. Félagar hennar segja
hana hafa „stjömu“hæfileika til að
bera og fólk taki eftir henni eins og
filmstjömu. En fleira kom til. Vin-
kona hennar segist minnast hennar
sífellt með stílabók í hendi þar sem
hún skrifaði niður nöfn og heimilis-
föng þeirra sem leituðu til hennar
með vandamál sín. „Vinsemdin geisl-
ar af henni,“ segir þessi vinkona.
En staða Steinems sem eftirlæti fjöl-
miðlanna — „kynþokkafulli femínist-
inn“ — vakti líka vissa gremju. Betty
Friedan fordæmdi hana opinberlega
fyrir hentistefnu. Steinem segist þó
aldrei hafa tekið það persónulega til
sín, heldur hafi Friedan bara fundist
að hún ætti kvennahreyfinguna.
Betty Friedan segir aftur á móti nú: „í
upphafi vomm við ósammála hug-
myndafræðilega og pólitískt, en hún
hefur lagt sitt af mörkum."
1972 tók Gloria Steinem þátt í að
hleypa Ms. tímaritinu af stokkunum,
þar sem birtar voru sögur sem gróin
kvennarit vildu ekki sjá. „Það hefúr
verið ánægjulegt að sjá umræður um
kynferðislega áreitni og ofbeldi gagn-
vart konum berast af síðum tiltölu-
lega fálesinna tímarita f það að vera
umræðuefni allrar þjóðarinnar,“ seg-
ir Steinem. Frá upphafi voru lesend-
ur blaðsins hæstánægðir, en auglýs-
endur voru tvístígandi. Steinem
eyddi ómældum tíma f að reyna að
sannfæra þá um að lesendur Ms.
væru ekki vitlaus utangarðshópur.
Henni tókst það nægilega vel, þar til
árið 1987 að skortur á auglýsingum
og aukinn framleiðslukostnaður
gerði sölu blaðsins óhjákvæmilega.
Gloria og karlmenn
Þrátt fyrir allar þessar annir og um-
stang fann hún þó tfma til að eiga f
ástarsamböndum. Karlmenn hafa
alla tíð laðast að Gloriu. „Það gerir
orðheppni hennar og glæsilegir fing-
umir,“ segir fyrrverandi elskhugi
sem enn er í góðu vinfengi við hana.
Hún átti m.a. vingott við leikstjórana
Mike Nichols og Robert Benton. Og
þá má ekki gleyma Zuckerman, sem
hún helgar allmargar blaðsíður í nýju
bókinni sinni þó að nafn hans sé þar
hvergi nefnt. Auðkýfingurinn og bar-
áttukonan áttu lítið sameiginlegt.
Hún segir t.d. í bókinni „ég varð að
bæla niður þá hugsun að sumarleyf-
ishúsið hans kostaði meira en var í
sjóðum kvennahreyfingarinnar eftir
margra ára starf...“ En orka hans og
kímni þótti henni aðlaðandi. Hún
segir líka „hann var óhamingjusamur
og ég hélt að hann gæti orðið ham-
ingjusamari við að nota vald sitt á
þann hátt sem ég hélt að væri meira
gefandi".
Útkoman varð reyndar sú að Zucker-
man veitti Ms. fjárhagslegan stuðn-
ing, en samband þeirra var dæmt til
að fjara út. Nú segir Zuckerman ein-
faldlega: „Sú Gloria Steinem sem ég
þekkti var yndisleg kona — fluggáf-
uð, falleg, fyndin og helgaði sig alger-
lega hreyfingunni sinni og tímaritinu
sínu.“
Steinem segir um samband þeirra
að þau hafi ekki átt nein sameiginleg
áhugamál nema dans. „Það var alls
ekki honum að kenna. Það var ég sem
var ekki samkvæm sjálfri mér.“ Sú
uppgötvun var hluti af þeirri sálar-
kreppu sem fæddi af sér bókina.
Til að geta hjálpað öðr-
um verður maður að
geta hjálpað sjálfum
sér
Núna, í fyrsta sinn síðan hún var 21
árs, stendur Gloria ekki í neinu föstu
sambandi og segir það stórkostlegt að
uppgötva að hægt sé að vera ánægður
bara á eigin vegum. Hún býr með
kettinum sínum Magritte í íbúð á
Manhattan. Hún ver eins miklum
tíma til skrifta og hún mögulega get-
ur við komið, eins og hugur hennar
hefur alltaf staðið til. Hún stundar
leikfimi og er orðin grænmetisæta.
„Ég vona að ég eigi aldrei aftur eftir
að leyfa mér að verða svona yfir mig
útbrunnin og örmagna," segir hún.
Vinir Gloriu segjast greina á henni
breytingu. „Þetta er í fyrsta sinn sem
henni finnst hún mega gefa sjálfri sér
ofurlítið meira,“ segir Marlo Thomas.
En önnur vinkona hennar er ekki
jafnviss, henni finnst Gloria jafnfús
til að fóma sjálfri sér og áhyggjufull
yfir ástandinu og áður.
E.t.v. hafa báðar vinkonumar nokk-
uð til síns máls. Sjálf gerir Gloria sér
grein fyrir að takmarkinu er ekki enn
náð og hefur komist að þeirri niður-
stöðu að besta aðferðin til að geta gef-
ið hjálp er að taka sér hlé og hjálpa
sjálfri sér. „Við verðum að vera lang-
hlauparar til að gera raunverulega
þjóðfélagsbyltingu. Og við verðum
ekki langhlauparar nema með því að
eiga innri kraft," segir hún.