Tíminn - 05.03.1992, Side 7

Tíminn - 05.03.1992, Side 7
Fimmtudagur 5. mars 1992 Tíminn 7 Flokkun íslenskra straum- og stöðuvatna Heiðarvatn í Mýrdal. Myndir: eh. Tiltölulega er stutt síöan farið var að skoða sérstaklega einkenni ís- lenskra áa og stöðuvatna, með til- Iiti til vistfræði almennt, og skil- greina hlutina. Þannig hefur kom- ið til sögunnar flokkun vatna, sem auðveldar skilning á eðli vatna og hefur hagnýtt gildi í mörgum til- vikum, svo sem í sambandi við virkjanir og flskrækt, bæði í ám og vötnum. Það mun hafa verið Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur (1945), sem fyrstur setti á blað heitið dragá og greindi straum- vötnin í dragár og lindár. Þegar Sigurjón Rist vatnamælingamað- ur skrifaði „fslensk vötn“ (1956), merkti hann straumvötnin í jök- ulá (J), dragá (D), lindá (L), ásamt (S), sem merkir stöðuvatn og jafnframt áhrif þess á rennslis- háttu viðkomandi straumvatns. Þannig yrði unnt á einfaldan hátt að merkja hverja á fyrir sig og raða táknum eftir vægi hvers þátt- ar, ef um væri að ræða sambland ólíkra tegunda, eins og um flestar stórár landsins, þó að í öðrum til- vikum væri aðeins um lindá eða dragá að ræða með tengslum við stöðuvatn eða ekki. Síðar kemur til sögunnar vist- fræðileg flokkun vatna, sem Arn- þór Garðarsson Iíffræðingur rit- aði í grein, sem hann ritaði í Týli 1979. Þá er næst að geta um flokkun, sem Sigurður Guðjóns- son líffræðingur, deildarstjóri á Veiðimálastofnun, setti fram í rit- inu „Vatnið og landið" (1990), en þar greindi hann íslenskar ár með tilliti til vistfræði. Flokkun áa eykur skilning í grein sinni segir Sigurður, að til að átta sig á margbreytilegri náttúru landsins hafi mannskepn- an oftast gripið til flokkunar. Án flokkunar umhverfisins væri skilningur takmarkaður á því við hvaða skilyrði lífverurnar búa. Líta mætti á vatnasvið ákveðinnar ár og þær lífverur, sem þar búi, sem eitt vistkerfi. Þetta þýði að vatnsfall sé hluti af stærra kerfi og yrði því að skoða allt umhverfi ár- innar og ána sjálfa sem eina heild. Síðar í greininni kemur Sigurð- ur Guðjónsson inn á flokkunar- stig, eiginleika kerfa, viðstöðu- tíma vatnsins, veðurfar, rennslis- hætti og eiginleika áa, efnaeigin- leika árvatns, berggrunn og vatnafar, vatnafar yngri jarð- myndana, heiðavotlendisvötn, jökulár, megingerðir áa, lindár, dragár á móbergssvæðum, vatna- far eldri jarðmyndana, dragár á blágrýtissvæðum og lengri dragár á blágrýtissvæðum. ísland kortlagt Með samantekt sinni flokkar Sig- urður straumvötnin á íslandi inn á fjögur svið: A: lindár, B: dragár á móbergssvæðum, C: dragár á blá- grýtissvæðum og D: heiðavotlend- isár, eins og meðfýlgjandi kort sýn- ir. Sigurður bendir á að kortið sýni 11 meginsvæði með 4 megingerð- um af ám. Þó sum svæðin hafi sömu vatnsfallagerð, sé veðurfar mismunandi, sem aftur valdi því að rennslishættir verði aðrir. Því verði að gera greinarmun á ám af sömu gerð sem eru í ólíkum lands- hlutum. Notagildi í flskrækt Um notagildi flokkunar getur Sigurður þess að hún skýri vel út- breiðslu fisktegunda og mögulega fiskframleiðslu ánna. Flokkun sem þessi sé því gagnleg þegar meta á hvort tilteknar fiskræktaraðgerðir, svo sem slepping laxaseiða eða bygging fiskvegar, séu vænlegar eða ekki. Þannig megi ætla að fisk- Kolufossar I Vlðidalsá I Húna- þingi. stofn í óstöðugu umhverfi eins og í dragá hafi flóknari og fleiri gerðir lífsferla til að geta brugðist við umhverfissveiflum heldur en fisk- stofn, sem býr við stöðug skilyrði eins og t.d. í lindá. Aðlaganir sem þessar að árumhverfinu hafi einn- ig áhrif á framleiðslu fisks í árkerf- inu. Skilningur á slíkum eiginleik- um fiskstofns fáist einungis með því að skilja umhverfi hans, segir Sigurður Guðjónsson í lok greinar sinnar. Flokkun stöðuvatna Þá er að lokum að geta um flokk- Flokkar íslenskra áa. A. Lindár. B. Dragár á móbergssvæöum. C. Dragár á blágrýtissvæðum. D. Heiðavotlendisár. un stöðuvatna, sem Hákon Aðal- steinsson líffræðingur birti í grein í „Vatnið og landið" 1990, en verk- efni þetta var unnið á vegum Orkustofnunar. Þar eru stöðuvötn- in á landinu í heild flokkuð eftir stærð, og einnig fjöldi og stærð vatna í hverjum iandshluta. Þarna mun vera nokkuð tæmandi skrá um vötn, sem eru stærri en 0,1 fer- kflómetri eða 10 hektarar að flatar- máli. Fjöldi slíkra vatna taldist vera 1840 vötn og mældust þau alls 1300 ferkflómetrar að flatar- máli. Af þessum vötnum reyndust 193 vera stærri en 1 ferkflómetri og vötn á bilinu 0,1-1,0 ferkfló- metrar eru 1650 talsins. í grein Hákonar Aðalsteinssonar er auk stærðarflokkunar vatna, vikið að gerð vatna og framleiðslu- getu, myndun vatnanna og lögun vatnsskálarinnar og fleiru. Þar er þess getið, að fjölbreytni vatna sé mikil á íslandi, bæði hvað varðar stærð og dýpi. í bók sinni „íslensk vötn“ gerði Sigurjón Rist (1956) grein fyrir mælingum á stærð og dýpi stærstu vatna og athugunum sínum á myndun þeirra. Stærstu vötnin væru yfirieitt til orðin fyrir jökulsvörfun í dölum, eða með því að gosefni (hraun og móberg) hafi stíflað upp dali eða dalverpi. Á eld- virka beltinu hafi landsig hjálpað til, svo sem við myndun Þingvalla- vatns. Einar Hannesson Islensk menningarvika í Bergen í vor ísland verður í forgrunni á Listahátíð í Bergen frá 19.-24. maí nk., en þetta er er stærsta menningarhátíð í N-Evrópu. Mörg ís- lensk atriði verða á dagskrá Listahátíðarinnar og auk þess verður sérstök íslensk menningarvika í beinum tengslum við listahátíð- ina. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, heldur hátíðarræðu við opnun Listahátíðar, miðvikudaginn 20. maí. Haraldur Nor- egskonungur setur hana nú í fyrsta sinn, en sú hefð hefur skap- ast að Noregskonungur setji Listahátíðina. Kvöldið áður, þriðju- daginn 19. maí, opnar forsetinn íslandsvikuna í Hákonshallen í Bergen að viðstöddum menntamálaráðherra Noregs, Áse Kleve- land, og Ólafl G. Einarssyni, menntamálaráðherra íslands. íslensk menning hefur aldrei áður verið kynnt á jafn myndarlegan hátt í Noregi eins og á þessari ís- landsviku í Bergen. Sýningar, bók- menntir, tónlist, leiksýningar, kvikmyndir og fleira verður á boð- stólum. Norsk-íslensk guðsþjón- usta verður í dómkirkjunni í Berg- en. Biskupinn yfir íslandi, herra Ólafur Skúlason, prédikar og bisk- upinn í Bergen, Per Lonning, þjón- ar fyrir altari. Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdótt- ur syngur íslensk sálmalög við guðsþjónustuna. Kórinn kemur líka fram þegar íslandsvikan hefst, og einnig við setningu Listahátíðar í Hákonshallen. Háskólinn í Berg- en stendur að fjölbreyttri dagskrá, og má nefna íslenskan humaniora- dag (humaniora er hið latneska heiti á svonefndum hugvísindum). Rektor Háskóla íslands, Sveinbjöm Bjömsson, og rektor háskólans í Bergen, Ole Didrik Læmm, hafa báðir átt þátt í undirbúningnum og mun verða stefnt að auknum sam- skiptum háskólanna í framtíðinni. Norræna félagið skipuleggur leiguflug til Bergen vegna ísland- svikunnar. Stór hópur nemenda og kennara mun heimsækja skóla í Bergen og norskir nemendur og kennarar munu nýta sér Ieiguflug- ið til íslands til að heimsækja ís- lenska skólanemendur. Fyrirhugað er að u.þ.b. 200 íslendingar fari til Bergen. Norræna húsið gegnir Iyk- ilhlutverki í undirbúningi þessarar íslandsviku, eins og það gerði við íslandskynningar í Gautaborg og Tammerfors fyrir rúmlega ári síð- an. Menntamálaráðuneytið á ís- landi, norska menningarmálaráðu- neytið og kirkju- og kennslumála- ráðuneytið í Noregi og margir nor- rænir sjóðir leggja fram fé til þessa menningarátaks. Norræni menn- ingarsjóðurinn styrkir t.d. sýningu á íslenskri hönnun, sem verður opnuð af Ólafi G. Einarssyni menntamálaráðherra, að viðstödd- um forseta íslands. Sama dag held- ur menntamálaráðherra jafnframt fyrirlestur um íslenska menningu og menningarstefhu. Sýningin verður síðan sett upp víða á Norð- uriöndum og annast sérstök sýn- ingarnefnd undirbúning hennar. íslensk hönnun verður ein þriggja sýninga um ísland, sem verða í Bryggensafninu. Þar verður enn- fremur sýning á íslenskum hand- ritum. Jónas Kristjánsson, prófess- or og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, heldur fyrir- lestur í boði háskólans í Bergen. Sýning á verkum félagsmanna í ís- lenskri grafík verður einnig sett upp í Bryggensafninu. I samkomusal safnsins verða fyrir- lestrar og daglegar kvikmyndasýn- ingar um ísland, og í kaffistofú safnsins verður borinn fram ís- lenskur matur í samvinnu við kaffi- stofu Norræna hússins. í Stenersenlistasafninu, sem er rekið af borgaryfirvöldum í Bergen, verður sýning á listaverkum eftir Erró. Sýningin er sett upp í sam- vinnu Kjarvalsstaða og listamanns- ins sjálfs og sendir hann gott úrval af nýjum verkum á sýninguna frá París. Fimmta sýningin verður um íslenskt náttúrufar og er skipulögð af náttúrufræðideild háskólans í Bergen og Náttúrufræðistofnun ís- lands. ísland sem ferðamannaland verður kynnt í verslunarmiðstöð- inni Galleria, kringlu þeirra Björg- vinjarbúa. Tónlist og Ieiklist eiga líka sína fulltrúa á Listahátíðinni. Reykja- víkurkvartettinn ásamt Selmu Guðmundsdóttur píanóleikara verður með tvenna tónleika, þ.á m. á Trollhaugen í bústað Edvards Grieg. Sömuleiðis heldur Hamra- hlíðarkórinn tvenna sjálfstæða tónleika, m.a. í Hákonshallen. Leikbrúðuland heldur fjórar sýn- ingar á „Það er bannað að hlæja" eftir Hallveigu Thorlacius. Fram- kvæmdastjóri Listahátíðar, Lor- entz Reitan, sá sýninguna hjá Leik- brúðulandi, þegar hann var í heim- sókn á íslandi í desember sl. Hann hreifst af sýningunni og óskaði eft- ir að fá hana á hátíðina, sem sér- stakt framlag fyrir böm og ung- linga. Bókmenntadagskráin fer að hluta til fram á íslenska humanioradeg- inum í háskólanum. Fyrirlestrar verða um íslensku handritin og ís- lenskar kvennabókmenntir. Þrjú málþing verða haldin og fjallar eitt þeirra um norrænar rannsóknir við háskólana í Bergen og í Reykja- vík. Tvö þeirra verða um þýðingar á íslenskum bókmenntum á norsku. Ljóðakvöld, með íslensk- um og norskum rithöfundum, verður haldið föstudaginn 22. maí. Meðal þeirra höfunda, sem boðið hefur verið frá íslandi, eru Thor Vilhjálmsson, Einar Már Guð- mundsson, Gyrðir Elíasson og Nína Björk Árnadóttir. Meðal norskra rithöfunda má nefna Ein- ar 0kland, sem er ljóðskáld Lista- hátíðarinnar í ár og Knut 0de- gaard, en hann skipuleggur bók- menntadagskrá á Listahátíð ásamt vinnunefnd í Bergen. Náttúruvísindi og læknavísindi verða til umfjöllunar í fyrirlestrum í háskólanum. Guðmundi Sig- valdasyni, forstöðumanni Nor- rænu eldfjallastöðvarinnar, hefur verið boðið að halda íyrirlestur um eldfjöll og eldvirkni, og fleiri ís- lenskir vísindamenn fá boð innan tíðar um að halda fyrirlestra. Mikilvægur þáttur í þessum und- irbúningi er hlutur skólanna. Sig- urlín Sveinbjarnardóttir, sem gegnir nýrri stöðu sem norrænn skólaráðgjafi í Norræna húsinu, hefúr skipulagt gagnkvæm nem- endaskipti í samvinnu við norsk skólayfirvöld og Norræna félagið í Bergen. íslandsvikan í Bergen hefur verið undirbúin af nefnd, sem í sitja Sveinn Einarsson, dagskrárstjóri og er hann formaður nefndarinn- ar, Lars Áke Engblom og Knut 0degaard (núverandi og fýrrver- andi forstjórar Norræna hússins) og Ingibjörg Björnsdóttir, fulltrúi í Norræna húsinu. í Bergen starfar samsvarandi nefnd skipuð Arne Holm bankastjóra og ræðismanni íslands, Sigve Gramstad menning- armálastjóra borgarinnar, og Hákon Randal, fylkisstjóra og nú- verandi stjórnarformanni Nor- ræna hússins.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.