Tíminn - 12.03.1992, Side 1

Tíminn - 12.03.1992, Side 1
Fimmtudagur 12. mars 1992 51. tbl. 76. árg. VERÐ I LAUSASÖLU KR. 110.- Akureyri: Útflutningur iðnvarnings dróst saman um 16% á síðasta ári. Hiutur iðnaðar í heildar- útflutningi landsmanna minnkaöi úr 20% niöur í 17% sem er svipaö hlutfall og árið 1970: Ökumaður bifreiðar, sem lenti háif inn í glugga verslunarinrtar Hijómvers við Gierárgðtu, var fluttur á slysadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Slysið varð með þeim hætti að bifreið- inni var ekið níður Þórunnar- stræti og af eirthverjum nrsök- um fór bifreiðin beint af augum, yfir Gierárgötuna og lenti á verslunarglugga og fór í gegn- um hann. Ekki er vitað um tii- drög siyssirts, en þó einhver háika hafi verið er ekki taiið að Aðeins vöxtur í vatni og tölvuvogunum slysið hafi orðið af hennar völd- um enda töiuverð vegalengd yfir götuna og í versiunina. Maður- inn mun ekki vera aivariega slasaður, en skemmdir eru töiu- verðar bæði á bifreiðinni og versiuninni. Hlutur iðnaðar í vöruútflutningi landsmanna lækkaði í fyrra úr 20% í 17%. Þetta hlutfall er nú svipað og það var árið 1970 þegar íslendingar gengu í EFTA. Flest bendir til að af- koma iðnaðarins hafi versnað á síð- asta ári miðað við árið á undan. Þessar upplýsingar komu fram á árs- þingi Félags íslenskra iðnrekenda í gær. Þrátt fyrir að iðnaðarframleiðsla á síðasta ári hafi aukist geta iðnrek- endur ekki verið ánægðir með ár- angurinn á árinu. Útflutningsverð- mæti iðnvarnings minnkaði úr tæp- lega 19 milljörðum árið 1990 í tæp- lega 15 milljarða. Mestu munar þar um ál og kísiljárn, en verð á þessum vörum hefur sjaldan verið lægra á heimsmarkaði. Annar útflutningur iðnvara gekk einnig illa, minnkaði úr tæpum 7 milljörðum í rúma 6 milljarða. Útflutningsverðmæti iðn- í bráðabirgðatölum um iðnframleiðslu á íslandi á síðasta ári kemur fram að hún jókst um 1,5- 2% og ef undan er skiiin framleiðsla á áli og kísiljámi var vöxturinn 2,5-3%. Útflutningur iðnvaraings dróst hins vegar saman um 8% í magni og 16% í verðmætum. Eriendlr ferðamenn hér á landi á þessu ári voru orðnir um 9.800 í iok febrúar, eða íleiri en nokkru sinni áður sömu tvo mánuði. Fjölgunin er á annað þúsund manns (13%) frá sfð- asta ári. Heimkomnir íslendingar frá útlöndum voru um 13.000 þessa sömu mánuði, sem einnig er fjölgun um hátt í þúsund manns (8%) frá sfðastaári. íslenskir ut- anfarar eru nú eigið að sfður kringum 500 færri en í janú- ar/febrúar á árunum 1988-90. Varla verður þó annað sagt en árið 1992 byrji sem fremur líf- legt ferðaár, a.m.k. ef miðað er við þann ógnar barióm sem yfir dynur um eym darkjör og at- vinnuieysi, - HEI Málverkagjöf Finns Jónssonar Á laugardag verður opnuð í Lista- safni Islands sýning á úrvali mynda eftir Finn Jónsson listmálara úr lista- verkagjöf hans og konu hans, Guð- nýjar Elísdóttir, til safnsins. Um er að ræða eina höfðinglegustu gjöf sem safninu hefur borist eða alls 850 ein- ingar. Á myndinni virða þau Bera Nordal, forstöðumaður Listasafns ís- lands, og Þorgeir Ólafsson fyrir sér eina af myndum Finns. Timamynd Ámi Bjama Ríkisendurskoðun segir þörf skýrari reglna um ábyrgð forsvarsmanna ríkisstofnana og ráðuneyta: 21 stofnun fór 5 milljónir eða meira unvfram fjáriög „Ríkisendurskoðun ítrek- ar það álit sitt að gera verði strangari kröfur til forsvarsmanna stofnana og ráðuneyta um að þeir haldi rekstrinum innan þess ramma er fjárlög marka hverju sinni. Þá bendir stofnunin á að þörf er á skýrari reglum en nú gilda um ábyrgð forsvars- manna ríkisstofnana og ráðuneyta þannig að skýrt verði hver beri ábyrgð á þeim kostnaði sem er um- fram heimildir fjárlaga og ríkissjóður greiðir að fullu, hvetju það varði að fara fram úr heimildum og til hvaða ráðstafana megi grípa til þess að færa hlutina í rétt horf.“ - Fjárhæðir í þ.kr. Greitt Fjárh. Frávik i % Alþingi 689.482 673.521 15.961 2,4 Háskóli íslands 1.610.545 1.561.170 49.375 3,2 Raunvísindastofnun H.í. 129.722 116.736 12.986 11,1 Tilraunastöð H.í. 122.955 115.398 7.557 6,6 Unglingaheimili ríkisins 54.192 41.185 13.007 31,6 Þjóðleikhús 688.989 664.000 24.989 3,8 Skógrækt ríkisins 103.750 87.883 15.867 18,1 Uppbætur á útfluttar landb.af. 3.092.536 2.993.400 99.136 3,3 Dómsmál, ýmis starfsemi 138.179 121.349 16.830 13,9 Löggæslukostnaður, ýmiss 51.211 45.729 5.482 12,0 Tryggingastofnun ríkisins 25.857.204 25.839.347 17.857 0,1 Ríkisspítalar 6.462.555 6.447.254 15.301 0,2 Tollstjórinn í Reykjavík 285.715 269.964 15.751 5,8 Gjaldheimtur og innh.kostn. 109.046 97.150 11.896 12,2 Uppbætur á lífeyri 1.016.921 908.000 108.921 12,0 Ýmis lán ríkissjóðs, vextir 9.875.057 9.400.000 475.057 5,1 Ýmsar fasteignir ríkissjóðs 1.386.286 1.305.426 80.860 6,2 Vegagerð ríkisins 5.219.096 5.195.119 23.977 0,5 Flugmálastjóm 483.711 452.680 31.031 6,9 Orkustofnun 285.065 237.529 47.536 20,0 Náttúmvemdarráð 66.145 37.050 29.095 78.5 Samtals stofnanir 57.728.362 56.609.890 1.118.472 2J) Það er Náttúruvemdarráö sem á heiðurinn af hlutfallslega mestri umframeyðslu á árinu, þ.e. 29 milljónir og 79% umfram heimildir. Unglingaheimili ríkisins er einnig áberandi. Þótt Tryggingastofnun farí nær 18 milljónir umfram er það hins vegar aðeins 0,1% frávik og svipað má raunar segja um 15 mllljónir hjá Ríkisspitulum. Svo segir m.a. í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um fram- kvæmd fjárlaga 1991. En þar kemur m.a. fram að 21 stofnun fór 5 milljónir kr. eða meira umfram fjárlagaheimildir á ár- inu, og samtals um 1.118 millj- ónir króna. Af þessum 21 stofn- un eru 13 á sams konar yfirliti fyrir árin 1989 og 1990. Ríkis- sendurskoðun segist ennfremur hafa gert athugasemdir við rekstur nokkurra þessara stofn- ana í skýrslum fyrir árin 1987, 1988 og 1989. „Sumar stofnanir fara þannig fram úr heimildum fjárlaga og fjáraukalaga ár eftir ár.“ Heldur virðast þessir hlutir þó vera að mjakast í rétta átt. Því stofnanir sem fóru 5 milljónir fram úr fjárheimildum voru 32 árið 1990 og 47 árið 1989, eða meira en tvöfalt fleiri en í ár. - HEl aðar án stóriðju dróst saman um 12% í verðmæti. Mestur var sam- drátturinn í sölu á veiðarfærum og tengdri vöru (26%) og niðursuðu- vöru (22%). Það er aðeins útflutn- ingur á vatni og rafeindavogum sem vex. Útflutningur á vatni jókst um 46% og nam 177 milljónum á síð- asta ári og útflutningur á rafeinda- vogum jókst um 38% og nam 280 milljónum króna. Útflutningur á ál- pönnum stóð í stað milli ára. í ræðu Gunnars Svavarssonar, for- manns Félags íslenskra iðnrekenda, á ársþingi félagsins fjallaði hann nokkuð um starfsskilyrði iðnaðar í vaxandi alþjóðlegri samkeppni. Hann sagði óhjákvæmilegt að ís- lenskt skattakerfi yrði aðlagað því sem gerist í samkeppnislöndum okkar. Þar væri brýnast að afnema aðstöðugjaldið. Gunnar sagði að þrátt fyrir fögur fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að bæta starfsskilyrði íslensks iðnaðar með lækkun skatta hafi ríkisstjóm- in iagt á nýja skatta og boðað hærri skatta á atvinnulífið. Búið sé að leggja á sérstakt 0,2% trygginga- gjald á atvinnulífið til að mæta ógreiddum launum gjaldþrota fyrir- tækja. Talað sé um að samræma þurfi almennt tryggingagjald at- vinnuveganna sem geti ekki þýtt annað en að iðnaðurinn greiði hærra gjald, en hann greiðir í dag ásamt sjávarútveginum iægra trygg- ingagjald en aðrar atvinnugreinar. Einnig sé rætt um að atvinnulífið kosti sjálft rekstur ýmissa stofnana meir en nú er. Þá hafi verið dregið úr möguleikum fyrirtækja til að draga uppsafnað tap frá tekjuskatt- stofni og hafin sé álagning marg- brotinna umhverfis- eða mengunar- skatta. Iðnaðarráðherra ávarpaði þingið og sagði m.a.: „Með stöðugu gengi og lágri verðbólgu hefur tekist að verja kaupmátt á erfiðum tímum þrátt fýrir tiltölulega litla peningalauna- breytingar. Þennan árangur verður að festa í sessi og mynda þannig við- spyrnu fyrir atvinnulífið í landinu. Nú er brýn nauðsyn að geta sótt fram af þrótti á nýjan leik. Nú mun- um við ekki stíga skrefið til hálfs. Aðild okkar að sameiginlegum innri markaði V- Evrópuþjóða verður einnig að fýlgj'a full samræming á þeirri löggjöf og reglum sem fjallar um viðskipti og samræmingu á starfsskilyrðum atvinnuveganna. Við munum á næstu árum mæta okkar nágrönnum á jafnréttis- grundvelli. Nú verður það okkar framtak í samkeppni við þeirra framtak. Nú verður það okkar verk- kunnátta á móti þeirra verkkunn- áttu. Nú verður það verð og gæði ís- lenskrar framleiðsluvöru og þjón- ustu í samanburði við verð og gæði vöru og þjónustu í öðrum löndum," sagði Jón Sigurðsson, iðnaðarráð- herra á fundinum. -EÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.