Tíminn - 12.03.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 12. mars 1992
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Timinn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoðarritstjóri: Oddur ÓÍafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrlmsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sími: 686300.
Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð i lausasölu kr. 110,-
Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Frumvarp sem
eykur ójöfnuð
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um jöfnun á flutn-
ingskostnaði olíuvara sem felur það í sér að flutnings-
jöfnun á olíuvörum er afnumin sem nemur 40%.
Það er ljóst að áhrif þessa frumvarps, ef að lögum
verður, munu bitna á hinum dreifðu byggðum víðs
vegar um land. Þetta mál er eitt af mörgum, sem nú
eru á döfinni, sem auka aðstöðumuninn í landinu í
stað þess að minnka hann.
Vöruverð úti á landi er verulega hærra en á höfuð-
borgarsvæðinu. Þar kemur margt til, meðal annars
flutningskostnaður, sem ríkið hefur með síðustu ráð-
stöfunum skattlagt í auknum mæli. Lítill markaður
gerir dreifbýlisversluninni örðugt að njóta þeirra kjara
sem stórmarkaðir í höfuðborginni fá á sínum inn-
kaupum.
Frumvarpið um olíuvörurnar vegur enn í þennan
knérunn.
Afnám flutningsjöfnunar á olíuvörum að hluta, stóð í
einhverjum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þeir
fengu að launum að vera kallaðir steinaldarmenn eða
eitthvað álíka í Morgunblaðinu og DV. Hins vegar hef-
ur komið í ljós að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins
sameinaðist um það snjallræði að hvert olíufélag jafn-
aði verð á sínum útsölustöðum. Það kom fram í um-
ræðum á Alþingi að þetta ákvæði er algjörlega gagns-
laust og vandalaust er íyrir olíufélögin að fara framhjá
því, eða loka útsölustöðum í dreifbýlinu ella.
Það kom einnig skýrt fram að forustumennirnir í
Jafnaðarmannaflokki íslands hafa engar áhyggjur af
þeim ójöfnuði, sem þetta og fleiri slfkar sendingar
valda.
Gert er ráð fyrir að olíuvörur verði flutningsjafnaðar
á hafnir landsins, og eru hafnirnar taldar upp í upp-
kasti að reglugerð sem fylgir frumvarpinu. Það kemur
í ljós, svo dæmi séu nefnd, að engin flutningsjöfnun er
á olíuvörum á svæðinu frá Þorlákshöfn til Hafnar í
Hornafirði. Þetta er aðeins eitt dæmi um þá mismun-
un, sem í frumvarpinu felst.
Það hafa orðið miklar breytingar á innflutningi olíu-
vara og verðmyndun þeirra. Þessar breytingar þurfa
ekki nauðsynlega að hafa það í för með sér að flutn-
ingsjöfnun sé afnumin. Þá agnúa, sem eru á núverandi
kerfi, ætti að vera auðvelt að laga án þess að auka stór-
lega á aðstöðumun þjóðfélagsþegnanna. Frumvarpið
gerir ráð fyrir að olíufélögunum sé heimilt að láta fara
fram útboð á olíuvörum til stórnotenda. Auðvitað þarf
þetta ekki að vera bundið því að afnema flutningsjöfn-
unina. Það er einkum útgerðin, sem hefur gagnrýnt
það að fá ekki nægjanlega góð kjör á olíuvörum, og
það eru vissulega til leiðir til þess að mæta þeirri
kröfu.
Ef flutningsjöfnunin er minnkuð, er þó lágmark að
hún nái til þeirra staða sem teljast helstu verslunar-
staðir, en hún sé ekki eingöngu bundin við hafnir eins
og frumvarpið gerir ráð fyrir. Með því er þó dregið úr
sárasta broddinum fyrir dreifbýlið.
Siðavandir
hrossabrestir
SK1I8 Ml IVIUBBOI BPPlfSllt.Uli 8H SÍLKRLRNBRFEROtR
ÞbÓ gata orðíð þér dýfk*ypt l«oöi» tnlnnft
ð hsepnAf toiiyfftingar i augtvaíngum ffó Samvíonu-
fafðufivUndayn urn ,88möa.uíl»gfif förðíf"A Iflagata
varftí.
Áður «n þú tafeur ákvofftun um sftl8flBr.dal«rftina i ár
skaitu bofS saman ierftíf hja Clfvnli litsýn annars,
vogar og hjá Samvinnufeföum-latidsýfi Wn» vagar
Að reyna að finna lœgra verð
en hjá SL er eins og að
leita að krœkiberi í ...
FUNDARLAU
Þorgeir Þorgeirsson skáld lýsti ný-
verið í blaðaviðtali hvaða áhrif for-
lag, sem gaf út bók eftir hann,
hafði með æðisgenginni sölu-
mennsku: „’Ég haíði allan tímann
á tilfinningunni að verið væri að
kynna eitthvað, sem ekki var fyrir
hendi, einhverja bók sem ég hafði
aldrei skrifað."
Þorgeir kvað svo fast að orði að
sala af þessu tagi gæti orðið höf-
undi og bók banvæn, að auglýsin-
gagnýrinn væri til þess fallinn að
rjúfa tengsl milli höfúndar og les-
enda.
Um skeið hefur Þorgeir gefið út
sínar bækur sjálfur og þykir ekki
mikils í misst þótt gauragangur
auglýsingamennskunnar standi
ekki milli forleggjara og kaupanda
né höfundar og lesenda.
Þorgeir Þorgeirsson kemur þama
að efni sem verið hefur nær tabú í
fjölmiðlafárinu, sem gengur fyrir
gný auglýsingastofa en í hvítum
húsum og hjá misjafnlega góðu
fólki ákveða skallauppar hvaða
fjölmiðlar eru á vetur setjandi og
hverjir fá ekki að tóra. Þeir stjóma
líka hvað bækur hafa sér til ágætis
og hvaða bækur á að kaupa og
hverjar ekki.
Við gúrúa auglýsingaglaumsins
deila fjölmiðlar ekki, en híma með
betlistaf við fótskör þeirra til að
sníkja auglýsingar, aðallega frá rík-
isstofnunum, og það undarlega er
að flestar em þær birtar í hinum
feiknaöfluga skemmti- og upplýs-
ingamiðli ríkisins, sem ekki á
neina hliðstæðu að mikilleika síð-
an óreiðan tók við af alræðinu í
austurvegi.
Svona skiptir rikið við ríkið með
milligöngu einkaframtaksins í
auglýsingagerð.
Sök og gagnsök
Upp er komin sú staða að alþjóð
veit að auglýsingastofur em siða-
vandar. Þær eiga sér siðadómstól
og eru famar að skjóta þangað
málum.
Stór auglýsingastofa hefur kært
aðra stóra auglýsingastofu fyrir
siðgæðisbrot og hefur kærða aug-
lýsingastofan líka kært hina aug-
lýsingastofuna fyrir siðleysi.
Stendur nú siðadómstóll auglýs-
ingagnýsins með kæru og
gagnkæm í höndunum og
eru ákærendur og sakbom-
ingar hinir sömu og í kross.
Sakarefni eru svipuð. Stof-
umar ákæra hver aðra fyrir aug-
lýsingafals og auglýsinga- og hug-
myndaþjófnað.
Falsið og þjófnaðurinn á báða
bóga fer hvergi leynt, því það er
eðli auglýsingaskmmsins að gapa
og veina á torgum.
Ríkisfjölmiðillinn mikli og Morg-
unblaðið em sjálfkjörinn vett-
vangur fyrir boðskapinn. Fá bæði
vænan skilding fyrir að birta
meinta lygi, rógburð og fals.
En hvað er ekki gert fyrír pen-
inga?
Hugsuðir skrumsins
Stærstu ferðaskrifstofur landsins
eru bæði gerendur og þolendur í
siðgæðisstríðinu mikla og for-
stjórar þeirra beinir þátttakendur í
gríninu.
Allt gengur húllumhæið út á það,
að sýna og sanna að hvor ferða-
skrifstofan um sig bjóði lægri far-
gjöld í pakkaferðum hingað og
þangað.
Hugsuðir auglýsingaskrumsins
upphugsa alls kyns svívirðingar og
ávirðingar, sem ferðaskrifstofum-
ar láta dynja hver á annarri í rán-
dýrum auglýsingum.
Fyrir þetta borga fyrirtæki al-
þýðusamtaka og samvinnuhreyf-
ingar og fyrirtæki, sem meðal ann-
ars almannahlutafélög eiga hlut
að, stórfé.
í algleymi auglýsingaskmmsins
er því komið inn í fréttir að fimm
hundruð til þúsund manns panti
pakkaferðir á degi hverjum. Er
ekki annað sýnna en að auka þurfi
flugflotann og leiguflugin marg-
faldlega, ef sinna á þeim mikla
markaði sem orðinn er til í kollum
siðgæðispostulanna hjá auglýs-
ingastofúm og ferðaskrifstofum.
Hinn er dýrari
Maður getur spurt hvaða tilgangi
svona gassagangur þjónar? Eðli-
lega fást engin svör.
Hvað sem velsæminu líður, er
greinilegt að pótintátar ferðasölu
og auglýsingasölu höfða ekki til
neinna kaupenda með svona fram-
ferði.
Ætla mætti að siðavandar auglýs-
ingastofur ráðlegðu viðskiptavin-
um sínum að höfða til sem flestra
væntanlegra ferðalanga og fá þá til
að kaupa flugfar og gistingu hjá
sér. Nei, heldur velja þeir að út-
húða keppinautunum og bera
þeim á brýn auglýsingafals og lyg-
ar.
Hinir siðavöndu eru ekki að aug-
lýsa að ferðimar séu tiltakanlega
ódýrar, heldur aðeins hitt að
keppinauturinn sé dýrseldari.
Sönnun fyrir staðhæfingunum er
ekki lögð fram, en boðið er upp á
asnalega samkvæmisleiki þar sem
væntanlegir ferðalangar eiga að
bera saman verð í skæmm
glanspésum og em fúllir upp með
skmm og hálfsagðar sögur.
Hömluleysi
Enn skal vitnað í skarplegar skoð-
anir Þorgeirs Þorgeirssonar um
auglýsingagnýinn: „Og ég sé ekki
betur en útgefendur stefni nú í
banvænar ógöngur, þeir nota aug-
lýsingamar eins og „dópist-
ar“ nota eiturlyf — hömlu-
laust...“
Auglýsingastríð ferðasölu-
manna og auglýsingasölu-
manna er hömlulaust Markmiðið
er ekki að auglýsa ódýra þjónustu,
heldur em fýrirtækin eða þeir,
sem halda um stjórnvölinn, að ná
sér niðri hver á öðmm. Karpið um
keisarans skegg er orðið „ven-
detta", hefnd og gagnhefnd.
Þegar kappamir em orðnir móð-
ir að berja hver á öðmm, leita þeir
skjóls og úrlausnar hjá furðufyrir-
bæri, sem þeir hafa sjálfir skapað,
einhverjum siðadómstóli sem á að
skera úr um hvorir segja minna
satt og hvor er lítillátari þjófur.
En þeir sem öllu auglýsingafár-
inu er beint að, viðskiptavinimir
sem biðlað er til, em engu nær um
hverjir okra meira eða minna á
pakkaferðum suður um höfin.
Hins vegar gæti ferðaskrifstofum
sem öðmm reynst vel að veita rétt-
ar upplýsingar með siðlegum
hætti án þeirra hrossabresta, sem
halda að gnýrinn einn veki nauð-
synlega athygli. OÓ