Tíminn - 12.03.1992, Síða 2

Tíminn - 12.03.1992, Síða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 12. mars 1992 Sjúkraiúiuim fyrir aldraða hefur fækkað um 53 Vegna sparnaðaraðgeröa í heilbrígðismálum hefur sjúkrarúmum fyrir aldraða sjúklinga fækkað um 53 á höfuðborgarsvæðinu. B-6 deild Borgarspítalans var lokað í lok síðasta árs, fækkað var um sjö rúm á B-4 deild spítalans og áformað er að loka Hvítabandinu. Þetta kom fram á Alþingi í spurningu sem Ingibjörg Pálmadóttir alþing- ismaður beindi til heilbrígðisráðherra en hún spurði ráðherrann hveraig brugðist yrði við þessu. Sighvatur sagði að B-6 álmunni hefði verið lokað vegna þess að ekki hefðu fengist hjúkrunarfræðingar til starfa en ekki vegna sparnaðarað- gerða. Hann sagðist vonast eftir að auðveldara verði að fá hjúkrunar- fræðinga til starfa á næstunni þann- ig að hægt verði að opna deildina að nyju. I spamaðartillögum stjórnar Borg- arspítala frá 28. janúar kemur fram að spítalinn gerir ráð fyrir að B-6 deildin verði lokuð til 1. september 1992 og að það spari 20 milljónir. Þá er gert ráð fyrir að legudeild á Hvíta- bandinu verði flutt á Grensás, Heilsuvemdarstöð og á aðrar deild- ir. Starfsemi í Templarahöll verði síðan flutt í Hvítabandið. Þetta á að spara 35 milljónir. Sighvatur sagði í svarinu að með sameiningu Borgarspítala og Landa- kotsspítala hefði verið stefnt að því að fjölga hjúkmnarrúmum fyrir aldraða um 50. Hann sagðist vona að hjúkmnarrúmum fyrir aldraða á höfuðborgarsvæðinu muni fjölga en ekki fækka í framtíðinni. Sighvatur fór ekki nánar út í hvernig þetta myndi gerast eftir að ljóst er að ekk- ert verður af sameiningu Borgar- spítala og Landakots. Ingibjörg sagði ráðherra koma sér undan því að svara spurningu sir.ni, sem sé hvert þeir sjúklingar sem verða að fara af sjúkrahúsunum vegna lokana eigi að fara. Ingibjörg spurði einnig hvort St. Leiðrétting Rangt var með farið í blaðinu í gær að Bjami Einarsson sé formaður Samstöðu. Réttara er aö hann situr í stjóm samtakanna. Formaður er hins vegar Kristín Einarsdóttir al- þingiskona. Jósefsspítali í Hafnarfirði komi til með að geta tekið við sjúklingum til hvfidarinnlagna í sumar. Heilbrigð- isráðherra svaraði því til að hann vonaði að þjónusta St. Jósefsspítal- ans í Hafnarfirði verði góð hér eftir sem hingað til og spítalinn eigi góða framtíð fyrir höndum. -EÓ gær var haldinn „Heilbrigðisdagur Ijósvakamiðlanna" og var hann helgaður áfengi og þjóðfélaginu og var ætlunin að leggja áherslu á að kynna ýmsar hliðar áfengismála með það fyrir augum að gera grein fyrir áhrifum áfengisneyslu á íslenskt þjóðfélag og þegna þess. Á meðfylgjandi mynd má sjá að- standendur verkefnisins á kynningarfundi sem haldinn var í fyrradag. Frá vinstri: Ólafur HaukurÁrna- son, Lovísa Óladóttir, Páll Sigurðsson, Árni Einarsson, Sighvatur Björgvinsson, Elva Björk Gunnars- dóttir, Ólafur Ólafsson, Jónas Ragnarsson, Björn Magnússon, Jón K. Guðbergsson, Helgi Seljan og Bogi Arnar Finnbogason. Tímamynd Ami Bjama BSRB og Kl hafa lagt fram kröfur um að ríkisstjórnin falli frá aðgerðum sínum í velferðarmál- um, persónuafsláttur verði hækkaður og tekinn verði upp fjármagnsskattur: BSRB og Kl vilja reka stjómina á byijunavreit BSRB og Kennarasamband íslands kynntu ríkisstjóminni í gær áhersluatriði sín í efnahags- og velferðarmálum. Þar er þess m.a. krafist að horfið verði frá skerðingu baraabóta, tekjutengingu grunnlífeyris, gjaldtöku fyrír komu til læknis og á heilsugæslu- stöðvar og skerðingu á kennslumagni í grunnskólum. Þá er þess krafist að tekinn verði upp fjármagnsskattur, persónuafsláttur verði hækkaður, foreldrar eigi kost á að nýta persónuafslátt baraa sinna sem búa heima og vextir hækki ekki í félagslega húsnæðiskerfinu „Flestar þær ráðstafanir sem stjórn- völd hafa gripið til hafa verið í skerðingarátt. Fólk vill nú samein- ast um það að snúa þessari óheilla- þróun við,“ sagði Ögmundur Jónas- son, formaður BSRB, eftir fundinn með ríkisstjórninni. Hann sagði að á fundinum hefðu báðir aðilar kynnt sín sjónarmið. Ríkisstjórnin hefði hins vegar ekki tekið afstöðu til- lagna samtakanna. BSRB og KÍ vilja að ríkisstjórnin stuðli að minna atvinnuleysi, en það er nú 2,8% í samanburði við 1,8% á sama tíma í fyrra. Bent er á að sam- hengi sé milli hárra vaxta og at- vinnuleysis. Krafist er verulegrar vaxtalækkunar, en jafnframt ítrekað að vextir eigi að lækka óháð öllum kjarasamningum. Ozzie Osborne kemur ekki til Islands í haust til að halda tónleika, en tónleika- haldarar brugðust skjótt við og hafa fengið aðra þungarokkshljómsveit í stað- Ozzie kemur ekki Nú er ljóst að Ozzie Osbome, þungarokkarinn ægilegi, kemur ekki hing- að til lands tíl að halda fyrirhugaða tónleika á Akranesi. Auknar kaup- kröfur eru ástæðan, en kröfur kappans hækkuðu úr þremur milljónum upp í sex milljónir á skömmum tíma. Þetta gátu tónleikahaldarar ekki sætt sig við og fengu því í staðinn aðra þungarokkshljómsveit, Black Sabbath, með söngvarann Ronnie James Dio, tíl að halda tónleika og eru tónleikahaldarar bjartsýnir á framhaldið. ,JvIálið var að það tvöfölduðust kaup- kröfúr á mjög skömmum tíma. Við vorum búnir að teygja okkur vem- lega til móts við hann, langt umfram það sem við ætluðum okkur. Svo þegar það kom viðbót ofan á það, þá sögðum við: Nei hingað og ekki lengra," sagði Sigurður Sverrisson, einn aðstandenda tónleikanna. Upp- haflega var ætlunin var að Ozzie Os- bome fengi um þrjár milljónir króna fyrir tónleikana, en þegar upp úr slitnaði vildi Ozzie fá sex milljónir króna sem aðstandendum tónleik- anna fannst eins og áður sagði allt of hátt Að sögn Sigurðar kom þetta þeim á óvart þar sem þeir töldu sig hafa samninginn nánast kláran. Það átti einungis eftir að skrifa undir. Það var því bmgðist skjótt við og var feng- in önnur hljómsveit í staðinn, Black Sabbath, en Ozzie Osbome var á ár- um áður meðlimur í þeirri hljóm- sveit, en hún hefur nú fengið sinn gamla söngvara, Ronnie James Dio, til liðs við sig, en hann leysti einmitt Ozzie af hólmi þegar hann hætti í Black Sabbath á sínum tíma. „Þeir fást á þeim nótum sem við vomm að tala um upphaflega, eða á þrjár millj- ónir króna, þannig að við létum slag standa. Við skrifuðum undir samn- inga, bæði við Jethro Tull og Black Sabbath síðastliðin mánudag, en þá kom hér umboðsmaður hlómsveit- anna til íslands frá Bretlandi. Þetta er því afgreitt mál og er alveg á hreinu," sagði Sigurður Sverrisson. Sigurður segir það tilfinningu sína að Sabbath og Dio séu ekki síður þekkt nöfn hér á landi en Ozzie Osbome, þó hann sé kannski villtari karakter sé Dio miklu betri söngvari. .Auðvitað er maður dálítið vonsvikinn yfir að Ozzie kem- ur ekki, en ég held að með komu Black Sabbath komust við eins ná- lægt Ozzie og hægt er. Black Sabbath er nú ekkert slor, því ég var að skoða bandarískt rokktímarit út í bókabúð og þar var lesendakönnun yfir 20 bestu þungarokksplötur allra tíma og þar er í fyrsta sæti Black Sabbath, á undan Deep Purple, Led Zeppelin og öllum þessum frægu hljómsveitum." Sú breyting hefur orðið á að tónleik- unum seinkar um þrjár vikur og verða því dagana 25.-26. september og er það vegna þess að það var eini tíminn sem Jethro Tull gat komið á. Forsala aðgöngumiða hefst strax eftir páska og verður miðaverð fyrir þá sem kaupa miða fyrir 1. júní 3400 krónur. Eftir það kostar miðinn 3900. Sigurður lagði áherslu á að einungis kæmust inn í íþróttahúsið um 2500 manns á hvora tónleika og því væri öruggara að verða sér úti um miða fljótlega. -PS ÖgmundurJónasson Bent er á að niðurskurðarstefna ríkisstjórnarinnar leiöi fyrst og fremst til lélegri þjónustu og aukins atvinnuleysis. Varað er við skamm- tíma- og langtímaafleiðingum nið- urskurðar af þessu tagi og krafist að snúið verði af þeirri braut sem nú hefur verið mörkuð. Orörétt segir: „Nú þegar hefur það sýnt sig að nið- urskurður sá sem ákveðinn hefur verið skilar ekki því fjármagni sem ætlað var. Þó sjálfsagt sé að gæta allrar hagkvæmni í rekstri þjóðfé- lagsins verður að gera greinarmun á eðlilegum sparnaði og niðurskurði á mikilvægum og nauðsynlegum þjónustuliðum." Varað er alvarlega við einkavæð- ingu ríkisstofnana sem gegna þjón- ustuhlutverki við almenning og minnt á slæma reynslu erlendis af þjónustu einkarekinna einokunar- stofnana. Settar eru fram kröfur í heilbrigð- is- og tryggingamálum undir kjör- orðinu „Heilsugæsla á að vera sjúk- lingum að kostnaöarlausu". Þess er krafist að koma á heilsugæslustöð og/eða til heimilislæknis og sjúkra- lega verði öllum að kostnaðarlausu. Krafa er sett fram um að greiðslur fyrir krabbameinsleit verði felldar niður á heilsugæslustöðvum, hjá heimilislækni og í leitarstöð. Enn- fremur að hámarksgreiðsla vegna læknis- og heilsugæsluþjónustu verði einnig látin taka til greiðslna vegna lyfja. Þá vilja BSRB og KÍ að skref verði stigið til að lækka tann- læknakostnað enn frekar og ríkið endurgreiði 5% af tannlækniskostn- aði fullorðinna og 95% af tann- læknakostnaði barna. Hjálpartæki verði þeim sem á þurfa að halda að kostnaðarlausu og tekjutenging grunnlífeyris verði afnumin. í skattamálum vilja félögin að komið verði á skatti á fjármagns- tekjur sem skili sér í ríkissjóð frá og með næsta fjárlagaári. Talið er að þetta geti skilað 2,5 milljörðum í rfkissjóð. Þess er krafist að skattaaf- sláttur vegna hlutabréfakaupa verði afnuminn. Persónuafsláttur verði framreiknaður miðað við lánskjara- vísitölu á síðasta ári og foreldrar eigi þess kost að nýta ónýttan persónuaf- slátt barna sinna sem búa heima. Hætt verði tvísköttun lífeyrissjóðs- greiðslna. Tekjuskattur verði nýttur til tekjujöfnunar og fullar barna- bætur tryggðar. í húsnæðismálum vilja samtökin að tryggt verði að engar vaxtahækk- anir eigi sér stað í félagslega kerf- inu. Framboð á leiguhúsnæði og kaupleiguíbúðum verði aukið og húsnæðisbótum verði komið á til jöfnunar húsnæðiskostnaðar leigj- enda samsvarandi þeim vaxtabótum sem húseigendur fá. Ákvæðum um vaxtabætur verði ekki breytt og komið verði á húsnæðisbótum eða annarri aðstoð við þá sem eru að kaupa húsnæði í fyrsta sinn. í skólamálum vilja samtökin að all- ir nemendur leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla eigi að hafa jafna möguleika til náms og þroska sér að kostnaðarlausu. Öll böm eigi rétt til leikskóladvalar, óháð búsetu og þjóðfélagsstöðu foreldra, sbr. nýsam- þykkt leikskólalög. Samtökin vilja að kennslumagn og námsframboð verði ekki minnkað frá því sem það er í dag í grunnskólum og framhalds- skólum. Skólagjöld á háskóiastigi verði ekki hækkuð frá því sem verið hefur og námslán ekki skert Þá vilja samtökin að ákvæði grunnskólalaga um nemendafjölda í bekkjardeildum á árinu 1993 taki gildi og að í fram- haldsskólum verði námshópar aldrei of fjölmennir. -EÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.